Hestar

Norðlenska mótaröðin í hestaíþróttum farin af stað

Fyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni í hestaíþróttum var haldið sl. laugardag, 16. febrúar, í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt var í fjórgangi, V5 í barna og 3. flokki og V3 í unglinga, ungmenna, 1. og 2. flokki. Næsta mót verður haldið á Sauðárkróki í Svaðastaðahöllinni 2. mars nk. Hægt er að sjá allar einkunnir úr forkeppni og úrslitum inni á appinu LH Kappi.
Meira

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána 2019

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána, efna til folaldasýningar 16. febrúar nk. og hefst hún stundvíslega kl. 12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju, Akrahreppi. Viðurkenndir gæðingadómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum: merfolöld og hestfolöld. Verðlaunað verður fyrir þrjú efstu sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur bikar fyrir glæsilegasta folald sýningarinnar.
Meira

Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld

Þá er komið að fyrsta keppnisdegi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fer í reiðhöllinni á Sauðárkróki en þá verður keppt í gæðingafimi. Fjörið hefst klukkan 18:30 á liðskynningu og hálftíma síðar mætir fyrsti keppandi í brautina, Guðmar Freyr Magnússon og Sátt frá Kúskerpi. Þeir sem ekki komast í höllina er bent á að hægt er að kaupa aðgang að beinni útsendingu VJ mynda á netinu. Átta lið taka þátt í mótinu og hefur Feykir nú þegar birt kynningu þriggja liða Meistaradeildarinnar á vef sínum og hér fyrir neðan má sjá þau fimm lið sem eftir eru.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hofstorfan

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er lið Hofstorfunar. Liðið er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson á Skörðugili.
Meira

Meistaradeild KS - Þúfur

Annað liðið sem kynnt hefur verið til leiks í Meistaradeild KS er lið Þúfna. Það er skipað fjórum flinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hrímnir

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2019 er sigurlið sl. fjögurra ára, lið Hrímnis. Liðsstjóri þessa sigursæla liðs er sem fyrr Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og reiðkennari á Hólum.
Meira

Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll unnu sér sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka Meistaradeildar KS 2019 í hestaíþróttum fór fram sl. miðvikudagskvöld þar sem fimm lið börðust um þau tvo sæti sem voru laus í keppni vetrarins. Tveir úr hverju liði öttu kappi í hvorri greininni, fimmgangi og fjórgangi. Fór svo að liðin Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll stóðu hæst í lokin og bætast við þau lið sem þegar áttu sæti í KS deildinni.
Meira

Hestamannafélagið Neisti býður upp á reiðnámskeið

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi býður í vetur upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru auglýst á heimasíðu félagsins, neisti.net, með fyrirvara um næga þátttöku og verða tímasetningar og hópaskiptingar auglýstar á síðunni að loknum síðasta skráningardegi.
Meira

Otur frá Sauðárkróki fallinn

Stóðhesturinn Otur frá Sauðárkróki hefur nú kvatt þetta jarðlíf 36 vetra gamall. Seinni hluta ævinnar dvaldi hann í Þýskalandi við gott atlæti en þangað fór hann árið 2000. Otur var úr ræktun Sveins Guðmundssonar, undan Hrafnkötlu og Hervari frá Sauðárkróki og samkvæmt WorldFeng er Otur GbR skráður eigandi.
Meira

Uppskeruhátíð HSS 2018

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 23. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2018, stóðhesta sem hlutu 1.verðlaun fyrir afkvæmi, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu.
Meira