Íþróttir

Feykisþrennan | Þrír fótboltaleikir á laugardegi

Það var fótboltalaugardagur í gær en allir þrír meistaraflokkarnir á Norðurlandi vestra voru í eldlínunni. Uppskeran var eins misjöfn og hún bat orðið; einn sigur, eitt jafnetli og tap. Í Bestu deild kvenna gerðu Stólastúlkur tvö mörk á AVIS vellinum í Reykjavík en það dugði skammt því heimastúlkur í Þrótti gerðu fjögur mörk og unnu sanngjarnan 4-2 sigur.
Meira

Friðrik Hrafn snýr heim í Skagafjörð

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Friðrik Hrafn Jóhannsson um stöðu yfirþjálfara og þjálfun yngriflokka félagsins. Friðrki mun einnig vera aðstoðaþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Stólarnir gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið

Tindastólsmenn gerðu góða ferð suður á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi í gær þar sem lið Kríu beið eftir þeim. Eftir tap gegn Knattspyrnufélagi Hlíðarenda í síðustu umferð þurftu Stólarnir að snúa blaðinu við og skunda heim í Skagafjörð með þrjú stig í farteskinu. Það hafðist með góðum 1-2 sigri.
Meira

Austlendingar höfðu betur gegn Húnvetningum

Það var leikið í 2. deildinni í dag en þá héldu Húnvetningar austur í Fellabæ þar sem lið Hattar/Hugins beið þeirra. Austlendingar voru sæti ofar en lið Kormáks&Hvatar fyrir leik og því hefði verið gott að krækja í sigur en það gekk ekki eftir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Aðdáendasíðunnar var því hér annar leikurinn í röð sem lið Húnvetninga uppskera ekki svo sem þeir sá og lokatölur 3-1.
Meira

Benedikt Guðmundsson tekur við Stólunum og hlakkar til

Gengið hefur verið frá ráðningu Benedikts Rúnars Guðmundssonar í starf þjálfara meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Tekur hann við keflinu af þeim Svavari Atla Birgissyni og Helga Frey Margeirssyni, sem tóku tímabundið við þjálfun liðsins þegar Pavel Ermolinskij forfallaðist vegna veikinda í mars sl..
Meira

Íslandsmeistarar í minnibolta

Það var stuð og stemmning á Akureyri sl. helgi þegar Tindastólsdrengirnir í minni bolta 11 ára kepptu á síðasta körfuboltamóti vetrarins í Glerárskóla. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel í allan vetur. Þeir hafa bætt sig jafnt og þétt bæði sem einstaklingar og sem lið og voru búnir að ná að halda sér í A-riðlinum síðustu þrjú fjölliðamót. Staðan fyrir þetta mót var því þannig að til að enda sem Íslandsmeistarar í sínum flokkin þurftu þeir að vinna þrjá leiki af fimm sem og tókst hjá þeim. Ótrúlega flottur hópur sem við eigum vonandi eftir að sjá meira af í framtíðinni á parketinu. 
Meira

Pavel kveður Tindastól

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.
Meira

Engin stig til Stóla á Valsvelli

Ekki reyndist Valsvöllur leikmönnum Tindastóls happadrjúgur í gærkvöldi þegar þeir sóttu lið Knattspyrnufélags Hlíðarenda heim í 4. deildinni. Stólarnir skoruðu fyrsta markið snemma leiks en næstu þrjú mörk voru heimamanna áður en gestirnir löguðu stöðuna. Jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós og svekkjandi 3-2 tap því staðreynd.
Meira

Hafnfirðingar stálu stigi á Blönduósi

Það var hátíð í bæ á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt spilaði fyrsta leikinn þetta sumarið á alvöru heimavelli. Það voru Haukar úr Hafnarfirði sem skutust norður í sumarið og þeir höfðu eitt stig upp úr krafsinu, stig sem að alhlutlausum heimamönnum þóttu þeir ekki eiga skilið. Lokatölur 1-1 og Húnvetningar í áttunda sæti með fjögur stig líkt og Þróttur úr Vogum en með betri markatölu.
Meira

Súrt og svekkjandi tap í Boganum

Að skrifa um fimm marka ósigur í fótboltaleik er ekki góð skemmtun. Það er þó sennilega enn verra að vera í liðinu sem tapar 5-0. Í gær mættu Stólastúlkur góðu liði Þórs/KA í Bestu deildinni, leikurinn var orðinn erfiður eftir 18 mínútur og svo varð hann bara erfiðari. Heimastúlkur höfðu gert fjögur mörk fyrir hlé og bættu einu við á lokamínútunum. Lið Tindastóls fann aldrei taktinn í sókninni, fékk á sig mörk úr föstum leikatriðum og Akureyringar léku á alsoddi. En það er auðvitað eitthvað bogið við að spila í Boganum.
Meira