Stólarnir spila undanúrslitaleik á Reyðarfirði á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.09.2024
kl. 11.26
Karlalið Tindastóls er ekki enn alveg komið í frí frá fótboltanum en strákarnir spila á morgun, laugardaginn 21. september, við lið KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, erum búnir að bíða í tvær vikur svo menn eru klárir í þetta,“ sagði Sverrir Hrafn Friðriksson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir hafði samband.
Meira