Íþróttir

„Við erum með fleiri góða íslenska leikmenn“

„ Heilt yfir hef ég verið sáttur. Við höfum átt góðar frammistöður í mörgum leikjum í sumar. Auðvitað hafa einnig komið leikir sem við höfum ekki átt okkar dag eins og gengur og gerist. Stigasöfnunin hefur verið fín en okkur finnst samt að við ættum vera með fleiri stig,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu. Í spjalli við Feyki segir hann að sem nýliðar í deildinni séu Húnvetningar hinsvegar nokkuð sáttir eins og staðan er núna. „Við þurfum að halda áfram að safna stigum í þeim leikjum sem eftir eru.“
Meira

Vatnsdalshólahlaupin

Það er óhætt að segja að menningarlífið í Húnabyggð hafi verið metnaðarfullt og til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög í sumar og um komandi helgi hátíð, Vatnsdæluhátíð og meðal þess sem er á dagskrá laugardaginn 17. ágúst er hlaup og rathlaup í einstakri náttúru.
Meira

Góður árangur hjá ungu frjálsíþróttafólki frá Norðurlandi vestra í keppnum sumarsins

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram á hinum ýmsu stöðum í sumar. Í flokknum 15-22 ára fór mótið fram 21. júní á Selfossvelli og í flokknum 11-14 ára fór mótið fram á Laugum þann 13. júlí. Þá fóru tveir keppendur frá UMSS á Meistaramót í fimmþraut sem fór fram 27. júlí í Hafnarfirði og stóðu þau sig bæði einstaklega vel en svo má ekki gleyma Unglingalandsmótinu. Það var haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og fóru margir á kostum og fengu nokkrir verðlaunapeningarnir að fljóta með heim eftir mótið.
Meira

Vel heppnuðu Króksmóti lokið

Króksmótið í knattspyrnu fór fram á Sauðárkróki um helgina og bærinn fullur af kátum knattspyrnuköppum í yngri kantinum. Samkvæmt upplýsingum Feykis voru 520 þáttakendur á mótinu og alls 87 lið skráð til leiks.
Meira

Austmenn rændu og rupluðu í Vestrinu

Leikið var á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í 2. deildinni í dag en þá mættust heimamenn í Kormáki/Hvöt og gestirnir í Höttur/Huginn. Semsagt fjögurra liða leikur. Gestirnir úr austrinu hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið, höfðu unnið síðustu þrjá leiki og létu það ekki trufla sig mikið að lenda undir því þeir snéru taflinu við á Tanganum og hirtu öll stigin sem í boði voru í 1-2 sigri.
Meira

Krían reyndist ekki til vandræða á Sauðárkróksvelli

Fjórtánda umferðin af átján í 4. deildinni hófst á Króknum í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti þunnskipuðu liði Kríu af Seltjarnarnesi. Gestirnir voru í sjötta sæti deildarinnar en lið heimamanna í öðru sæti. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir stórsigur, 5-0, og aðeins dómarinn skyggði á gleðina með því að vísa hinum magnaða Domi af velli rétt fyrir leikslok.
Meira

Þróttarar með allt á hornum sér

„Við vorum sterkari í þessum leik heldur en Þróttur. Báðir þjàlfarar voru sammála því að betra liðið tapaði í dag. Svoleiðis er það stundum. Mér finnst það því miður of oft hafa verið reyndin hjá okkur í sumar sérstaklega á heimavelli. Þróttarar eru samt klárlega góðar en mér finnst við bara betri en bara ólánsamari hreinlega.“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna að loknum leik Tindastóls og Þróttar í Bestu deild kvenna í gær. Gestirnir höfðu öll stigin á brott með sér en Þróttarar unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir.
Meira

Dóttir rússneska Tindastólsrisans í úrslitum á ÓL

Einhverjum gætu þótt Skagfirðingar, já eða Feykir, ganga freklega fram í að tengja Ólympíukempur til Skagafjarfðar. Það er því um að gera að æra óstöðugan og halda áfram. Nú lét Morgunblaðið vita af því að blakdrottningin Ekaterina Antropova sé komin í úrslit á Ólympíuleikunum með ítalska landsliðinu. Ekaterina er dóttir Michail Antropov sem spilaði körfubolta með liði Tindastóls árin 2000-2003 en hún fæddist einmitt á Akureyri árið 2003.
Meira

Tveir heimaleikir og Króksmót

Í kvöld fara fram tveir leikir á Sauðárkróksvelli. Stelpurnar hefja leika kl. 18:00 þegar þær mæta Þrótti. Strákarnir mæta svo liði Kríu kl. 20:15. Sjoppan verður í hvíta tjaldinu og grilluðu hamborgararnir á sínum stað. Frítt verður á völlinn í kvöld.
Meira

Nóg um að vera sl. viku á Hlíðarendavelli

Það hefur verið nóg um að vera á golfvellinum á Króknum sl. viku en Opna Steinullarmótið fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 3. ágúst, 8. Hard Wok háforgjafarmótið var haldið á þriðjudaginn og Esju mótaröðin var haldin í gær, miðvikudag. Það er svo ekkert lát á því í dag fer fram styrktarmót fyrir Önnu Karen og svo er Norðurlandsmótaröðin fyrir ungu kylfingana á sunnudaginn.
Meira