Íþróttir

Emma og Júlía gera gott mót í Sandefjord

Tveir keppendur frá badmintondeild Tindastóls tóku í vikunni þátt í Sandefjord Open mótinu sem fer fram í bænum Sandefjord í Noregi. Keppendur á mótinu eru 360 talsins en mótið stendur yfir í þrjá daga. Systurnar Emma Katrín og Júlía Marín tóku þátt í sex greinum, náðu í eitt gull, eitt silfur og eitt brons.
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira

Verður meistaraflokkafótbolti á Króknum næsta sumar?

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram í síðustu viku og fyrir fundinum lágu almenn aðalfundarstörf. Sunna Björk Atladóttir, sem tók við stjórnartaumum knattspyrnudeildar til bráðabirgða í vetur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og stóð því til að kjósa nýjan formann. Enginn gaf þó kost á sér í það starf og kosningu því eðlilega frestað til síðari tíma. En hvað er félag án formanns?
Meira

Varmahlíðarskóli endaði í 3ja sæti í Skólahreysti

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi úrslitakeppni í Skólahreysti og í tólf skóla úrslitum áttu tveir skólar á Norðurlandi vestra sína fulltrúa; Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli. Bæði lið stóðu sig frábærlega og Varmhlíðingar gerðu sér lítið fyrir og náðu besta árangri sínum í Skólahreysti frá upphafi, lentu í þriðja sæti og Húnvetningar voru sæti neðar en með jafn mörg stig.
Meira

Ekki vika sem haldið verður upp á hjá UMFT

Sandgerðingar komu í heimsókn á Krókinn í gær og öttu kappi við lið Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu. Því miður urðu heimamenn að sætta sig við 0-1 tap og eru nú ásamt gestunum um miðja deild eftir tvö svekkjandi töp.
Meira

Axel Íslandsmeistari í pílu í U18 flokki stráka

Það fór þó aldrei svo að Axel Arnarsson yrði ekki Íslandsmeistari í vikunni. Í dag varð hann fyrsti Íslandsmeistari Pílukastfélags Skagafjarðar þegar hann sigraði í U18 flokki stráka en fyrr í vikunni munaði mjóu að hann yrði Íslandsmeistari í körfuknattleik með meistaraflokki Tindastóls.Um var að ræða Íslandsmót ungmenna í pílu sem fram fór á Bullseye í Reykjavík.
Meira

Heimavöllur Húnvetninga heldur áfram að gefa

Lið Kormáks/Hvatar og Kára frá Akranesi mættust í fjórðu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Blönduósi í dag. Liðin höfðu mæst fjórum sinnum áður og jafnan verið hart barist og alls kyns óvænt atvik litað leiki liðanna. Eitt mark dugði þó til að fá fram hagstæð úrslit fyrir Húnvetninga og 1-0 sigur staðreynd.
Meira

Heimavöllur Húnvetninga heldur áfram að gefa

Lið Kormáks/Hvatar og Kára frá Akranesi mættust í fjórðu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Blönduósi í dag. Liðin höfðu mæst fjórum sinnum áður og jafnan verið hart barist og alls kyns óvænt atvik litað leiki liðanna. Eitt mark dugði þó til að fá fram hagstæð úrslit fyrir Húnvetninga og 1-0 sigur staðreynd.
Meira

Murr með sigurmark Fram í uppbótartíma

Þetta hefur verið erfið vika fyrir stuðningsfólk Tindastóls. Tveir tapleikir í röð gegn Stjörnunni í körfunni og í kvöld máttu Stólastúlkur þola enn eitt tapið. Og ekki eru lokamínúturnar að standa með okkur því það lið Fram gerði eina mark leiksins örfáum sekúndum fyrir leikslok og til að bæta gráu ofan á svart var það sjálf Murr sem setti boltann í markið þegar allt leit út fyrir jafntefli. Lokatölur 1-0.
Meira

„Þeir bara gáfust aldrei upp!“

„Ég hef verið betri, viðurkenni það. Þetta var mjög svekkjandi og ég verð örugglega alveg einhvern tíma að svekkja mig á þessu en maður jafnar sig fyrir rest,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls þegar Feykir spurði hann í morgun hvernig líðanin væri daginn eftir Leik. Stólarnir máttu bíta í það súra epli í gærkvöldi að tapa oddaleik gegn Stjörnunni í Síkinu í æsispennandi leik og því engin ástæða til kátínu.
Meira