Íþróttir

Lukkan var ekki með Stólakonum.

Tindastóll spilaði við Víking í Bestu deild kvenna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Er skemmst frá því að segja að Tindastóll sá aldrei til sólar utan smá kafla í byrjun seinni hálfleiks. Leikurinn endaði 1- 5 fyrir Víking. Fyrr í sumar höfðu Tindastóls konur unnið Víking 1- 4 í Víkinni.
Meira

Stuðningsmenn Tindastóls mættir til Póllands

Þegar blaðamaður Feykis hnýtur um stuðningsmenn Tindastóls á ljósmynd inná karfan.is, þar sem okkar fólk er farið utan til að styðja Íslenska landsliðið í körfubolta þá verður að setja inn frétt. Ísland hefur leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 þegar það leikur gegn Ísrael og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 28. ágúst. 
Meira

Stelpurnar þurfa allan stuðning

Á morgun fimmtudag kl: 18 leika Tindastóls konur gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deildinni á Sauðárkróksvelli. Eins og við vitum er Tindastóll hættulega nálægt fallsvæðinu en sigur í þessum leik gæti skipt sköpum í að forða liðinu frá falli. Víkingsliðið er statt á svipuðum slóðum í töflunni svo gott væri að halda þeim neðan við sig. Feykir skorar á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og hvetja okkar konur. Áfram Tindastóll. hmj
Meira

Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri

Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.
Meira

Freyr og Jóhanna María Norðurlandameistarar

Þann 22. ágúst sl. var haldið Nordic Kata Open Tournament 2025, Norðurlandamót í Skurup í Svíþjóð. Daginn áður eða nánar tiltekið 21. ágúst, lagði lítill hópur af stað frá Sauðárkróki til að keppa fyrir hönd Tindastóls á þessu Noðurlandamóti.
Meira

Formaðurinn með sigurmark í uppbótartíma

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Árbæinn í dag þar sem þeir mættu liði Árbæjar í 3. deildinni á Domusnovavellinum. Heimaliðið var sæti ofar en Stólarnir fyrir leikinn en 1-2 sigur, þar sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls gerði sigurmarkið í uppbótartíma, skaut Skagfirðingum upp fyrir Árbæinga og í fimmta sæti deildarinnar.
Meira

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

Blikarnir einfaldlega besta lið landsins

Stólastúlkur fengu skell þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginn í gærkvöldi. Það mátti reyndar heyra á Donna þjálfara að væntingar voru ekki miklar fyrir leik, enda lið Tindastóls töluvert laskað og þunnskipað. Fimm mörk í andlitið á fyrsta hálftíma leiksins bar þess merki en fleiri urðu mörkin blessunarlega ekki frá Blikum og lokatölur 5-0.
Meira

Voru beðnar um að skila innkaupakerrunni sem fyrst í Skaffó

Nicola Hauk er einn af erlendu leikmönnum Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og stendur jafnan sína plikt í vörn Tindastóls með sóma en hún segir styrkleika sína felast í að spila boltanum, skalla og að verjast maður á mann. Nikola er 22 ára gömul, fædd í Heidelberg í Þýskaland en ólst upp í smábæ í 20 mínútna fjarlægð frá Heidelberg, reyndar smábæ á þýska vísu því íbúarnir eru hátt í 16 þúsund. Hún á einn bróðir, Bernhard, en foreldrar hennar eru Monika og Egino.
Meira

Fjögur ár síðan Atli Dagur stóð síðast í markinu

Feykir sagði í morgun frá góðum sigri Tindastóls á liði Fjallabyggðar í leik á Ólafsfirði í gærkvöldi. Aðalmarkvörður Stólanna, Nikola Stoisacljevic, var í banni í leiknum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn Magna á dögunum. Það þurfti því að kalla til Atla Dag Stefánsson sem var nýfluttur suður og farinn að starfa sem tónmenntakennari við Salaskóla í Kópavogi.
Meira