Íþróttir

Undirbúningur Landsmóts á Hólum í fullum gangi

Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í júlí 2026, sléttum 10 árum eftir að þar fór fram vel heppnað Landsmót. Það er hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið, en í góðu samstarfi við Háskólann á Hólum, Sveitarfélagið Skagafjörð og Landssamband hestamannafélaga. Undirbúningur fyrir mótið er þegar hafinn enda í mörg horn að líta.
Meira

Pétur, Nesi og Raggi áfram með Stólunum

Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Hannes Ingi Másson og Ragnar Ágústsson hafa skrifað undir samninga um að halda áfram með liðinu. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls kemur fram að þeir Pétur og Ragnar semji til næstu þriggja ára en Hannes til eins árs.
Meira

Stólarnir mæta toppliði 2. deildar í Fótbolti.net bikarnum

Í hádeginu í gær, föstudag 27. júní, var dregið í 16-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins, sem er bikarkeppni neðri deilda karla. Bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll unnu sína leiki í 32 liða úrslitum keppninnar nú fyrr í vikunni og voru því í pottinum þegar dregið var. Einhverja dreymdi um að liðin mundu dragast saman og spilaður yrði alvöru Norðurlands vestra slagur. Sá draumur rættist ekki.
Meira

Jóhann Daði er nýr formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar fór fram 25. júní og var efni fundarins aðeins eitt, að kjósa formann og stjórn fyrir deildina. Í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeildinni segir að það hafi tekist því Jóhann Daði Gíslason gaf kost á sér til formanns og hlaut einróma kosningu.
Meira

Maraþonmót hjá skagfirskum hestamönnum

Félagsmót Skagfirðings var haldið velli félagsins á Sauðárkróki laugardaginn 21 júní. Mótið var jafnframt úrtaka fyrir fjórðungsmót. Þátttaka var verulega góð og var lagt upp með að mótið yrði í 2 daga.
Meira

Kormákur/Hvöt með sigur á Grenivík

Síðari leikdagurinn í 32 liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins fór fram í gærkvöldi og þá mætti lið Kormáks/Hvatar piltunum í Magna á Grenivík. Leikurinn var kaflaskiptur því heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en taflið snérist við í síðari hálfleik. Það fór svo að gestirnir úr Húnavatnssýslunni reyndust sterkari og unnu leikinn 1-3. Bæði liðin af Norðurlandi vestra verða því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin.
Meira

Stólarnir áfram í Fótbolti.net bikarnum

Fyrsta umferðin í Fótbolti.net bikarnum í fótbolta hófst í gærkvöldi með leik Tindastóls og Árborgar á Sauðárkróksvelli. Leikið var við fínar aðstæður enda veðrið ljúft, hlýtt og stillt. Það fór svo að heimamenn tryggðu sig áfram í keppninni með 2-0 sigri.
Meira

„Hún leggur mikið á sig innan og utan vallar og er með frábært hugarfar“

Morgunblaðið valdi Tindastólsstúlkuna Birgittu Rún Finnbogadóttur, sem er alin upp hjá Umf. Fram á Skagaströnd, sem leikmann 10. umferðar Bestu deildar kvenna sem var leikin nú um helgina. Stólastúlkur léku fyrir austan í þeirri umferð og Birgitta var stanslaust ógn frá fyrstu til síðustu mínútu, skoraði tvö mörk og átti drjúgan þátt í hinum tveimur mörkum Tindastóls.
Meira

Hestamannafélagið Neisti hélt félagsmót og úrtöku

Vel heppnað félagsmót og úrtaka Hestamannafélagsins Neista 2025. Mótið fór fram við frábærar aðstæður í blíðskaparveðri sunnudaginn 22. júní .
Meira

Ungmennafélagar vilja koma upp strandblakvelli á Skagaströnd

Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd sendi sveitarstjórn Skagastrandar erindi þar sem óskað er eftir leyfi til þess að koma upp strandblakvelli á lóð sveitarfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að í erindinu komi fram að tilgangur verkefnisins sé að bæta aðstöðu til útivistar og hreyfingar fyrir almenning á Skagaströnd.
Meira