Íþróttir

Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag

Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Meira

Ómar Bragi búinn að skipuleggja mót UMFÍ í 20 ár

Unglingalandsmóti UMFÍ lauk í Borgarnesi í kvöld og samkvæmt frétt á vef UMFÍ var framkvæmd mótsins framúrskarandi og samvinna allra sem að því komu með eindæmum góð. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt tölu í móttöku með forsetahjónunum, sambandsaðilum UMFÍ, heiðursfélögum og fleirum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, og þar bauð hann Króksaranum Ómari Braga Stefánssyni, sem er framkvæmdastjóri móta UMFÍ, að taka við þakklætisvotti en Ómar Bragi hefur skipulagt mót UMFÍ í 20 ár.
Meira

Hákon Þór endaði leikana með fullkominni umferð

Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson klikkaði ekki á skoti í síðustu umferð sinni á Ólympíuleikunum í París í dag. Hákon Þór lauk keppni í 23. sæti í leirdúfuskotfimi og er það besti árangur Íslendings á Ólympíuleikunum í greininni.
Meira

„Ég treysti því að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun“

„Það var góð stemning eftir leikinn enda sýndum við mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn eftir að hafa lent 1-3 undir. Gott og mikilvægt stig sem við tókum með okkur úr leiknum,“ sagði Laufey Harpa Halldórsdóttir, vinstri vængur og spyrnutæknir Tindastólsliðsins í Bestu deildinni, þegar Feykir spurði út í stemninguna að loknu 3-3 jafntefli gegn liði Þórs/KA á dögunum.
Meira

Hákon Ólympíufari bæði húnvetnskur og skagfirskur

Ólympíuleikarnir standa nú sem hæst í París í Frakklandi og í dag keppti Hákon Þ. Svavarsson í skotfimi. Skagfirskur íbúí í Mosfellsbæ hafði samband við Feyki af þessu tilefni og tilkynnti að hann hefði hitt konu í ræktinni í morgun sem sagði honum að Svavar þessi væri af skagfirskum ættum.
Meira

Haukar sýndu Húnvetningum harla litla gestrisni

Aðdáendur Kormáks/Hvatar þráðu sæta hefnd í Hafnarfirði þegar Húnvetningar heimsóttu Hauka sl. miðvikudagskvöld. Þeim fannst Haukar ekki hafa átt skilið jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi og nú átti að leiðrétta. Hvort óskirnar hafi ekki skilað sér til leikmanna skal ósagt látið en niðurstaðan varð sú að Hafnfirðingar sýndu litla gestrisni og sendu Húnvetninga heim með 5-1 tap á bakinu.
Meira

Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni. 
Meira

Jafntefli á Króknum

Tindastóll og Þór/KA mættust á Króknum í gær í 15. umferð Bestu deildarinnar. Stólastúlkur hafa ekki unnið leik síðan þær spiluðu gegn Keflavík í lok júní og voru því mjög hungraðar í sigur. Stelpurnar náðu samt sem áður í sterkt stig því lokatölur leiksins voru 3-3 þar sem Elise skoraði sitt fyrsta mark og Jordyn setti tvö og er því komin með níu mörk það sem af er tímabilsins. Eftir leikinn situr Þór/KA í 3. sæti en Tindastóll í því 8.. Næsti leikur er á móti Þróttur Reykjavík þann 9. ágúst á Króknum. 
Meira

Vel heppnað minningarmót hjá GÓS

Sunnudaginn 28. júlí fór fram kvennamót til minningar um Evu Hrund hjá Golfklúbbnum Ós á Vatnahverfisvelli við Blönduós. Alls mættu 22 vaskar konur víðsvegar af landinu og líkt og á síðasta ári lék veðrið við keppendur. Mótið var afskaplega vel heppnað í alla staði og allt gekk eins og best var á kosið. Að móti loknu var boðið upp á vöfflukaffi í matsal Húnaskóla og þar fór einnig fram verðlaunaafhending. 
Meira

Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
Meira