Íþróttir

Arnar Guðjónsson er nýr þjálfari Tindastóls í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Arnar Guðjónsson og mun hann taka við sem þjálfari meistaraflokks karla næstkomandi tímabil. Í tilkynningu sem kkd. Tindastóls sendi frá sér í dag kom fram að Arnar mun einnig sjá um Körfuboltaakademíu Tindastóls og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og aðstoða við skipulag á þjálfun yngri flokka.
Meira

Stólastúlkur mæta liði Vals í dag

Það verður hellingur af fótbolta spilaður um hvítasunnuhelgina og hefst veislan í kvöld þegar lið Vals mætir í heimsókn á gervigrasið á Króknum þar sem Stólastúlkur bíða þeirra. Um er að ræða leik í áttundu umferð Bestu deildarinnar og aldrei þessu vant eru liðin á svipuðum slóðum í deildinni, lið Vals í sjöunda sæti með átta stig og Tindastóll í áttunda sæti með sex stig. Leikurinn hefst kl. 18 og útlit fyrir ágætt fótboltaveður.
Meira

„Erum ennþá að móta okkur í deildinni“

„Sigurinn var virkilega sætur og skipti okkur miklu máli,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, þjálfari Tindastóls þegar Feykir spurði hann út í leikinn gegn Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar sem var spilaður í gærkvöldi. Stólarnir unnu leikinn, gerðu sigurmarkið á 99. mínútu og nældu í dýrmætan sigur í kjölfar þriggja tapleikja.
Meira

„Ég þurfti nú bara að hlaupa á boltann“

Hann var kærkominn sigur Tindastólsmanna í gærkvöldi en eftir þrjá tapleiki í röð leit lengi út fyrir að sá fjórði bættist við því vinir okkar í liði KF úr Fjallabyggð leiddu nánast allan leikinn. Stólarnir jöfnuðu skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma og það var síðan fyrirliðinn og markamaskínan Sverrir Hrafn sem gerði sigurmarkið á níundu mínútu uppbótartíma. Lokatölur því 2-1 og þrjú stig í baukinn.
Meira

Eyfirðingarnir tóku öll stigin með sér frá Blönduósi

Fimm leikir voru spilaðir í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Blönduósvelli tóku leikmenn Kormáks/Hvatar á móti grönnum sínum í Dalvík/Reyni sem löngum hafa reynst ansi seigir. Gestirnir komust yfir snemma leiks og heimamenn, sem með sigri hefðu komið sér laglega fyrir í toppbaráttu deildarinnar, náðu ekki að koma boltanum í mark Eyfirðinga og máttu því þola súrt tap á heimavelli. Lokatölur 0-1.
Meira

Vaxandi áhugi á boccia í Húnaþingi vestra

Vesturlandsmót í boccía fór fram í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellbæ föstudaginn 30. maí. Til leiks mættu 19 sveitir, fimm frá Akranesi, Borgarbyggð og Húnaþingi-vestra og loks tvær sveitir úr Stykkishólmi og Mosfellsbæ. Feykir fékk ábendingu um að Vestur-Húnvetningar væru vel ferskir þegar kæmi að boccia ástundun og árangri í því sporti. Það var því ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyrir Guðmund Hauk Sigurðsson, formann Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og einn alharðasta bocciakappa sveitarfélagsins.
Meira

Stólastúlkur verða stolt Norðurlands í Bónus deild kvenna

Kvennalið Þórs frá Akureyri mun ekki taka þátt í efstu deild körfunnar næsta vetur en stjórn félagsins hefur ákveðið að draga liðið úr keppni. „Við alla vega verðum með lið í efstu deild,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann út í áætlanir Tindastóls. Það verður því þannig næsta vetur að lið Tindastóls verður eina liðið af Norðurlandi til að halda upp merki Norðlendinga í Bónus deild kvenna.
Meira

Húnvetningar með hörkusigur á Snæfellsnesinu

Það eru ekkert allir sem sækja stig á Ólafsvíkurvöll en lið Kormáks/Hvatar gerði sér lítið fyrir og gerði einmitt það í gær þegar liðin áttust við í 5. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Eitt mark dugði til og það kom um miðjan síðari hálfleik. Með sigrinum færðist lið Húnvetninga upp í fjórða sæti deildarinnar og er aðeins stigi frá liðunum í öðru og þriðja sæti.
Meira

Þriðji tapleikurinn í röð hjá Tindastólsmönnum

Það er eitthvað bras á Tindastólsmönnum í 3. deildinni í knattspyrnu þessa dagana. Eftir fína byrjun á mótinu hafa nú tapast þrír leikir í röð en 5. umferðin var spiluð í gær. Þá héldu Stólarnir í Fífuna í Kópavogi þar sem sterkt lið Augnabliks beið þeirra. Líkt og í Mosó um daginn var fyrri hálfleikur Stólanna slæmur og það fór svo að heimamenn unnu leikinn 4-1. og skutluðu gestunum ofan í neðri hluta deildarinnar. Já og Pétur var á bekknum.
Meira

Benni Gumm kveður Stólana eftir eitt ár í brúnni

Í tilkynningu frá körfunknattleiksdeild Tindastóls nú í kvöld segir að deiildin hafi komist að samkomulagi við Benedikt Guðmundsson um að hann haldi ekki áfram þjálfun meistaraflokks karla hjá félaginu. „Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þakkar Benedikt fyrir hans störf og framlag til skagfirska körfuboltasamfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni,“
Meira