Hestar

Guðmar Hólm Ísólfsson valinn á ný í U21 landslið Íslands í hestaíþróttum

Tveir nýir knapar hafa verið valdir inn í U-21 landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum að þessu sinni en það eru þau Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Guðný Dís Jónsdóttir úr Hestamannafélaginu Spretti Kópavogi og Garðabæ.
Meira

Björg og Korgur fyrst í brautina í fimmgangi Meistaradeildar KS á morgun

Fimmgangur í Meistaradeild KS í hestaíþróttum, fer fram á morgun föstudaginn 17. mars í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki kl. 19:00. Ráslistinn er klár og mun ein af nýliðum deildarinnar, hin tvítuga Björg Ingólfsdóttir á Dýrfinnustöðum, mæta fyrst í brautina með Korg frá Garði. Björg er í landsliðshópi LH U-21 en í Meistaradeildinni keppir hún fyrir lið Equinics.
Meira

Gæðingalist er keppni í þjálfun og heimavinnu, segir Fredrica Fagerlund

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er Fredrica Fagerlund á hestinum Stormi frá Yztafelli. Hún er reiðkennari frá háskólanum á Hólum, búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Sigurði H. Örnólfssyni og tveimur börnum þeirra fimm ára og fimm mánaða. Fredrica er finnsk að uppruna en flutti til Íslands fyrir þrettán árum.
Meira

Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu fjórganginn í Meistaradeild KS í gærkvöldi

Glæsilegri keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS í gærkvöldi lauk með sigri Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að keppnin hafi verið jöfn og skemmtileg þar sem mjótt var á munum á mörgum vígstöðum.
Meira

Úrslit V5 í Mótaröð Þyts

Fyrsta mótið í Mótaröð Þyts var haldið laugardaginn 25. febrúar, keppt var í fjórgangi V5 í öllum flokkum nema barnaflokki þar sem keppt var í tvígangi. Á heimasíðu Þyts kemur fram að mótanefnd hafi ákveðið, í samráði við foreldra, að breyta þessu úr fjórgangi í tvígang til að fleiri krakkar gætu verið með.
Meira

Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli sigurvegarar gæðingalistar Meistaradeildar KS

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í gærkvöldi voru Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli en þau keppa með liði Uppsteypu. Á Facebooksíðu Meistaradeildarinnar segir að um glæsilega sýningu hafi verið að ræða og loka einkunn 8,10. Tvö lið, Íbishóll og Uppsteypa, stóðu jöfn með flest stig eftir sýningar kvöldsins en skorið upp úr verðlaunum með sætaröðun knapa. Þar reyndist Íbishóll ofar en bæði lið enduðu með 59 stig.
Meira

Ráslistinn klár fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Fyrsta mót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fer fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld miðvikudaginn 22. febrúar og hefst kl 18:00 þegar knapar keppa í gæðingalist. Húsið opnar klukkan 17 og verður hægt að gæða sér á kjötsúpu ásamt fleiru í sjoppunni í höllinni og aðgangseyrir litlar 1.000kr. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld - Liðakynning

Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld á gæðingalist, sem áður kallaðist gæðingafimi, en þar eru sýndir vel þjálfaðir gæðingar á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Hinar keppnirnar, fjórgangur fer fram 8. mars; fimmgangur 17. mars; slaktaumatölt 5. apríl; 150m og gæðingaskeið sumardaginn fyrsta 20. apríl og lokakvöldið er svo áætlað 28. apríl þegar keppt verður í tölti og flugskeiði.
Meira

Hestamenn kjósa um nýtt nafn á Gæðingafimi LH

Á landsþingi Landssambands hestamanna LH síðastliðið haust var samþykkt að taka Gæðingafimi LH inn í regluverk sambandsins og jafnframt samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á greinina. Kosning er hafin og stendur valið á milli fjögurra nafna.
Meira

Þúfur hrossaræktarbú ársins 2022 :: Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt uppskeruhátíð fyrir árið 2022 þann 13. desember sl. í Tjarnarbæ. Við það tækifæri voru heiðruð þau hross sem efst stóðu sem einstaklingar í hverjum aldursflokki á kynbótasýningum ársins auk kynbótaknapa ársins, hrossaræktarbú ársins og hross sem hlotið höfðu afkvæmaverðlaun á árinu.
Meira