Varmahlíðarskóli flaug í úrslit í Skólahreysti eftir allt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
27.04.2023
kl. 13.30
Það var heldur betur boðið upp á drama þegar Skólahreysti grunnskólanema hófst í gær. Keppt var í íþróttahöllinni á Akureyri og fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku þátt í fyrra úrtakinu sem hóf keppni klukkan fimm í gær í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þar tóku fulltrúar Árskóla, Grunnskólans austan Vatna, Húnaskóla og Varmahlíðarskóla á honum stóra sínum. Þegar upp var staðið kom í ljós að Varmahlíðarskóli bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Brúarásskóli á Egilsstöðum hafi verið kynntur sigurvegari í beinni.
Meira