Lið Hamars/Þórs var sterkara í spennuleik í Þorlákshöfn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
02.03.2025
kl. 03.46
Hefðbundinni deildarkeppni í Bónus deild kvenna lauk fyrir viku og nú er hafin einföld umferð neðstu fimm liðanna annars vegar og efstu fimm hins vegar. Lið Tindastóls hafnaði í sjötta sæti og spilaði í gær sinn fyrsta leik í þessari leikjarunu. Þær heimsóttu lið Hamars/Þórs sem var að spila annan leik sinn en þær sunnlensku töpuðu á undraverðan hátt fyrir liði Aþenu. Heimalstúlkur leiddu mestanpart gegn liði Tindastóls sem voru þó ekki langt frá því að næla í sigur en heimastúlkurnar höfðu betur á endanum. Lokatölur 77-72.
Meira