Íþróttir

Karaktersigur í háspennuleik gegn endurfæddum Grindvíkingum

Það var háspenna í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll og Grindavík mættust í sjöttu umferð Dominos-deildarinnar. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru hreinlega mjög flottir en Tindastólsmenn mættu til leiks með grjótharða vörn í síðari hálfleik þar sem Viðar klíndi sig á Lewis Clinch Jr. Síðustu mínútur voru síðan æsispennandi þar sem nokkrir dómar duttu með gestunum. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik að þetta væri þriðji eða fjórði leikurinn í röð sem hans menn tapa í Síkinu á síðustu sókn leiksins og var að vonum svekktur. Lokatölur 71-70 fyrir Tindastól.
Meira

Fjölnir og Breiðablik mæta í Síkið í Geysis-bikarnum

Fyrsta umferðin í Geysis-bikarnum í körfuknattleik kláraðist sl. mánudagskvöld en þá hafði meistaraflokkur karla hjá Tindastóli tryggt sig í 16 liða úrslit með sigri á Reyni Sandgerði. Dregið var í 16 liða úrslit hjá bæði körlum og konum nú í vikunni og fá strákarnir 1. deildar lið Fjölnis í heimsókn en stelpurnar Dominos-deildar lið Breiðabliks.
Meira

Góður fundur UMSS í Varmahlíð í gær

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt fræðslufund fyrir stjórnarmenn og þjálfara aðildarfélaga þess í Miðgarði í gær. Þar átti m.a. að sæma sambandið viðurkenningunni Fyrirmyndarhérað ÍSÍ en vegna forfalla stjórnenda ÍSÍ frestast það um óákveðinn tíma. Ánægja var með góða mætingu gesta sem þökkuðu vel fyrir sig með lófaklappi í lok fundar. Óhætt er að segja að fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar hafi hreyft við fólki en hann ræddi um jákvæð samskipti.
Meira

Þrír krakkar ur Húnaþingi vestra á úrtaksæfingu fyrir U15 í fótbolta

Á heimasíðu Grunnskóla Húnþings vestra er sagt frá því að þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Hilmir Rafn Mikaelsson og Sveinn Atli Pétursson, sem öll eru nemendur í 9. bekk skólans, hafi farið á úrtaksæfingu fyrir U15 landslið í fótbolta helgina 27. og 28. október. Var ein æfing haldin hvorn daginn þar sem þjálfarar fylgdust með þeim. Æfingarnar voru kynjaskiptar og sóttu þær 18 ungmenni af hvoru kyni.
Meira

Lið Njarðvíkur lagði Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði við lið Njarðvíkur fyrir sunnan í gær. Þetta var fjórði leikur Stólastúlkna í 1. deildinni en síðast lögðu þær ÍR í Síkinu. Þær byrjuðu leikinn vel í gær en heimastúlkur náðu yfirhöndinni fljótlega og náðu síðan upp góðu forskoti í þriðja leikhluta. Það náðu stelpurnar ekki að brúa og lokatölur 88-70.
Meira

Reynismenn reyndust lítil fyrirstaða

Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum í dag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Eftir svekkelsi í Vesturbænum í gærkvöldi þá mættu Tindastólsmenn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virðingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól.
Meira

Stóllinn að fara í dreifingu

Síðustu vikur hefur verið unnið að útgáfu kynningarblaðs fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls og er nú verið að ljúka prentun og frágangi. Verður blaðinu, sem kallast Stóllinn, dreift í Skagafirði í næstu viku og jafnvel víðar. Um veglegt blað er að ræða þar sem m.a. má finna kynningar á leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins.
Meira

Lengi lifir í gömlum glæðum

Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni í kvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos-deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur.
Meira

Alawoya leysir King af í körfuboltanum

Urald King, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfubolta, hefur óskað eftir því að fá frí frá æfingum og keppni til að vera viðstaddur fæðingu barns síns. King mun halda til Bandaríkjanna í nóvember og kemur aftur til liðsins eftir jól. Körfuknattleiksdeildin hefur gengið frá samningum við P.J. Alawyoa um að leika með liðinu á meðan King er í leyfi.
Meira

Unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls að veruleika

Á heimasíðu UMF Tindastóls segir að undanfarna mánuði hafi verið í gangi vinna við stofnun unglingráðs og skilgreiningu verkefna þess hjá knattspyrnudeildinni og hafa þau Írisi Ósk Elefsen og Guðmund Helga Gíslason verið fengin til starfa.
Meira