Íþróttir

Basile tekur slaginn með Stólunum næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um að spila með félaginu á næsta tímabili. Í fréttatilkynningu frá Stólunum segist kappinn vera mjög glaður með að ganga til liðs við Tindastól. „Ég hef spilað gegn liðinu síðustu þrjú ár í úrslitakeppninni og ég get ekki beðið eftir því að fá Tindastólsaðdáendur loksins til að hvetja mig áfram!“
Meira

Íslandsmót og samhjólreiðar um helgina á Norðurlandi vestra

Um helgina verður mikil hjólaveisla í Skagafirði og í Húnavatnssýslu því Íslandsmótin í bæði tímatöku (TT) og götuhjólreiðum (RR) fara fram í Skagafirði. Þá verður einnig samhjól í Húnabyggð á Rabarbarahátíðinni og má því búast við einhverjum töfum á umferð. Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla vegfarendur til að sýna aðgæslu og skipuleggja ferðir sínar eftir bestu getu, út frá tímasetningum hjólareiðafólksins.
Meira

Kalt og blautt minningarmót GSS

Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag. 
Meira

ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.
Meira

Húnvetningar upp fyrir miðju

Kormákur/Hvöt og Tindastóll voru í eldlínunni í fótboltanum í dag og spiluðu bæði á útivelli. Húnvetningar nældu í mjög mikilvæg þrjú stig suður með sjó en Stólarnir urðu að sætta sig við jafnan hlut í leik sínum gegn Árborg á Selfossi.
Meira

Israel Martin og Hlynur Freyr taka við Stólastúlkum í körfunni

Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls kemur fram að deildin hefur samið við Israel Martín Concepción um að taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna og honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Króksarinn Hlynur Freyr Einarsson. Þetta eru aldeilis jákvæðar fréttir fyrir Tindastólsfólk og það verður sannarlega spennandi að fylgjast með Stólastúlkum berjast í Subway-deildinni næsta vetur.
Meira

ÓB-mótið komið á fullt og tónleikar í Aðalgötu í kvöld

Nú um helgina fer fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar koma saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og eru um 116 lið skráð til keppni og eru þvi rúmlega 700 keppendur sem hlaupa nú sér til hita í norðanátt og bleytu. Reyndar er veðrið skaplegra núna því það hefur stytt upp og samkvæmt upplýsingum Feykis er stemningin á vellinum ágæt miðað við aðstæður.
Meira

Lið Tindastóls í sjötta sæti eftir fyrri umferð Íslandsmótsins

Það var mikilvægur leikur í botnbaráttu Bestu deildar kvenna í gær en þá mættust lið Keflavíkur og Tindastóls í sannkölluðum sex-stiga-leik. Pakkinn í kjallara deildarinnar er þéttur og fyrir leik munaði einu stigi á liðunum, Stólastúlkur með sjö stig en heimastúlkur sex. Þegar til kom var lið Tindastóls mun sterkari aðilinn og skapaði sér mýmörg færi og Jordyn nýtti tvö þeirra og drógu Stólastúlkur því þrjú stig með sér heim í heiðardalinn.
Meira

Frábært veður á Sjóvá Smábæjaleikunum

Það var líf og fjör á Blönduósi sl. helgi þegar bærinn fylltist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjaleikunum. Þetta var í 20. skiptið sem mótið var haldið og keppt var í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 5.,6.,7., og 8., flokki. Mótið heppnaðist einstaklega vel og gaman að veðrið lék við foreldra og keppendur alla helgina.
Meira

Enn er skíðað í Tindastólnum

Íslenska landsliðið í skíðum æfði á skíðasvæði Tindastóls í gærdag en RÚV hefur eftir Sigurði Haukssyni, forstöðumanni skíðasvæðis Tindastóls, að hann muni ekki eftir að hafa skíðað í kringum sumarsólstöður áður. Níu manns voru við æfingar í gær, sextán ára og eldri, og gátu nýtt sér allan daginn.
Meira