Hestar

Stóðréttarveislan heldur áfram

Að þessu sinni er veislan í Víðidalstungurétt Húnaþingi vestra, föstudaginn 6. október nk. verður stóðsmölun í vestrinu. Stóðinu verður hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú klukkan 14:30. Milli klukkan 14:00 og 17:00 verður boðið uppá súpu í skemmunni á Kolugili. Pantanir sendist á kolugil@gmail.com. Lagt verður af stað með stóðið frá Kolugili klukkan 16:30. Hafa skal í huga að ný rekstrarleið verður farin og er hún eftir malbikaða veginum fyrir neðan Dæli. Eru því gestir beðnir að fara varlega eftir stóðinu á leið sinni í nátthólfið, hvort sem fólk er á hestum, bílum, reiðhjólum eða gangandi.
Meira

Veislan er byrjuð

Laufskálaréttarhelgin er formlega hafin, eða sennilega hófst hún hjá þeim sem ætla að vera ríðandi í réttinni fyrr í vikunni, því koma þarf hrossunum inn í dalinn til að vera klár í slaginn í fyrramálið.
Meira

Laufskálaréttarhelgin

Það er ekki ofsögum sagt að Laufskálaréttarhelgin er ein stærsta ferðamannahelgi ársins í Skagafirði. Þar koma saman hestar og menn í einni vinsælustu stóðrétt landsins þessa helgi, svo nú er lag að pússa reiðtygin, viðra vaxjakkann og finna vasapelann og hattinn, því Skagaförður boðar ykkur mikinn fögnuð. 
Meira

Hugsjón, sérviska og þrái : Reiðskóli Ingimars Pálssonar 40 ára

Það eiga ófáir góðar minningar af reiðnámskeiði hjá Ingimari Pálssyni á Sauðárkróki enda allmörg ár síðan reiðskólinn hóf göngu sína eða heil fjörtíu. Ingimar lætur ekki deigan síga þó árin hellist yfir hann líkt og skólann en fyrr í sumar fagnaði hann 77 ára afmæli sínu. Feykir tók hús á hestamanninum síunga einn góðan veðurdag fyrr í sumar, rétt áður en farið var í reiðtúr með hóp áhugasamra hestakrakka á reiðnámskeiði.
Meira

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira

Skeifan afhent í 66. skipti

Skeifudagurinn fer fram í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans Íslands á Hvanneyri að Mið-Fossum Sumardaginn fyrsta og hefst kl. 13 með fánareið og setningu. Skeifudagurinn dregur nafn sitt af verðlaununum sem veitt eru af Morgunblaðinu sem vildi með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem efstur stendur á prófi í tamningu og reiðmennsku. Auk Skeifunnar er einnig keppt um Gunnarsbikarinn, Eiðfaxabikar, Ásetuverðlaun Félags tamingarmanna og Framfaraverðlaun Reynis.
Meira

Af Jóni Péturssyni í Valadal og Stíganda frá Hofsstöðum

Hesturinn hefur fylgt manninum lengur en sögur ná til og verið notaðir til margra verka í gegnum tíðina. Ómissandi þóttu þeir sem vinnudýr og í hernaði gátu þeir ráðið úrslitum um hver færi með sigur af hólmi. Þeir voru notaðir sem reiðskjótar langt fram á síðustu öld en í dag eru þeir oftast haldnir fólki til afþreyingar og yndisauka þó ekki megi gleyma því að notkun þeirra í göngum og smalamennsku er enn gríðarlega mikilvæg. Þá er saga hestakeppna orðin ansi löng á Íslandi, allt frá skeiðkeppni Þóris dúfunefs og Arnar landshornaflakkara á Kili í árdaga landnáms, hestaati því sem sagt er frá í Íslendingasögum, til gæðingakeppna nútímans.
Meira