Íþróttir

Fjögur mörk og þrjú kærkomin stig í sarpinn

Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hófst í gærkvöldi og tvö neðstu liðin mættust í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þar tóku heimastúlkur í FHL á móti Stólastúlkum og bæði lið vildu stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn var fjörugur og jafn en reynsla Stólastúlkna og meiri gæði í fremstu víglínu skiptu sköpum. Lokatölur 1-4 og lið Tindastóls þokaði sér úr níunda sæti í það sjöunda – í það minnsta um stundarsakir.
Meira

Basile áfram með Stólunum næsta vetur

Í rilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastólst segir að Dedrick Basile hafi samið við Tindastól um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Basile var einn af burðarásum liðsins í fyrra og er endurkoma hans mikið ánægjuefni. „Ég er kominn aftur! Við eigum óklárað verkefni fyrir höndum. Let´s gooo!
Meira

Króksmót ÓB um helgina

Sumarmót knattspyrnudeildar Tindastóls eru tvö á ári: 6. flokkur stúlkna keppir helgina 21. – 22. júní 2025 en 6.-7. flokkur drengja 9.-10. ágúst 2025. Núna um helgina eru það sem sagt stelpurnar sem spreyta sig í boltanum. Spilaður er 5 manna bolti og er hver leikur 2x8 mínútur. Fyrstu leikir hefjast kl. 9:00 á laugardegi og er áætlað að síðustu leikjum ljúki fyrir kl. 15:00 á sunnudegi. Um 300 leikir verða spilaðir á þessum tíma þannig nóg verður um að vera.
Meira

Rúnar Birgir á EuroBasket í haust

Nei, Varmhlíðingurinn geðþekki, Rúnar Birgir Gíslason, hefur ekki verið valinn til þátttöku á EuroBasket með íslenska landsliðinu í körfubolta í haust. En sannarlega verður kappinn þar því þau ánægjulegu tíðindi bárust KKÍ nú fyrir skömmu að honum hefur verið raðað sem eftirlitsmanni á EuroBasket karla í haust. „Það verða því ekki bara strákarnir okkar sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd í Póllandi heldur verður okkar fulltrúi í einu hinna landanna sem eru gestgjafar í mótinu,“ segir í frétt á vef KKÍ.
Meira

Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum

Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.
Meira

Kaflaskipt í Kaplakrika

Kvennlaið Tindastóls hélt suður í Hafnarfjörðinn síðastliðinn mánudag en þar beið svarthvítt lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar eftir þeim. FH-liðið hefur verið flott í sumar og náð í marga sterka sigra og eru fyrir vikið í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Leikurinn reyndist kaflaskiptur því gestirnir bitu vel frá sér í fyrri hálfleik en sá síðari var því miður eign FH frá upphafi til enda. Lokatölur 5-1.
Meira

Önnur tilraun til að halda kynbótasýningu á Hólum

Vorin eru uppskerutími hrossabænda en þá mæta þeir með merar sínar og stóðhesta á kynbótasýningar. Þar eru hrossin vegin og mæld og riðið fyrir dómnefnd skipaða þremur sérfræðingum.
Meira

Skákmótið Húnabyggð Open 2025

Huni.is segir frá því að á föstudaginn 20. júní verður haldið skákmótið Húnabyggð open sem er í tengslum við skákhátíðina sem stendur yfir á Blönduósi og lýkur þann 21. júní. Enn er hægt að skrá sig til leiks.
Meira

Víðismenn í vandræðum á Blönduósi

Það var spilað á Blönduósvelli í gær við fínar aðstæður en þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti liði Víðis í Garði. Liðin voru bæði í neðri hluta 2. deildar en Húnvetningar með einu stigi meira og leikurinn því mikilvægur fyrir bæði lið. Það fór svo að Húnvetningar voru sterkara liðið og unnu sanngjarnan 2-0 sigur og komu sér enn á ný upp í efri hluta deildarinnar.
Meira

Níu marka veisla á Sauðárkróksvelli

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum í dag en þá tóku Stólarnir á móti liði Árbæjar í áttundu umferð. Liðin voru bæði um miðja deild en gestirnir þó ofan við miðlínuna en Stólarnir neðan hennar. Eftir nokkurt ströggl síðasta mánuðinn þá sýndu heimamenn sparihliðarnar og rúlluðu gestunum upp eins og gómsætri vöfflu með rjóma og rabarbarasultu. Lokatölur 7-2 og allt í gúddi.
Meira