Íþróttir

Atli Freyr sigraði á lokamóti ársins hjá GSS

Lokamót ársins hjá Golfklúbbi Skagafjarðar fór fram á Flötinni þann 30. desember síðastliðinn. Spilað var á Pepple Beach vellinum í Trackman en í húsakynnum GSS við Borgarflöt er hægt að spila golf á hinum ýmsu völlum víðsvegar um heiminn í golfhermi klúbbsins.
Meira

Gamlárshlaupið áfram árlegt, Árni afhenti keflið

Allmörg ár eru síðan sýnilegur og jafnframt fjölmennur hópur fólks setti svip sinn á Sauðárkrók. En þá fór um bæinn, holt, heiðar og nær sveitir hópur fólks, í hvers lags veðri, hlaupandi eða gangandi og hélt oftar en ekki til við Sundlaug Sauðárkróks. Þetta var Skokkhópurinn, sem varð til með samvinnu íþróttakennara í bænum og var virkni hópsins mikil, til lengri tíma.
Meira

Birna Olivia kjörin Íþróttamaður USVH 2023

Í gær, laugardaginn 30. desember, var tilkynnt um kjör á Íþróttamanni USVH 2023 en athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni á Hvammstangi en þar fór þá fram fjáröflunarmót Kormáks/Hvatar. Hlé var gert á keppni á meðan úrslitin voru kunngjörð en það var knapinn Birna Olivia Ödqvist sem hlaut heiðurinn en hún náði prýðilegum árangri í hestaíþróttum á árinu.
Meira

Húrra fyrir sjálfboðaliðum!

Knattspyrnusamband Íslands hefur frá stofnun afhent heiðursmerki við sérstök tilefni, en heiðursmerki KSÍ úr silfri er veitt þeim einstaklingum sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. Sagt er frá því á Aðdáendasíðu Kormáks að á fundi orðunefndar 20. desember 2023 voru þrír bakhjarlar Kormáks Hvatar sæmdir þessu heiðursmerki, fyrstir allra úr röðum Umf. Kormáks.
Meira

Það hressir, bætir og kætir að lesa ársuppgjör Aðdáendasíðu Kormáks

Lið Kormáks/Hvatar vann mikið og gott afrek í sumar þegar Húnvetningar stýrðu skútu sinni upp úr 3. deild og munu því þeysa um knattspyrnuvelli í 2. deild á nýju ári. Af þessu tilefni þótti aðstandendum hinnar rómuðu Aðdáendasíðu Kormáks tilefni til að hræra í gott og algjörlega óhlutlaust ársuppgjör.
Meira

Þórður Ingi sigraði á Jólamóti PSK í pílu

Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram í gærkvöldi í aðstöðu PSK að Borgarteigi 7 á Sauðárkróki. Fullmannað var í alla riðla eða 32 þátttakendur í heildina. Úrslitin urðu þau að Þórður Ingi Pálmarsson sigraði Arnar Geir Hjartarsoní úrslitaleik. Jón Oddu Hjálmtýsson varð í þriðja sæti,sigraði Heiðar Örn Stefánsson.
Meira

Að fá viðurkenningu fyrir vel unnið starf er mjög gaman

Arnar Björnsson var valinn íþróttamaður Skagafjarðar við hátíðlega athöfn í Ljósheimum á dögunum. Arnar er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks Tindastóls í körfubolta og var aðeins 6 ára gamall þegar áhuginn á íþróttinni kviknaði þegar hann fékk að kíkja með pabba sínum á æfingar í Síkinu, en í kringum 11 ára þegar hann fær metnað fyrir íþróttinni og ákvað að þetta væri eitthvað sem hann vildi gera í framtíðinni.
Meira

Eru ekki allir klárir í Gamlárshlaupið?

Í tilefni af sjötugsafmæli Árna Stefánssonar verður Gamlárshlaup skokkhópsins haldið á nýjan leik á Sauðárkróki þann 31. desember. Hlaupið hefst kl. 13 en skráning hefst klukkutíma fyrr við íþróttahúsið á Króknum en þaðan verður einmitt hlaupið. Ekkert þátttökugjald verður en þeir sem munu spretta úr spori eiga engu að síður möguleika á sleppa að veglegum útdráttarverðlaunum að hlaupi loknu.
Meira

Fjáröflunarfótboltamót Kormáks/Hvatar á laugardegi

Laugardaginn 30. desember 2023 verður blásið til leiks í fjáröflunarmót fyrir meistaraflokk Kormáks Hvatar í knattspyrnu til að halda upp á stórkostlegan árangur liðsins í sumar.
Meira

Pavel þjálfari ársins í Skagafirði

Pavel Ermolinski var á dögunum valinn þjálfari ársins í Skagafirði við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Eins og alþjóð sennilega veit þjálfar hann sitjandi Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og við getum sagt að þeir séu um það bil hálfnaðir í því verkefni að sitja áfram á þeim titli. Engin pressa. Blaðamaður hafði samband við Pavel sem segir þetta frábæra viðurkenninu fyrir sig og allt þjálfarateymið og bætir við að það sé ekki flókið að þjálfa þennan mannskap með þetta bakland sem er í kringum liðið.
Meira