Íþróttir

Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild Tindastóls

Í hádeginu í dag mátti lesa fréttir þar sem sagt var að grunur væri um veðmálasvindl tengdum leik Tindastóls og ÍR sem fram fór í Reykjavík í gær. Kom fram í frétt Vísis.is að grunur beindist að leikmönnum Tindastóls en ekki ÍR. Staðfesti formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, að sambandið væri með málið til skoðunar. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið.
Meira

Meint veðmálasvindl frá leik ÍR og Tindastóls skoðað

Sagt er frá því á Vísi í dag að KKÍ sé með veðmálasvindl í skoðun frá leik ÍR og Tindastóls í gær þar sem Tindastóll lét í minnipokann gegn gestgjöfum. Sagt er að sterkur orðrómur hafi farið á kreik í gærkvöldi um að maðkur væri í mysunni og heimildarmenn Vísis innan veðmálageirans haldi því fram að óeðlilega mikið hefði verið veðjað á leikinn.
Meira

Basl í Breiðholti

Tindastólsmenn brutust í gær suður yfir snjóhuldar heiðar og alla leið í Breiðholtið þar sem baráttuglaðir Hellisbúar biðu eftir þeim. Það hafa oftar en ekki verið hörkuleikir á milli Stólanna og ÍR og sú varð raunin í gær en því miður voru það heimamenn sem reyndust sterkari að þessu sinni. Þeir höfðu frumkvæðið lengstum í leiknum og lið Tindastóls náði ekki nægilegu áhrifaríku áhlaupi á lokakafla leiksins til að snúa leiknum sér í vil. Lokatölur því 92-84 fyrir ÍR.
Meira

Meistaraflokkur kvenna keppir við Hauka í Síkinu á morgun kl. 14 í Geysisbikarnum

Stelpurnar í Meistaraflokki kvenna í körfuboltanum þurfa allan þann stuðning sem völ er á á morgun þegar þær mæta Haukum í Síkinu kl. 14:00. Lið Hauka, er eins og staðan er í dag, í 5. sæti í Dominosdeildinni og verður því gaman að sjá hvar stelpurnar okkar standa í þessum leik en þær eru á toppi 1. deildarinnar með 11 leikna leiki og 16 stig. Þær eru allar sem ein búnar að standa sig einstaklega vel í vetur undir stjórn Árna Eggerts og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs. Á meðan á leiknum stendur verður boðið upp á vöffluhlaðborð þar sem fólk getur borðað á sig gat af vöfflum og borgar aðeins 1000 kr. á mann fyrir.
Meira

Félagsmenn í Tindastól hvattir til að greiða félagsgjaldið

Um síðustu mánaðarmót komu félagsgjöld inn í heimabanka félagsmanna Tindastóls á aldrinum 18-70 ára en um svokallaða valgreiðslu er þó að ræða. Á heimasíðu Tindastóls eru þeir félagar sem hafa tök á hvattir til að leggja félaginu lið og greiða félagsgjaldið, 3500 krónur.
Meira

Lið Álftaness kom, sá en var langt frá sigri

Tindastóll og Álftanes mættust í Síkinu í kvöld í 16 liða úrslitum Geysisbikars karla. Lið gestanna er í 1. deildinni og þeir reyndust ekki mikil fyrirstaða, Stólarnir náðu ágætri forystu undir lok fyrsta leikhluta og voru 54-28 í hálfleik. Heldur hægðist á fjörinu í síðari hálfleik en lið Tindastóls vann alla leikhlutana og leikinn því örugglega 91-55.
Meira

Leikið í Geysisbikarnum í Síkinu í kvöld og á laugardag

Það eru bikarleikir framundan í Síkinu. Í kvöld mætir karlalið Tindastóls kempum af Álftanesi sem leika undir stjórn hins þaulreynda þjálfara Hrafns Kristjánssonar. Lið Álftaness er um miðja 1. deild með átta stig eftir níu leiki. Kvennalið Tindastóls fær hins vegar úrvalsdeildarlið Hauka í heimsókn á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14. Feykir hafði samband við Árna Eggert, þjálfara Tindastóls, og spurði hann út í leikinn.
Meira

Nóg að gera hjá ungu afreksíþróttafólki Tindastóls

Markmaðurinn bráðefnilegi, Margrét Rún Stefánsdóttir, hefur verið valin á U15 landsliðsæfingar KSÍ sem fram fara dagana 9. – 11. desember í Skessunni, æfingasvæði FH í Hafnafirði. Margrét mun standa í marki meistaraflokks Tindastóls a.m.k. í vetrarmótunum eftir því sem Guðni Þór Einarsson, þjálfari, sagði í viðtali við Feyki fyrr í vetur.
Meira

Bogfimisamband Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. desember sl. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins.
Meira

Skíðavertíðin að hefast

Nú fer að styttast í skíða- og brettatímabilið hjá skíðadeild Tindastóls en í tilkynningu segir að stefnt sé á að yngri kynslóðin hittist á skíðasvæðinu 14. desember klukkan 14:00 Heitt kakó og piparkökur verður í boði og vonandi nógur snjór í fjallinu til að geta, alla vega, rennt sér nokkrar ferðir á snjóþotu, eða sem betra væri, að komast á skíði.
Meira