„Við erum með fleiri góða íslenska leikmenn“
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
15.08.2024
kl. 13.26
„ Heilt yfir hef ég verið sáttur. Við höfum átt góðar frammistöður í mörgum leikjum í sumar. Auðvitað hafa einnig komið leikir sem við höfum ekki átt okkar dag eins og gengur og gerist. Stigasöfnunin hefur verið fín en okkur finnst samt að við ættum vera með fleiri stig,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu. Í spjalli við Feyki segir hann að sem nýliðar í deildinni séu Húnvetningar hinsvegar nokkuð sáttir eins og staðan er núna. „Við þurfum að halda áfram að safna stigum í þeim leikjum sem eftir eru.“
Meira