Íþróttir

Stólastúlkur eiga heimaleik í Bestu deildinni í dag

Keppni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Breiðablik fór illa með Stjörnuna og Þróttur Reykjavík bar sigurorð af Fram-stúlkum Óskars Smára frá Brautarholti. Að sjálfsögðu skoraði hin hálfskagfirska Murr fyrsta mark Fram í efstu deild kvennaboltans en það dugði ekki til sigurs. Í kvöld taka Stólastúlkurnar hans Donna á móti liði FHL og hefst leikurinn kl. 18:00. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur, sem hefur marga fjöruna sopið og nálgast nú óðfluga 250 leiki með liðinu.
Meira

Finnbogi tók fimmganginn í Meistaradeild KS

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum og fór mótið fram í Reiðhöllinni Svaðastaðir. Þetta var þriðja mót ársins en áður hafði verið keppt í fjórgangi og gæðingalist. Það fór svo að Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni fóru með sigur af hólmi en stigahæsta liðið var lið Uppsteypu.
Meira

Friðrik Henrý pílaði til sigurs

Það var mikið um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar sl. fimmtudag en þá mætti Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari í heimsókn til að kíkja á yngstu pílukastara PKS og taka út hið flotta barna- og unglingastarf sem PKS stendur fyrir. Í tilefni heimsóknarinnar var hennt í grillveislu og svo í alvöru mót eftir matinn.
Meira

Leikurinn gegn Völsungi gefur góð fyrirheit

Feykir sagði frá því um helgina að Tindastólsmenn urðu að sætta sig við tap gegn Lengjudeildarliði Völsungs í Mjólkubikar fótboltans. Úrslitin réðust í æsispennadi og dramatískum bráðabana í vítaspurnukeppni. „Ég var mjög ánægður með leik minna manna, við sýndum mikinn vilja og dugnað,“ sagði Konráð Freyr Sigurðsson (Konni), þjálfari Tindastóls þegar Feykir spurði hann út í leikinn.
Meira

Páskamót Molduxa 2025 er á laugardaginn

Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að það styttist í páskana og allir vita hvað gerist á páskum... jú, Páskamót Molduxa. Það verður haldið í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 19. apríl og ótrúlegt en satt þá er þetta aðeins fjórða Páskamótið en áður var vormót Molduxa í Sæluvikunni. Molduxum þykir rétt að áhugasamir dusti rykið af stökkskónum og skrái lið til leiks – núna strax!
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira

Völsungur hafði betur í vító

Tindastóll og Völsungur Húsavík mættust í Mjólkurbikarnum á Króknum í dag í fínu fótboltaveðri. Tvær deildir skilja liðin að þar sem Húsvíkingar spila í Lengjudeildinni í sumar en Stólarnir í 3. deild. Það var akki að sjá á spilamennsku liðanna lengi leiks. Það fór svo að leikurinn fór í vító og þar höfðu gestirnir betur í bráðabana, nýttu sjö af níu spyrnum sínum eða einni meira en Stólarnir.
Meira

Húsvíkingar heimsækja Stóla í Mjólkurbikarnum

Á morgun, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00, verður flautað til leiks á Sauðárkróksvelli en þá taka Tindastólsmenn á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Tindastólsmenn tefla fram liði í 3. deild Íslandsmótsins en Húsvíkingar gerðu sér lítið fyrir í fyrra og tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni (1. deild) og því ætti að öllu jöfnu að vera talsverður getumunur á liðunum.
Meira

Íslandsmeistaratitill norður og alls þrjú á verðlaunapalli

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í húsakynnum TBR um nýliðna helgi. Badmintondeild Tindastóls sendi tólf keppendur til leiks og átti fulltrúa í öllum aldursflokkum. Í frétt á heimasíðu Tindastóls segir að aldrei hafi fleiri keppendur tekið þátt fyrir hönd Tindastóls! Tindastólskrakkarnir, sem margir hverjir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti, stóðu sig með stakri prýði og náðu frábærum árangri á mótinu.
Meira

Kúst og fæjó í Síkinu

Tindastólsmönnum reyndist ekki flókið að tryggja sig áfram í undanúrslit í úrslitakeppni Bónus deild karla þegar þeir tóku á móti liði Keflavíkur í þriðja leik liðanna. Einhvernveginn virkuðu gestirnir annars hugar og gerðu sig á köflum seka um vandræðaleg mistök. Stólarnir leiddu frá furstu körfu og gestirnir virkuðu aldrei líklegir til stórræða. Lokatölur 100-75 og nú er bara beðið eftir að sjá hverjir andstæðingar Tindastóls verða í undanúrslitunum.
Meira