Strákarnir heimsækja Keflavík í VÍS bikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.10.2024
kl. 13.34
Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í körfubolta nú í hádeginu. Bæði kvenna- og karlalið Tindastóls voru í pottunum og fengu bæði útileiki – sennilega eitthvað gallaðir pottar. Strákarnir fengu nokkuð strembinn mótherja, nefnilega lið Keflavíkur en liðin mættust einmitt í úrslitum bikarsins síðasta vetur. Kvennaliðið heimsækir hins vegar Suðurlandið.
Meira