Íþróttir

Reynir var valinn efnilegasti leikmaður Þórs í vetur

Um miðjan maí hélt körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri sitt lokahóf en Þórsarar voru með lið í Subway-deild kvenna og 1. deild karla. Í kvennaflokki voru tvær stúlkur sem stigu eitt sinn dansinn með liði Tindastóls, þær Maddie Sutton og Eva Wium Elíasdóttir, verðlaunaðar og þá var Króksarinn og Íslandsmeistarinn Reynir Róbertsson valinn efnilegasti leikmaður Þórs á síðasta tímabili.
Meira

Fjögur víti dæmd í fjörugum jafnteflisleik í Hveragerði

Tindastólsmenn heimsóttu lið Hamars í Hveragerði í dag í 4. deildinni í fótboltanum. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í deildinni á dögunum en lið Hamars hafði spilað tvo leiki og unnið báða. Liðin buðu upp á markaleik í dag en skiptu stigunum jafnt á milli sín eftir að dómarinn gaf báðum liðum tvær vítaspyrnur í leiknum – fjórar alls! – þar sem mögulega hefði ekki átt að dæma eina einustu. Lokatölur 3-3.
Meira

Þórir Guðmundur og Eva Rún valin best í vetur

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið á Kaffi Krók síðastliðið föstudagskvöld og þar var gert upp sögulegt tímabil þar sem karlaliðið stóð ekki undir væntingum en kvennaliðið daðraði við að komast í efstu deild í fyrsta sinn á öldinni. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Eva Rún Dagsdóttir voru valin bestu leikmennirnir af samherjum sínum.
Meira

Vantaði upp á orkustigið og stemninguna

„Þetta var ekkert sérstakur leikur af okkar hálfu og við getum betur, sérstaklega með boltann,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna þegar Feykir spurði hann út í bikarleikinn gegn liði Þórs/KA sem fram fór í gær en Akureyringar höfðu betur 1-2. „Vissulega spila aðstæður stóran þátt því það var mikill vindur á annað markið. En jafnvel með vindinum fannst mér pláss til að gera betur. Úrslitin voru svekkjandi og sanngjörn en frammistaðan er það sem við horfum í og þar viljum við gera betur.“
Meira

Lagfæringar á gervigrasvellinum komnar á fullt

Það horfir til betri vegar á gervigrasvellinum á Króknum en hann varð fyrir skemmdum fyrir um fjórum vikum síðan í all harkalegum vorleysingum. Viðgerðir hófust í gærmorgun en í frétt á síðu Skagafjarðar segir að á meðan á viðgerðum stendur verður hluta vallarins lokað en hægt verður að æfa á þeim hluta sem ekki varð fyrir skemmdum.
Meira

Stólastúlkur dottnar út eftir hörkuleik gegn sameinuðum Akureyringum

Tindastóll og Þór/KA mættust á Dalvíkurvelli í hádeginu í dag í fyrsta leiknum í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Nokkur vindur var og einstaka slyddubakki gekk yfir Eyjafjörðinn meðan á leik stóð og lék vindurinn nokkuð hlutverk í því hvernig leikurinn þróaðist. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir í Þór/KA 1-2 í hálfleik en ekki tókst liðunum að skora í þeim síðari þrátt fyrir sénsa á báða bóga.
Meira

Fyrsti sigur Húnvetninga í hús í 2. deildinni

Fyrsti sigurleikur Kormáks/Hvatar kom á Dalvík í gærkvöldi þegar Húnvetningar sóttu heim Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Stigin þrjú voru Húnvetningum kærkomin eftir töp í fyrstu tveimur umferðunum í 2. deildinni. Lokatölur 0-3.
Meira

Aldrei fleiri Tindastólskrakkar skráðir til leiks

Dagana 10.-11. maí fóru Snillingamót og Bikarmót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Tindastóll sendi að þessu sinni níu þátttakendur til leiks og er það metþátttaka – aldrei hafa fleiri Tindastólskrakkar tekið þátt í einu móti.
Meira

Liðið þarf smá tíma til að slípast saman

„Leikurinn við Reyni var heilt yfir nokkuð vel spilaður. Sóknarlega náðum við að halda betur í boltann en við gerðum á móti Selfossi og við vorum að fá góðar opnanir hátt á vellinum en náðum ekki að nýta þær stöður nægilega vel,“ sagði Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar, þegar Feykir spurði hann út í leikinn gegn Reyni Sandgerði í 2. umferð 2. deildar en leikurinn fór fram á Dalvík um helgina. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Sandgerðinga líkt og Feykir sagði frá.
Meira

Meistarar Vals reyndust Stólastúlkum sterkari

Ekkt tókst liði Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu að fylgja eftir tveimur flottum sigrum með því að leggja Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda í gær og reyndar að öllum líkindum ekki margir sem reiknuðu með því. Yfirleitt hefur liðið mátt þola stóra skelli gegn Valsliðinu en í gær náðu stelpurnar okkar að gera meira vesen fyrir Val en oftast áður. Við vorum meira að segja með forystuna í rétt tæpan hálftíma en á endanum voru gæði meistaranna augljós og þær unnu sanngjarnan 3-1 sigur.
Meira