Íþróttir

Fínar aðstæður og opið til níu í kvöld í Tindastólnum

Skiðasvæði Tindastóls opnaði fyrir almenning á slaginu tvö miðvikudaginn 13. janúar eftir langa og stranga kófpásu. Óhætt er að fullyrða að marga hafa verið farið að klæja í skíðahanskana og beðið spenntir eftir skíðaleyfi. Núverandi reglugerð setur þó skíðafólki talsverðar takmarkanir en heimilt að opna skíðasvæðið með 25% afköstum eða aðeins 225 manns.
Meira

„Við ætlum að sýna meira og betra núna“

Eins og fram hefur komið þá hefur loks verið gefið grænt ljós á íþróttaleiki eftir langa COVID-pásu. Feykir heyrði hljóðið í Árna Eggerti Harðarsyni, þjálfara kvennaliðs Tindastóls í körfubolta, en stelpurnar höfðu spilað þrjá leiki áður en íþróttamót voru sett á pásu í haust. Síðasti leikurinn fór fram 3. október og pásan því ríflega þriggja mánaða löng.
Meira

Baldur Þór ógeðslega ánægður með sigurinn á KR

Körfuboltakappar stigu loks dans í gær eftir rúmlega þriggja mánaða stopp og í Vesturbænum tóku KR-ingar á móti liði Tindastóls í miklum hasarleik. Það var líkast því að hraðspólað væri yfir pásuna því bæði lið settu í fluggírinn en varnarleikur var einhver eftirþanki sem menn uppgötvuðu í hálfleik. Þrátt fyrir að lið Tindastóls væri yfir lengstum þá kom upp gamalkunnugt skrölt á lokakaflanum en Stólarnir voru seigir og náðu í stigin tvö í blálokin. Lokatölur 101-104.
Meira

Veisla framundan með Fyrirliðanum og fröllum

Tindastóll spilar annan leik sinn í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en þá mæta strákarnir okkar liði KR í DHL-höllinni. Leikurinn verður sýndur á KRtv og hefst kl. 19:15. Af þessu tilefni fer af stað ný fjáröflun Körfuknattleiksdeiildar Tindastóls í samstarfi við Hard Wok Café en stuðningsmönnum Stólanna og öðrum svöngum gefst tækifæri á að panta sér Fyrirliðann – gómsætan hamborgara með fröllum – og renna 500 krónur af hverjum borgara beint í bauk Tindastóls.
Meira

Gleði og hamingja með að spila keppnisleik aftur

Það er óhætt að fullyrða að síðustu mánuðir hafa verið sérkennilegir fyrir alla. Þeir sem hafa nært sálartetrið á körfubolta í gegnum tíðina eru sennilega orðnir ansi daufir í dálkinn en nú horfir til betri tíma – körfuboltinn er farinn að skoppa og það er leikur gegn KR á fimmtudagskvöldið. Feykir tók púlsinn á Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara karlaliðs Tindastóls.
Meira

Jóhann kjörinn Íþróttamaður USVH

Jóhann Magnússon, knapi í Hestamannafélaginu Þyt, hefur verið kjörinn Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga 2020. Í frétt á vef USVH segir að Jóhann hafi náð góðum árangri í keppnum árið 2020. Hann er í liði í Meistaradeildinni og þess má geta að í sumar keppti hann í mótaröðinni Skeiðleikar, þar sem fljótustu skeiðhestar landsins etja kappi.
Meira

Ekkert gamlárshlaup á Sauðárkróki í ár

Gamlárshlaupið sem haldið hefur verið á Sauðárkróki mörg undanfarin ár og fjöldi manns tekið þátt í, fellur niður að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Árni Stefánsson, sem haldið hefur utan um skipulagningu mótsins, vill þó hvetja fólk til að fara út og hreyfa sig og nýta daginn til góðra hluta, jafnframt því sem hann biður fyrir góðar nýárskveðjur með von um að framtíðin beri mörg fleiri gamlárshlaup í skauti sér.
Meira

Afrakstur Jólamóts Molduxa sem ekki fór fram rúm hálf milljón

Ef allt hefði verið með eðlilegu sniðið þessa jóladaga hefði hið árlega Jólamót Molduxa í körfubolta farið fram í gær, það 27. í röðinni. Þar hefur fjöldi liða tekið þátt og átt saman skemmtilega stund og reynt með sér í íþrótt íþróttanna og allur afrakstur runnið til körfuboltadeildar Tindastóls. Svo var einnig nú þar sem lið og einstaklingar gátu skráð sig á mót sem ekki fór fram. Rúm hálf milljón safnaðist.
Meira

Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.
Meira

Jólamót Molduxa er mótið sem fer ekki fram

Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráð og dáð og Molduxar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hægt verður að skrá lið til leiks og borga þátttökugjald sem rennur til Kkd. Tindastóls en í stað þess að spila körfubolta í Síkinu geta þátttakendur t.d. hvílt sig heima eða farið út að ganga.
Meira