Íþróttir

Áfram Hvöt!

Afmælishátíð Ungmennafélagsins Hvatar, sem haldin var í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, gekk vonum framar. Skaut formaður félagsins, Grímur Rúnar Lárusson, að um 250-300 manns hafi mætt á fyrri skemmtunina sem var stíluð inn á yngri kynslóðina og svo 90-100 manns á formlegu dagskránni seinni partinn.
Meira

Ilze tekur sæti Mélissu hjá Stólastúlkum

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Melissa Diawkana hafi kvatt liðið og í hennar stað hafi verið samið við hina lettnesku Ilze Jakobsone. Ilze er mætt til landsins og verður klár fyrir næsta leik.
Meira

Baráttusigur Stólastúlkna í Hveragerði

Kvennalið Tindastóls í Bónus deildinni tók þátt í enn einum spennuleiknum í gærkvöldi þegar liðið sótti Hamar/Þór heim í Hveragerði. Eftir leik sem lengstum var hnífjafn, liðin skiptust 13 sinnum á um að hafa forystuna og 14 sinnum var allt jafnt, þá voru það gestirnir sem reyndust grimmari á lokakaflanum. Þær voru níu stigum undir þegar fimm mínútur voru til leiksloka en snéru taflinu við og unnu leikinn 103-105.
Meira

Skólastúlkur hársbreidd frá sigri í Keflavík

Stólastúlkur fengu verðugt verkefni í kvöld þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Keflavíkur í Blue-höllina í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna. Stelpurnar okkar stóðu vel fyrir sínu en á lokamínútunum dró örlítið af liðinu og meistararnir mörðu sigur með einu stigi. Lokatölur 90-89,
Meira

Elvar Logi knapi ársins hjá Þyt og Lækjamót hrossaræktarbú ársins hjá HSVH

Hestamannafélagið Þytur og hrossaræktarsamtök V-Húnavatnssýslu héldu sameiginlega uppskeruhátið laugardaginn 2.nóvember en á heimasíðu Þyts segir að þar hafi verið dásamlegur matur, góð skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar venju samkvæmt og frábær félagsskapur. Knapi ársins hjá Þýt var útnefndur Elvar Logi Friðriksson en hrossaræktarbú ársins hjá HSVH var Lækjamót.
Meira

Þórður Ingi er fyrsti meistari PKS

Meistaramót karla hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar fór fram í gær, laugardaginn 16. nóvember. Til leiks mættu 14 einbeittir félagar. Í úrslitum var það Þórður Ingi Pálmarsson sem stóð uppi sem sigurvegari og er því fyrsti meistari PKS.
Meira

Glæstur sigur varnarleiksins gegn liði Grindavíkur

Stólastúlkur héldu suður í Smárann í Kópavogi í dag þar sem gulir og glaðir Grindvíkingar biðu þeirra. Heimaliðið hafði unnið þrjá leiki af fimm en lið Tindastóls tvo af fimm í fyrstu umferðunum en síðast fengu stelpurnar okkar yfir 100 stig á sig gegn liði Þórs. Það mátti því reikna með að varnarleikur hafi verið undirbúinn og það var ekki laust við að liðin lagt mikið púður í varnarleikinn. Það voru Stólastúlkur sem leystu sín mál betur og þær náðu í einn sigur til viðbótar. Lokatölur 57-68 fyrir Tindastól.
Meira

Saga fyrsta körfuboltaliðs Tindastóls komin á bók

Nú á allra næstu dögum kemur út bókin Saga körfuboltans á Sauðárkróki 1964-1971 en höfundur verksins er Ágúst Ingi Ágústsson sagnfræðingur, Króksari og kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hann er einnig útgefandi bókarinnar. Eins og margur Skagfirðingurinn er Ágúst Ingi, sem er sonur Gústa Munda og Önnu Hjartar, illa haldinn af körfuboltabakteríunni og er áhuginn djúpur og víðfemur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Ágúst Inga en hann segir m.a. að með bókaútgáfunni hafi honum tekist að sameina menntun sína og helsta áhugamál; sagnfræðina og körfuboltann.
Meira

Stólarnir tóku öll völd á lokakaflanum í Þorlákshöfn

Tindastóll gerði góða ferð í Þorlákshöfn í gærkvöldi en þar mætti liðið sprækum Þórsurum. Í kaffistofu Kjarnans á Króknum óttuðust menn nokkuð leikinn, enda sígilt að Stólarnir mæti særðum heimamönnum eftir að Þórsarar hafa fengið skell og þannig var það að þessu sinni. Heimamenn fóru enda kröfuglega af stað en þegar Stólarnir hnikluðu vöðvana þegar á leið þá var ekki sama hjartað í Þórsurum og vanalega. Eftir jafnan leik tók lið Tindastóls öll völd í fjórða leikhluta, vann leikhlutann 9-31 og leikinn 78-101.
Meira

Fjórir knapar af Norðurlandi vestra í landsliðshópunum

Landsliðsþjálfarar Íslands í hestaíþróttum hafa kynnt landsliðshópa sína fyrir komandi tímabil. Á næsta ári er stóra verkefni landsliðsins HM íslenska hestsins í Sviss. Í hópunum eru tveir fulltrúar frá hestamannafélaginu Skagfirðingi og sömuleiðis tveir frá Hestamannafélaginu Þyt í Vestur-Húnavatnssýslu.
Meira