Íþróttir

Sameiginlegt lið UMSS/KFA í Bikarkeppni FRÍ.

53. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum utanhúss fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði laugardaginn 27. júlí í umsjón FH.
Meira

Mikilvægur sigur hjá K/H

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Snæfells í heimsókn á Hvammstangavelli. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með 23. stig fimm stigum á eftir Snæfelli og Hvíta riddaranum. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins og var það úr vítaspyrnu.
Meira

„Ég elska fótbolta og hann er mjög stór partur af lífi mínu“/Erlendir leikmenn í boltanum

Ástralski markvörðinn Jonathan Mark Faerber er næstur í röðinni í Erlendir leikmenn í boltanum. Jonathan er 31 árs gamall og kom hingað til Íslands fyrst árið 2017 og spilaði með Reyni Sandgerði. Árið eftir spilaði hann með Keflavík en nú er hann mættur á Krókinn.
Meira

Jafntefli gegn liði Fjarðabyggðar

Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í gær í 13. umferð 2. deildar karla og var leikið á lifandi grasi á Króknum. Lið Tindastóls þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér á ról í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í deildinni. Því miður hafðist það ekki þar sem liðin skildu jöfn en engu að síður var margt jákvætt í leik Stólanna og vonandi heldur liðið áfram að stíga upp. Lokatölur voru 2-2 eftir fjöruga viðureign.
Meira

Svekkelsistap á teppinu

Tindastóll tók á móti Haukum í Inkasso-deild kvenna á gervigrasinu á Króknum í hörkuleik í gærkvöldi. Með sigri hefðu Stólastúlkur komið sér vel fyrir í toppbaráttu deildarinnar en niðurstaðan reyndist 0-1 tap og lið Tindastóls enn í þriðja sæti en miðjupakkinn í Inkasso er orðinn ansi þéttur. Leikurinn var jafn og jafntefli hefði sennilega verið sanngjörn úrslit en lukkan var ekki í liði Tindastóls í gær.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 13.-14. júlí þar sem besta frjálsíþróttafólk landsins, um 200 talsins, keppti um 37 Íslandsmeistaratitla. Átta Skagfirðingar kepptu fyrir hönd UMSS á mótinu. Meðal þeirra voru tveir af Íslandsmeisturum síðasta árs, þeir Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 100 m og 200 m hlaupum og Ísak Óli Traustason í 110 m grindahlaupi.
Meira

Jaaaá, Hemmi minn

Það verður talsvert um tuðruspark á Norðurlandi vestra nú um helgina. Stólastúlkur renna á vaðið í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði mæta á teppið. Á laugardag taka síðan Tindastólsmenn á móti liði Fjarðabyggðar í 2. deild karal og í 4. deildinn fær lið Kormáks/Hvatar Snæfell í heimsókn á Hvammstangavöll. Þannig að það er ljóst að þeim sem eru alltaf í boltanum ætti ekki að þurfa að leiðast.
Meira

Þríþraut USVH

Þríþraut Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga verður haldin á Hvammstanga í dag klukkan 15:00. Þar verður boðið upp á keppni í þríþraut í flokki einstaklings, liða, einstaklings krakka og krakka liða (14 ára og yngri). Liðin mega vera blönduð. Einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Yngri flokkur, 14 ára og yngri, verður ræstur af stað klukkan 15:00 og eldri flokkur (einstaklings og liða) þegar yngri flokkur hefur lokið keppni. Mæting fyrir yngri flokk er klukkan 14:30.
Meira

Kvennasveit GSS keppir á Íslandsmóti golfklúbba

Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks tekur þátt í Íslandsmóti Golfklúbba, 1.deild, sem haldið verður nú um helgina, dagana 26.-28.júlí. Átta sveitir eru í deildinni. Að þessu sinni verður leikið á tveimur völlum og er það nýlunda, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.
Meira

Spennandi mót hjá Markviss

Skotfélagið Markviss var með opinn dag á skotsvæði sínu á laugardegi á nýafstaðinni Húnavökuhelgi þar sem gestum og gangandi gafst tækifæri á að kynna sér uppbygginguna á svæðinu og reyna sig við leirdúfur og skotmörk undir handleiðslu félagsmanna. Síðar sama dag fór hið árlega Höskuldsmót fram en það er haldið til heiðurs lögreglumanninum Höskuldi B. Erlingssyni á Blönduósi.
Meira