Hestar

Tóti með hæst dæmda hest í heimi í annað sinn

Þórarinn Eymundsson og gæðingurinn Þráinn frá Flagbjarnarholti áttu sannkallaða stjörnusýningu á Hólum í Hjaltadal í gær en þar fer fram vorsýning kynbótahrossa sem lýkur á morgun 8. júní. Þráinn hlaut 8,70 fyrir sköpulag, 9,11 fyrir kosti og 8,95 í aðaleinkunn sem gerir hann að hæst dæmda hesti í heiminum. Sló hann þar með heimsmet Þórálfs frá Prestsbæ sem hlaut 8,94 í aðaleinkunn í fyrra.
Meira

Firmakeppni Skagfirðings á sumardaginn fyrsta

Firmakeppni hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin á morgun, sumardaginn fyrsta, á félagssvæði við Tjarnarbæ. Fyrir utan það að geta fylgst með flottum gæðingum á brautinni verður myndarlegt kaffihlaðborð í Tjarnarbæ að lokinni keppni. Skráning á staðnum frá klukkan 12 – 12:45 og keppni hefst klukkan 13.
Meira

Lokakvöld Meistaradeildar KS fer fram á morgun

Nú fer spennan að ná hámarki í Meistaradeild KS en lokakvöld keppninnar fer fram á morgun, föstudaginn 13. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Athygli er vakin á því að mótið hest kl 18:30. Keppt verður í tveimur greinum, tölti og skeiði. Helga Una Björnsdóttir leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokakvöldið og lið Hrímnis leiðir liðakeppnina en eins og fram kemur í tilkynningu frá keppnisstjórn getur allt gerst þar sem keppt verður í tveimur greinum.
Meira

Skrautlegir knapar á páskaleikum æskunnar og Freyju

Páskaleikar æskunnar og Freyju var haldið mánudaginn 2. apríl í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þátttakendur voru alls 20 á aldrinum þriggja ára til tíu ára og var áhersla lögð á að hestarnir yrðu skreyttir og krakkarnir mættu í búningum. Erfitt var fyrir dómarana að velja á milli skrautlegra þátttakenda, segir á Facebooksíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings.
Meira

Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Fundur á Sauðárkróki á morgun.
Meira

Lilja Pálma og Mói sigurvegarar fjórgangsins

Fjórgangur fór fram í Meistaradeild KS í gærkvöldi þar sem ung og spennandi hross í bland við mikið reynd keppnishross öttu kappi í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Forkeppnin var jöfn og skemmtileg en eftir hana voru þær efstar og jafnar Lilja Pálmadóttir á Móa frá Hjaltastöðum og Helga Una Björnsdóttir á Þoku frá Hamarsey.
Meira

Fjölmennt kvennatölt Skagfirðings

Kvennadeild Hestamannafélagsins Skagfirðings stóð fyrir stórviðburði 29. mars sl. í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki - Lífland Kvennatölt Norðurlands. Mótið var óvenju fjölmennt eða yfir 90 skráningar og þar með eitt af stærstu mótum sem haldin hafa verið í Svaðastaðahöllinni. Úrslitin voru eftirfarandi:
Meira

Hörku spenna í einstaklingskeppni KS-deildarinnar – Fjórgangskeppni í kvöld

Fjórgangskeppni Meistaradeildar KS fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 4. apríl. Húsið opnar kl 18:00 en mótið hefst kl 19:00. „Við lofum skemmtilegu kvöldi og er ráslistinn athyglisverður þar sem mörg hross eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni ásamt reyndari hrossum,“ segir í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar KS.
Meira

Fimmgangurinn fer fram á Akureyri á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. mars, fer fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Keppnin fer fram í Léttishöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19:00. Lið Hrímnis hefur forystu í liðakeppninni en það hefur sigrað í tveimur fyrstu keppnum vetrarins.
Meira

Félagsmaður 2017 valinn fyrir árshátíð Skagfirðings

Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur heldur árshátíð sína næstkomandi laugardagskvöld í Ljósheimum þar sem hlaðborð mun svigna undan kræsingum. Væntanlega mun söngur og gleði verða allsráðandi enda tilefni til. Einnig verður upplýst hver hlýtur titilinn Félagi ársins 2017.
Meira