Íþróttir

Gígja, Brynjar Morgan og Sísi fóru á kostum

Golfarar hjá Golfklúbbi Skagafjarðar stunda sveifluna af kappi þessa dagana. Í gær fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki annað mótið í Esju mótaröðinni og þar voru það þrír ungir golfarar sem slógu heldur betur í gegn.
Meira

Stólarnir skelltu Sandgerðingum

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Meira

Jafnt í fjörugum leik Tindastóls og Víkings

Eftir þrjá tapleiki í röð ætluðu Stólastúlkur að næla í þrjú stig þegar bikarmeistarar Víkings komu valhoppandi norður yfir heiðar. Loks var leikið á gervigrasinu á Króknum en þar höfðu Stólastúlkur ekki sparkað í keppnistuðru síðan leysingahelgina miklu í apríl. Leikurinn var ágæt skemmtun, hart var barist en eftir að gestirnir náðu forystunni snemma í síðari hálfleik sáu þær um að jafna leikinn þegar skammt var til leiksloka. Liðin fengu því sitt hvort stigið eftir 1-1 jafntefli.
Meira

Töluvert sanngjarn sigur Tindastólspilta

Tindastólspiltar spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í gær þegar Reykjanesúrvalið mætti á gervigrasið sígræna á Sauðárkróki. Leikurinn var spilaður við fínar aðstæður og var líflegur, þó sérstaklega í fyrri hálfleik en þá baðaði markvörður gestanna sig í sviðsljósinu og hélt markinu hreinu. Stólarnir gerðu það sem þurfti í síðari hálfleik og uppskáru 2-0 sigur.
Meira

Sterkt stig til Húnvetninga

Engin mörk voru skoruð í leik Kormáks Hvatar og Ægis í 2. deildinni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. föstudasgkvöld. Fyrir leikinn var Ægir í 4. sæti með ellefu stig og Kormákur Hvöt í 9. sæti með sjö stig. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið sterkt og mikilvægt stig sem Húnvetningar kræktu í fyrir austan fjall.
Meira

Reynir Bjarkan Róbertsson valinn í U20 hópinn

Körfuknattleikssamband Íslands birti fyrr í vikunni lokahóp undir 20 ára karla sem tekur þátt í NM í Södertalje í Svíþjóð seinna í þessum mánuði og má þar sjá kunnuglegt nafn. Í þessum hópi er nefnilega Skagfirðingurinn Reynir Bjarkan Róbertsson, sonur Selmu Barðdal og Róberts Óttarssonar.
Meira

Ragnhildur Sigurðardóttir með golfkennslu fyrir konur

Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, verður með kennslu fyrir konur á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós sunnudaginn 16. júní frá kl. 13:00 -16:00. Allar áhugasamar konur um golfíþróttina hjartanlega velkomnar, kennslan er ykkur að kostnaðarlausu.
Meira

ÓB-mót Tindastóls haldið 22. og 23. júní á Króknum

Það verður líf og fjör á Króknum helgina 22. og 23. júní þegar ÓB-mótið verður haldið. Mótið er ætlað stúlkum úr 6. flokki og segir Adam Smári, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, að þetta verði stærsta ÓB-mótið sem haldið hefur verið á Króknum. Í fyrra var fjöldi keppenda um 600 talsins en í ár verða þeir um og yfir 700 talsins og koma víðs vegar af landinu eða frá 23 félögum. Það má því búast við þónokkurri fjölgun í bænum þessa helgi. Keppt verður á þrettán völlum í ár en fyrstu leikirnir hefjast um klukkan níu á laugardagsmorgninum og verður mótinu lokið seinnipartinn á sunnudeginum. 
Meira

Ísak Óli áfram styrktarþjálfari mfl.karla

Í framhaldi af fréttum frá körfuknattleiksdeild Tindastóls að Helgi Freyr yrði ekki áfram með stelpurnar segir að samningurinn við Ísak Óla Traustason hafi verið framlengdur sem styrktarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Helgi Freyr fylgir ekki stelpunum upp í Subway deildina

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hefur látið af störfum og mun því ekki fylgja stelpunum upp í Subway deildina á næstu leiktíð. Það er ákvörðun stjórnar að þjálfun liðs í Subway deildinni verður ekki sinnt með annari vinnu, svo vel megi vera.
Meira