Íþróttir

Snjópöntunin fyrir október loks að skila sér

Það hefur kyngt niður snjó hér Norðanlands síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Það þýðir að skíðavinir kætast og draumurinn um dúnmjúkt hvíta gullið á skíðasvæðinu í Tindastóli fer að kitla. Það var því ekki annað að gera en heyra í þeim köppum á skíðasvæðiinu og spyrja hvort opnun væri í pípunum eða hvort snjórinn væri hreinlega orðinn of mikill.
Meira

Anna Karen, Daníel, Ísak Óli, Murr og Arnar tilnefnd hjá UMSS

Þann 27. desember nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessari hátíðarsamkomu eru allir þeir sem eru tilnefndir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veittar viðurkenningar en einnig fá fær ungt afreksfólk sem hefur verið tilnefnt til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Birgitta og Elísa æfa með U16

Skagastrandarstöllurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríel Björnsdóttir, sem brilleruðu á fótboltavellinum í sumar, hafa verið valdar til æfinga með U-16 landsliði Íslands.
Meira

Farið að þreifa á leikmönnum fyrir næsta sumar

Að sögn Adams Smára Hermannssonar, nýs formanns knattspyrnudeildar Tindastóls, eru þreyfingar hafnar í leikmannamálum og má vænta frétta af þeim vettvangi fyrr en síðar.
Meira

USVH er Fyrirmyndarhérað ÍSI

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga fékk árið 2019 viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mánudaginn 11. desember síðastliðinn fékk USVH síðan endurnýjun þessarar viðurkenningar. Var það Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.
Meira

Adam Smári nýr formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram fyrr í mánuðinum en á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt stjórnarkjöri. Sunna Björk Atladóttir sem leitt hefur starf knattspyrnudeildar undanfarin ár steig til hliðar en Adam Smári Hermannsson tók við formennskunni af henni.
Meira

Þórir Guðmundur bestur í Subway-deildinni

Fyrri umferð Subway-deildarinnar í körfubolta karla lauk í gærkvöldi með leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar. Það voru gestirnir úr Þorlákshöfn sem höfðu betur og smelltu sér þar með upp að hlið Vals á toppi deildarinnar með 16 stig. Lið Tindastóls er síðan í hópi fimm liða sem eru í 3.-7. sæti með 14 stig.
Meira

Hulda Þórey fær afreksbikarinn

Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Þriggja stiga stuðpartý Stólanna í Hveragerði

Sigurlausir Hamarsmenn fengu meistara Tindastóls í heimsókn í Hveragerði í síðustu umferð fyrri umferðar Subway-deildarinnar í kvöld. Það er allt í einum haug á toppi deildarinnar og að mati Pavels þjálfara var mikilvægt að ná í sigur í Kjörísbæinn svo lið hans þyrfti ekki að stunda eltingarleik eftir áramót. Bæði lið komu nokkuð löskuð til leiks en um leið og Stólarnir náðu undirtökunum var ekki að sökum að spyrja. Lokatölur 81-106.
Meira

Stólarnir fá KR í heimsókn í VÍS bikarnum

Spilað var í VÍS bikarnum um liðna helgi. Stólastúlkur duttu úr leik gegn sterku liði Njarðvíkinga en strákarnir lögðu Breiðablik í Smáranum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Í hádeginu í gær var einmitt dregið í átta liða úrslitin og fékk lið Tindastóls heimaleik gegn liði KR sem nú spilar í 1. deildinni.
Meira