Íþróttir

Sætur fyrsti sigur Tindastóls í sumar

Lið Tindastóls tók á móti Vestra frá Ísafirði í 2. deildinni í knattspyrnu á vel rökum Sauðárkróksvelli í dag. Ísfirðingar voru fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en Stólarnir sigurlausir með tvö stig á botninum. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og áttu heimamenn í fullu tré við vel skipað lið gestanna og á endanum fór það svo að Tindastólsmenn fögnuðu glaðbeittir fyrsta sigri sínum í sumar. Lokatölur 2-1.
Meira

Breiðhyltingar í bóndabeygju á Króknum

Það heldur áfram stuðið á Stólastúlkum í Inkassodeildinni. Í gærkvöldi kom lið ÍR úr Breiðholti Reykjavíkur í heimsókn á Krókinn en ÍR-stelpurnar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni í sumar og því fyrir fram reiknað með sigri Tindastóls. Niðurstaðan var 6-1 sigur og lið Tindastóls hefur nú komið sér huggulega fyrir í þriðja sæti deildarinnar sem sannarlega gleður augað.
Meira

Jónsi ráðinn íþróttafulltrúi Þórs

Jón Stefán Jónsson mun um næstu mánaðarmót hætta störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls. Jón Stefán, eða Jónsi eins og hann er alltaf kallaður, hefur verið starfandi hjá knattspyrnudeild síðan á haustmánuðum árið 2017 og hefur sinnt 25% starfi sem framkvæmdastjóri hjá deildinni síðan á haustmánuðum 2018.
Meira

Stólastúlkur taka á móti ÍR í kvöld

Í kvöld munu stelpurnar í Tindastól taka á móti botnliði Inkasso-deildar kvenna í fótbolta á Sauðárkróksvelli. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið en með sigri geta heimastúlkur komið sér upp að hlið Þróttar, sem sitja nú í öðru sæti deildarinnar, fari svo að hann tapi sínum leik sem einnig fer fram í kvöld. ÍR vantar enn stig til að koma sér af botninum og hingað koma þær til að freista þess svo búast má við spennandi leik á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Jamie McDonough nýr þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastól

Englendingurinn Jamie McDonough hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls. Þá mun Jamie einnig hafa yfirumsjón með æfingum 5.-7. flokks karla ásamt íslenskum þjálfurum og vera með Arnari Skúla Atlasyni í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir að Jamie hafi síðastliðin ár starfað fyrir enska knattspyrnusambandið þar sem hann hefur kennt á þjálfaranámskeiðum. Sjálfur er hann menntaður kennari ásamt því að vera með UEFA A knattspyrnuþjálfaragráðu. Loks er hann með diplómu í þjálfun barna og íþróttasálfræði.
Meira

Óli Barðdal með námskeið hjá Golfklúbbi Sauðárkróks

Meistaramót GSS í golfi hófst í gær, miðvikudag, og lýkur nk. laugardag og er þátttaka mjög góð, að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins. „Krakkarnir kláruðu sitt meistaramót í gær og fór allt vel fram. Völlurinn er í toppstandi og er nú vel sóttur eftir rólegan júnímánuð. Það er mikil gróska í starfinu og á næsta ári verður GSS 50 ára svo bjart er framundan.“
Meira

Framundan í boltanum

Það fara fram þrír leikir í boltanum um helgina. Einn á morgun föstudagskvöldið 12. júlí og tveir laugardaginn 13. júlí.
Meira

Jan Bezica nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fundið aðstoðarmann Baldurs. Jan Bezica heitir hann og mun hann einnig þjálfa yngri flokka félagsins.
Meira

Markaleikur á Sauðárkróksvelli

Í gærkvöldi fór fram bráðskemmtilegur leikur Tindastóls og Grindavíkur í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Það vantaði svo sannarlega ekki upp á spennuna og mörkin í þessum leik því mörkin voru alls sjö. Fyrir leikinn var Tindastóll í sjötta sæti með níu stig en Grindavík í því fjórða.
Meira

Yngvi Magnús Borgþórsson hættur hjá Tindastól

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Yngvi Magnús Borgþórsson hafa komist að samkomulagi að Yngvi hætti störfum sem þjálfari liðsins. Í tilkynningu sem stjórn deildar sendi frá sér kemur fram að Arnar Skúli Atlason, sem var Yngva til aðstoðar undanfarnar vikur, muni taka við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum manni inn í þjálfarateymi meistaraflokks.
Meira