Íþróttir

Þungur hnífur á Sauðárkróksvelli

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki síst við í sportinu. Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í dag og allt stefndi í stórgóðan sigur Stóalstúlkna þegar allt fór í skrúfuna. Það þýðir oft lítið að nöldra undan óheppni í íþróttum en lið Tindastóls var annan leikinn í röð aðeins mínútum frá góðum úrslitum. Garðbæingar rændu stigunum í blálokin með tveimur mörkum, unnu heimastúlkur 1-2.
Meira

Tindastóll og Stjarnan mætast í dag

Besta deild kvenna er kominn á fullt og Stólastúlkur þegar búnar að leika tvo leiki; unnu þann fyrsta en voru síðan skrambi óheppanar að tapa fyrir sameinuðum Akureyringum í Þór/KA. Fjörið heldur áfram í dag en þá kemur lið Stjörnunnar í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 17:00.
Meira

Áltanes jafnaði metin

Körfuboltinn á hug ansi margra þessa dagana og nú á föstudagskvöldið spiluðu lið Tindastóls og Álftaness annan leik sinn í undanúrslitaeinvígi Bónua deildar karla. Tindastóll vann fyrsta leikinn örugglega en það varð naglbítur þegar liðin mættust öðru sinni og þá í Kaldalónshöll þeirra Álftnesinga sem höfðu á endanum betur, 94-92, og jöfnuðu því einvígið.
Meira

Ertu búin/n að pússa golfkylfurnar?

Það voru gleðitíðindi tilkynnt á Facebook-síðu Golfklúbbs Skagafjarðar í hádeginu í dag þegar Hlynur Freyr Einarsson auglýsti að búið væri að setja upp flöggin góðu á fyrstu fimm flatir vallarins.
Meira

Leikdagur í dag

Það er ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegs sumars í leiðinni og við tilkynnum ykkur að það er leikdagur í dag, svona ef þið vissuð það ekki. En Sigríður Inga Viggósdóttir er alltaf með puttann á púlsinum varðandi dagskrá á leikdegi og leyfum við henni að fljóta með þessari tilkynningu. 
Meira

Ægir Björn keppir á WodlandFest

Í morgun byrjaði hin fræga WodlandFest í Malaga á Spáni en þetta er einn af stærstu CrossFit viðburðum ársins í greininni og stendur yfir í þrjá daga. Þarna keppist besta CrossFit íþróttafólk í heimi um sæti á verðlaunapallinum og þeir sem enda í tveimur efstu sætunum fá keppnisrétt á Crossfit heimsleikana. Þessi viðburður sameinar því keppni, samfélag og adrenalín í umhverfi sem er hannað til að hvetja til mikilleika í CrossFit heiminum.
Meira

Vel heppnað Páskamót PKS

Það er hefð fyrir því hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að halda Páskamót PKS og fór það fram þann 18. apríl, föstudaginn langa, í aðstöðunni á Króknum. Alls voru skráðir 25 þátttakendur til leiks og var spilað í fimm riðlum. Eftir riðlakeppnina var raðað í A og B úrslit sem var spilað með útslætti. Þrír efstu í hverjum riðli spiluðu í A úrslitum en aðrir fóru í B úrslit. Margir hörkuleikir litu dagsins ljós og réðust undanúrslitaleikir í oddaleggjum.
Meira

Grátlegt tap á móti Þór/KA

Stólastelpur spiluðu sinn annan leik í Bestu deildinni í gær í Boganum á Akureyri á móti sterku liði Þórs/KA. Úrslit leiksins voru hins vegar sorgleg fyrir okkar stelpur sem töpuðu leiknum 2-1. Þegar þessi lið mættust síðast áttu Stólastelpur engan séns og fengu níu mörk á sig en annað var uppi á teningnum í gær. Donni, þjálfari stelpnanna, segir í samtali við visir.is að þær hafi verðskuldað sigur í leiknum miðað við vinnuframlagið, baráttuna og færin og algjört bull að Þór/KA hafi unnið leikinn.
Meira

Eitt stig komið á Krókinn

Það var heldur betur veisla í Síkinu í gær þegar Stólarnir mættu Álftnesingum í fyrsta einvígi liðanna í 4-liða úrslitum. Það var von á leik sem enginn körfuboltaáhugamaður vildi missa af því þegar þessi tvö lið hafa mæst í vetur hafa verið hörkuleikir þar sem Tindastóll vann fyrri leikinn 109-99 í lok nóvember en síðari leikurinn fór 102-89 fyrir Álftanes í lok febrúar. En það var því miður ekki raunin því Stólarnir voru með tökin á leiknum allan tímann og unnu sannfærandi sigur, lokatölur 100-78.
Meira

Ráðgátan um upplifun á leikdegi var leyst í Skagafirði – segir Kjartan Atli

„Í okkar herbúðum ríkir tilhlökkun að takast á við þessa áskorun; að mæta deildarmeisturum Tindastóls. Liðin hafa fjórum sinnum mæst á undanförnum tveimur leiktímabilum og allt verið sannkallaðir hörkuleikir,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, þegar Feykir spurði hann hvernig einvigi Álftnesinga og Tindastóls legðist í hann.
Meira