Íþróttir

Mikilvægir leikir framundan

Það er nóg framundan í boltanum hjá báðum meistaraflokkum Tindastóls og hjá Kormáki/Hvöt. Meistaraflokkur Tindastóls karla á leik í kvöld-fimmtudaginn 4. júlí. Meistaraflokkur Tindastóls kvenna á svo leik á morgun-föstudaginn 5. júlí. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar á leik á laugardaginn 6. júlí svo eiga stelpurnar úr Tindastól leik á mánudaginn 8. júlí.
Meira

Arnoldas Kuncaitis nýr aðstoðarþjálfari hjá KR

Hinn 24 ára gamli þjálfari Arnoldas Kuncaitis er genginn í raðir KR-inga. Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í 4. deildinni

Á föstudagskvöldið fengu Kormákur/Hvöt (K/H) Úlfana í heimsókn í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig en Úlfarnir með tólf stig, því mikilvægur leikur til þess að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Opna kvennamót GSS

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum.
Meira

Bikarævintýrið á enda

Á föstudagskvöldið fór Tindastóll í Vesturbæinn og mætti þar KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins kvenna. KR-ingarnir byrjuðu af miklum krafti en þetta jafnaðist út í seinni hálfleiknum, en eina mark leiksins kom á 9. mínútu og voru það KR sem skoruðu það og urðu lokaúrslitin 1-0 fyrir KR. Bikarævintýrinu lokið hjá Tindastólsstelpum en KR komið í undanúrslit.
Meira

Tilkynning frá Hjólreiðafélaginu Drangey

Hjólreiðafélagið Drangey tilkynnti á facebook síðu sinni að liðið hafi hætt keppni. Hér fyrir neðan má sjá hvað þau sögðu.
Meira

Markalaust jafntefli í miklum baráttu leik á Sauðárkróksvelli

Tindastóll fékk lið Völsungs í heimsókn á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Það var mikil harka í þessum leik og ætluðu bæði lið að taka öll þrjú stigin. Tindastóll var meira með boltann í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni.
Meira

Nóg framundan í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.
Meira

Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landsliðinu, þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Meira

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglagreininni Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélgasins Markviss dagana 29. og 30. júní. Á Facebooksíðu Markviss kemur fram að skráning á mótið hefur verið með miklum ágætum og stefnir í eitt fjölsóttasta mót sumarsins. Keppendur eru skráðir í flestum, ef ekki öllum, flokkum og frá átta skotíþróttafélögum víðs vegar af að landinu.
Meira