Hestar

Gæðingafimi Meistaradeildar KS nk. miðvikudag

Stjórn Meistaradeildar Norðurlands í hestaíþróttum hefur sett fyrsta mót á nk. miðvikudag en því hafði verið frestað vegna veðurs. fyrir fyrsta mót meistaradeildar KS sem haldið verður á miðvikudaginn. Húsið opnar kl 18:00 en setning deildarinnar hefst kl 18:30. Seldar verða veitingar í reiðhöllinni fyrir mót.
Meira

Engin keppni í KS deildinni í kvöld

Ákveðið hefur verið að fresta fyrsta móti Meistaradeildar KS sem fara átti fram í kvöld, miðvikudaginn 21.febrúar vegna slæmrar veðurspár. Í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildarinnar segir að ákvörðun verði tekin fljótlega um nýja dagsetningu.
Meira

Húnvetnska Liðakeppnin fór af stað sl. sunnudag

Fyrsta mót Húnvetnsku Liðakeppninnar fór fram sl. sunnudag í reiðhöllinni á Hvammstanga. Keppt var í fyrsta skipti í TREC en það er vinsælt keppnisform meðal frístundarhestamanna víða um heim en um er að ræða þrautakeppni sem kallar fram það besta í góðum reiðhesti. Á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts segir að fjölhæfni og geðslag íslenska hestsins séu talin vel til þess fallin að nota í TREC. Hesturinn þurfi að vera vel taminn, kjarkaður og hlýðinn til að farnast vel í greininni en reglur Þyts í greininni má sjá á heimasíðu félagsins http://www.thytur.123.is.
Meira

KS deildin að hefjast - Ráslistinn fyrir gæðingafimina er tilbúinn

Ráslistinn er klár fyrir fyrsta mót meistaradeildar KS sem haldið verður á morgun, miðvikudaginn 21.febrúar. Húsið opnar kl 17:30 en setning deildarinnar hefst kl 18:30. Seldar verða veitingar í reiðhöllinni fyrir mót svo fólk er hvatt til að mæta snemma. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að mikil spenna sé fyrir fyrsta mótinu og hafa sést flottar æfingar í höllinni á Sauðárkróki. „Við hvetjum alla norðlendinga til að fjölmenna í Svaðastaðahöllina á miðvikudaginn. Beinar útsendingar verða á netinu frá öllum keppniskvöldum deildarinnar fyrir aðra landshluta og útlönd og hefjast þær kl 18:50.
Meira

Svínavatn 2018

Laugardaginn 3. mars getur hestaáhugafólk glaðst þar sem ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A- og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti.
Meira

Orðsending til knapa

Matvælastofnun vill koma því á framfæri við knapa landsins nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.
Meira

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 27. janúar síðastliðinn þar sem keppt var í flokki hestfolalda, merfolalda og í ungfolaflokki. Var þátttaka góð og 31 folald og fimm ungfolar voru skráð til leiks. Eyþór Einarsson sá um dómana og við verðlaunaafhendingu lýsti hann fyrir áhorfendum þeim eiginleikum sem hann lagði mat á.
Meira

Almenn ánægja með landsmótið 2016

Laugardaginn 20. janúar sl. stóð hestamannafélagið Skagfirðingur fyrir opnum fundi í Tjarnarbæ, félagsheimili félagsins á Sauðárkróki, þar sem fjallað var um landsmótið 2016 sem haldið var á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána í Akrahrepp, efna til folaldasýningar 10. febrúar n.k. og hefst hún stundvíslega kl.12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju.
Meira

Opinn fundur um landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016

Hestamannafélagið Skagfirðingur býður til opins fundar í félagsheimili Skagfirðings í Tjarnarbæ á morgun, laugardaginn 20. janúar kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016.
Meira