Íþróttir

Simmons og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu nú undir kvöldið þar sem greint er frá því að Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Gerel Simmons hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann yfirgefi herbúðir Stólanna og leiti á önnur mið.
Meira

Pétur Rúnar, afmælisbarn dagsins, leikur með íslenska körfuknattleiksliðinu í kvöld

Körfuboltakappinn í Tindastól, Pétur Rúnar Birgisson, fagnar 24 ára afmæli sínu í dag á leikdegi íslenska landsliðsins sem etur kappi við landslið Kosovo í Pristhina og fékk hann að sjálfsögðu afmælisköku í tilefni dagsins. Leikurinn markar upphaf liðsins í forkeppni að undankeppni HM 2023 og verður í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18.
Meira

Vel heppnað Norðurlandsmót í júdó fór fram á Blönduósi

Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi þann 8. febrúar síðastliðinn en alls mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri. Norðurlandsmót hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og er þetta fimmti veturinn í röð sem það er haldið.
Meira

Tveir Skagfirðingar í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 á næstu dögum. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum en það eru Tindastólsmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson sem spilar með Grindavík. Auk þess má nefna að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, er aðstoðarþjálfari Craig Pedersen landsliðsþjálfara og Baldur er sömuleiðis styrktarþjálfari liðsins.
Meira

Þá er það bara gamla góða áfram gakk!

Tindastóll og Stjarnan mættust í frábærum fyrri hálfleik í Laugardalshöllinni í gær í undanúrslitum Geysis-bikarsins. Stjarnan var tveimur stigum yfir í hálfleik en það væri synd að segja að liðin hafi mæst í síðari hálfleik því Garðbæingar stigu Sport-Benzinn í botn og skildu Tindastólsrútuna eftir í rykinu. Stjarnan sigraði að lokum 70-98 og þó tapið hafi verið súrt og sárt að vera einhent svona úr Höllinni þá var fátt annað í stöðunni að leik loknum en að grípa til gamla frasans: Áfram gakk!
Meira

Stólar í undanúrslitum í kvöld

Það er komið að því! Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:15. Stuðningsfólk allt er hvatt til að mæta bæði sunnan heiða sem annars staðar af að landinu og ætlar Sveitafélagið Skagafjörður að bjóða upp á rútuferð á leikinn. Þeir sem ætla að nýta sér rútuna þurfa að skrá sig á viðburð á Facebook. Brottför er frá íþróttahúsinu kl 13:00 en stoppað verður í Keiluhöllinni fyrir leik þar sem tilboð verða í gangi.
Meira

Bikar-Stóllinn kominn út

Í tilefni af leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum Geysis-bikarsins hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls gefið út Bikar-Stólinn þar sem stuðningsmenn geta kynnt sér leikmenn liðsins, lesið viðtöl og umfjallanir. Aðeins verður hægt að nálgast blaðið á stafrænu formi og mun það því liggja í netheimum öllum til gagns og gamans.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöllinni og gerði Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason, UMSS, gott mót og varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Í öðru sæti varð Bjarki Rósantsson, Breiðabliki, og í þriðja sæti Andri Fannar Gíslason, KFA.
Meira

Skellur í Hertz-hellinum

Tindastólsstúlkur fóru suður yfir Holtavörðuheiði í gær og léku við lið ÍR í Breiðholtinu. Eftir ágæta byrjun Tindastóls í leiknum þá tóku Breiðhyltingar yfir leikinn allt til loka og niðurstaðan hörmulegur skellur. Lið ÍR var yfir 45-26 í hálfleik en vont versnaði í síðari hálfleik og lokatölurnar 106-49.
Meira

Haukar sigraðir í hörkuleik í baráttunni um 3. sætið

Haukar í Hafnarfirði tóku á móti liði Tindastóls á Ásvöllum í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að leikurinn hafi tekið á taugarnar. Engu að síður var lið Tindastóls yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu. Jasmin Perkovic átti sinn besta leik fyrir Stólana en kappinn gerði 13 stig og hirti 14 fráköst, helmingi fleiri en Flenard Whitfield í liði Hauka. Döpur hittni af vítalínunni átti stóran þátt í tapi heimamanna en lokatölur leiksins voru 76-79 fyrir Tindastól eftir æsilegar lokamínútur.
Meira