Íþróttir

Boltinn um helgina

2. deild, meistaraflokkur karla. Tap gegn toppliðinu á heimavelli Kormákur Hvöt tók á móti toppliði 2. deildar, Þrótti Vogum, á Blönduósvelli í gær. Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og það gerðu gestirnir. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, gestirnir skoruðu eitt mark og lokatölur 2-0 fyrir Þrótt. Kormákur Hvöt er á lygnum sjó í deildinni, situr í sjötta sæti eða um miðja deild með 29 stig. Aðeins eru tveir leikir eftir af Íslandsmótinu, heimaleikur næstkomandi laugardag gegn KFG og útleikur gegn Hetti/Huginn. Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 14.
Meira

Bjór getur bjargað mannslífi

Eitt sérkennilegasta bæjarnafn á Íslandi er Íbishóll. Gömul kenning er að upphaflega hafi bærinn heitið Íbeitishóll á þeim forsendum að gott hafi verið að beita í landið. Önnur kenning, nokkuð langsótt, er að jörðin sé kennd við Íbis fuglinn en hann reyndar finnst ekki á Íslandi en er þekktur meðal annars á Spáni. Ekki svo gömul kenning er að þetta sé komið úr latínu en Ibis mun þýða uppspretta en margar vatnsuppsprettur eru á Íbishóli. Hvort eitthvað af þessu er rétt er aukaatriði því blaðamaður Feykis er kominn í Íbishól til að spjalla við Magnús Braga Magnússon hrossabónda og lífskúnstner sem þar býr ásamt sambýliskonu sinni Maríu Ósk Ómarsdóttur og syni hennar Ómari.
Meira

Lukkan var ekki með Stólakonum.

Tindastóll spilaði við Víking í Bestu deild kvenna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Er skemmst frá því að segja að Tindastóll sá aldrei til sólar utan smá kafla í byrjun seinni hálfleiks. Leikurinn endaði 1- 5 fyrir Víking. Fyrr í sumar höfðu Tindastóls konur unnið Víking 1- 4 í Víkinni.
Meira

Stuðningsmenn Tindastóls mættir til Póllands

Þegar blaðamaður Feykis hnýtur um stuðningsmenn Tindastóls á ljósmynd inná karfan.is, þar sem okkar fólk er farið utan til að styðja Íslenska landsliðið í körfubolta þá verður að setja inn frétt. Ísland hefur leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 þegar það leikur gegn Ísrael og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 28. ágúst. 
Meira

Stelpurnar þurfa allan stuðning

Á morgun fimmtudag kl: 18 leika Tindastóls konur gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deildinni á Sauðárkróksvelli. Eins og við vitum er Tindastóll hættulega nálægt fallsvæðinu en sigur í þessum leik gæti skipt sköpum í að forða liðinu frá falli. Víkingsliðið er statt á svipuðum slóðum í töflunni svo gott væri að halda þeim neðan við sig. Feykir skorar á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og hvetja okkar konur. Áfram Tindastóll. hmj
Meira

Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri

Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.
Meira

Freyr og Jóhanna María Norðurlandameistarar

Þann 22. ágúst sl. var haldið Nordic Kata Open Tournament 2025, Norðurlandamót í Skurup í Svíþjóð. Daginn áður eða nánar tiltekið 21. ágúst, lagði lítill hópur af stað frá Sauðárkróki til að keppa fyrir hönd Tindastóls á þessu Noðurlandamóti.
Meira

Formaðurinn með sigurmark í uppbótartíma

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Árbæinn í dag þar sem þeir mættu liði Árbæjar í 3. deildinni á Domusnovavellinum. Heimaliðið var sæti ofar en Stólarnir fyrir leikinn en 1-2 sigur, þar sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls gerði sigurmarkið í uppbótartíma, skaut Skagfirðingum upp fyrir Árbæinga og í fimmta sæti deildarinnar.
Meira

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

Blikarnir einfaldlega besta lið landsins

Stólastúlkur fengu skell þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginn í gærkvöldi. Það mátti reyndar heyra á Donna þjálfara að væntingar voru ekki miklar fyrir leik, enda lið Tindastóls töluvert laskað og þunnskipað. Fimm mörk í andlitið á fyrsta hálftíma leiksins bar þess merki en fleiri urðu mörkin blessunarlega ekki frá Blikum og lokatölur 5-0.
Meira