Íþróttir

Snæfríður og Hrafnhildur styrkja hóp Stólastúlkna

Félagaskiptaglugginn í fótboltanum hefur nú lokað og liðin geta því ekki styrkt sig fyrr en síðar í sumar. Kvennalið Tindastóls í Bestu deildinni er þunnskipað og stóðu vonir til þess að breikka hópinn eitthvað. Skömmu fyrir mót bættist Hrafnhildur Salka Pálmadóttir í hópinn og nú í gær fékk Snæfríður Eva Einarsdóttir félagaskipti í Tindastól.
Meira

Töfrakvöld í Síkinu

Það var leikur. Já, stundum gerast einhverjir galdrar á íþróttaleikjum þar sem dramatíkin og óvænt atvik hreinlega sprengja allt í loft upp. Leikur Tindastóls og Álftaness í Síkinu í gær var einmitt þannig. Eiginlega bara tóm della. Hvernig fóru gestirnir að því að jafna leikinn á lokakafla venjulegs leiktíma? Hvesu löng var lokamínúta venjulegs leiktíma? Hvernig náðu Stólarnir að rífa sig upp úr vonbrigðunum í framlengingunni? Hvernig setti Arnar þetta skot niður? Hvernig stóð á því að ájorfendur voru ekki sprungnir í loft upp? Já, Stólarnir mörðu eins stigs sigur eftir framlengingu, 105-104.
Meira

Það er ekki nokkur maður að gleyma leiknum í kvöld

Við minnum enn og aftur á leikinn í kvöld! Já einmitt, það er þriðji leikur Tindastóls og Álftaness í undanúrslitum Bónus deildar karla í kvöld og hefst kl. 19:15.
Meira

Húnvetningum spáð falli en eru hvergi bangnir

„Við erum langminnsta félagið í deildinni. Við erum með svo margar áskoranir sem við verðum að sigrast á. Hópurinn á svo stuttan tíma saman á undirbúningstímabilinu í samanburði við hin liðin. Svona er þetta bara og við tökum áskoruninni af alefli," segir Dominic Furness í spjalli við Fótbolta.net en miðillinn spáir liði Kormáks Hvatar neðsta sætinu í 2. deild á komandi keppnistímabiii sem hefst nú í vikulokin en lið Húnvetninga spilar við KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn.
Meira

Þriðji leikurinn í kvöld... ÁFRAM TINDASTÓLL!

Það er leikur í dag, þriðji leikurinn, hjá strákunum í Tindastól á móti Álftanesi og byrjar hann á slaginu 19:15 í Síkinu. Ef þú ert ekki búin/n að tryggja þér miða á Stubb þá skaltu fara í að drífa í því áður en það verður uppselt. En Sigríður Inga var örlítið fyrr á ferðinni með dagskrá dagsins en fyrir síðasta leik og ekki seinna vænna en að við hjá feykir.is birtum hana hér.... við skulum sjá hvað hún segir...
Meira

Þungur hnífur á Sauðárkróksvelli

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki síst við í sportinu. Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í dag og allt stefndi í stórgóðan sigur Stóalstúlkna þegar allt fór í skrúfuna. Það þýðir oft lítið að nöldra undan óheppni í íþróttum en lið Tindastóls var annan leikinn í röð aðeins mínútum frá góðum úrslitum. Garðbæingar rændu stigunum í blálokin með tveimur mörkum, unnu heimastúlkur 1-2.
Meira

Tindastóll og Stjarnan mætast í dag

Besta deild kvenna er kominn á fullt og Stólastúlkur þegar búnar að leika tvo leiki; unnu þann fyrsta en voru síðan skrambi óheppanar að tapa fyrir sameinuðum Akureyringum í Þór/KA. Fjörið heldur áfram í dag en þá kemur lið Stjörnunnar í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 17:00.
Meira

Áltanes jafnaði metin

Körfuboltinn á hug ansi margra þessa dagana og nú á föstudagskvöldið spiluðu lið Tindastóls og Álftaness annan leik sinn í undanúrslitaeinvígi Bónua deildar karla. Tindastóll vann fyrsta leikinn örugglega en það varð naglbítur þegar liðin mættust öðru sinni og þá í Kaldalónshöll þeirra Álftnesinga sem höfðu á endanum betur, 94-92, og jöfnuðu því einvígið.
Meira

Ertu búin/n að pússa golfkylfurnar?

Það voru gleðitíðindi tilkynnt á Facebook-síðu Golfklúbbs Skagafjarðar í hádeginu í dag þegar Hlynur Freyr Einarsson auglýsti að búið væri að setja upp flöggin góðu á fyrstu fimm flatir vallarins.
Meira

Leikdagur í dag

Það er ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegs sumars í leiðinni og við tilkynnum ykkur að það er leikdagur í dag, svona ef þið vissuð það ekki. En Sigríður Inga Viggósdóttir er alltaf með puttann á púlsinum varðandi dagskrá á leikdegi og leyfum við henni að fljóta með þessari tilkynningu. 
Meira