Íþróttir

Leiða tölvuleikjaspilara saman

Stofnuð hefur verið rafíþróttadeild innan Tindastóls sem þegar er farin að keppa á mótum en markmiðið er að hefja eiginlega starfsemi með sumarkomunni. „Hlökkum til framtíðarinnar,“ segja þeir Ingi Sigþór Gunnarsson, formaður, Hjörtur Ragnar Atlason, varaformaður og Gunnar Ásgrímsson, gjaldkeri, á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira

Erfiðar lokamínútur Stólastúlkna í Njarðvík

Kvennalið Tindastóls brunaði alla leið í Njarðvík á þriðjudaginn og léku við lið heimastúlkna um kvöldið. Gestirnir lentu snemma undir og eltu lið Njarðvíkur nánast allan leikinn en voru þó sjaldnast langt undan. Heimastúlkur stigu upp undir lok þriðja leikhluta og Stólastúlkur áttu þá ekkert svar. Lokatölur 88-65.
Meira

Rúnar Már meistari meistaranna í Kasakstan

Króksarinn og landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er aftur kominn á ferðina með liði Astana eftir ævintýri í Evrópu-deildinni fyrir síðustu áramót. Um síðustu helgi mættust lið Astana, sem varð landsmestiari á síðasta tímabili, og Kaisar Kyzylorda, sem varð bikarmeistari, í leik meistara meistaranna sem er upphafsleikur nýs knattspyrnutímabils í Kasakstan.
Meira

Þrefaldur skagfirskur sigur

Skagfirðingar áttu góðu gengi að fagna í gær þegar keppt var í fyrsta riðli Skólahreysti á þessu ári. Skólarnir þrír, Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn austan Vatna og Árskóli, skiluðu frábærum árangri og röðuðu sér í þrjú efstu sætin.
Meira

Auglýst eftir leikmönnum Tindastóls eftir vetrarfrí!

Það gerðu örugglega flestir ráð fyrir laufléttri upphitun Tindastóls fyrir þrjá strembna leiki í lokaumferðum Dominos-deildarinnar, þegar fall-lið Fjölnis mætti í Síkið í gærkvöldi. Fyrirfram unnir leikir eiga það hins vegar til að enda sem bráðsleip bananahýði og sú varð raunin í gær því Tindastólsliðið mætti til leiks með hægri hendina í fatla og hausinn öfugt skrúfaðan á. Lið gestanna var yfir lengstum í leiknum en líkt og á móti Val hér heima fyrr í vetur, þá áttum við ekkert skilið úr leiknum og eins stigs tap makleg málagjöld. Lokatölur 80-81.
Meira

Skellur á snjóhvítu gervigrasinu

Tindastóll og Þróttur Vogum mættust í hríðinni á laugardag og var leikið á gervigrasinu á Króknum. Tindastólsmenn voru ansi fáliðaðir og varð þjálfari liðsins, James Alexander McDonough að reima á sig takkaskóna. Það dugði þó ekki til því piltarnir úr Vogunum unnu öruggan 1-5 sigur.
Meira

B-lið Keflavíkur hafði betur gegn Stólastúlkum

Lið Tindastóls tók á móti Keflavík b í 1. deild kvenna í körfubolta nú á laugardaginn í Síkinu. Stólastúlkum hefur gengið afleitlega það sem af er ári en að þessu sinni fékk Árni Eggert meira framlag frá sínum stúlkum og það var ekki fyrr langt var liðið á þriðja leikhluta að gestirnir snéru leiknum sér í hag. Enn eitt tapið var því niðurstaðan en lokatölur leiksins urðu 62-74 fyrir Keflavík b.
Meira

Jafntefli hjá Stólunum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum

Tindastólsmenn, sem munu leika í 3. deildinni í sumar, hafa loks náð að safna í lið og eru komnir á ferðina í Lengjubikarnum. Þar mættu strákarnir liði Sindra frá Höfn í Hornafirði og var spilað í Skessunni í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 2-2 eftir að Hornfirðingar jöfnuðu undir lok venjulegs leiktíma.
Meira

Einar Ísfjörð á úrtaksæfingar U15 karla

Einar Ísfjörð Sigurpálsson á Sauðárkróki hefur verið valinn í hóp fyrir úrtaksæfingar U15 landsliðs karla í knattspyrnu sem fram fara í Skessunni, Kaplakrika dagana 4.-6. mars.
Meira

Ísak Óli með fern verðlaun á MÍ í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem keppt var í tólf einstaklingsgreinum og boðhlaupi, bæði í kvenna- og karlaflokkum. Ísak Óli Traustason var öflugur og sté fjórum sinnum á verðlaunapall.
Meira