Íþróttir

Sterkur sigur Stólanna í Vesturbænum

Stórleikur 6. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Íslandsmeistarar KR tóku á móti liði Tindastóls í DHL-höllinni. Reiknað var með miklum slag og það var sannarlega það sem áhorfendur fengu. Lið Tindastóls spilaði vel, hafði frumkvæðið lengstum, og missti aldrei dampinn. Það fór svo eftir yfirvegaðar lokamínútur gestanna að strákarnir tóku stigin tvö og fögnuðu vel ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum sem lagt höfðu leið sína í Vesturbæinn. Lokatölur 85-92.
Meira

Haukar og Álftanes koma í Síkið í Geysisbikarnum

Í gær var dregið í 16 liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta. Um var að ræða átta leiki hjá körlunum en fjóra hjá dömunum en fjögur lið sitja hjá og komast því beint í átta liða úrslitin í kvennaflokki. Karlalið Tindastóls fær heimaleik gegn spræku 1. deildar liði Álftaness en kvennaliðið mætir Dominos-deildar liði Hauka.
Meira

Fyrsta umferð í 2. deild kvenna í körfu var á Hvammstanga um helgina

Það var fjör í iþróttahúsinu á Hvammstanga á laugardaginn þegar fyrsta örmót 2. deildarinnar í körfubolta kvenna var haldið. Mikil spenna var í loftinu því þarna voru komin saman sex lið til að spila og mátti sjá bæði nýja og gamla iðkendur etja kappi á parketinu með bros á vör því leikgleðin var í hámarki hjá öllum sem þarna voru mætt í hús til að spila.
Meira

Jóhann Skúla valinn knapi ársins

Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi. Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum.
Meira

Tindastólssigur á Selfossi

Lið Tindastóls sótti Selfoss heim í 32 liða úrslitum Geysis-bikarsins í kvöld. Lið heimamanna leikur í 1. deildinni og hafa unnið einn leik en tapað þremur. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu Stólarnir yfirhöndinni í öðrum leikhluta og sigurinn í raun aldrei í hættu eftir það þó svo að Selfyssingar hafi bitið frá sér. Lokatölur voru 68-83 og lið Tindastóls því komið áfram.
Meira

Sigur á Krókinn í kvöld

Nú á dögunum dúkkaði óvænt upp nýtt stuðningsmannalag Tindastóls á alnetinu. Lagið, sem kallast Stólar, var skráð í heimili hjá Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar og Hólavegsdúettsins. Þeir sem á annað borð rákust á skilaboð um útgáfu lagsins hafa sennilega flestir klórað sér í höfðinu litlu nær um hverjir stæðu á bak við þetta hressilega lag. Feykir lagðist í rannsóknarvinnu og forvitnaðist um málið.
Meira

Rúnar Már orðinn kasakstanskur meistari

Skagfirska knattspyrnukempan Rúnar Már Sigurjónsson varð nú um helgina meistari með liði sínu Astana í efstu deildinni í Kasakstan. Það var sjálfur Yuri Logvinenko sem gerði sigurmark Astana þegar þeir mættu liði Tobol á útivelli og er Astana með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Meira

Dramatískur baráttusigur Stólastúlkna í Hertz-hellinum

Það voru 57 áhorfendur sem skelltu sér í Hertz-hellinn í Breiðholtinu í dag til að fylgjast með leik ÍR og Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni. Bæði lið höfðu tapað einum leik á mótinu til þessa en unnið afgang en Stólastúlkur voru í efsta sæti, höfðu spilað leik meira en ÍR. Það var því talsvert undir og á endanum fóru leikar þannig, eftir hörkuleik, að lið Tindastóls fór með stigin tvö norður eftir að Tess setti niður þrist þegar 8 sekúndur voru eftir. Lokatölur 63-64.
Meira

Stólastelpur heimsækja ÍR í Hertz hellinn á morgun, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn sjötta leik við ÍR á morgun kl. 16:00 í Hertz hellinum. Stelpurnar eru búnar að vera á sigurbraut og eru eins og stendur í fyrsta sæti í 1.deildinni en ÍR í 2. sæti, þær eiga hinsvegar leik til góða. Það er því mikilvægt fyrir Stólastelpur að sigra þennan leik til að halda sér á toppnum og hverjum við alla stuðningsmenn Tindastóls að mæta í Hertz hellinn og styðja þær til sigurs.
Meira

Tvö stig til Tindastóls

Tindastóll og Þór frá Akureyri mættust í Síkinu í gærkvöldi í undarlega flötum og leiðinlegum leik. Stemningsleysið inni á vellinum smitaðist upp í stúku og það var líkast því að það væri eitthvað formsatriði að ná í þessi tvö stig af Akureyringum. Það var varla fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir náðu að hnika sér örlítið frá gestunum. Lokatölur 89-77 og aðalmálið að ná í stigin tvö þó leikurinn fari ekki í sögubækurnar.
Meira