Allir í stuðningsmannafatnaðinn í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
06.12.2024
kl. 12.26
Já það er leikur í kvöld hjá meistaraflokki karla á móti Keflavík kl. 19.15 í Blue höllinni og því um að gera að klæða sig upp í stuðningsmannafatnaðinn, setja á sig hattinn og rífa sig í gang fyrir framan sjónvarpið eða skella sér á leikinn ef þið eruð stödd á Reykjavíkursvæðinu. Í gær kom reyndar niðurstaða frá Aga og úrskurðarnefnd KKÍ sem hljóðaði þannig að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindstóls, fær eins leiks bann og fær því ekki að stýra liðinu í kvöld en strákarnir láta það nú ekki á sig fá því Friðrik Hrafn stígur upp og klárar málið með þeim.
Meira