Íþróttir

Dagbjört Dögg Íþróttamaður USVH árið 2019

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 en útnefningin fór fram á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður liðsins á tímabilinu og eins og fram kemur á heimasíðu USVH varð Dagbjört Íslands-, bikar- og deildarmeistari á liðnu ári.
Meira

Geiger gengur til liðs við Stólana

Nú tíðkast hin breiðu spjótin og á það ekki hvað síst við í Dominos-deildinni í körfubolta. Flest sterkari liða deildarinnar hafa nýtt jólafríið til að sanka að sér leikmönnum til að styrkja sig í baráttunni sem framundan er. Sagt er frá því í stuttri frétt á Fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að þar á bæ hafi menn ákveðið að styrkja meistaraflokk karla með því að semja við Deremy Terrel Geiger um að spila með liðinu á nýju ári.
Meira

Snjólaug og Jón skotíþróttafólk ársins hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi valdi á dögunum skotíþróttafólk ársins en það voru þeir sem náðu bestum árangri á árinu sem er að líða. Fyrir valinu urðu þau Snjólaug M. Jónsdóttir, fyrir árangur í haglagreinum, og Jón B. Kristjánsson, fyrir árangur í kúlugreinum. Þá hafa þau bæði starfað ötullega fyrir Markviss og verið öflug í umhverfismálum sem og við uppbyggingu á æfingasvæði félagsins.
Meira

Ísak Óli Traustason kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar

Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var útnefndur íþróttamaður Skagafjarðar í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Auk þess var hann útnefndur frjálsíþróttamaður Tindastóls við sama tækifæri. Meistaraflokkur kvenna varð lið ársins og Sigurður Arnar Björnsson þjálfari ársins.
Meira

Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur til Kristu Sólar

Krista Sól Nielsen fékk á dögunum afhentan afreksbikar við athöfn Menningarsjóðs KS í Kjarnanum á Sauðárkróki. Um farandbikar er að ræða til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Krista Sól er knattspyrnukona hjá Tindastóli, fædd árið 2002.
Meira

Skráning á Króksamótið í gangi

Þann 11. janúar 2020 verður blásið til körfuboltaveislu á Króknum, Króksamótsins, sem ætluð er körfuboltakrökkum í 1.–6. bekk. Það er Fisk Seafood sem er aðal stuðningsaðili mótsins og er þátttökugjaldið krónur núll – semsagt frítt. Opið er fyrir skráningu til 5. janúar og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst svo það gleymist nú ekki.
Meira

Íþróttamaður USVH tilnefndur á laugardag

Laugardaginn 28. desember kl. 15 verður íþróttamaður USVH árið 2019 útnefndur á Staðarskálamótinu sem fram fer í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Tilnefndir eru eftirfarandi einstaklingar í stafrófsröð.
Meira

Geggjaður sigur á Grindvíkingum

Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að um fyrirtaks skemmtun hafi verið að ræða. Stólarnir hittu sjálfsagt á einn sinn albesta leik í langan tíma, sóknarleikurinn var lengstum suddalega flottur og ekki skemmdi fyrir að Gerel Simmons var hreinlega unaðslegur. Lið Tindastóls náði góðu forskoti í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir stórleik Sigtryggs Arnars náðu gestirnir ekki að draga á heimamenn sem sigruðu að lokum 106-88.
Meira

Val á íþróttamanni ársins fer fram 27. desember

Þann 27. desember nk. verður tilkynnt um hverjir hljóta titlana íþróttamaður- , lið- og þjálfari Skagafjarðar árið 2019 við hátíðlega athöfn í Ljósheimum kl. 20:00. Valið er samstarfsverkefni UMSS og Sveitafélagsins Skagafjarðar en valnefnd kýs rafrænt eftir kynningu á tilnefningum aðildarfélaga UMSS. Í valnefndin sitja stjórn UMSS, forstöðumaður frístunda og íþróttamála Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri Feykis og félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar.
Meira

Grindvíkingar mæta í Síkið í kvöld

Síðastu umferðinni í Dominos-deildinni nú fyrir jól lýkur í kvöld og er jafnframt um að ræða síðustu umferðina í fyrri umferð deildarkeppninnar. Lið Tindastóls tekur á móti liði Grindavíkur í Síkinu og eru stuðningsmenn Stólanna hvattir til fjölmenna, enda alla jafna um skemmtilegar viðureignir að ræða þegar þessi lið mætast. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls.
Meira