Íþróttir

Prestsbær hlaut Ófeigsbikarinn 2025

Í byrjun apríl var haldinn aðalfundur Hrossaræktarsambands Skagfirðinga í Tjarnarbæ ásamt því að hæstu kynbótahross síðasta árs voru verðlaunuð. Á fundinum kom meðal annars fram að á vegum HSS verða stóðhestarnir Adrían frá Garðshorni og Lexus frá Vatnsleysu til notkunar í Skagafirði í sumar, skagfirsk kynbótahross stóðu sig afar vel á sl. ári og Skagfirðingar standa afar vel að vígi á landsvísu.
Meira

Tveir stórleikir á Króknum í dag

Það er stór dagur í íþróttalífinu á Sauðárkróki í dag. Fyrst taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og í kvöld fer fyrsta viðureignin fram í úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Meira

„Ég hef trú á getu okkar til að ná árangri“

„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.
Meira

Allir að róa í sömu átt

Í gærkvöldi varð ljóst hverjir andstæðingar Tindastóls verða í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni. Þá áttust Stjarnan og Grindavík við í oddaleik en leikir liðanna höfðu verið æsispennandi og það varð engin breyting á því í gær. Það var lið Stjörnunnar sem hafði betur eftir dramatík í lokin. Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Stjörnunnar verður í Síkinu á fimmtudaginn.
Meira

Friðrik Henrý sigraði U14 í DARTUNG sl. helgi

Laugardaginn 2. maí fór fram önnur umferð af fjórum í DARTUNG 2025 og var það haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 í Reykjavík. Pílukastfélag Skagafjarðar átti þar sjö flotta fulltrúa, tvær stelpur og fimm stráka, og voru það þau Arnór Tryggvi, Birna Guðrún, Daníel Smári, Friðrik Elmar, Friðrik Henrý, Gerður Júlía og Sigurbjörn Darri. Þau voru öll félagi sínu til mikillar fyrirmyndar á mótinu.
Meira

Þriðja eins marks tap Stólastúlkna í röð

Eftir sigur í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna hefur lið Tindastóls nú tapað þremur leikjum í röð en allir hafa leikirnir tapast með eins marks mun og liðið verið vel inni í þeim öllum. Í gær heimsóttu Stólastúlkur gott lið Þróttar sem hafði lúskrað á okkar liði í Lengjubikarnum 9-0. Eftir hálfrar mínútu leik í gær var staðan orðin 1-0 og margir óttuðust skell. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 1-0 sigur Þróttar niðurstaðan.
Meira

Erfið byrjun Húnvetninga í 2. deildinni

Við skulum vona að fall sé fararheill hjá knattspyrnuliði Húnvetninga því ekki sóttu þeir gull í greipar Austfirðinga í gær. Þá öttu þeir kappi við lið KFA í Fjarðabyggðahöllinni í fyrstu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Þegar upp var staðið höfðu gestgjafarnir hreinlega alls ekkert verið gestrisnir, gerðu átta mörk á meðan gestirnir gerðu eitt.
Meira

Tindastólspiltar með sigur í fyrsta leik

Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu fór af stað nú um helgina og í gær tóku Stólarnir á móti ágætu liði Ýmis úr Kópavogi. Leikið var við nánast fáránlega góðar aðstæður á Króknum, sól í heiði, logn og 12 stiga hiti og teppið fagurgrænt. Leikurinn var ágætur og úrslitin enn betri, sigur í fyrsta heimaleik, lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Það verða læti!

Fjórði leikurinn í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness fór fram í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld: Það var frábær stemning og stuðningsfólk Tindastóls fjölmenntu og var í góðum gír að venju. Leikurinn var hin besta skemmtun og enn betri fyrir gestina eftir því sem á leið leikinn. Það fór svo á endanum að Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar og tryggðu sér þriðja sigurinn í einvíginu og þar með sæti í úrslitarimmunni. Lokatölur 90-105.
Meira

Tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls

Meistaramót Íslands fór fram í húsnæði TBR við Gnoðarvog dagana 24.-26. apríl. Tindastóll sendi tvo keppandur til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur, sem keppti í 1. deild og Júlíu Marín Helgadóttur sem keppti í 2. deild.
Meira