Íþróttir

Ljómarallý er í fullum gangi í Skagafirði

Fyrsti bíll var ræstur frá Vélavali í Varmahlíð kl. 8:00. Eknar verða fjórar ferðir um Mælifellsdal og tvær um Vesturdal. Birting úrslita verður við Vélaval kl. 17:00.
Meira

Danni Gunn á leið til Sviss

Daníel Gunnarsson á Miðsitju sem er félagi í hestamannafélaginu Skagfirðingi hefur verið valinn í íslenska landliðið í hestaíþróttum sem er á leið á heimsmeistarmótið í Sviss sem hefst 4. ágúst. Daníel mun keppa þar í skeiðgreinum með hryssuna Kló frá Einhamri. Daníel er ekki ókunnur heimsmeistaramótum því hann keppti á síðasta móti í Hollandi með hryssuna Einingu frá Einhamri þar sem þau lentu í 2.sæti í 250m. skeiði.
Meira

Loks mátti lið Akureyringa lúta í gras á Króknum

Það urðu talsvert tíðindi í kvöld þegar lið Tindastóls tók á móti vinum okkar í Þór/KA í Bestu deildinni í knattspyrnu. Stólastúlkur höfðu aldrei borið sigurorð af grönnum sínum í leik á Íslandsmóti en á því varð kærkomin breyting og þetta var enginn heppnissigur. Heimaliðið skapaði sér betri færi í leiknum með góðri pressu og snöggum og hnitmiðuðum skyndisóknum á meðan að gestirnir voru meira með boltann en sköpuðu fá ef einhver færi. Lokatölur 2-0 og þrjú góð stig í sarpinn.
Meira

Þrír golfarar GSS hafa farið holu í höggi að undanförnu

Það þykir jafnan fréttnæmt að golfarar fari holu í höggi og þó Feykir hafi í raun ekki mikið fyrir sér í þetta skiptið þá má ætla að margir golfarar fari í gegnum ævina án þess að þessi draumur rætist. Það er því nokkuð magnað að nú síðustu tíu daga hafa þrír félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar náð að láta drauminn rætast.
Meira

Akureyringarnir koma!

Það er leikur í kvöld. Grannar okkar frá Akureyri, lið Þórs/KA, mæta á Krókinn og spila við Stólastúlkur í Bestu deildinni en þetta er fyrsti leikur liðanna að loknu EM fríi. „Leikirnir við Þ/K undanfarin ár hafa verið mjög skemmtilegir og spennandi oft á tíðum. Síðustu tvö ár höfum við gert jafntefli hér á heimavelli á móti þeim svo við vonumst til að geta breytt því í sigur í dag,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann út í viðureignina.
Meira

Tindastóll semur við nýja Íslendinginn

Stjórn körfuknattleikdeildar Tindastóls situr aldeilis ekki auðum höndum. Núna hefur hún framlengt samning við Davis Geks. Þess má geta að Geks fékk nýverið íslenskan ríkisborgararétt og óskar Feykir honum hjartanlega til hamingju með það.
Meira

Breytingar í starfsmannahaldi hjá Kormáki/Hvöt

Tveir leikmenn hafa í vikunni samið við Kormák/Hvöt um að spila með liðinu út tímabilið nú þegar leikmannaglugginn hefur opnað. Það eru Federico Ignacio Russo Anzola sem lék áður með KF og Bocar Djumo sem ku hafa raðað inn mörkum í 4. deild í Þýskalandi. Á móti kemur að Acai Elvira Rodriguez og Jaheem Burke hafa hoppað af húnvetnska vagninum sem og Ingvi Rafn Ingvarsson fyrrum þjálfari liðsins.
Meira

„Algerlega sturlað flott hjá þeim að vera taplausar í sumar“

Það var stúlknaleikur á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls/Hvatar(Kormáks tók á móti Hafnfirðingum í sameinuðu liði FH/ÍH í B-deild 2. flokks. Þegar kom að þessum leik hafði liðið okkar unnið alla fimm leiki sína í sumar og sat í efsta sæti deildarinnar. Gestirnir komust snemma í forystu en heimastúlkur jöfnuðu og lokatölur 2-2.
Meira

Maddie snýr aftur norður!

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Maddie Sutton um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili. Maddie er Tindastólsfólki vel kunn en hún spilaði við góðan orðstír fyrir Tindastól tímabilið 2021-2022.
Meira

Rennibrautir í Sauðárkrókssundlaug komnar í ferli

Það hillir undir að gestir sundlaugarinnar á Króknum geti farið að bruna í rennibrautum því Fjársýslan, fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hefur óskað eftir tilboðum í þrjár forsmíðaðar vatnsrennibrautir og rennibrautaturn, þar með talið efni, vinnu og uppsetningu fyrir nýtt útisvæði við Sundlaug Sauðárkróks.
Meira