Íþróttir

Strákarnir heimsækja Keflavík í VÍS bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í körfubolta nú í hádeginu. Bæði kvenna- og karlalið Tindastóls voru í pottunum og fengu bæði útileiki – sennilega eitthvað gallaðir pottar. Strákarnir fengu nokkuð strembinn mótherja, nefnilega lið Keflavíkur en liðin mættust einmitt í úrslitum bikarsins síðasta vetur. Kvennaliðið heimsækir hins vegar Suðurlandið.
Meira

Valskonur reyndust Stólastúlkum sterkari

Stólastúlkur fengu lið Vals í heimsókn í gær í Bónus deildinni. Lið Tindastóls hafði unnið síðustu tvo leiki með góðum varnarleik en í gær gekk illa að ráða við vaskar Valsstúlkur sem höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Engu að síður var leikurinn í járnum allt fram að lokafjórðungnum þegar gestirnir náðu strax ríflega tíu stiga forystu og bættu síðan bara í. Lokatölur 65-86 fyrir Val.
Meira

Stólarnir með vasklega framgöngu í VÍS bikarnum

Stólarnir skelltu Skagamönnum í gærkvöldi þegar liðin mættust í 32 liða úrslit VÍS bikarsins en leikið var á Akranesi fyrir framan um 300 áhorfendur. Heimamenn fóru vel af stað en undir lok fyrsta leikhluta hnikluðu gestirnir vöðvana og náðu undirtökunum í leiknum. Það bar kannski einna helst til tíðinda að Davis Geks fót með allt fjalasafnið sitt með sér í leikinn og gerði átta 3ja stiga körfur í ellefu tilraunum. Lokatölur leiksins voru 81-107 og Stólarnir komnir með miða í 16 liða úrslit bikarsins.
Meira

Stólarnir spila í VÍS bikarnum á Skaganum annað kvöld

Karlalið Tindastóls spilar í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins mánudaginn 21. október og er mótherjinn lið ÍA og fer leikurinn fram á Skipaskaga. Þetta ætti að vera mátulegur kvöldrúntur fyrir stuðningsmenn Stólanna á höfuðborgarsvæðinu að skjótast upp á Akranes enda frítt í göngin báðar leiðir...
Meira

Öruggur sigur á Hafnfirðingum í gærkvöldi

Tindastóll tók á móti Haukum í gærkvöldi í Bónus deild karla. Hafnfirðingar höfðu farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjunum sannfærandi á meðan Stólarnir leifðu sér að tapa gegn KR heima í fyrstu umferð en lögðu ÍR að velli í annarri umferð. Haukarnir reyndust lítil fyrirstaða í gær og þó gestirnir hafi hangið inni í leiknum langt fram í þriðja leikhluta var leikurinn aldrei spennandi og heimamenn fögnuðu góðum tveimur stigum. Lokatölur 106-78.
Meira

Haukarnir hans Matés mæta í Síkið í kvöld

Körfuboltinn er kominn á fullt og lið Tindastóls farin að gleðja hjörtu stuðningsmanna. Stelpurnar komnar með tvo nokkuð óvænta sigra og strákarnir með sigur á liði ÍR – langþráður sigur eftir alveg heilar tvær umferðir! Í kvöld mæta Hafnfirðingar í liði Hauka í heimsókn í Síkið og nú er bara að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs.
Meira

Stólastúlkur sóttu sætan sigur í naglbít í Njarðvík

Stólastúlkur gerðu heldur betur góða ferð í Njarðvík í gær en þar mættu stelpurnar liði heimastúlkna í fyrsta leik þeirra í glæsilegri nýrri IceMar-höll. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, liðin náðu af og til smá áhlaupum en andstæðingurinn svaraði jafnan fyrir sig skömmu síðar. Sigurkarfa Tindastóls kom 10 sekúndum fyrir leikslok þegar Oumoul Sarr kom boltanum í körfuna eftir skrítna sókn en síðan stóðu stelpurnar vörnina vel á lokasekúndunum og uppskáru eins stigs sigur, 76-77.
Meira

ÍR-ingar lagðir í stífbónað parket í Breiðholtinu

Karlalið Tindastóls spilaði sinn annan leik í Bónus-deildinni í gær og nældi í góðan sigur eftir að hafa sýnt sínar verstu og bestu hliðar. Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega annar leikhluti, var kennslubókardæmi um hvernig ekki á að spila vörn á meðan liðið spilaði fína vörn í síðari hálfleik og þá ekki hvað síst framan af fjórða leikhluta þar sem liðið náði 18-0 kafla sem í raun skóp sigurinn. Lokatölur 82-93.
Meira

Fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar haldið í gær

Í gærkvöldi fór fram fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar og var mætingin frábær. Alls voru 24 konur/stelpur sem tóku þátt, bæði vanar og óvanar. Fyrirkomulag mótsins var þannig að spilað var 301, single out, og allir keppendur fengu þrjú "líf". Tveir keppendur voru saman í liði og var dregið í lið eftir hvern leik þannig að hver leikmaður fékk bæði nýja liðsfélaga og mótherja í hverjum leik fyrir sig. Ef leikmenn töpuðu þá misstu þeir eitt líf og var spilað þangað til að fjórir leikmenn voru eftir á lífi en þá var spilaður úrslitaleikurinn um sigur á mótinu. 
Meira

Hefðu báðar viljað spila aðeins meira

Skagstrendingarnir og Tindastólsstúlkurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa síðustu daga verið með U17 landsliði Íslands í knattspyrnu en liðið hefur nýlokið þátttöku í undankeppni EM 2024/25 en keppnin fór fram í Skotlandi. Liðið lék þrjá leiki, mættu Skotum, Pólverjum og Norður-Írum og vann einn leik en tapaði tveimur. Feykir lagði í morgun nokkrar spurningar fyrir Elísu Bríeti.
Meira