Íþróttir

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Gwen og Bergljót áfram með Stólastúlkum

Undirskriftapenni knattspyrnudeildar Tindastóls er eins og ofurjójó þessa dagana og enn bætist í Bestu deildar hóp Stólastúlkna. Þau ánægjulegu tíðindi voru kynnt í kvöld að hin þýska Gwen Mummert hafi ákveðið að endurnýjar kynni sín við Tindastól og hefur skrifað undir samning fyrir komandi tímabil. Sömuleiðis hefur Bergljót Ásta Pétursdóttir ákveðið að vera áfram með liði Tindastóls.
Meira

Stólarnir flugu áfram í VÍS bikarnum

Tindastóll og KR mættust í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu í kvöld. Vesturbæingar leika nú í 1. deild en bikarleikir vilja stundum bjóða upp á óvænt úrsli. Og þó KR-ingar hafi náð að hleypa spennu í leikinn í síðari hálfleik þá höfðu þeir aldrei forystu í leiknum og Stólarnir spýttu í lófana í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 83-60.
Meira

Tindastólsliðið á toppinn eftir þægilega stund í Síkinu

Kvennalið Tindastóls í 1. deildinni í körfubolta spilaði í gærdag gegn stigalausu liði ÍR og skellti sér upp að hlið KR og Ármanns á toppi deildarinnar. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 19-3 fyrir Stólastúlkur og það væri synd að segja að leikurinn hafi á nokkrum tíma verið spennandi. Niðurstaðan því góður sigur og lokatölur 90-31.
Meira

María Dögg og Lilla semja við Tindastól

Knattspyrnudeild Tindastóls heldur áfram að festa heimastúlkur á samning og er það vel. Nú undir lok vikunnar var tilkynnt um að Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir (Lilla) og María Dögg Jóhannesdóttir væru búnar að setja nafnið sitt á svörtu línuna.
Meira

Eigum mikið inni - segir Pavel

„Ég var mjög ánægður með bróðurpartinn af leiknum. Liðið var að spila jafn vel og ég hef séð í vetur,“ sagði Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hvort hann hefði verið ánægður með leik sinna manna í tapinu gegn Grindavík. „En svo fór allt í skrúfuna og við frusum algjörlega,“ bætti hann við.
Meira

Hvað er að Stólunum!?

„Hvað er að ÍA?“ var spurning sem leikmaður ÍA, Óli Adda, fékk að heyra eftir að Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik þegar langt var liðið á eitt fótboltasumarið á síðustu öld. Símtalið kom frá Sveiflukónginum á Króknum. Kannski er kominn tími til að Sveiflukóngurinn hringi eitt vænt innanbæjarsímtal og beri upp sömu spurningu – og kannski ríkari ástæða til – en skipti ÍA út fyrir Stólana. Í gærkvöldi töpuðu nefnilega strákarnir okkar þriðja leik ársins – köstuðu frá sér sigrinum á lokamínútunum í leik gegn Grindvíkingum í Síkinu. Lokatölur voru 96-101 að lokinni framlengingu og meistararnir okkar í erfiðri stöðu í 8.-9. sæti Subway-deildarinnar.
Meira

Hugrún og Aldís María klárar í slaginn

Áfram heldur knattspyrnudeild Tindastóls að bæta perlum á sumarfestina sína. Í gær var tilkynnt um að tveir máttarstólpa liðsins síðustu árin hefðu endurnýjað samninga sína við Bestu deildar lið Tindastóls. Þetta eru þær ofurstúlkur, Hugrún Pálsdóttir og Aldís María Jóhannesdóttir, sem báðar eru dugnaðarforkar á vellinum og fljótari en eldingin.
Meira

Margrét Rún semur við lið Gróttu

Stólastúlkan Margrét Rún Stefánsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Gróttu sem teflir fram liði í 1. deild kvenna. Margrét kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Tindastóli en hún er fædd árið 2005. Margrét er efnilegur markmaður sem á að baki fjóra landsleiki með U16 og U17 ára landsliði Íslands.
Meira

Þrír keppendur UMSS kepptu á MÍ 15-22 ára í frjálsum

Þrír keppendur frá UMSS kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á síðu frjálsiþróttadeildar Tindastóls segir að keppendurnir þrír voru þau Halldór Stefánsson, Katelyn Eva John og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira