Íþróttir

Séra Hjálmar fór holu í höggi í þriðja sinn

Sumir eru heppnari en aðrir og má segja að Hjálmar Jónsson, fv. prófastur á Sauðárkróki og síðar Dómkirkjuprestur, sé einn þeirra en hann náði þeim stórmerka áfanga að fara holu í höggi í þriðja sinn sl. mánudag. „Þetta er víst draumur okkar, kylfinganna. Fyrst hitti ég svona vel fyrir fimm árum en núna með hálfs mánaðar millibili. Öll skiptin á Urriðavelli í Garðabæ en hann er minn heimavöllur og ég leik hann oftast. Við hjón búum í Urriðaholtinu svo að það er stutt að fara,“ segir Hjálmar.
Meira

Skotfélagið Markviss fagnar 30 árum

Skotfélagið Markviss fagnaði 30 ára afmæli á laugardaginn, þann 2. september, en félagið hefur starfað óslitið frá því það var stofnað af nokkrum áhugamönnum á Hótel Blönduósi þann 2. september 1988.
Meira

Flengdir í fýluferð til Fjarðabyggðar

Tindastólsmenn héldu austur á Reyðarfjörð um helgina þar sem þeir mættu liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og var um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið í fallbaráttu 2. deildar. Ljóst var fyrir leikinn að sökum fjölda leikbanna og meiðsla mátti ekki mikið út af bregða hjá okkar mönnum. Því miður fór allt á versta veg og uppskeran flenging í boði Fáskrúðsfirðinga. Lokatölur 8-0.
Meira

Svekkjandi silfurjafntefli á Króknum

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls lék sinn síðasta leik þetta tímabilið í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta en um hreinan úrslitaleik var að ræða gegn Augnabliki. Ekkert nema sigur dugði Stólunum meðan jafntefli nægði stelpunum í Augnabliki til að krækja í deildarbikarinn sem þær og gerðu. 1-1 og bikarinn suður.
Meira

Óskar Smári til Stjörnunnar

Óskar Smári Haraldsson, einn yfirþjálfara knattspyrnudeildar Tindastóls hjá yngri flokkum, skrifaði undir eins árs samning við Stjörnuna á dögunum og tekur við stöðu aðalþjálfara 2. og 3. flokks kvenna 1. október næstkomandi.
Meira

Guðjón Baldur og Inga Jóna unnu í Borgarnesi

Skagfirðingamótið í golfi fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Hátt í 80 kylfingar, jafnt sunnan sem norðan heiðar, mættu til leiks í blíðskaparveðri. Um punktakeppni er að ræða og flesta punkta í karlaflokki fékk Guðjón Baldur Gunnarsson (Gunna bakara og Sólrúnar Steindórs), eða 39 stykki, og fremst í kvennaflokki varð Fljótakonan Inga Jóna Stefánsdóttir með 34 punkta. Guðjón fór glæsilegan Hamarsvöllinn einnig á fæstum höggum, 73, eða tveimur yfir pari vallarins.
Meira

„Erfitt að vera eini útlendingurinn í liðinu“

Murielle Tiernan hefur heldur betur verið happafengur fyrir meistaraflokk kvenna hjá Tindastóli en í gegnum tíðina hefur oftar en ekki reynst erfitt að finna alvöru markaskorara fyrir liðið. Murielle er 23 ára gömul, frá Ashburn í Virginiu-ríki í Bandaríkjunum en Ashburn er í útjaðri höfuðborgarinnar, Washington.
Meira

Jakar reyna afl sitt

Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað.
Meira

Siggi Donna kemur í stað Gauja

Guðjón Örn Jóhannsson hefur ákveðið að segja skilið við þjálfun meistaraflokks karla og hefur nú þegar hætt störfum. Guðjón var samningslaus við félagið og hefur því engar kvaðir gegn því. Það skal tekið fram að þetta er gert í samkomulagi milli Guðjóns og stjórnar og er alfarið hans ákvörðun. Bjarki Már Árnason mun áfram sinna þjálfun mfl. kk. honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Sigurður Halldórsson – Siggi Donna.
Meira

Þrír Íslandsmeistaratitlar á einni viku

Snjólaug M. Jónsdóttir í Skotfélaginu Markviss hefur gert það gott að undanförnu en á laugardaginn varð hún Íslandsmeistari í Norrænu trappi (Nordisk Trap) í keppni sem háð var á skotíþróttasvæði Skotfélags Akraness. Skor Snjólaugar á mótinu var 102 dúfur sem er það næsthæsta sem náðst hefur hérlendis í kvennaflokki en Íslandsmetið á hún sjálf frá því í fyrra, 114 dúfur.
Meira