Íþróttir

Andrea og Þóranna með Íslandsmeistaratitla á MÍ 15-22

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram um helgina á Laugardalsvelli þar sem 204 keppendur frá 17 félögum víðs vegar að af landinu voru skráðir til keppni. Fyrirfram var búist við sterkri og spennandi keppni þar sem á meðal keppenda voru Íslandsmeistarar úr fullorðinsflokki og keppendur af EM, HM og NM í flokki unglinga fyrr í sumar. Keppendur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda og átti UMSS tvo Íslandsmeistara.
Meira

Húnvetningar enduðu 4. deildina með sigurleik

Riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk um helgina og á Blönduósvelli tók sameinað lið Kormáks/Hvatar á móti liðsmönnum Ungmennafélagsins Geisla úr Aðaldal. Ljóst var fyrir leikinn að Kormákur/Hvöt átti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni 4. deiildar eftir tap gegn ÍH í umferðinni á undan en þeir mættu að sjálfsögðu stoltir til leiks og báru sigurorð af Þingeyingunum úr Aðaldal. Lokatölur 3-1.
Meira

Tvær fernur í sigurleik á Egilsstöðum

Tindastóls í 2. deild kvenna skellti sér upp að hlið Augnabliks á toppi deildarinnar með öruggum 0-8 sigri á liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis en leikið var Vilhjálmsvelli í dag. Stelpurnar gerðu fjögur mörk í hvorum hálfleik og í þeim báðum skiptu Murielle og Vigdís mörkunum systurlega á milli sín.
Meira

Stólarnir nældu í gott stig á Ísafirði

Átjanda umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin í dag. Stólarnir fengu það strembna verkefni að heimsækja Vestra á Ísafirði en lærisveinar Bjarna Jóh eru í toppbaráttu deildarinnar, enda með vel skipað lið en þar eru m.a. átta erlendir leikmenn. Þrátt fyrir að spila einum færri megnið af leiknum náðu Stólarnir í dýrmætt stig í fallbaráttunni en lokatölur voru 1-1.
Meira

Landsliðið í júdó æfir á Sauðárkróki

Kvennalandsliðið í júdó ætlar að dvelja saman á Sauðárkróki um helgina og æfa þar undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í íþróttinni, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Meira

„Ef satt skal segja þá var ég alls ekki viðbúinn kuldanum“

Feykir forvitnaðist í fyrrasumar um upplifun nokkurra þeirra erlendu fótboltakempna sem spiluðu með Tindastóli. Útlendingarnir eru talsvert færri í sumar en Feykir ákvað engu að síður að taka upp þráðinn. Að þessu sinni er það Úrúgvæinn Santiago Fernandez, 27 ára, sem svarar. Hann gekk til liðs við Stólana í vor og hefur staðið sig með sóma í marki liðsins í sumar og hefur reyndar haft talsvert að gera þar.
Meira

Þóranna Ósk frjálsíþróttamaður mánaðarins á Silfrinu

Frjálsíþróttamaður ágústmánaðar á vefsíðunni Silfrið.is er Skagfirðingurinn Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem keppir undir merkjum Tindastóls og UMSS. Segir á síðunni, sem fjallar einkum um frjálsíþróttir, að þessi knái hástökkvari hafi staðið sig afar vel í sumar, en hún hefur bætt sig um 5 sm og er nú í komin 6.-7. sæti afrekalistans frá upphafi.
Meira

Eitt núll fyrir Tindastól!

Það var gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu á Króknum í kvöld. Þar leiddu saman gæðinga sína lið Tindastóls og Hattar frá Egilsstöðum. Með sigri gátu Stólarnir rennt sér upp að hlið Hattar í deildinni en ósigur eða jafntefli hefði gert alvarlega stöðu enn erfiðari og því er óhætt að fullyrða að sigurmark Stefan Lamanna í uppbótartíma hafi heldur betur glatt Tindastólsmenn. Lokatölur voru 1-0.
Meira

Svekkjandi tap á móti ÍH – úrslitakeppnin úr sögunni

Kormákur/Hvöt heimsótti ÍH í Hafnarfjörðinn síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Kormákur/Hvöt í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir tíu leiki og enn í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 4. deildarinnar. ÍH var í öðru sæti með 17 stig eftir tíu leiki. Allt undir og mjög mikilvægt að ná þremur stigum úr leiknum
Meira

Kári hirti öll stigin á föstudaginn

Strákarnir í meistaraflokki Tindastóls þurftu að láta í minni pokann fyrir liði Kára frá Akranesi sl. föstudagskvöld er liðin áttust við í 2. deildinni í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Staða Stólanna er ansi þung þar sem þeir sitja í næstneðsta sæti deildarinnar og því í fallsæti. Það voru Káramenn sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra Alexander Már Þorláksson á 31. mínútu og Andri Júlíusson á þeirri 42. og því 2-0 í hálfleik fyrir gestina.
Meira