Íþróttir

Það verða læti!

Fjórði leikurinn í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness fór fram í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld: Það var frábær stemning og stuðningsfólk Tindastóls fjölmenntu og var í góðum gír að venju. Leikurinn var hin besta skemmtun og enn betri fyrir gestina eftir því sem á leið leikinn. Það fór svo á endanum að Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar og tryggðu sér þriðja sigurinn í einvíginu og þar með sæti í úrslitarimmunni. Lokatölur 90-105.
Meira

Tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls

Meistaramót Íslands fór fram í húsnæði TBR við Gnoðarvog dagana 24.-26. apríl. Tindastóll sendi tvo keppandur til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur, sem keppti í 1. deild og Júlíu Marín Helgadóttur sem keppti í 2. deild.
Meira

Hestamenn slá botninn í Sæluvikuna

Það fer vel á því að Sæluviku Skagfirðinga endi á hátíð hestamanna en á laugardaginn verður sýningin Tekið til kostanna í Reiðhöllinni Svaðastöðum og hefst kl. 19:00. Kvöldið áður dregur til tíðinda í Mesitaradeild KS þegar lokamótið fer fram í Svaðastaðahöllinni en keppt verður í tölti og Fluguskeiði. Þessu má auðvitað ekki nokkur maður missa af. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur sem stjórnar þessu öllu saman.
Meira

Snæfríður og Hrafnhildur styrkja hóp Stólastúlkna

Félagaskiptaglugginn í fótboltanum hefur nú lokað og liðin geta því ekki styrkt sig fyrr en síðar í sumar. Kvennalið Tindastóls í Bestu deildinni er þunnskipað og stóðu vonir til þess að breikka hópinn eitthvað. Skömmu fyrir mót bættist Hrafnhildur Salka Pálmadóttir í hópinn og nú í gær fékk Snæfríður Eva Einarsdóttir félagaskipti í Tindastól.
Meira

Töfrakvöld í Síkinu

Það var leikur. Já, stundum gerast einhverjir galdrar á íþróttaleikjum þar sem dramatíkin og óvænt atvik hreinlega sprengja allt í loft upp. Leikur Tindastóls og Álftaness í Síkinu í gær var einmitt þannig. Eiginlega bara tóm della. Hvernig fóru gestirnir að því að jafna leikinn á lokakafla venjulegs leiktíma? Hvesu löng var lokamínúta venjulegs leiktíma? Hvernig náðu Stólarnir að rífa sig upp úr vonbrigðunum í framlengingunni? Hvernig setti Arnar þetta skot niður? Hvernig stóð á því að ájorfendur voru ekki sprungnir í loft upp? Já, Stólarnir mörðu eins stigs sigur eftir framlengingu, 105-104.
Meira

Það er ekki nokkur maður að gleyma leiknum í kvöld

Við minnum enn og aftur á leikinn í kvöld! Já einmitt, það er þriðji leikur Tindastóls og Álftaness í undanúrslitum Bónus deildar karla í kvöld og hefst kl. 19:15.
Meira

Húnvetningum spáð falli en eru hvergi bangnir

„Við erum langminnsta félagið í deildinni. Við erum með svo margar áskoranir sem við verðum að sigrast á. Hópurinn á svo stuttan tíma saman á undirbúningstímabilinu í samanburði við hin liðin. Svona er þetta bara og við tökum áskoruninni af alefli," segir Dominic Furness í spjalli við Fótbolta.net en miðillinn spáir liði Kormáks Hvatar neðsta sætinu í 2. deild á komandi keppnistímabiii sem hefst nú í vikulokin en lið Húnvetninga spilar við KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn.
Meira

Þriðji leikurinn í kvöld... ÁFRAM TINDASTÓLL!

Það er leikur í dag, þriðji leikurinn, hjá strákunum í Tindastól á móti Álftanesi og byrjar hann á slaginu 19:15 í Síkinu. Ef þú ert ekki búin/n að tryggja þér miða á Stubb þá skaltu fara í að drífa í því áður en það verður uppselt. En Sigríður Inga var örlítið fyrr á ferðinni með dagskrá dagsins en fyrir síðasta leik og ekki seinna vænna en að við hjá feykir.is birtum hana hér.... við skulum sjá hvað hún segir...
Meira

Þungur hnífur á Sauðárkróksvelli

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki síst við í sportinu. Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í dag og allt stefndi í stórgóðan sigur Stóalstúlkna þegar allt fór í skrúfuna. Það þýðir oft lítið að nöldra undan óheppni í íþróttum en lið Tindastóls var annan leikinn í röð aðeins mínútum frá góðum úrslitum. Garðbæingar rændu stigunum í blálokin með tveimur mörkum, unnu heimastúlkur 1-2.
Meira

Tindastóll og Stjarnan mætast í dag

Besta deild kvenna er kominn á fullt og Stólastúlkur þegar búnar að leika tvo leiki; unnu þann fyrsta en voru síðan skrambi óheppanar að tapa fyrir sameinuðum Akureyringum í Þór/KA. Fjörið heldur áfram í dag en þá kemur lið Stjörnunnar í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 17:00.
Meira