Íþróttir

Sigur og tap hjá liðum Tindastóls

Lið Tindastóls spiluðu sitt hvorn leikinn á Kjarnafæðismótinu í gær og var leikið á Akureyri. Stelpurnar mættu FHL, sameiginlegu liði Austfirðinga, og höfðu sigur en strákarnir lutu í gervigras gegn liði Völsungs.
Meira

Stjörnustúlkur höfðu betur gegn liði Tindastóls

Stólastúlkur spiluðu í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag í fimmtánda leik sínum í 1. deild kvenna. Heimastúlkur í Stjörnunni hafa á að skipa sterku liði og tróna á toppi deildarinnar með þrettán sigurleiki og aðeins eitt tap. Lið Tindastóls hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur en er að reyna að ná að koma fótunum undir sig. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en aðeins tveimur stigum munaði í hálfleik. Heimastúlkur byggðu upp forskot í þriðja leikhluta og unnu að lokum sigur, 86-72.
Meira

Dom Furness og David Romay ráðnir í þjálfarateymi Tindastóls

Það styttist óðum í að alvaran hefjist hjá knattspyrnufólki. Karla- og kvennalið Tindastóls taka nú þátt í Kjarnafæðismótinu þar sem þau lið hér norðanlands sem ná í lið taka þátt. Í byrjun febrúar hefst síðan Lengjubikarinn hjá stelpunum en strákarnir hefja leik í byrjun mars. Lengjubikarinn er aðal undirbúningsmótið fyrir Íslandsmótin en fyrsta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram síðustu helgina í apríl. Það er því eins gott að hefja undirbúning sem fyrst og nú hefur verið gengið frá ráðningu þjálfara karlaliðsins og markmannsþjálfara beggja liða.
Meira

Frábær fjórði leikhluti Stólanna færði liðinu sigur gegn ÍR

Subway-deildin í körfunni fór í gang á ný í gærkvöldi eftir örlítið bikarhlé. Tindastólsmenn héldu suður í Breiðholt þar sem stigaþyrstir ÍR-ingar biðu þeirra í Skógarselinu. Það má alltaf reikna með hörkuleik þegar Stólarnir sækja ÍR heim og það varð engin breyting á því í gær, mikið jafnræði með liðunum þar til í fjórða leikhluta að gestirnir sýndu hvað í þeim býr og þeir rúlluðu norður með stigin tvö og kampakátan nýjan þjálfara, Pavel Ermolinskij. Lokatölur 81-96 og Stólarnir stukku þar með upp í fimmta sæti.
Meira

Fyrsti leikur Stólanna í kvöld undir stjórn Pavels

Þá er bikarhelgin í körfunni yfirstaðin en Valsmenn fögnuðu þar sigri gegn Stjörnumönnum eftir spennandi leik og búa því svo vel þessa dagana að geta státað af því að geyma stóru titlana tvo í körfunni. Tindastólsmenn skutlast suður í Breiðholt í dag og etja kappi við lið ÍR sem bíður þeirra í Skógarselinu. Þetta verður fyrsti leikur Stólanna undir stjórn Pavels Ermolinskij sem skrifaði undir samning um að stjórna liði Tindastóls fram á vorið hið minnsta í kjölfar þess að Vlad hvarf af sviðinu.
Meira

Ari Eyland á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, íþróttahátíð fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fer fram í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21.-28. janúar. Meðal átján keppenda frá Íslandi er Ari Eyland Gíslason, brettakappi á Sauðárkróki.
Meira

Karla- og kvennalið Tindastóls sóttu Akureyri heim

Karla- og kvennalið Tindastóls voru bæði í eldlínunni í Kjarnafæðismótinu um liðna helgi. Stelpurnar mættu Þór/KA 2 og máttu lúta í gervigras Bogans eftir 2-1 tap en strákarnir mættu í kjölfarið liði Þórs 2 og eftir að hafa lent tveimur mörkum undir náðu Stólarnir að jafna metin og lokatölur þar 2-2.
Meira

Fjórir úr Hvöt á hæfileikamótun N1 og KSÍ

Fjórir ungir knattspyrnudrengir úr Hvöt Andri Snær Björnsson, Eyjólfur Örn Þorgilsson, Gunnar Bogi Hilmarsson og Trausti Þór Þorgilsson hafa verið boðaðir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi. Æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

Helgi Sigurjón tekur þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ

Hinn þrettán ára gamli Helgi Sigurjón Gíslason fótboltakappi í Tindastól hefur verið boðaður til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi en æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason (UMSS) var um helgina krýndur Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Hann hlaut alls 5074 stig og er þetta í fimmta sinn sem Ísak verður Íslandsmeistari í greininni.
Meira