Íþróttir

Slæmt tap á Akranesi

Í gærkvöldi mættust lið Kára og Tindastóls í Akraneshöllinni í 2. deild karla. Fyrir leikinn var Tindastóll neðstir með tvö stig en Kári einu sæti fyrir ofan með átta stig því mikilvægur leikur fyrir Tindastól til þess að eiga betri séns að halda sér uppi með sigri.
Meira

Mikilvægir leikir framundan

Það er nóg framundan í boltanum hjá báðum meistaraflokkum Tindastóls og hjá Kormáki/Hvöt. Meistaraflokkur Tindastóls karla á leik í kvöld-fimmtudaginn 4. júlí. Meistaraflokkur Tindastóls kvenna á svo leik á morgun-föstudaginn 5. júlí. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar á leik á laugardaginn 6. júlí svo eiga stelpurnar úr Tindastól leik á mánudaginn 8. júlí.
Meira

Arnoldas Kuncaitis nýr aðstoðarþjálfari hjá KR

Hinn 24 ára gamli þjálfari Arnoldas Kuncaitis er genginn í raðir KR-inga. Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í 4. deildinni

Á föstudagskvöldið fengu Kormákur/Hvöt (K/H) Úlfana í heimsókn í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig en Úlfarnir með tólf stig, því mikilvægur leikur til þess að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Opna kvennamót GSS

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum.
Meira

Bikarævintýrið á enda

Á föstudagskvöldið fór Tindastóll í Vesturbæinn og mætti þar KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins kvenna. KR-ingarnir byrjuðu af miklum krafti en þetta jafnaðist út í seinni hálfleiknum, en eina mark leiksins kom á 9. mínútu og voru það KR sem skoruðu það og urðu lokaúrslitin 1-0 fyrir KR. Bikarævintýrinu lokið hjá Tindastólsstelpum en KR komið í undanúrslit.
Meira

Tilkynning frá Hjólreiðafélaginu Drangey

Hjólreiðafélagið Drangey tilkynnti á facebook síðu sinni að liðið hafi hætt keppni. Hér fyrir neðan má sjá hvað þau sögðu.
Meira

Markalaust jafntefli í miklum baráttu leik á Sauðárkróksvelli

Tindastóll fékk lið Völsungs í heimsókn á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Það var mikil harka í þessum leik og ætluðu bæði lið að taka öll þrjú stigin. Tindastóll var meira með boltann í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni.
Meira

Nóg framundan í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.
Meira

Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landsliðinu, þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Meira