Íþróttir

Ungir Húnvetningar æfðu með fagmönnum í körfuboltafaginu

Um helgina var spilaður körfubolti á Skagaströnd en þar mættust karlalið Fjölnis, Snæfells og Þórs Akureyri, spiluðu innbyrðist og brýndu vopn og samspil fyrir komandi átök í 1. deildinni í vetur. Þá buðu leikmenn Snæfells og Fjölnis ungum Húnvetningum upp á ókeypis námskeið í þessari skemmtilegu íþrótt sem körfuboltinn er.
Meira

Söfnun fyrir Píeta gekk mjög vel

Tindastóll lék á laugardag tvo æfingaleiki í Síkinu á Sauðárkróki gegn Ármanni. Allt er þetta partur af því að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Bónus deildum karla og kvenna sem hefjast í kringum næstu mánaðarmót. 
Meira

Hljóp í 33 klukkustundir

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk var ræst sl. laugardag 20. september á slaginu klukkan níu og er hlaupinn 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Hringurinn er ræstur á heila tímanum og ræðst hvíld keppanda eftir því hvað þú ert fljótur að hlaupa hringinn.
Meira

Stólastúlkur í erfiðum málum í Bestu deildinni

Lokaumferðin í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild kvenna var spiluð í dag og það var sterkt lið FH sem kom á Krókinn þar sem lið Tindastóls beið þess. Hlutskipti liðanna er ólíkt; Stólastúlkur í bullandi fallbaráttu en lið FH að reyna að halda spennu í toppbaráttunni. Gæðamunurinn kom fljótt í ljós í leiknum og lið Hafnfirðinga vann öruggan 0-4 sigur.
Meira

„Þetta var magnað að upplifa!“

„Þetta var spennuþrunginn leikur þar sem mikið var undir,“ sagði Konni þjálfari Tindastóls þegar hann svaraði spurningum Feykis í nótt eftir að hafa fagnað mögnuðum sigri á liði Kormáks/Hvatar í undanúrslitum neðri deildar bikarsins. Leikurinn endaði 3-1 og lið Tindastóls því á leiðinni á Laugardalsvöll – væntanlega í fyrsta skipti í sögunni.
Meira

Stólarnir lögðu Kormák/Hvöt í hörkuleik

Það var hörkumæting á stórleikinn á Sauðárkróksvelli í kvöld þar sem Tindastóll og Kormákur/Hvöt mættust í undanúrslitum Fótboltapunkturnet bikarsins. Montrétturinn á Norðurlandi vestra undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli eftir viku og stemningin var eftir því. Liðin enduðu bæði í fjórða sæti í sinni deild; Stólarnir í 3. deild en Húnvetningar í 2. deild. En í bikar er allt hægt og Stólarnir með Manu – nei, ekki Man U – í þrennustuði fögnuðu innilega frábærum 3-1 sigri. Til hamingju Stólar!
Meira

Styrktarleikir fyrir Píeta

Í tilefni af gulum september og vitundarvakaningu um geðrækt, boðum við til styrktarleikja laugardaginn 20.september í Síkinu þegar bæði karla- og kvennalið Ármanns mæta á Krókinn til að spila æfingaleiki gegn Tindastól.
Meira

Fjölmennum á Sauðárkróksvöll í kvöld!

Það er ekki laust við að nokkur spenna ríki á Norðurlandi vestra en í kvöld berjast bræður á grænu gerviengi Sauðárkróksvallar þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum úr Húnavatnssýslunni í undanúrslitum Fótboltapunkturnet-bikarsins. Vonir standa til þess að stuðningsmenn liðanna fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið fallega.
Meira

Körfuboltafjör á Skagaströnd á laugardag

Það er ekki bara á Króknum sem verður spilaður körfubolti um helgina hér á Norðurlandi vestra. Í dag og á morgun munu þrjú li,ð sem taka þátt í 1. deild karla í vetur, leiða saman hesta sína og spila þrjá æfingaleiki í íþróttahúsi Skagastrandar. Milli leikja á morgun verður boðið upp á körfuboltafjör fyrir unga iðkendur og auk Skagstrendinga er áhugasömum á Blönduósi og í nágrenni Skagastrandar velkomið að mæta.
Meira

Stjarnan hafði betur

Stjarnan hafði betur gegn Tindastóli í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 94-110. Stólarnir löfðu undir lungann úr leiknum og hefðu þurft að girða sig í vörninni en stigahæstir fyrir Tindastól í leiknum voru þeir Taowo Badmus með 23 stig og Ivan Gavrilovic var honum næstur með 18 stig. Fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar var stigahæstur Orri Gunnarsson með 25 stig og Luka Gasic bætti við 23 stigum. 
Meira