Íþróttir

Hamrarnir fengu á baukinn

Leikið var í Mjólkurbikar kvenna á Króknum í gærkvöldi en þá mættust lið Tindastóls og Hamranna frá Akureyri. Lið Tindastóls leikur í Inkasso-deildinni í sumar en Hamrarnir féllu úr þeirri deild síðasta haust. Það mátti því reikna með að Akureyrarstúlkurnar næðu að standa upp í hárinu á Stólastúlkum en annað kom á daginn því leikurinn var lengstum einstefna að marki gestanna. Lokatölur 8-1 og lið Tindastóls flaug áfram í næstu umferð.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum í kvöld

Í kvöld taka stelpurnar í Tindastól á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum en leikurinn fer fram á gervigrasinu og hefst klukkan 19. Þetta er fyrsti leikur liðanna í þessari keppni en Stólarnir léku til úrslita gegn Haukum í C deild Lengjubikarsins fyrr í sumar. Hér gæti orðið um hörkuleik að ræða þótt Tindastóll leiki deild ofar en Hamrarnir sem aldrei gefa neitt eftir í sínum leikjum. Hafa þær leikið einn leik í 2. deild gegn Fjarðab/Hetti/Leikni og unnu 2-1.
Meira

Tíu Stólastúlkur skrifa undir samning við Kkd. Tindastóls

Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls, sem send var út í dag, segir að á dögunum hafi tíu leikmenn mfl. kvenna skrifað undir nýjan samning við liðið fyrir komandi tímabil.
Meira

Stelpurnar með sigur í fyrsta leik

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði sinn fyrsta leik í Incasso-deildinni þetta sumarið síðastliðinn föstudag. Þær héldu í víking suður í Hafnarfjörð þar sem þær spiluðu við lið Hauka á Ásvöllum. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimastúlkur 0-1 og eru því komnar af stað í stigasöfnun sumarsins.
Meira

Tess valin besti erlendi leikmaðurinn í 1. deild kvenna

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að Tessondra Williams, besti leikmaður Tindastóls síðastliðið keppnistímabil, var valin besti erlendi leikmaður 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu föstudaginn 10. maí.
Meira

Breiðhyltingar höfðu betur á Króknum

Karlalið Tindastóls spilaði annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti ÍR-ingum úr Breiðholti Reykvíkinga. Leikið var við ágætar aðstæður á gervigrasinu á Króknum, hitastigið kannski rétt ofan frostmarks en stillt. Ekki dugðu aðstæðurnar heimamönnum sem urðu að bíta í það súra epli að lúta í gervigras. Gestirnir sigruðu 0-2 og hirtu því stigin sem í boði voru.
Meira

Jaka Brodnik genginn til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er í óðaönn að undirbúa úrvalsdeildarlið Tindastóls fyrir komandi vetur í körfunni. Nú fyrr í vikunni var tilkynnt um ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar sem þjálfara Tindastóls og nú í morgun sendi Kkd. Tindastóls frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Jaka Brodnik, Slóveninn sterki sem spilaði með Þór Þorlákshöfn síðastliðinn vetur, hafi einnig samið við Tindastól.
Meira

Úrslitakeppni Skólahreysti í gær

Úrslitakeppni Skólahreysti 2019 var háð í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem tólf skólar höfðu unnið sér keppnisrétt, efsti skólinn úr hverri undankeppni vetrarins auk þeirra tveggja skóla sem stóðu sig best þar fyrir utan. Tveir skólar á Norðurlandi vestra áttu lið í keppninni, Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli.
Meira

Baldur Þór nýr þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára en jafnframt mun hann hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun beggja meistaraflokka, kvenna og karla. Baldur kemur til Tindastóls frá Þór Þorlákshöfn, þar sem hann náði mjög góðum árangri með liðið á síðasta tímabili.
Meira

Stólatap í Fjarðabyggðarhöllinni

Þá er keppni farin af stað í 2. deild karla í knattspyrnu og hélt lið Tindastóls austur á Reyðarfjörð þar sem spilað var í Fjarðabyggðarhöllinni síðastliðinn laugardag. Skemmst er frá því að segja að heimamenn reyndust sterkari að þessu sinni og máttu Tindastólsstrákarnri þola 3-0 tap í fyrsta leik sumarsins.
Meira