Íþróttir

Brosandi hér, brosandi þar, brosandi í gegnum öldurnar!

Það var hátíðardagur á Króknum í gær, enda þriðji í úrslitakeppni sem ætti auðvitað að vera opinber frídagur í Firðinum fagra. Þar sem sól skein í heiði, hitinn nartaði í rassinn á sköflum í efstu skörðum og golan rétt dugði til að hreyfa við Tindastólsfánunum á Króknum þá var dúndur- og gleðistemning upp við Síki löngu áður en hleypt var inn í hús. Og leikurinn? Jú, sömu töfrarnir innanhúss og utan og úrslitin eins og við viljum hafa þau. Stólasigur 110-97 eftir hörkuleik.
Meira

Tvö uppáhaldsliðin að mætast í úrslitum

Rakel Rós Ágústsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og má kannski segja að hún komi úr fremar rótgróinni körfuboltafjölskyldu. Hún, bræður og systir körfubolta-spilandi og síðan er hún gift Baldri Þór Ragnarssyni og á með honum soninn Ragnar Thor. Fyrir þá sem ekki vita er Baldur, maður Rakelar, þjálfari Stjörnunnar í meistaradeild karla í körfubolta sem etur nú kappi við Tindastól í úrslitum bónusdeildarinnar í körfubolta. Þriðji leikurinn í seríunni fer einmitt fram í Síkinu í kvöld og hefst á slaginu 19:15.
Meira

Tindastóll Íslandsmeistarar

Þann 12. apríl síðastliðinn var Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó haldið hjá Ármanni í Reykjavík. 5 keppendur frá Tindastól mættu til leiks en því miður fengu bara fjögur að keppa.
Meira

Varmahlíðarskóli áfram í úrslit Skólahreysti 2025

Varmahlíðarskóli tók á dögunum þátt í undankeppni Skólahreysti í riðli 1 á Akureyri. Liðið lenti í 2. sæti riðilsins með jafnmörg stig og sigurvegarar Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira

Dimitrios dæmdur í eins leiks bann

Það voru sannarlega læti í öðrum leik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn sl. sunnudag. Tveimur leikmönnum Stólanna var vikið út úr húsi, Arnari Björnssyni og Dimitrios Agravanis. Í dag ákvað aganefnd KKÍ að Dimitrios skuli sæta eins leiks banni en Arnar fékk áminningu.
Meira

Stólastúlkur hefndu ófaranna í gærkvöldi

Það er skammt stórra högga á milli í Garðabænum þessa dagana. Nú voru það Stólastúlkur sem sóttu lið Stjörnunnar heim í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Liðin mættust fyrir skömmu í Bestu deildinni á Króknum og þá rændu Garðbæingar stigunum en í dag máttu þær þola 1-3 tap í framlengdum leik gegn skynsömu og skipulögðu liði Tindastóls sem fékk nánast öll færin í leiknum. Það má því kannski segja að Skólastúlkur hafi hefnt fyrir ófarir körfuboltastrákanna okkar í Garðabænum í gærkvöldi.
Meira

Tindastólsliðið tuskað til í Umhyggjuhöllinni

Tindastóll heimsótti lið Stjörnunnar í Garðabæinn í kvöld en þar fór fram annar leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Það varð fljótlega ljóst að Stjörnumenn voru einbeittari og ákafari og voru lengstum með yfirhöndina í leiknum. Aðeins einu stigi munaði þó í hálfleik en í síðari hálfleiknum fóru öll hjólin undan Stólarútunni. Er nokkuð ljóst að Benni þjálfari þarf að endurræsa hugbúnaðinn hjá sínum mönnum. Lokatölur 103-74 en staðan í einvíginu 1-1 og næsti leikur verður í Síkinu á miðvikudag.
Meira

Húnvetningar snéru vörn í sókn með góðum sigri

Húnvetningar rifu sig í gang í 2. deildinni í knattspyrnu í dag eftir hálfgert rothögg fyrir austan um síðustu helgi. Það voru kannski ekki allir sem höfðu trú á því að lið Kormáks/Hvatar myndi rétta strax úr kútnum eftir 8-1 tap en þeir hafa efalaust verið staðráðnir í að rétta kúrsinn við fyrsta tækifæri. Það voru Seltirningar í Gróttu sem fengu að kenna á því á Blönduósi og máttu þola 2-0 tap.
Meira

Tindastólsmenn á góðu róli

Lið Sindra frá Hornafirði mætti á Krókinn í dag og lék við lið Tindastóls í 2. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu. Bæði lið höfðu unnið leiki sína í fyrstu umferðinni sem spiluð var um síðustu helgi. Það voru Stólarnir sem kræktu í stigin þrjú sem í boði voru og unnu góðan 2-0 sigur
Meira

Ótrúlegur lokakafli færði Stólunum sigur í leik eitt

Ef einhverntímann Síkið hefur sótt sigur fyrir lið Tindastóls þá var það í gærkvöldi. Þá tóku Stólarnir á móti grjóthörðum Garðbæingum í fyrsta leik úrslitaseríunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Lið Tindastóls virtist í hálf vonlausri stöðu þegar lítið var eftir af leiknum en það var ekki að sjá að nokkur maður á pöllunum hengdi haus. Stuðningurinn var óbilandi og virtist hreinlega smitast í leikmenn okkar liðs sem gerði átta síðustu stig leiksins á 36 síðustu sekúndunum. Það dugði til sigurs, 93-90, og hafa Stólarnir því náð 1-0 forystu í einvíginu.
Meira