Hestar

Fjöldi þátttakenda í kvennatölti Líflands

Kvennatölt Líflands 2019 var haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki 18. apríl síðastliðinn. Þar mættu 74 konur til leiks og var þema mótsins gull. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að mótið hafi gengið vel í alla staði og gaman að sjá hversu margar konur sáu sér fært að mæta og taka þátt og tóku sumar gullþemanu mjög alvarlega.
Meira

Stóðhestaveisla og skagfirsk ræktun

Annað kvöld, 13.apríl, verður blásið til stórhátíðar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki þegar glæstir og hátt dæmdir stóðhestar ásamt gæðingum úr skagfirskri ræktun koma fram en það eru Hrossarækt ehf og Hrossaræktarsamband Skagafirðinga sem standa að sýningunni.
Meira

Gæðingaleikar í Svaðastaðahöllinni á morgun

Gæðingadómarafélag LH og hestamannafélagið Skagfirðingur halda gæðingaleika á morgun, laugardaginn 23. mars, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt verður í öllum flokkum gæðinga.
Meira

Elvar Logi sigursæll í Norðlensku mótaröðinni

Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni fór fram sl. laugardag í Þytsheimum á Hvammstanga en keppt var í tölti, T4 og T7. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins en öll úrslit og tölur úr forkeppni eru einnig inn á LH kappa appinu. Fjórða mót Norðlensku mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 30.mars, kl 13:00 í reiðhöllinni á Sauðarkróki og stnedur skráning til miðnættis fimmdudagsins 28. mars en keppt verður í tölti T3, T7 og skeiði.
Meira

Sina og Nói sigruðu í fimmgangi í gær

Í gærkvöldi fór fram keppni í fimmgangi Meistaradeildar KS og í annað sinn á tveimur árum sem hún fer fram í Léttishöllinni á Akureyri. Á vef Eiðfaxa segir að ljóst hafi verið fyrir leika að keppni yrði jöfn og skemmtileg enda úrvals knapar og hestar skráðir til leiks.
Meira

Grímutölt í SAH mótaröðinni

Hestamannaféalgið Neisti stendur fyrir töltmóti í Reiðhöllinni Arnargerði föstudagskvöldið 8. mars klukkan 19:30. Mótið er annað mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum sem munu bjóða upp á pizzur að keppni lokinni.
Meira

Fjórir Skagfirðingar í U21-landsliðshópi LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti U21 landsliðshóp LH í gær og er það annað skrefið sem LH tekur í breyttum áherslum í afreksmálum en nýlega var kynntur landsliðshópur LH í flokki fullorðinna. Fjögur skagfirsk ungmenni prýða sextán manna hópinn sem samanstendur af afreksknöpum í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis, 16-21 árs.
Meira

Keppt í slaktaumatölti Meistaradeildar KS í kvöld

Annað mót Meistaradeildar KS fer fram í kvöld, 27. febrúar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2)! Höskuldur Jónsson og Svörður frá Sámsstöðum, sem keppa fyrir Leiknisliðið, munu ríða á vaðið og hefja keppni klukkan 19. Eftir gæðingafimina sem fram fór fyrir tveimur vikum trónir Ísólfur Líndal Þórisson á toppnum í einstaklingskeppninni með 28 stig og lið hans, Skoies/Prestige, leiðir liðakeppnina með 76 stig.
Meira

Tóti Eymunds og Helga Una Björnsdóttir í landsliðshóp LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti á blaðamannafundi í Bláa Lóninu í gær landsliðshóp LH í hestaíþróttum sem er fyrsta skrefið í breyttum áherslum LH í afreksmálum. Á Facebook-síðu sambandsins segir að hingað til hafi landslið Íslands á HM verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti en nú verður breyting
Meira

Norðlenska mótaröðin í hestaíþróttum farin af stað

Fyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni í hestaíþróttum var haldið sl. laugardag, 16. febrúar, í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt var í fjórgangi, V5 í barna og 3. flokki og V3 í unglinga, ungmenna, 1. og 2. flokki. Næsta mót verður haldið á Sauðárkróki í Svaðastaðahöllinni 2. mars nk. Hægt er að sjá allar einkunnir úr forkeppni og úrslitum inni á appinu LH Kappi.
Meira