Íþróttir

Formaðurinn skoraði í sigurleik á Króknum

Það verður ekki annað sagt en að Fótbolti.net bikarinn er hið besta uppbrot fyrir neðri deildar liðin í boltanum. Bikarkeppnir eiga það til að bjóða upp á óvænt úrslit og kannski enn frekar þegar komið er í neðri deildirnar. Í kvöld tóku Tindastólsmenn, sem eru um miðja 3. deild sem stendur, á móti einu af toppliðunum í 3. deild, Þrótti úr Vogum. Og já, Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu hörkuleik og eru því komnir í átta liða úrslit.
Meira

Stólarnir spila í Bikarkeppninni í kvöld

16 liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum! Norð-vesturliðin verða vonandi á skotskónum.
Meira

Tindastóll í Evrópukeppni!

Það stefnir í óvenjulegan og áhugaverðan vetur hjá karlaliði Tindastóls í körfunni en Stólarnir hafa skráð sig til leiks í European North Basketball League (ENBL) í vetur. Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að 27 lið séu skráð til leiks í keppnina sem leika í einni deild en hvert lið leikur átta leiki, það eru því fjórir heimaleikir og fjórir útileikir sem liðið spilar á tímabilinu frá október til febrúar. Eftir það er svo úrslitakeppni.
Meira

Það er mikill uppgangur í Golfklúbbi Skagafjarðar

Meistaramót GSS 2025 fór fram dagana 7.-12. júlí á Hlíðarendavelli. Metþátttaka var í meistaramótinu en 30% klúbbfélaga voru skráðir til leiks eða samtals 103 kylfingar. Meistaramótið er fyrir alla félagsmenn GSS, flokkar við allra hæfi. Í barna og unglingaflokkum voru 29 þátttakendur sem léku í 4 flokkum en þátttakendur í fullorðinsflokkum voru 74 sem léku í 8 flokkum.
Meira

Spænskur leikstjórnandi í kvennalið Tindastóls

Tindastóll hefur gengið frá samningi við spænska leikstjórnandann, Alejandra Quirante, fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Alejandra komi til liðsins með reynslu úr efstu deild á Spáni og er ætlað að leiða liðið á vellinum.
Meira

Gamall refur gerði Stólunum grikk

Stólarnir fóru helst til þunnskipaðir austur á Höfn um helgina og léku við lið Sindra. Stólarnir voru fyrir leikinn í sjötta sæti en Hornfirðingar í níunda sæti. Staða liðanna breyttist ekki en þau gerðu 2-2 jafntefli þar sem gamall markarefur og fyrrum leikmaður Tindastóls jafnaði metin á lokakaflanum.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Eftir þrjá svekkjandi tapleiki í röð gerðu liðsmenn Kormáks/Hvatar góða ferð suður á Seltjarnarnes og að leik loknum var risið á heimamönnum bæði lítið og lágt. Gestirnir áttu góðan leik í fyrri hálfleik og leiddu 1-2 ú hálfleik og í síðari hálfleik var varist með kjafti og klóm og þó Gróttverjar gerðu sitt besta til að jafna þá tókst það ekki. Lokatölur 1-2 og mikilvæg þrjú stig í hús.
Meira

Orri og Veigar með U20 landsliðinu í Grikklandi

U20 ára landslið karla er farið til Grikklands þar sem það tekur þátt í A deild EuroBasket U20. Tveir Króksarar eru í liðinu, Íslandsmeistarar með liði Tindastóls vorið 2023 en spiluðu síðasta vetur með liði Þórs á Akureyri. Það eru að sjálfsögðu tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir.
Meira

Stöðug fjölgun hjá GSS og félagsmenn nú 339

„Þessa dagana stendur yfir árlegt Meistaramót GSS líkt og hjá flestum golfklúbbum landsins. Þetta er skemmtilegasti og annasamasti tími sumarsins en þá stendur yfir keppni félagsmanna á öllum aldri og getustigum,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar, í samtali við Feyki. Við fengum Aldísi til að segja frá því helsta sem er að gerast í golfinu í Skagafirði og hvað sé framundan.
Meira

Þórgunnur og kærastinn og fleiri Skagfirðingar á leið á Heimsmeistaramót

Núna rétt í þessu var tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum. Skemmst er frá að segja að Þórgunnur Þórarinsdóttir og kærastinn hennar, Kristján Árni Birgisson, eru valin í liðið í Ungmennaflokki.
Meira