Íþróttir

Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landsliðinu, þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Meira

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglagreininni Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélgasins Markviss dagana 29. og 30. júní. Á Facebooksíðu Markviss kemur fram að skráning á mótið hefur verið með miklum ágætum og stefnir í eitt fjölsóttasta mót sumarsins. Keppendur eru skráðir í flestum, ef ekki öllum, flokkum og frá átta skotíþróttafélögum víðs vegar af að landinu.
Meira

Blönduóstorfæran um helgina

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í torfæru fer fram á Blönduósi á laugardaginn og hefst keppnin klukkan 11:00. Mótið er í umsjón Bílaklúbbs Akureyrar og fer keppni fram í Kleifarhorni. Keppt verður í tveimur flokkum, götubílaflokki og sérútbúnum. Sagt er frá þessu á fréttavefnum huni.is.
Meira

Úrslitin úr Opna Nýprent barna og unglingamóti í golfi

Á heimasíðu Golfklúbb Sauðárkróks kemur fram að Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni hafi farið fram á Hlíðarendavelli 23. júní.
Meira

Úrslit á Íslandsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum var haldið í gær, sunnudaginn 23. júní,og tók fríður flokkur keppenda þátt í mótinu sem háð var í Skagafirði. Fyrstu keppendurnir voru ræstir frá Sauðárkróki klukkan 7:30 í gærmorgun og lögðu þeir þátttakendur sem lengst fóru að baki 124 km áður en komið var í mark.
Meira

Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla

Kormákur/Hvöt(K/H) gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍH í 4. deild karla síðastliðinn föstudag.
Meira

Góður útisigur hjá Tindastólsstúlkum í Kópavogi

Á föstudagskvöldið mætti Tindastóll liði Augnabliks í Fífunni í 5. Umferð Inkasso deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru bæði lið með sex stig og áttu möguleika að ná fjórða sætinu í deildinni.
Meira

Jón Jóhannsson GÓS sigraði á Opna Fiskmarkaðsmótinu á Skagaströnd

Opna Fiskmarkaðsmótið, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli á Skagaströnd laugardaginn 22. júní. Alls voru þátttakendur 26 talsins sem spiluðu 18 holur í afbragðsveðri. Úrslit urðu sem hér segir:
Meira

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði

Hjólreiðafélagið Drangey heldur Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði á morgun, sunnudaginn 23. júní.
Meira

Góður árangur hjá Skagfirðingum í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli um síðustu helgi 15-16 júní. Alls voru 212 keppendur skráðir til leiks frá 25 félögum og samböndum. Fimm Skagfirðingar tóku þátt og unnu þau öll til verðlauna, alls voru það þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun.
Meira