Íþróttir

Tvö stig til Stólanna í sveifluleik á Egilsstöðum

Tindastólsmenn ráku af sér sliðruorðið í kvöld þegar þeir mættu liði Hattar á Egilsstöðum. Leikurinn var ansi kaflaskiptur og Stólarnir spiluðu síðasta stundarfjórðunginn án Shawn Glover sem fékk þá sína aðra tæknivillu. Án hans gerðu strákarnir okkar vel, juku muninn jafnt og þétt á lokakaflanum eftir áhlaup heimamanna og lönduðu mikilvægum sigri. Lokatölur voru 86-103.
Meira

Njarðvíkurstúlkur sterkar í Síkinu

Eftir góðan sigur gegn liði sameinaðra Sunnlendinga (Hamar/Þór Þ) í 1. deild kvenna í körfubolta um síðustu helgi voru Stólastúlkur tæklaðar gróflega í parket í dag þegar fjallgrimmir en góðir gestir úr Njarðvík mættu í Síkið okkar. Heimastúlkur sáu ekki til sólar, frekar en aðrir Skagfirðingar síðustu dagana, og máttu þola stórt tap. Lokatölur 39-77.
Meira

Tindastólsmenn bíða eftir nýjum degi

Þegar ekið er frá Sauðárkróki til Egilsstaða tekur ferðin, sem er 385 kílómetra löng, ríflega fjóran og hálfan tíma ef við gerum ráð fyrir að meðalhraðinn sé 84 kmh. Ef meðalhraðinn er 96 kmh, sem er nota bene ekki löglegur hraði, tekur ferðalagið fjóra tíma. Þá gerum við ráð fyrir að það sé búið að fylla rútuna af bensíni áður en lagt er af stað.
Meira

Ísak Óli valinn Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn

Nú á dögunum fór fram val í íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði en um er að ræða samstarfsverkefni UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var valinn Íþróttamaður ársins, kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, gamla tvíeykið, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, voru valdir þjálfarar ársins.
Meira

Guðni Þór og Óskar Smári þjálfa Stólastúlkur

Gengið var frá samningum sl. sunnudag við nýtt þjálfarateymi kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu sem mun spila í efstu deild í fyrsta sinn í sumar. Teymið skipa þeir Guðni Þór Einarsson og Óskar Smári Haraldsson. Guðni, sem er Króksari, hefur þjálfað kvennalið Tindastóls síðustu þrjú ár í félagi við Jón Stefán Jónsson sem ekki gat haldið áfram þjálfun Stólastúlkna. Guðni fær nú gamlan Tindastólsfélaga til liðs við sig, Óskar Smára, sem líkt og fyrirliði Tindastólsliðsins er frá Brautarholti. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þá félaga eftir undirskrift samninga í Húsi frítímans.
Meira

Tíu Stólastúlkur skrifa undir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls

Síðastliðinn sunnudag skrifuðu tíu heimastúlkur undir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Stúlkurnar skrifuðu undir í Húsi frítímans á Króknum á sama tíma og þjálfarateymið gekk frá sínum samningum. „Ég er gríðarlega sáttur við að búið sé að klára þessar undirskriftir við leikmenn og þjálfara og stefnum við á að klára samninga við restina af hópnum á allra næstu dögum,“ sagði Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, í samtali við Feyki.
Meira

Stólarnir brenndu sig enn og aftur á Loga

Það var boðið upp á háspennu í Síkinu í gær þegar Njarðvíkingar heimsóttu Tindastólsmenn í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Því miður þá héldu heimamenn áfram að vera ósannfærandi þrátt fyrir að hafa á að skipa flottum leikmönnum sem virðast enn ekki hafa áttað sig á að það þarf að spila varnarleik til að vinna leiki. Framlengt var í Síkinu og svo virtist sem Antanas Udras hefði tryggt Stólunum sigur þegar tæpar tvær sekúndur lifðu leiks. Njarðvíkingar eru hins vegar með Loga Gunnars í sínu liði og þá er leikurinn ekkert búinn fyrr en lokaflautið gellur. Hann setti þrist í andlitið á heimamönnum um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur 107-108.
Meira

Stólastúlkur með sigur í Síkinu

Lið Tindastóls spilaði fjórða leik sinn í 1. deild kvenna í körfubolta í gær þegar þær tóku á móti liði Hamars/Þórs Þ í fyrsta leik liðanna að lokinni langri kófpásu. Lið Tindastóls náði undirtökunum strax í byrjun þar sem mikill hraði og dugnaður einkenndi leik liðsins. Grunnurinn að sigri Stólastúlkna var lagður í fyrri hálfleik en lokatölurna voru 70–45.
Meira

Tindastólssigur í fyrsta fótboltaleik ársins

Það er ekki nóg með að körfuboltinn hafi farið í gang í vikunni því Pepsi Max lið Tindastóls (stelpurnar) í fótbolta spilaði í gærkvöldi sinn fyrsta leik á árinu. Leikið var í Boganum á Akureyri gegn b-liði Þórs/KA en þetta var opnunarleikur Kjarnafæðismótsins. Stólastúlkur gerðu tvö mörk um miðjan fyrri hálfleik og þrátt fyrir mýmög tækifæri tókst ekki að bæta við fleiri mörkum.
Meira

Alveg laus við sérvisku eða hjátrú - Íþróttagarpurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson

Í nóvember sl. var tilkynnt hverjir fengu þann heiður að vera valdir í landsliðshóp fyrir komandi verkefni hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Tveir Skagfirðingar eru í þeim hópi, Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson. Kapparnir tveir úr Skagafirðinum eru þrautreyndir á keppnisvellinum og hafa ósjaldan staðið á verðlaunapalli.
Meira