Hestar

Fimmta liðið í Meistaradeild KS 2021 er Leiknir – Hestakerrur

Áfram er haldið við að kynna keppnislið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Fimmta liðið er Leiknir – Hestakerrur en þar er Konráð Valur Sveinsson liðsstjóri, reiðkennari við Háskólann á Hólum og margfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum.
Meira

Íþróttakeppnir sagan áfram – fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein vorum við stödd á landsmótinu 1978 að Skógarhólum í Þingvallasveit, því síðasta sem fram fór á þeim sögufrægu slóðum en á því móti var m.a. í fyrsta sinn að finna hestaíþróttir á dagskrá landsmóts. Á fleiri leiðarstef, varðandi þróun hestaíþróttanna á þeim um margt tíðindamikla áttunda áratug síðustu aldar, hefur verið minnst.
Meira

Equinics er fjórða liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Enn magnast spennan fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2021 en fjórða liðið sem kynnt er til leiks er lið Equinics. Liðstjóri þess er hin kynngimagnaða keppniskona Artemisia Bertus á Nautabúi í Hjaltadal. Hún hefur náð góðum árangri á keppnisvellinum í gegnum tíðina, er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og stundar tamningar og þjálfun á búi sínu.
Meira

Storm Rider er þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 er lið Storm Rider en þar ríður í fararbroddi Elvar Einarsson, hrossabóndi á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði og formaður hestamannafélagsins Skagfirðings. Elvar er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla.
Meira

Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Meira

Hofstorfan – 66°norður fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Hestamenn eru farnir að fyllast spenningi yfir keppni Meistaradeildar KS árið 2021 en tæpur mánuður er til stefnu. Stjórn deildarinnar kynnti í gær fyrsta liðið til leiks á Facebooksíðu sinni og var þar á ferðinni Horfstorfan – 66°norður. Lilja S. Pálmadóttir frá Hofi á Höfðaströnd er liðsstjóri en Lilja hefur ávallt haft úr góðum hestum að velja.
Meira

Hofstorfan nældi sér í sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka fyrir Meistaradeild KS fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gær. Þrjú lið kepptust um að komast í deildina í ár en einungis eitt sæti var laust. Það var Hofstorfan sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og mun því taka þátt í deildinni sem hefst 3. mars nk.
Meira

Bjarni Jónasson knapi ársins hjá Skagfirðingi

Á dögunum fór fram verðlaunaafhending hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi fyrir árið 2020 en þrátt fyrir að ekki hafi verið mögulegt að halda uppskeruhátíð eins og tíðkast hefur í gegnum árin ákvað stjórn þó að tilnefna og verðlauna allt það hæfileikaríka keppnisfólk sem er í félaginu. Á heimasíðu félagsins er talinn upp hópur fólks sem tilnefndir voru til hinna ýmsu verðlauna og þeim sjálfboðaliðum sem starfað hafa fyrir félagið þökkuð óeigingjörn störf.
Meira

Íþróttakeppnir skjóta rótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu greinum höfum við dvalið nokkuð við landsmótið 1970, en þá hófst vegferð sem við skulum nú feta áfram. Árið 1970 markaði upphaf þess þróunarskeiðs innan hestamenskunnar hér á landi sem kallast hestaíþróttir, ekki í merkingunni að á hestamennskuna hafi enginn litið sem íþrótt fyrr en þá, heldur að nýjar keppnisgreinar, sem fengu samheitið hestaíþróttir, voru teknar upp og knapar, einkum af yngri kynslóðinni á þeim tíma, fóru að leggja sig eftir þeim sérstaklega. Fyrst í stað var þetta nokkuð það sem líkja mætti við „jaðaríþrótt“ sem svo jafnt og þétt sótti í sig veðrið og er í dag orðin þungamiðjan í þeim hluta hestamennskunnar sem snýst um keppni.
Meira

Ingimar sæmdur Gullmerki Landsambands hestamanna

Eiðfaxi segir frá því að stjórn Landsambands hestamanna sæmdi á laugardag Ingimar Ingimarsson, frá Flugumýri en nú ábúanda á Ytra-Skörðugili, Gullmerki samtakana við athöfn í Þráarhöllinni á Hólum. Við athöfnina sagði Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH m.a.: „Við hestamenn hömpum okkar góða fólki á ýmsan máta. Sumir ná góðum árangri á keppnisbrautum, aðrir rækta afburða hesta og enn aðrir vinna góð verk, standandi í eldlínu félagskerfisins sem allt annað ber uppi. Það má segja að sá aðili sem við heiðrum hér í dag hafi skilað góðum verkum á öllum þessum sviðum.“
Meira