Íþróttir

„Vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni á föstudaginn“

Feykir hitar upp fyrir úrslitaleikinn stóra annað kvöld með því heyra hljóðið í Jónasi Aroni Ólafssyni sem á að baki rúmlega 230 leiki fyrir Tindastól. Hann er sonur Óla Óla og Anítu Jónasar og hefur einungis spilað fyrir Tindastól á sínum ferli. Nú eru einmitt tíu ár síðan hann spilaði fyrstu leikina fyrir mfl. Tindastóls í 2. deild sumarið 2015.
Meira

Æfingaleikir í kvöld!

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn, mfl kk í Síkinu í kvöld, leikurinn hefst eins og venjan er kl. 19:15. Miðaverð: 1000 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu Indriði verður á svæðinu frá kl 18:15 fyrir þau sem vilja aðstoð með árskort, sæti eða stæði.
Meira

„Á meðan þetta er séns munum við aldrei gefast upp!“

Viðbótarkeppnin í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld þegar Tindastólsstúlkur skjótast norður á Akureyri þar sem lið Þórs/KA bíður þeirra í Boganum. Það má eiginlega slá því föstu að lið Tindastóls þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni. Andstæðingarnir eru hin þrjú liðin sem eru í neðri hluta deildarinnar, Þór/KA, Fram og FHL – allt lið sem Stólastúlkur hafa sigrað í sumar þannig að það er allt mögulegt. Feykir tók púlsinn á Donna þjálfara.
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð komnir í gang

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í Húnabyggð er metnaðarfull dagskrá í gangi í tilefni átaksins sem Húnvetningar kjósa að kalla Heilsudaga í Húnabyggð og eru íbúar hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á.
Meira

Miðasala á leikinn í Laugardalnum hafin og Skagafjöður býður í rútuferð

Það er alltaf stemmari í því að klára tímabil í sportinu á risaviðureign. Eftir töluvert basl í neðri deildum á liðnum árum er þetta þó það knattspyrnupiltarnir í liði Tindastóls fá að upplifa nú á föstudaginn þegar þeir reima á sig fótboltaskóna á föstudaginn og fá að sýna listir sínar á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvellinum. Tilefnið er úrslitaleikur í neðrideildarbikar Fótbolta.nets.
Meira

Ungir Húnvetningar æfðu með fagmönnum í körfuboltafaginu

Um helgina var spilaður körfubolti á Skagaströnd en þar mættust karlalið Fjölnis, Snæfells og Þórs Akureyri, spiluðu innbyrðist og brýndu vopn og samspil fyrir komandi átök í 1. deildinni í vetur. Þá buðu leikmenn Snæfells og Fjölnis ungum Húnvetningum upp á ókeypis námskeið í þessari skemmtilegu íþrótt sem körfuboltinn er.
Meira

Söfnun fyrir Píeta gekk mjög vel

Tindastóll lék á laugardag tvo æfingaleiki í Síkinu á Sauðárkróki gegn Ármanni. Allt er þetta partur af því að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Bónus deildum karla og kvenna sem hefjast í kringum næstu mánaðarmót. 
Meira

Hljóp í 33 klukkustundir

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk var ræst sl. laugardag 20. september á slaginu klukkan níu og er hlaupinn 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Hringurinn er ræstur á heila tímanum og ræðst hvíld keppanda eftir því hvað þú ert fljótur að hlaupa hringinn.
Meira

Stólastúlkur í erfiðum málum í Bestu deildinni

Lokaumferðin í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild kvenna var spiluð í dag og það var sterkt lið FH sem kom á Krókinn þar sem lið Tindastóls beið þess. Hlutskipti liðanna er ólíkt; Stólastúlkur í bullandi fallbaráttu en lið FH að reyna að halda spennu í toppbaráttunni. Gæðamunurinn kom fljótt í ljós í leiknum og lið Hafnfirðinga vann öruggan 0-4 sigur.
Meira

„Þetta var magnað að upplifa!“

„Þetta var spennuþrunginn leikur þar sem mikið var undir,“ sagði Konni þjálfari Tindastóls þegar hann svaraði spurningum Feykis í nótt eftir að hafa fagnað mögnuðum sigri á liði Kormáks/Hvatar í undanúrslitum neðri deildar bikarsins. Leikurinn endaði 3-1 og lið Tindastóls því á leiðinni á Laugardalsvöll – væntanlega í fyrsta skipti í sögunni.
Meira