Hestar

Svínavatn 2018

Laugardaginn 3. mars getur hestaáhugafólk glaðst þar sem ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A- og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti.
Meira

Orðsending til knapa

Matvælastofnun vill koma því á framfæri við knapa landsins nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.
Meira

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 27. janúar síðastliðinn þar sem keppt var í flokki hestfolalda, merfolalda og í ungfolaflokki. Var þátttaka góð og 31 folald og fimm ungfolar voru skráð til leiks. Eyþór Einarsson sá um dómana og við verðlaunaafhendingu lýsti hann fyrir áhorfendum þeim eiginleikum sem hann lagði mat á.
Meira

Almenn ánægja með landsmótið 2016

Laugardaginn 20. janúar sl. stóð hestamannafélagið Skagfirðingur fyrir opnum fundi í Tjarnarbæ, félagsheimili félagsins á Sauðárkróki, þar sem fjallað var um landsmótið 2016 sem haldið var á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána í Akrahrepp, efna til folaldasýningar 10. febrúar n.k. og hefst hún stundvíslega kl.12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju.
Meira

Opinn fundur um landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016

Hestamannafélagið Skagfirðingur býður til opins fundar í félagsheimili Skagfirðings í Tjarnarbæ á morgun, laugardaginn 20. janúar kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016.
Meira

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda

Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina 12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins. Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Mustad-Miðsitja

Sjötta liðið sem kynnt er í KS -deildina í hestaíþróttum 2018 er Mustad-Miðsitja. Liðið skipa fimm knapar frá Hólum, kennarar og nemendur sem verða undir stjórn Sinu Scholz tamningakonu á Miðsitju.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Íbess

Fimmta liðið sem kynnt er í Meistaradeild KS er lið Íbess þar sem Jóhann B. Magnússon á Bessastöðum í Húnaþingi er liðsstjóri sem fyrr. Með honum eru hörku liðsmenn, m.a. bróðir hans Magnús Bragi Magnússon, Fríða Hansen, Guðmar Freyr Magnússon og Hörður Óli Sæmundarson. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að vitað sé að þeir bræður búi ætíð yfir góðum hestakosti, spurning hvað þeir draga út úr hesthúsinu þennan veturinn.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Líflands - Kidka

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Líflands – Kidka en fyrir því fara þau Elvar Logi og Fanney Dögg. Hafa þau fengið til liðs við sig þrjá knapa sem kepptu fyrir Íslands hönd á síðasta HM í Hollandi.
Meira