Hestar

Saga hrossaræktar – samantekt og fyrstu skrefin :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni hér í Feyki, þeirri fyrstu í haust og í nýjum greinaflokki um sögu hrossakynbóta hér á landi, ræddi ég um uppruna hrossanna hér á landi – landkynsins sem eitt er til í landinu, hefur varðveist hér hreinræktað með svo gott sem náttúruúrvalið eitt sem ræktunarafl lengi vel en nú síðustu hundrað árin eða svo notið stigvaxandi skipulegrar ræktunar.
Meira

Guðmar Freyr efnilegastur og Þúfur keppnishestabú ársins

Fyrr í dag fór fram á Hotel Natura verðlaunahátíð Landssambands hestamannafélaga en þar áttu þrír Skagfirðingar möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021. Guðmar Freyr Magnússon var valinn efnilegasti knapi landsins 2021 og Þúfur hlaut nafnbótina keppnishestabú ársins.
Meira

Viðburðaríkt sumar hjá Guðmari Frey Magnússyni - Tilnefndur sem efnilegasti knapi landsins

Sumarið hjá hinum unga og bráðefnilega knapa Guðmari Frey Magnússyni reyndist heilladrjúgt þrátt fyrir skakkaföll sem næstum kom í veg fyrir að hann næði að keppa á helstu hestamótum landsins. Árangurinn var það góður að valnefnd Landssambands hestamanna tilnefndi hann sem efnilegasta knapa ársins 2021, ásamt fjórum öðrum. Auk þess er Íbishóll tilnefndur sem keppnishestabú ársins hvar Guðmar keppir fyrir og þaðan kemur aðal hestakosturinn. Úrslit verða kunngjörð í dag 30. október á verðlaunahátíð sem einungis er ætluð boðsgestum en beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni verður hægt að nálgast á Alendis TV kl 17. Þá er Guðmar einnig tilnefndur til afreksknapa í ungmennaflokki hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi en úrslit þar ráðast á árshátíð félagsins sem haldin er 6. nóvember í Árgarði.
Meira

Þrír Skagfirðingar koma til greina sem knapar ársins hjá LH

Ekki verður haldin uppskeruhátíð hjá Landssambandi hestamannafélaga í ár en í hennar stað var að ákveðið að halda verðlaunahátíð um næstu helgi. Þrír Skagfirðingar eiga möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021.
Meira

Úrslit frá Fákaflugi 2021

Fákaflug 2021 var haldið sunnudaginn 15. ágúst á félagssvæði Hestamannafélagsins Skagfirðings á Sauðákróki. Mótið tókst afar vel og sáust fínar einkunnir. Hnokkabikarinn í ár hlaut Guðmar Freyr Magnússon en bikarinn er veittur fyrir árangur í sem flestum greinum, gefinn af Þúfum, Gísla og Mette.
Meira

Fákaflug 2021- skráningu lýkur í kvöld

Gæðingamótið Fákaflug verður haldið um helgina, dagana 14. og 15. ágúst, á Sauðárkróki. Fákaflug er rótgróið mót sem var á árum áður haldið á Vindheimamelum en undanfarin ár hafa fákar flogið á Sauðárkróki.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.
Meira

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga veitir verðlaun fyrir árið 2020

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) gat ekki haldið uppskeruhátíð með hefðbundnum hætti árið 2020 fyrir félagsmenn sína, þar sem verðlaun eru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins. Alltaf stóð til að halda uppskeruhátíðina þó komið væri fram á árið 2021 en vegna Covid og samkomutakmarkana, varð það úr að stjórn HSS fór á dögunum og keyrði um Skagafjörð til að koma verðlaunagripunum á sína staði.
Meira

Þórir á Lækjamóti sæmdur Gullmerki LH

Á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fór um liðna helgi var Þórir Ísólfsson sæmdur Gullmerki Landssambands Hestamanna (LH) við hátíðlega athöfn.
Meira