Íþróttir

Krækjur gerðu gott mót

Dagana 9.–11. maí sl. fór Öldungamót Blaksambands Íslands fram í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er haldið ár hvert og var þetta í 47. skiptið sem það fer fram. Að þessu sinni var það í höndum Blakdeildar Aftureldingar en þetta er stærsta blakmót ársins fyrir fullorðna einstaklinga þar sem leikgleði og skemmtun er í fyrirrúmi. Yfirskrift mótsins var gleði og var vonast til þess að liðin mættu til leiks í glaðlegum búningum og mátti sjá þá ýmsa skrautlega – bæði ljóta og flotta.
Meira

Bess klárlega einn af þeim bestu sem Pétur hefur spilað með

Það hefur verið pínu þannig síðustu vikurnar að stuðningsmenn Stólanna hafa verið með hálfgerða körfubolta-timburmenn. Menn kannski búnir að vera með smá ofnæmi og ekki verið í þörfinni að ræða frammistöðu vetursins hjá meisturunum okkar. Fréttir af því að Javon Bess, fyrrum leikmaður Tindastóls, hafi verið valinn varnarmaður ársins í Þýskalandi gæti hafa kveikt körfuneistann á ný hjá einhverjum og því sendi Feykir nokkrar spurningar á Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliða Tindastóls, og spurði út í Bess og ... já, tímabilið síðasta.
Meira

Góður sigur Tindastóls í Eyjum

Karlalið Tindastóls spilaði í dag fyrsta leik sinn þetta sumarið í 4. deildinni. Strákarnir sátu hjá í fyrstu umferðinni þar sem leiknum sem vera átti á Króknum í síðustu viku var frestað um mánuð vegna vallaraðstæðna. Því var fyrsti leikur liðsins strembinn útileikur gegn liði KFS á Týsvellinum í Vestmannaeyjum. Stólarnir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu heimamenn í gras. Lokatölur 1-3.
Meira

Sandgerðingar sóttu gull í greipar Húnvetninga

Húnvetningar léku annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í gær og var leikið á Dalvík þar sem Sauðárkróksvöllur er ekki í lagi. Ekki reyndist þessi flutningur yfir í Eyjafjörð liði Kormáks/Hvatar happadrjúgur því lið Reynis hafði betur í leiknum og fór heim í Sandgerði með þau þrjú stig sem voru til skiptanna. Lokatölur 1-3.
Meira

Kemst langt á ákveðni og einbeitingu

Saga Ísey Þorsteinsdóttir frá Hvammstanga er ansi efnileg knattspyrnustúlka. Hún er nýlega orðin 16 ára gömul en hefur skorað grimmt í gegnum tíðina. Síðasta sumar gerði hún 16 mörk fyrir 3. flokk Tindastóls/Hvatar/Kormáks sem náði fínum árangri á Íslandsmótinu og þrátt fyrir að hún spilaði upp fyrir sig, 15 ára síðasta sumar, þá gerði hún 13 mörk fyrir 2. flokk THK. Svo er Saga Ísey líka í Skólahreystisliði Grunnskóla Húnaþings vestra sem er komið í úrslitin.
Meira

Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót

Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.
Meira

Blönduósingurinn Eysteinn Pétur er nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Varnarjaxlinn ólseigi, Eysteinn Pétur Lárusson, Blönduósingur og Bliki síðustu árin, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ en hann mun hefja störf 1. september 2024. Eysteinn Pétur kemur til KSÍ frá Breiðabliki þar sem hann var framkvæmdastjóri aðalstjórnar og áður knattspyrnudeildar félagsins í rúm 10 ár.
Meira

Emma Katrín Íslandsmeistari í 2. deildinni í badminton

Meistaramót Íslands í badminton fór fram í húsnæði Badmintonfélags Hafnarfjarðar við Strandgötuna í Hafnarfirði dagana 25.-27.apríl. Tindastóll sendi einn keppandi til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur en hún keppti í 2. deild, spilaði mjög vel og vann mótið sannfærandi án þess að tapa lotu. Hún vann þannig fyrsta Íslandsmeistaratitill Tindastóls í fullorðinsflokki í badminton.
Meira

„Það eina sem ég hugsaði um var að klára þetta færi“

Feykir spurði Elísu Bríeti Björnsdóttur, Skagstrendinginn unga, nokkurra spurninga að loknum leik Tindastóls og Fylkis sem fram fór í dag en hún átti enn einn flotta leikinn og var t.d. valin maður leiksins á Fótbolti.net. Elísa Bríet gerði fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta mark sitt í Bestu deildinni.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði Fylkis

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag en leikið var á Greifavellinum á Akureyri vegna vallarvesenis á Króknum. Ekki virtist Akureyrarferð sitja í Stólastúlkum eða það að spila á Greifavellinum – enda hver elskar ekki Greifann? Fylkir kom upp úr Lengjudeildinni síðasta haust og hafði farið vel af stað á tímabilinu, höfðu ekki tapað leik. En þær lutu í Greifagras í dag og máttu þola 3-0 tap gegn skemmtilegu liði Tindastóls.
Meira