Hestar

Reynir að undirbúa sig vel fyrir hverja keppni :: Íþróttagarpurinn Þórgunnur Þórarinsdóttir

Feykir sagði frá því snemma í desember að tvö ungmenni af Norðurlandi vestra höfðu þá verið valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi. Guðmar svaraði spurningum Feykis í síðasta blaði ársins, sem kom út fyrir jólin, og nú er komið að Þórgunni. Hún býr á Sauðárkróki, dóttir þeirra Þórarins Eymundssonar, hestahvíslara, og Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests.
Meira

Undirbýr hestana fyrir næsta keppnistímabil :: Íþróttagarpurinn Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Í byrjun desember var kunngjört hvaða ungmenni voru valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022. Tvö af þeim sextán sem þóttu verðskulda veru í þeim hópi búa á Norðurlandi vestra, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi.
Meira

Rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum vísað til lögreglu

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Stofnunin hefur vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossafjöldi og afsetning :: Kristinn Hugason skrifar

Áður en lengra er haldið í skrifum þessum er ekki úr vegi að rekja hér nokkuð hrossafjöldann í landinu í gegnum tímann og átta sig ögn á nytjum og afsetningu hrossa. Hver hvatinn er til hrossaeignar á hinum ýmsu tímum og hagur manna af hrossunum.
Meira

Mette Mannseth valin knapi ársins 2021

Í gær var tilkynnt hestamannafélagið Skagfirðingur hverjir væru titilhafar ársins 2021 hjá félaginu. Knapi ársins 2021 er Mette Mannseth en hún átti góðu gengi að fagna á árinu. Mette er íþrótta -og gæðingaknapi ársins hjá Skagfirðingi, Eyrún Ýr Pálsdóttir er skeiðknapi ársins, Guðmar Freyr Magnússon knapi ársins í ungmennaflokki og Pétur Grétarsson knapi ársins í áhugamannaflokki.
Meira

Þráinn frá Flagbjarnarholti seldur

Íslenskt einkahlutafélag, Þráinsskjöldur ehf, hefur fest kaup á stóðhestinum Þráni frá Flagbjarnarholti. Félagið Þráinsskjöldur, undir forystu Þórarins Eymundssonar á Sauðárkróki, var stofnað nú á dögunum til að koma í veg fyrir að hesturinn færi úr landi.
Meira

Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira

Saga hrossaræktar – sigið af stað :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni lauk ég umfjölluninni þar sem segir frá því að fyrsta hrossaræktarfélagið var stofnað. Þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Áður en ég vík nánar að því og uppbyggingu félagskerfis hrossaræktarinnar almennt séð ætla ég að rekja upphafssögu leiðbeiningarþjónustu í hrossarækt.
Meira

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira

Vilja hreinsa Hróarsgötur

Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings hefur óskað eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar Svf. Skagafjarðar til að ráðast í hreinsun á svokölluðum Hróarsgötum, sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum.
Meira