Íþróttir

Norðan liðin spila í fotbolti.net bikarnum í kvöld.

Bikarslagur neðri deilda heldur áfram í kvöld. Tindastól fær lið KFG í heimsókn á Krókinn en Kormákur/Hvöt leikur við lið Ýmis á Blönduósi. Nú mæta allir og hvetja sína menn.
Meira

Enn bætir Tindastóll í

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við spænsku körfuknattleikskonuna Mörtu Hermida um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta er mikill fengur fyrir Tindastól og spennandi tímabil framundan hjá kvennaliðinu.
Meira

Fyrsta Landsmótið í hestafimleikum á Íslandi haldið á Hvammstanga

Dagana 15.-18. júlí fór fram fyrsta landsmót í hestafimleikum á Íslandi og var það haldið í Þytsheimum á Hvammstanga. Sex hópar, frá Hvammstanga, Borgarfirði, Snæfellsnesi og Suðurlandi tóku þátt og sýndu alskonar kúnstir. Þó sumir hóparnir væru frekar nýlega stofnaðir og æfingastigið því mjög mismunandi stóðu öll börnin sig einstaklega vel og fengu verðskuldaða viðurkenningu.
Meira

Norð-vestlensku liðin áttu góðan dag í gær

Kormákur/Hvöt skruppu á Akranes og spiluðu við Kára í 2. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 – 3. K/H komst í 2-0 með mörkum frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari og Goran Potkozarac. Börkur Bernharð Sigmundsson minkaði muninn fyrir Kára en Abdelhadi Khalok El Bouzarrari kom K/H í 3-1. Sigurjón Logi Bergþórsson klóraði aðeins í bakkann í restina en leikurinn endaði því 2-3 fyrir Kormák/Hvöt og sitja þeir núna í 6. sæti í deildinni.
Meira

Knattspyrnudeild Tindastóls styrkir meistaraflokks hópinn

Davíð Leó Lund, 18 ára bakvörður hefur skrifað undir lánssamning út komandi tímabil. Hann kemur á láni frá Völsungi þar sem hann hefur spilað upp alla yngri flokka.
Meira

Bjarni Jónasson og Eind frá Grafarkoti skeiða til Sviss

Bjarni Jónasson tamningamaður á Sauðárkróki mun sýna gæðingshryssuna Eind frá Grafarkoti í kynbótadómi á heimsmeistaramótinu í Sviss sem stendur yfir vikuna 4.-10. ágúst. Hvert aðildarland Feif, sem eru samtök landa þar sem Íslandshestamennska er stunduð, meiga senda 1. hryssu og 1. stóðhest í hverjum aldursflokki til þátttöku í kynbótadómum Heimsmeistaramóts.
Meira

Spennandi Íslandsmót í straumkajak fór fram um helgina

Íslandsmótið í straumkajak fór fram í Tungufljóti í Biskupstungum um helgina. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem haldið er Íslandsmót í straumkajak. Þrír keppendur úr Skagafirði voru mættir til leiks en það voru þau Eskil Holst, Freyja Friðriksdóttir og Máni Baldur Mánason. Þau kepptu undir merkjum Ungmennafélagsins Smára.
Meira

Tindastóls drengir lágu fyrir Riddaranum

Síðast liðinn laugardag spiluðu heimamenn í 3.deildinni á móti Hvíta riddaranum frá Mosfellsbæ. Tindastólsmönnum gekk illa að finna taktinn og var mikið um ónákvæmar sendingar og mistök. Þetta var klárlega ekki besti leikur Tindastóls þetta sumarið. Leikurinn endaði 1. – 2. fyrir riddarana.
Meira

Eva og Inga semja við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendir frá sér nýja tilkynningu: Heimastúlkurnar Eva Rún Dagsdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir munu leika með liði Tindastóls í Bónus deildinni næsta tímabil. Inga Sólveig er að framlengja sinn samning en Eva Rún snýr tilbaka eftir ársdvöl á Selfossi, þar sem hún spilaði með liði Selfoss í 1. deild.
Meira

Kormákur/Hvöt með fjórða sigurinn í röð

Það var hátíðarbragur á liði Kormáks Hvatar í gær enda tilefni til þegar það atti kappi við topplið 2. deildar, Ægi frá Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Hvammstanga þar sem bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi fer fram. Kormákur Hvöt gerði sér lítið fyrir og sigraði toppliðið í skemmtilegum leik 3-2. Moussa Ismael Sidibe Brou skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Kormák Hvöt en Ægir minnkaði muninn áður en flautað var til hálfleiks.
Meira