Íþróttir

Vatnsnes Trail Run Utanvegahlaup

Einn af fjölmörgum áhugaverðum viðburðum á Eldi í Húnaþingi er „Vatnsnes Trail Run” sem er utanvegahlaup í Húnaþingi vestra. Hlaupið fer fram á föstudaginn 25.7. Boðið er upp á þrjár vegalengdir: 20+ km, 10km og fjölskylduhlaup. Í 10 km og 20+ km hlaupunum verður hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga fallega leið upp í Kirkjuhvamm og svo halda leiðirnar áfram upp fjallið. í 1,5 km fjölskylduhlaupinu er einnig hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga. Skemmtilegur viðburður fyrir náttúruunnendur og hlaupara á öllum getustigum.
Meira

Ingibergur bar sigur úr býtum á Opna Húnavökumótinu

Opna Húnavökumót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi í samstarfi við Borealis fór fram laugardaginn 19. júlí í mildu veðri á Vatnahverfisvelli. Alls voru 27 keppendur skráðir til leiks og var ræst út stundvíslega kl. 10 af formanni klúbbsins, Eyþóri Franzsyni Wecher, og mótastjóra, Valgeiri M. Valgeirssyni. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni með forgjöf í einum flokki.
Meira

Austfirðingar fengu á baukinn á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar fékk Austfirðinga í heimsókn á Blönduós í gærdag. Húnvetningar áttu harma að hefna eftir að lið KFA fór vægast sagt illa með gesti sína í fyrstu umferð 2. deildar og vann leikinn 8-1. Leikurinn í gær var um margt líkur fyrri leiknum nema nú voru liðsmenn KFA sem fóru hnípnir heim með skottið á milli lappanna eftir 5-1 tap.
Meira

Húnvetningar dansa á Spáni

Eins og Feykir hefur sagt frá áður þá fór góður hópur af húnvetnskum krökkum til Spánar að keppa í dansi og eru þau nýkomin heim úr þeirri ferð. Feykir hafði samband við eina úr hópnum, Íseyju Waage sem á heima í Skálholtsvík í Húnaþingi vestra og spurði hana út í þetta ævintýri.
Meira

Stólarnir máttu þola tap í Kórnum

Tindastóll og Ýmir mættust í Kórnum í Kópavogi í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls var í sjötta sæti með 17 stig en heimamenn voru næstneðstir með 11 stig. Nokkuð vantaði í leikmannahóp Stólanna sem voru aðeins með 14 menn á skýrslu en tveir lykilmenn eru staddir í Ameríkuhreppi með unga knattgæðinga af Norðurlandi vestra. Það for svo að heimamenn unnu leikinn 2-1.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er iðin við kolann

Í nýrri tilkynningu segir: „Tindastóll styrkir kvennaliðið. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Oceane Konkou, fransk-kanadískan framherja. Martin þjálfari segir Oceane vera þekkta fyrir hraða, varnarleik og að vera góð þriggja stiga skytta, eiginleika sem munu styrkja liðið verulega fyrir komandi tímabil. „Hún er að spila í Ástralíu núna og stendur sig mjög vel, við hlökkum mikið til að fá hana til liðsins“
Meira

Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum

Eins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.
Meira

Húnvetningar með sigurmark í seiglutíma

Það voru ekki bara Stólarnir sem komust í átta liða úrslit Fotbolti.net bikarsins í gærkvöldi því lið Kormáks/Hvatar hafði betur gegn liði Árbæjar á Domusnovavellinum eftir dramatík og markaveislu. Húnvetningar voru yfir 1-3 í hálfleik en heimamenn náðu að jafna í blálokin en víti í bláblálokin tryggði Kormáki/Hvör framhaldslíf í keppninni. Lokatölur 3-4.
Meira

Formaðurinn skoraði í sigurleik á Króknum

Það verður ekki annað sagt en að Fótbolti.net bikarinn er hið besta uppbrot fyrir neðri deildar liðin í boltanum. Bikarkeppnir eiga það til að bjóða upp á óvænt úrslit og kannski enn frekar þegar komið er í neðri deildirnar. Í kvöld tóku Tindastólsmenn, sem eru um miðja 3. deild sem stendur, á móti einu af toppliðunum í 3. deild, Þrótti úr Vogum. Og já, Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu hörkuleik og eru því komnir í átta liða úrslit.
Meira

Stólarnir spila í Bikarkeppninni í kvöld

16 liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum! Norð-vesturliðin verða vonandi á skotskónum.
Meira