Íþróttir

Leikið í Geysisbikarnum í Síkinu í kvöld og á laugardag

Það eru bikarleikir framundan í Síkinu. Í kvöld mætir karlalið Tindastóls kempum af Álftanesi sem leika undir stjórn hins þaulreynda þjálfara Hrafns Kristjánssonar. Lið Álftaness er um miðja 1. deild með átta stig eftir níu leiki. Kvennalið Tindastóls fær hins vegar úrvalsdeildarlið Hauka í heimsókn á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14. Feykir hafði samband við Árna Eggert, þjálfara Tindastóls, og spurði hann út í leikinn.
Meira

Nóg að gera hjá ungu afreksíþróttafólki Tindastóls

Markmaðurinn bráðefnilegi, Margrét Rún Stefánsdóttir, hefur verið valin á U15 landsliðsæfingar KSÍ sem fram fara dagana 9. – 11. desember í Skessunni, æfingasvæði FH í Hafnafirði. Margrét mun standa í marki meistaraflokks Tindastóls a.m.k. í vetrarmótunum eftir því sem Guðni Þór Einarsson, þjálfari, sagði í viðtali við Feyki fyrr í vetur.
Meira

Bogfimisamband Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. desember sl. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins.
Meira

Skíðavertíðin að hefast

Nú fer að styttast í skíða- og brettatímabilið hjá skíðadeild Tindastóls en í tilkynningu segir að stefnt sé á að yngri kynslóðin hittist á skíðasvæðinu 14. desember klukkan 14:00 Heitt kakó og piparkökur verður í boði og vonandi nógur snjór í fjallinu til að geta, alla vega, rennt sér nokkrar ferðir á snjóþotu, eða sem betra væri, að komast á skíði.
Meira

Skin og skúrir í Síkinu þrátt fyrir tvo sigra Stólastúlkna

Það var tvíhöfði í Síkinu um helgina en lið Tindastóls fékk Grindavík b í heimsókn í 1. deild kvenna. Lið gestanna var á botni deildarinnar fyrir leikina, með 2 stig líkt og lið Hamars, og það varð engin breyting á því þar sem lið Tindastóls vann báða leikina og situr á toppi deildarinnar með 16 stig en hefur tapað þremur leikjum í vetur líkt og lið Fjölnis, ÍR og Keflavíkur b sem eiga leiki inni. Botnliðið gaf toppliðinu þó tvo hörkuleiki núna um helgina en Stólastúlkur nældu í tvo mikilvæga sigra og talsverða innlögn í reynslubankann.
Meira

Stólarnir tóku völdin í fjórða leikhluta

Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í 9. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin háðu mikið og dramatískt stríð í úrslitakeppninni í vor þar sem Þórsarar slógu Stólana úr leik og mátti því búast við heljarins hanaslag í gærkvöldi. Leikurinn varð hins vegar hálf undarlegur, varnarleikur liðanna í öndvegi en sóknarleikurinn mistækur. Tindastólsmenn hristu þó af sér sliðruorðið í fjórða leikhluta, náðu 19-3 kafla í stigalitlum leik og unnu góðan sigur. Lokatölur 72-67.
Meira

Jón Gísli og Skagastrákarnir úr leik í Evrópu

Síðustu tvö sumur hefur sameinað lið ÍA, Kára og Skallagríms orðið Íslandsmeistari í knattspynu í 2. flokki karla. Liðinu bauðst í sumar að taka þátt Unglingadeild UEFA og hefur liðið spilað nokkra leiki í þeirri keppni en féll loks úr leik í gær þegar þeir mættu liði Englandsmeistaranna, Derby County, á Pride Park. Með liðinu spilar Króksarinn Jón Gísli Eyland Gíslason.
Meira

Þórsarar mæta Stólunum í Síkinu í kvöld

Körfuboltinn heldur áfram að skoppa í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna í Síkið og hvetja lið Tindastóls gegn þrautreyndum Þórsurum úr Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eflaust verður hægt að gæða sér á sjóðheitum hömmurum fyrir leik.
Meira

Golfklúbbur Sauðárkróks verður Golfklúbbur Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2019 var haldinn í golfskálanum á Hlíðarenda a Sauðárkróki í gær, mánudaginn 25. nóvember. Stjórnin gaf kost á áframhaldandi setur og verður því óbreytt næsta árið en í henni sitja Kristján Bjarni Halldórsson, formaður, Halldór Halldórsson, varaformaður, Kristján Eggert Jónasson, gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, ritari, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, formaður vallarnefndar, Andri Þór Árnason, formaður mótanefndar og Helga Jónína Guðmundsdóttir, formaður unglinganefndar. Vallarstjóri er Guðmundur Þór Árnason.
Meira

Nú er hægt að lesa Stólinn á netinu

Út er kominn splunkunýr kynningarbæklingur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn, og var ritinu dreift í öll hús í Skagafirði í síðustu viku. Þetta er annað árið sem Kkd. Tindastóls og Nýprent gefa út ríkulega myndskreyttan Stólinn.
Meira