Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu tók á móti Álftanesi í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn var Álftanes í næst neðsta sæti með fimm stig en Stólarnir í fjórða sætinu með 20 stig, ennþá að daðra við það að komast upp um deild.
Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.
Viltu koma út að hlaupa í fallegri nátturu, fuglasöng og góðum félagsskap? Tvö spennandi hlaup verða á Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þeim báðum.
Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er nú orðin aðgengileg á netinu. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur.
Vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer um helgina verður Skagfirðingabraut að hluta til lokuð frá Öldustíg að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudag, laugardag og sunnudag, 4.-6. ágúst, milli kl 8:00 og 18:00.
Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og ungmennafélagar frá Neista á Hofsósi og Ungmennasambandi Skagafjarðar reistu á Sauðárkróki í gær tvö stærstu tjöldin sem einkenna Unglingalandsmót UMFÍ.
Stjarnan og Tindastóll mættust í Bestu deild kvenna í Garðabænum í gær. Leikið var við fínar aðstæður og leikurinn hin ágætasta skemmtun þar sem bæði lið fengu urmul færa til að skora. Með sigri hefði lið Tindastóls skotist uppfyrir Garðbæinga og þar með í sjötta sæti deildarinnar en það var hins vegar heimaliðið sem nýtti færin betur og hirtu stigin sem í boði voru. Lokatölur 2-1.
Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.