Hestar

Húnvetningar og Skagfirðingar öflugir á Fjórðungsmóti

Í gær lauk flottu Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var samhliða landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Mótið var vel sótt af Húnvetningum og Skagfirðingum sem gerðu gott mót.
Meira

Fjórðungsmót Vesturlands hefst í vikunni

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira

Eyrún Ýr og Hrannar Íslandsmeistarar í fimmgangi

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi meistara á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á Hólum í Hjaltadal um helgina. Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa, tók viðtal við Eyrúnu að loknum úrslitum og sagði að Skagafjörðurinn færi henni vel og hún honum.
Meira

Guðmar Freyr Íslandsmeistari í Tölti ungmenna

Guðmar Freyr Magnússon varð Íslandsmeistari í Tölti T1 ungmenna á Íslandsmótinu í Hestaíþróttum sem fram fór á Hólum um helgina. Guðmar sat hestinn Sigurstein frá Íbishóli sem kemur úr ræktun föður hans, Magnúsar Braga á Íbishóli. Það sem gerir þennan sigur einstaklega sætan fyrir Guðmar er að fyrir mánuði síðan slasaðist hann þegar hann varð undir hesti og var því tvísýnt hvort hann gæti keppti á íslandsmótinu.
Meira

Kennsla í hestamennsku

Í þessari grein verður fjallað um kennslu í hestamennsku en breytingin sem orðið hefur frá því sem áður var hvað varðar skilning á að hestamennsku megi læra er nánast alger. Þó mest hafi gerst hvað þetta varðar á seinni áratugum er viðleitni í þessa átt þó mun eldri.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum hafið á Hólum

Nú rétt í þessu hófst Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal á forkeppni í fjórgangi. Það verður nóg um að vera á Hólum næstu daga þar sem að bestu hestar og knapar landsins munu etja kappi.
Meira

Bestu knapar landsins mæta með bestu hesta landsins - Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní - 4. júlí nk. Mótið í ár verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Feykir hafði samband við Sigurð Heiðar Birgisson, framkvæmdastjóra mótsins, og forvitnaðist örlítið um það.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna hestaíþróttum árið 2021 fer fram dagana 30. júní - 4. júlí á Hólum í Hjaltadal. Mótið í ár verður með öðru sniði en undanfarin ár, en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Svo um er að ræða mót einungis þeirra bestu.
Meira

Góður hestakostur á félagsmóti Skagfirðings

Félagsmót Skagfirðings og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á mótinu sáust flott tilþrif og ljóst er að Hestamannafélagið Skagfirðingur verður vel mannaður og hestaður á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 7. – 11. júlí næstkomandi.
Meira

Hestamennskan meðal íþrótta landsmanna

Fyrir áratugum síðan komst þulur á hestasýningu svo að orði, að hestamennskan væri elsta og þjóðlegasta íþróttin; ríðandi hefði Skarphéðinn komið að Markarfljóti þá er hann vann langstökksafrekið. Þetta vakti hrifningu og kátínu þeirra er á hlýddu en strax tóku stöku menn að ræða um íslenska glímu í sambandi við þjóðlegheit og aldur íþrótta. Kjarni málsins er hins vegar sá að hestamennskan sé íþrótt, það heyrðist fyrst fyrir löngu síðan en hefur stöðugt fest í sessi og er sá skilningur nú orðinn almennur.
Meira