Íþróttir

Þorsteinn kjörinn reiðkennari ársins

Þorsteinn Björnsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum, var fyrir jól kjörinn reiðkennari ársins. Það er menntanefnd Landsambands hestamanna sem auglýsti eftir tilnefningum til reiðkennara ársins og svo fór kosning fram í netkosningu. Valið að þessu sinni stóð milli Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Finnboga Bjarnasonar og Þorsteins.
Meira

Karl Lúðvíksson hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2023

Við setningu Jólamóts Molduxa, sem haldið var annan dag jóla, var upplýst hver hlýtur hin eftirsóttu Samfélagsviðurkenningu Molduxa en þau hafa verið veitt frá árinu 2015. Að þessu sinni féll hún Karli Lúðvíkssyni í skaut en hann hefur verið ötull í hvers kyns starfi fyrir sitt samfélag á sviði almenningsíþrótta og sjálfboðaliðsstarfa, ekki síst í þágu fatlaðra.
Meira

Missouri Smokeshow sigraði í Jólamóti Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt venju var mótið vel sótt, bæði af hálfu keppenda og ekki síður áhorfenda en alls tóku 18 lið þátt. Það var Missouri Smokeshow, lið Pálma Þórssonar, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir úrslitaleik gegn Smára í Varmahlíð.
Meira

„Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum“

Það er vonandi enginn búinn að gleyma ævintýrinu í vor þegar karlalið Tindastóls varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni. Í raun svo mögnuð og ótrúleg vegferð að dramað var stærra og snúnara en í nokkurri Hollywood-mynd. James Bond bjargar vanalega heiminum þegar tvær sekúndur eru til stefnu. Þetta var pínu rosalega þannig en bara betra. Þetta var liðssigur, sigur leikmanna, þjálfara og stuðningsfólks sem aldrei tapaði trúnni á sigur.
Meira

Pavel Ermolinski og meistaraflokkur karla tilnefndir

Vísir.is birti í morgun topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna ásamt þeim þrem einsaklingum sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins 2023 og þau þrjú lið sem tilnefnd eru sem lið ársins 2023.
Meira

Snjópöntunin fyrir október loks að skila sér

Það hefur kyngt niður snjó hér Norðanlands síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Það þýðir að skíðavinir kætast og draumurinn um dúnmjúkt hvíta gullið á skíðasvæðinu í Tindastóli fer að kitla. Það var því ekki annað að gera en heyra í þeim köppum á skíðasvæðiinu og spyrja hvort opnun væri í pípunum eða hvort snjórinn væri hreinlega orðinn of mikill.
Meira

Anna Karen, Daníel, Ísak Óli, Murr og Arnar tilnefnd hjá UMSS

Þann 27. desember nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessari hátíðarsamkomu eru allir þeir sem eru tilnefndir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veittar viðurkenningar en einnig fá fær ungt afreksfólk sem hefur verið tilnefnt til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Birgitta og Elísa æfa með U16

Skagastrandarstöllurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríel Björnsdóttir, sem brilleruðu á fótboltavellinum í sumar, hafa verið valdar til æfinga með U-16 landsliði Íslands.
Meira

Farið að þreifa á leikmönnum fyrir næsta sumar

Að sögn Adams Smára Hermannssonar, nýs formanns knattspyrnudeildar Tindastóls, eru þreyfingar hafnar í leikmannamálum og má vænta frétta af þeim vettvangi fyrr en síðar.
Meira

USVH er Fyrirmyndarhérað ÍSI

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga fékk árið 2019 viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mánudaginn 11. desember síðastliðinn fékk USVH síðan endurnýjun þessarar viðurkenningar. Var það Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.
Meira