Hestar

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira

Skeifan afhent í 66. skipti

Skeifudagurinn fer fram í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans Íslands á Hvanneyri að Mið-Fossum Sumardaginn fyrsta og hefst kl. 13 með fánareið og setningu. Skeifudagurinn dregur nafn sitt af verðlaununum sem veitt eru af Morgunblaðinu sem vildi með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem efstur stendur á prófi í tamningu og reiðmennsku. Auk Skeifunnar er einnig keppt um Gunnarsbikarinn, Eiðfaxabikar, Ásetuverðlaun Félags tamingarmanna og Framfaraverðlaun Reynis.
Meira

Af Jóni Péturssyni í Valadal og Stíganda frá Hofsstöðum

Hesturinn hefur fylgt manninum lengur en sögur ná til og verið notaðir til margra verka í gegnum tíðina. Ómissandi þóttu þeir sem vinnudýr og í hernaði gátu þeir ráðið úrslitum um hver færi með sigur af hólmi. Þeir voru notaðir sem reiðskjótar langt fram á síðustu öld en í dag eru þeir oftast haldnir fólki til afþreyingar og yndisauka þó ekki megi gleyma því að notkun þeirra í göngum og smalamennsku er enn gríðarlega mikilvæg. Þá er saga hestakeppna orðin ansi löng á Íslandi, allt frá skeiðkeppni Þóris dúfunefs og Arnar landshornaflakkara á Kili í árdaga landnáms, hestaati því sem sagt er frá í Íslendingasögum, til gæðingakeppna nútímans.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigraði í slaktaumatölti Meistaradeildar KS

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld, 5. apríl. Á Facebooksíðu keppninnar segir að A-úrslitin hafi verið gríðarlega skemmtileg og fór svo að Védís Huld Sigurðardóttir, þjálfari á Sunnuhvoli í Ölfusi, og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum sigruðu örugglega með 8.04 og er það annað árið í röð sem þau sigra þessa grein. Með Védísi á palli voru þeir feðgar, Bjarni Jónasson og Finnbogi Bjarnason.
Meira

Skemmtilegur smali í Mótaröð Þyts

Þann 25. mars var keppt í smala í Mótaröð Þyts þar sem Þytsfélagar skemmtu sér einstaklega vel, bæði áhorfendur og keppendur. Nokkur tími hefur liðið síðan keppt var í þeirri grein hjá félaginu og og segir Kolbrún Indriðadóttir að þarna hafi sannast, líkt og Elvar Logi Friðriksson hafi orðað vel á Facebook síðu sinni,: „Sama hvað spekingar segja um smala þá er það mín skoðun að þetta er frábær grein sem hentar ungum sem öldnum eins og sannaðist í gærkvöldi.“
Meira

Skagfirska mótaröðin – úrslit helgarinnar

Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar var haldið í Svaðastaðarhöllinni 1. apríl sl. þar sem keppt var í slaktaumatölti og fimmgangi, F2 og T4 í 1. flokki og ungmenni; F2 og T6, 2. flokkur; T7 í unglingaflokki og T8 – barnaflokki. Fjöldi glæstra keppenda tóku þátt og var keppnin hin skemmtilegasta.
Meira

Þórarinn og Þráinn sigruðu í fimmgangi Meistaradeildar KS í gær :: Grípa þurfti til sætaröðun dómara til til að knýja fram sigurvegara

Þriðja mót Meistaradeildar KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem 24 hestar spreyttu sig í fimmgangi. Á Facebooksíðu deildarinnar segir að margar góðar sýningar hafi litið dagsins ljós og keppnin verið jöfn og sterk. Eftir forkeppni leiddi Þórarinn Eymundsson með Þráin frá Flagbjarnarholti með einkunnina 7,30.
Meira