Íþróttir

Varmahlíðarskóli flaug í úrslit í Skólahreysti eftir allt

Það var heldur betur boðið upp á drama þegar Skólahreysti grunnskólanema hófst í gær. Keppt var í íþróttahöllinni á Akureyri og fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku þátt í fyrra úrtakinu sem hóf keppni klukkan fimm í gær í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þar tóku fulltrúar Árskóla, Grunnskólans austan Vatna, Húnaskóla og Varmahlíðarskóla á honum stóra sínum. Þegar upp var staðið kom í ljós að Varmahlíðarskóli bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Brúarásskóli á Egilsstöðum hafi verið kynntur sigurvegari í beinni.
Meira

Njarðvíkingar hnykluðu vöðvana í Ljónagryfjunni

Þriðji leikur í rimmu Njarðvíkur og Tindastóls fór fram í gær. Stólarnir voru 2-0 yfir í einvíginu og hefðu með sigri getað sópað Loga og félögum í sumarfrí en fengu í staðinn á baukinn. Njarðvíkingar höfðu tögl og haldir nánast frá fyrstu til síðustu mínútu en það var aðeins í upphafi annars leikhluta sem Stólarnir klóruðu í bakkann áður en heimamenn tóku yfir á ný. Lokatölur 109-78 og næsti leikur verður í Síkinu á laugardag.
Meira

Yfirleitt mjög góð stemning fyrir keppni í Skólahreysti

Skólahreysti fer af stað í dag en þá mætast fulltrúar skólanna á Norðurlandi í mikilli keppni í íþróttahöllinni á Akureyri. Fulltrúar grunnskólanna á Norðurlandi vestra hafa staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina og þeir munu væntanlega ekki gefa þumlung eftir í dag. Keppnin hefst kl. 17 og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í Sjónvarpi allra landsmanna. Grunnskólinn austan Vatna lætur ekki sitt eftir liggja og Feykir sendi nokkrar spurningar á Jóhann Bjarnason skólastjóra.
Meira

Arnar Geir fór með sigur af hólmi í Kaffi Króks mótaröðinni

Kaffi Króks-mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar lauk í gærkvöld en pílum var kastað af miklum móð ein átta þriðjudagskvöld en fyrsta mótið fór fram um miðjan febrúar. Fyrsta sætið á mótinu hreppti Arnar Geir Hjartarson með 118 stig, Þórður Ingi Pálmarsson varð annar með 115 stig og þriðji Pálmar Ingi Gunnarsson en hann náði í 77 stig. Þeir fengu allir vegleg verðlaun í boði Kaffi Króks.
Meira

„Pínu skrekkur í báðum liðum en frábær barátta,“ segir Donni

Jafntefli var niðurstaðan í fyrsta leik Tindastóls í Bestu deildinni þetta árið. Stigi var fagnað vel í fyrsta leik í Pepsi Max sumarið 2021 en nú var niðurstaðan hálfgert svekkelsi. Svona er nú heimtufrekjan í manni en stig er stig sem er betra en ekkert stig. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna, þjálfara Tindastóls, að leik loknum og fyrst var hann spurðu hvað honum fannst um leikinn og úrslitin.
Meira

Liðin skiptu með sér stigunum í kuldabolanum á Króknum

Tindastóll og Keflavík mættust í kvöld í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Það var ískalt á Króknum og nokkur norðanvindur og hjálpaði það ekki liðunum við að spila góðan bolta. Bæði lið fengu færi til að skora í leiknum en í heildina var fátt um fína drætti, oftar en ekki klikkaði úrslitasendingin eða vantaði upp á hlaup í svæðin en bæði lið mega vera ánægð með varnarleik sinn. Það voru því ekki mörkin sem yljuðu áhorfendum í þetta skiptið. Lokatölur 0-0.
Meira

„Við komum reynslunni ríkari inn í deildina í ár,“ segir Bryndís Rut

Keppni í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld og á Króknum spilar lið Tindastóls fyrsta leikinn gegn liði Keflavíkur. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Stólastúlkna, segist vera mjööög spennt fyrir tímabilinu þegar Feykir hafði samband. „Eiginlega of peppuð! Við komum reynslumeiri inn í deildina í ár og erum virkilega ánægðar að vera mættar aftur í efstu deild!“ Leikurinn hefst kl. 18:00 á gervigrasinu góða.
Meira

Tindastólsmenn komnir með Njarðvíkinga í gólfið

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir áttu frábæran leik í Ljónagryfjunni sl. fimmtudagskvöld og kjöldrógu heimamenn. Í kvöld spiluðu Njarðvíkingar talsvert mun betur og af meiri hörku en í leik eitt. Það dugði þeim þó ekki því Stólarnir gáfu ekkert eftir frá í fyrsta leik. Það fór því svo að Stólarnir unnu leikinn, 97-86, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira

Þetta var meira en einn sigur! – UPPFÆRT

Tindastólsmenn heimsóttu Ljónagryfju Njarðvíkinga í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Reiknað var með hörkuleik en sú varð ekki raunin. Stólarnir mættu til leiks með einhvern varnarleik sem var frá annarri vídd og heimamenn í Njarðvík komust aldrei inn í leikinn. Í spjalli á Stöð2Sport að leik loknum sagðist Pavel þjálfari hreinlega ekki hafa séð svona varnarleik hjá nokkru liði í langan tíma og þetta hafi í raun verið meira en einn sigur. Staðan í hálfleik var 25-50 og lokatölur 52-85.
Meira