Þróttarar með allt á hornum sér
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.08.2024
kl. 12.15
„Við vorum sterkari í þessum leik heldur en Þróttur. Báðir þjàlfarar voru sammála því að betra liðið tapaði í dag. Svoleiðis er það stundum. Mér finnst það því miður of oft hafa verið reyndin hjá okkur í sumar sérstaklega á heimavelli. Þróttarar eru samt klárlega góðar en mér finnst við bara betri en bara ólánsamari hreinlega.“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna að loknum leik Tindastóls og Þróttar í Bestu deild kvenna í gær. Gestirnir höfðu öll stigin á brott með sér en Þróttarar unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir.
Meira