Íþróttir

Kormákur/Hvöt féll á síðustu hindruninni

Lið Kormáks/Hvatar mátti bíta í það súra epli að lúta í ískalt grasið á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi í síðari viðureign sinni við lið Ægis í fjögurra liða úrslitum 4. deildar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi á laugardaginn en heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu leikinn frábærlega í gær og voru komnir með K/H upp að vegg eftir átta mínútna leik. Það fór svo að Ægir hafði betur, 3-0, og draumur Húnvetninga um sæti í 3. deildinni því úti að sinni.
Meira

Æfingaleikir Tindastóls bæði í 1238 og í Síkinu – eða þannig

Sýndarveruleikasýningin á Sauðárkróki, 1238 – Baráttan um Ísland, hefur bæst í hóp samstarfsaðila körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Til að innsigla það var meistaraflokki karla og stjórn KKD boðið í hópefliskvöld í Gránu sl. sunnudag og á komandi vikum mun meistaraflokkur kvenna koma í samskonar dagskrá.
Meira

Knattspyrnuþjálfara vantar á Blönduós

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins frá og með 1. janúar nk. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Helstu verkefni nýs þjálfara eru m.a. að halda úti knattspyrnuæfingum í 8. - 3. flokki, utanumhald iðkenda bæði hvað varðar skráningar, mót og keppnisferðir o.fl.
Meira

Góður sigur Tindastóls á KS vellinum

Stelpurnar í Tindstól tóku á móti liði Aftureldingar úr Mosfellsbænum á KS vellinum á Sauðárkróki í gær í blíðuveðri. Leikurinn var varla hafinn þegar fyrsta markið kom en barátta og spenna voru einkennandi á vellinum allt til loka. Lokatölur 2-1 fyrir heimastúlkum sem sjá glitta örlítið í úrvalsdeildarsæti að ári.
Meira

Þrautaganga Stólanna heldur áfram

Lið Tindastóls mætti hálf lemstrað til leiks á Húsavík í gær þar sem þeir léku við heimamenn í Völsungi. Átta leikmenn vantaði í hópinn og því aðeins þrettán leikmenn á skýrslu. Þrátt fyrir þetta voru Stólarnir inni í leiknum þar til á 80. mínútu þegar Húsvíkingar komust í 3-1. Lokatölur voru 4-1 og þrautaganga Tindastóls heldur því áfram í 2. deildinni.
Meira

Mark beint úr útsparki á Blönduósvelli

Fjögurra liða úrslit í úrslitakeppni 4. deildar hófust í dag og átti lið Kormáks/Hvatar heimaleik í hádeginu gegn liði Ægis frá Þorlákshöfn. Það er skemmst frá því að segja að jafntefli var niðurstaðan í leiknum en leikið var við erfiðar aðstæður, það var hvasst á Blönduósi. Lokatölur 1-1 og enn því allt opið í baráttunni um sæti í 3. deild.
Meira

Tindastóll með lið í 2. deild kvenna

Í kvöld verður haldinn stofnfundur nýs liðs hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem ætlunin er að leika í 2. deild kvenna. Fundurinn verður haldinn á Grand-Inn bar kl. 21.00. Að sögn Sigríðar Garðarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa liðsins, varð kveikjan að stofnun liðsins til á Körfuboltanámskeiði sem Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls, hélt á Sauðárkróki í sumar. Þar gafst öllum þeim sem höfðu gaman af því að spila körfubolta tækifæri til þjálfa undir hans leiðsögn.
Meira

Stefnir í hörkurimmu á Blönduósi

Nú er um að gera fyrir stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að skella sér á Blönduósvöll og styðja við bakið á sínum mönnum en þeir verða í eldlínunni í dag í úrslitakeppni í 4. deildar. Leikurinn sker úr um það hvort heimamenn eða lið Hamars í Hveragerði komist áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst kl. 17:15.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar enn í góðum séns

Leikmenn Kormáks/Hvatar mættu á Grýluvöllinn í Hveragerði í blíðuveðri síðastliðinn föstudag og öttu kappi við lið Hamars í átta liða úrslitum 4. deildar. Húnvetningar mættu örlítið brotnir til leiks en tveir Spánverjar voru í banni eftir hasarinn í lokaleik liðsins í B-riðlinum viku áður. Það fór svo að Hvergerðingar fóru með sigur af hólmi, lokatölur 3-2.
Meira

Sigur í fyrsta æfingaleik Stólanna

Lið Tindastóls lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil í körfunni í Þorlákshöfn nú á föstudaginn. Stólarnir eru komnir með fullskipað lið en það sama verður ekki sagt um Þórsara sem tefldu fram mörgum ungum köppum í bland við þekktari stærðir. Stólarnir hafa aðeins æft með fullan hóp í viku eða svo og því kom ekki á óvart að haustbragur væri á liðinu. Sigurinn var þó aldrei í hættu en lokatölur voru 59-81.
Meira