Íþróttir

Lið Hamars/Þórs var sterkara í spennuleik í Þorlákshöfn

Hefðbundinni deildarkeppni í Bónus deild kvenna lauk fyrir viku og nú er hafin einföld umferð neðstu fimm liðanna annars vegar og efstu fimm hins vegar. Lið Tindastóls hafnaði í sjötta sæti og spilaði í gær sinn fyrsta leik í þessari leikjarunu. Þær heimsóttu lið Hamars/Þórs sem var að spila annan leik sinn en þær sunnlensku töpuðu á undraverðan hátt fyrir liði Aþenu. Heimalstúlkur leiddu mestanpart gegn liði Tindastóls sem voru þó ekki langt frá því að næla í sigur en heimastúlkurnar höfðu betur á endanum. Lokatölur 77-72.
Meira

Benni með þrennu þegar KF kom í heimsókn

Feykir verður að gangast við því að hafa verið alveg í ruglinu með skröltið á leiktíma Tindastóls og KF í Lengjubikarnum. Sagt var frá því að leikurinn yrði kl. 19 í kvöld en ekki er annað að sjá en að hann hafi farið fram í gærkvöldi. Hvernig sem það nú er þá er ljóst að Stólarnir voru í stuði og fóru illa með gesti sína úr Fjallabyggð. Lokatölur 5-0 og strákarnir því fyrstir liðanna á Norðurlandi vestra til að næla í sigur í Lengjubikar ársins.
Meira

Lið Húnvetninga reyndist rjómabollan sem lið KV gleypti í dag

Það var tímamótaleikur í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem lið KV og Kormáks/Hvatar leiddu sína gæðinga saman í fyrsta skipti á KR-vellinum. Svo virðist sem vallaraðstæður og heimavöllurinn hafi hentað liði Knattspyrnufélags Vesturbæjar betur en norðanmönnum því leikurinn endaði 8-1.
Meira

Skráðu sig seint inn og of snemma út

Það er næsta víst að úrslitakeppnin í körfunni verður óútreiknanleg því nokkur þeirra liða sem ekki hafa verið sannfærandi í vetur virðast búin að finna fjölina sína. Það er því vissara, ef hugmyndin er að ná í stig, að mæta á réttum tíma til leiks. Lið Tindastóls lenti í hörkuleik í gærkvöldi í Kaldalónshöllinni á Álftanesi og varð toppliðið að sætta sig við ósigur gegn sprækum heimamönnum. Lokatölur 102-89.
Meira

Fimm boltaleikir á þremur dögum

Boltaíþróttafólk á Norðurlandi vestra stendur í stórræðum þessa helgi en meistaraflokkar liðanna spila fimm leiki og erum við þá að tala um fótbolta og körfubolta. Karlalið Tindastóls, sem trónir á toppi Bónus deildar karla í körfunni, hefur veisluna á Álftanesi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður væntanlega gerð góð skil á Stöð2Sport.
Meira

Birna Guðrún og Friðrik Henrý sigruðu í partý-tvímenningi PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð í gærkvöldi fyrir alveg hreint frábæru pílumót en þá var boðið upp á partý tvímenning fyrir krakka í 3.-7. bekk á svæðinu. Mótið fór fram í húsnæði PKS og var þátttakan fín, nítján krakkar mættu til leiks. Sigurvegarar mótsins voru þau Birna Guðrún Júlíusdóttir og Friðrik Henrý Árnason og fengu að launum gullmedalíu. Í öðru sæti urðu Rakel Birta Gunnarsdóttir og Hólmar Aron Gröndal.
Meira

Skíðasvæðið í Stólnum opnað í dag

Það hefur ekki beinlínis verið snjóþungur vetur, úrkoma sem hefur fallið að mestu verið í votari kantinum, þannig að það er því gleðiefni að í dag er stefnt að opnun Skíðasvæðisins í Tindastólnum í fyrsta sinn í vetur. Skíðavinir þurfa þó að hafa hraðar hendur við að grafa upp skíðin og skóna því það verður opið á milli kl. 16:30 - 19:00 í dag og einnig á morgun, fimmtudag.
Meira

Töltmeistarinn Jói Skúla gjaldgengur í danska landsliðið

Eiðfaxi sagði frá því á dögunum að Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason, sem búið hefur í Danmörku í áratugi, sé nú orðinn gjaldgengur í danska landsliðið og stefnir á þátttöku fyrir hönd Dana á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Birmens Torf í Sviss snemma í ágúst á þessu ári. Jóhann telst vera einn sigursælasti knapi samtímans og hefur m.a. sjö sinnum orðið heimsmeistari í tölti á fimm mismunandi hestum.
Meira

Krækjurnar eru bestar :)

Helgina 14. og 15. febrúar fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, og er þá spilað bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Krækjurnar á Króknum létu sig ekki vanta á þetta frábæra mót og skráði tvö lið til leiks. Bæði liðin spiluðu fimm leiki hvor, A-liðið í 1. deild og B-liðið í 5. deild, og fóru leikar þannig að Krækjur A sigruðu sinn riðil og enduðu því í 1. sæti á mótinu.
Meira

Þróttarar úr Vogunum höfðu betur gegn Kormáki/Hvöt

Knattspyrnuliðin hér á Norðurlandi vestra eru komin á fullt í Lengjubikarnum. Þó var frí hjá liðum Tindastóls þessa helgina; stelpurnar eiga leik gegn Val um næstu helgi og leik strákanna sem átti að vera nú um helgina var frestað um viku. Húnvetningar voru aftur á móti í eldlínunni í gær og mættu liði Þróttar úr Vogum í Akraneshöllinni og máttu þola 0-3 tap.
Meira