Hestar

Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Meira

Fjórgangsmóti Skagfirðings frestað

Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fjórgangsmótinu, sem halda átti á nk. laugardag, hafi verið frestað í ljósi aðstæðna í samfélaginu til laugardagsins 5. mars. Vonast mótanefnd til að sjá sem flesta þá.
Meira

Fleinn og Herdís Einars sigruðu í 1. flokki í gæðingatölti

Fyrsta mótið í vetrarmótaröð Hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið í Þytshöllinni föstudagskvöldið 11. febrúar. Keppt var í gæðingatölti og segir á heimasíðu félagsins að þátttaka hafi verið ágæt.
Meira

Hestamenn komnir í keppnisgírinn

Loks er farið að birta til hjá hestamönnum í Skagafirði þar sem fyrsta keppni Vetramótaraðar Hestamannafélagsins Skagfirðings hefur verið boðað laugardaginn 5. febrúar nk. kl. 13 í Svaðastaðahöllinni. Skráningu lýkur í kvöld.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossasalan :: Kristinn Hugason skrifar

Ágætu lesendur, áður en ég vík að efni greinarinnar vil ég óska ykkur gleðilegs og farsæls nýs árs en þetta er fimmta árið sem birtast munu reglulega greinar hér í Feyki frá Sögusetri íslenska hestsins. Í þessari grein verður fjallað um hrossasöluna hér innanlands fyrr og nú og útflutninginn sem á sér lengri og fjölskrúðugri sögu en margur hyggur. Í næstu grein verður svo fjallað sérstaklega um uppbyggingu reiðhrossamarkaða erlendis.
Meira

Eyrún Ýr Pálsdóttir ný inn í landsliðshóp LH og Ísólfur Líndal aðstoðarþjálfari

Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Hann útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Þá var Eyrún Ýr Pálsdóttir, frá Flugumýri í skagafirði, valin ný inn í landliðið.
Meira

Reynir að undirbúa sig vel fyrir hverja keppni :: Íþróttagarpurinn Þórgunnur Þórarinsdóttir

Feykir sagði frá því snemma í desember að tvö ungmenni af Norðurlandi vestra höfðu þá verið valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi. Guðmar svaraði spurningum Feykis í síðasta blaði ársins, sem kom út fyrir jólin, og nú er komið að Þórgunni. Hún býr á Sauðárkróki, dóttir þeirra Þórarins Eymundssonar, hestahvíslara, og Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests.
Meira

Undirbýr hestana fyrir næsta keppnistímabil :: Íþróttagarpurinn Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Í byrjun desember var kunngjört hvaða ungmenni voru valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022. Tvö af þeim sextán sem þóttu verðskulda veru í þeim hópi búa á Norðurlandi vestra, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi.
Meira

Rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum vísað til lögreglu

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Stofnunin hefur vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossafjöldi og afsetning :: Kristinn Hugason skrifar

Áður en lengra er haldið í skrifum þessum er ekki úr vegi að rekja hér nokkuð hrossafjöldann í landinu í gegnum tímann og átta sig ögn á nytjum og afsetningu hrossa. Hver hvatinn er til hrossaeignar á hinum ýmsu tímum og hagur manna af hrossunum.
Meira