Íþróttir

Þróttarar með allt á hornum sér

„Við vorum sterkari í þessum leik heldur en Þróttur. Báðir þjàlfarar voru sammála því að betra liðið tapaði í dag. Svoleiðis er það stundum. Mér finnst það því miður of oft hafa verið reyndin hjá okkur í sumar sérstaklega á heimavelli. Þróttarar eru samt klárlega góðar en mér finnst við bara betri en bara ólánsamari hreinlega.“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna að loknum leik Tindastóls og Þróttar í Bestu deild kvenna í gær. Gestirnir höfðu öll stigin á brott með sér en Þróttarar unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir.
Meira

Dóttir rússneska Tindastólsrisans í úrslitum á ÓL

Einhverjum gætu þótt Skagfirðingar, já eða Feykir, ganga freklega fram í að tengja Ólympíukempur til Skagafjarfðar. Það er því um að gera að æra óstöðugan og halda áfram. Nú lét Morgunblaðið vita af því að blakdrottningin Ekaterina Antropova sé komin í úrslit á Ólympíuleikunum með ítalska landsliðinu. Ekaterina er dóttir Michail Antropov sem spilaði körfubolta með liði Tindastóls árin 2000-2003 en hún fæddist einmitt á Akureyri árið 2003.
Meira

Tveir heimaleikir og Króksmót

Í kvöld fara fram tveir leikir á Sauðárkróksvelli. Stelpurnar hefja leika kl. 18:00 þegar þær mæta Þrótti. Strákarnir mæta svo liði Kríu kl. 20:15. Sjoppan verður í hvíta tjaldinu og grilluðu hamborgararnir á sínum stað. Frítt verður á völlinn í kvöld.
Meira

Nóg um að vera sl. viku á Hlíðarendavelli

Það hefur verið nóg um að vera á golfvellinum á Króknum sl. viku en Opna Steinullarmótið fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 3. ágúst, 8. Hard Wok háforgjafarmótið var haldið á þriðjudaginn og Esju mótaröðin var haldin í gær, miðvikudag. Það er svo ekkert lát á því í dag fer fram styrktarmót fyrir Önnu Karen og svo er Norðurlandsmótaröðin fyrir ungu kylfingana á sunnudaginn.
Meira

Nýir þjálfarar kynntir í yngri flokka starfi Tindastóls

Á Facebooksíðu Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls voru kynntir nýir þjálfarar fyrir veturinn 2024-2025. Allt eru þetta andlit sem Tindastólsaðdáendur þekkja vel og verður gaman að fylgjast með yngri flokkunum í vetur. Það sem kemur skemmtilega á óvart er að Kári Marísson er kominn aftur í þjálfarastöðuna. Hann mun halda utan um æfingar fyrir 1. - 4. bekk en áður vann Kári sem húsvörður í Árskóla og þekkir því þessa litlu körfuboltasnillinga mjög vel. 
Meira

Monica í markagili

Það mætti nýr markvörður til leiks hjá liði Tindastóls síðastliðið sumar til að verja mark Stólastúlkna í Bestu deildinni. Það var Monica Wilhelm, bandarísk stúlka, þá 23 ára, sem hafði það verkefni að fylla í skarðið sem Amber Michel skildi eftir en hún ákvað að taka slaginn í Disneylandi eftir þrjú skemmtileg sumur á Íslandi. Monica reyndist öflugur markvörður og sló í gegn í Bestu deildinni og hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að endurtaka leikinn í ár. Feykir forvitnaðist um markvörðinn. 
Meira

Margir leikmenn tóku miklum framförum hjá Dr. Milan

Mil­an Roza­nek, fyrr­ver­andi þjálf­ari körfuknatt­leiksliðs Tinda­stóls, var á fimmtu­dag­inn tek­inn inn í heiðurs­höll körfu­bolt­ans í Slóvakíu fyr­ir ævi­starf sitt í þágu íþrótt­ar­inn­ar í land­inu. Morgunblaðið segir frá því að Mil­an, sem er nú 83 ára gam­all, hafi þjálfað karlalið Tinda­stóls vet­urinn 1990-1991. Það tímabil var Tindastóll með Pét­ur Guðmunds­son, eina NBA-leik­mann Íslands á þeim árum, í sín­um röðum og auk þess leik­menn á borð við Val Ingi­mund­ar­son, Sverri Sverris­son og Karl Jónsson.
Meira

Stólarnir komnir í undanúrslit Fótbolta.net bikarsins

Fótbolti.net bikarinn hélt áfram í kvöld en lið Tindastóls, sem er í öðru sæti 4. deildar tók á móti liði Kára í átta liða úrslitum en þeir Skagamenn eru aftur á móti toppliðið í 3. deildinni. Það mátti því reikna með hörkuleik og sú varð niðurstaðan því mikill hiti var í mönnum. Jafnt var að leik loknum, því þurfti að framlengja og þegar langt var liðið á framlenginguna dúkkaði Addi Ólafs upp með sigurmarkið. Stólarnir eru því komnir í undanúrslit Fótbolta.net bikarsins og mæta þar annað hvort Selfyssingum hans Bjarna, KFA eða Árbæ.
Meira

Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag

Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Meira

Ómar Bragi búinn að skipuleggja mót UMFÍ í 20 ár

Unglingalandsmóti UMFÍ lauk í Borgarnesi í kvöld og samkvæmt frétt á vef UMFÍ var framkvæmd mótsins framúrskarandi og samvinna allra sem að því komu með eindæmum góð. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt tölu í móttöku með forsetahjónunum, sambandsaðilum UMFÍ, heiðursfélögum og fleirum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, og þar bauð hann Króksaranum Ómari Braga Stefánssyni, sem er framkvæmdastjóri móta UMFÍ, að taka við þakklætisvotti en Ómar Bragi hefur skipulagt mót UMFÍ í 20 ár.
Meira