Íþróttir

Gamall refur gerði Stólunum grikk

Stólarnir fóru helst til þunnskipaðir austur á Höfn um helgina og léku við lið Sindra. Stólarnir voru fyrir leikinn í sjötta sæti en Hornfirðingar í níunda sæti. Staða liðanna breyttist ekki en þau gerðu 2-2 jafntefli þar sem gamall markarefur og fyrrum leikmaður Tindastóls jafnaði metin á lokakaflanum.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Eftir þrjá svekkjandi tapleiki í röð gerðu liðsmenn Kormáks/Hvatar góða ferð suður á Seltjarnarnes og að leik loknum var risið á heimamönnum bæði lítið og lágt. Gestirnir áttu góðan leik í fyrri hálfleik og leiddu 1-2 ú hálfleik og í síðari hálfleik var varist með kjafti og klóm og þó Gróttverjar gerðu sitt besta til að jafna þá tókst það ekki. Lokatölur 1-2 og mikilvæg þrjú stig í hús.
Meira

Orri og Veigar með U20 landsliðinu í Grikklandi

U20 ára landslið karla er farið til Grikklands þar sem það tekur þátt í A deild EuroBasket U20. Tveir Króksarar eru í liðinu, Íslandsmeistarar með liði Tindastóls vorið 2023 en spiluðu síðasta vetur með liði Þórs á Akureyri. Það eru að sjálfsögðu tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir.
Meira

Stöðug fjölgun hjá GSS og félagsmenn nú 339

„Þessa dagana stendur yfir árlegt Meistaramót GSS líkt og hjá flestum golfklúbbum landsins. Þetta er skemmtilegasti og annasamasti tími sumarsins en þá stendur yfir keppni félagsmanna á öllum aldri og getustigum,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar, í samtali við Feyki. Við fengum Aldísi til að segja frá því helsta sem er að gerast í golfinu í Skagafirði og hvað sé framundan.
Meira

Þórgunnur og kærastinn og fleiri Skagfirðingar á leið á Heimsmeistaramót

Núna rétt í þessu var tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum. Skemmst er frá að segja að Þórgunnur Þórarinsdóttir og kærastinn hennar, Kristján Árni Birgisson, eru valin í liðið í Ungmennaflokki.
Meira

Sigríður Elva stóð sig vel á Fjórðungsmóti

Sigríður Elva Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili er 12 ára hestaíþróttastelpa sem keppti með góðum árangri á Fjórðungsmóti Vesturlands sem lauk á sunnudaginn. Feykir heyrði í Sigríði eftir mótið.
Meira

Fyrri umferð í 2. og 3. deild lokið

Fyrri umferð Íslandsmótanna í 2. og 3. deild karlafótboltans kláraðist nú um helgina. Lið Tindastól krækti í stig í Kópavogi en lið Kormáks/Hvatar svekkir sig eflaust á því að hafa tapað á heimavelli fyrir einu af botnliðum 2. deildar. Bæði lið hefðu efalaust viljað krækja í fleiri stig í fyrri umferðinni en það er nú eins og það er.
Meira

Karl Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Stólunum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að byggja upp fyrir næsta keppnistímabil. Nú hefur bæst við nýr maður í þjálfarateymið. Sá heitir Karl Ágúst Hannibalsson og mun verða aðstoðarþjálfari auk þess mun hann taka að sér styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna, sjá um þjálfun iðkenda í Varmahlíð og vera yfirþjálfari yngri flokka Tindastól
Meira

FH-ingar bikarmeistarar utanhúss 2025

Bikarkeppni FRÍ fór fram í blíðskaparveðri á Sauðárkróki um helgina og var nóg um að vera á vellinum. Í lok seinni dags voru það FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 164 stig og eru þau því bikarmeistarar utanhúss 2025.
Meira

Keppni í fullum gangi í Bikarkeppni FRÍ á Króknum

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hófst í gær á Sauðárkróki og heldur áfram í dag við fínar aðstæður en nú þegar líður að hádegi er glampandi sól, um 15 stiga hiti og býsna stillt á skagfirska vísu. Keppt var í 14 greinum í gær og eftir fyrri daginn er staðan þannig að lið FH leiðir stigakeppnina með 90 stig, lið ÍR er í öðru sæti með 83 stig og Fjölnir/UMSS er í þriðja sæti með 75 stig. Það væri því ekki vitlaust að mæta á völlinn og styðja okkar fólk.
Meira