Arnar Geir vann Opna jólamót PKS
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
02.01.2025
kl. 14.32
Opna Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram föstudaginn 27. desember 2024 og tóku 32 keppendur þátt. Keppnisfyrirkomulagið var 501 og var keppt í átta fjögurra manna riðlum og að þeim loknum var farið í útslátt þannig að tveir efstu í öllum riðlum fóru í A útslátt og hinir tveir neðstu í B útslátt (forsetabikar). Mótið gekk ljómandi vel fyrir sig og voru margir hörkuleikir.
Meira