EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
19.08.2025
kl. 13.42 oli@feykir.is
Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst. Alls voru átta klúbbar sem tóku þátt en eftir æsispennandi úrslitaleik milli liða Golfklúbbs Skagafjarðar og Golfklúbbs Húsavíkur, þar sem úrslit réðust í bráðabana, þá höfðu Skagfirðingarnir betur og fara upp um deild, spila í 2. deild að ári.
Í júníbyrjun sagði Feykir frá því að Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hafi verðlaunað Svetislav Milosevic fyrir það að vera leikjahæsti dómari maímánaðar en nú er komið að því að tilkynna þá dómara sem voru leikjahæstir í júní og júlí. Það eru þeir Baldur Elí Ólason og Styrmir Snær Rúnarsson sem náðu þeim flotta árangri enda voru þeir einstaklega duglegir á línunni í sumar en einnig flautaði Styrmir leik hjá 4. flokki. Strákarnir eru báðir leikmenn Tindastóls í 3. flokki og fengu þeir gjafabréf á N1 í verðlaun fyrir dugnaðinn. Feykir lagði fyrir þá nokkrar spurningar.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
18.08.2025
kl. 14.30 bladamadur@feykir.is
Þátttaka Tindastóls í Evrópukeppni, ENBL, verður nú alltaf raunverulegri og raunverulegri. Dagur Þór Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar fór til Riga í Lettlandi um helgina á tæknifund keppninnar. Á tæknifundinum var farið yfir ýmis praktísk atriði keppninnar auk þess sem hann hitti fulltrúa andstæðinga okkar og gat byrjað að undirbúa ferðalögin.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
18.08.2025
kl. 14.00 bladamadur@feykir.is
Kormákur/ Hvöt tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á Blönduósvelli í gær þegar leikið var í 18. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 2. deild. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn sem skoruðu strax á 2. mínútu en það gerði Goran Potkozarac.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf, Lokað efni
16.08.2025
kl. 22.33 oli@feykir.is
Framkvæmdir hefjast senn við nýjan golfskála á Hlíðarendavelli Það standa fyrir dyrum framkvæmdir á svæði Golfklúbbs Skagafjarðar en nú í lok ágúst verður hafist handa við að fjarlægja golfskálann og í framhaldinu verður ráðist í jarðvegsvinnu og uppsetningu á nýjum og stærri golfskála. Sá verður um 230 fermetrar og því talsvert meira en helmingi stærri en sá gamli.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
16.08.2025
kl. 22.24 oli@feykir.is
Topplið Magna frá Grenivík mætti á Sauðárkróksvöll í gærkvöldi þar sem Tindastólsmenn biðu þeirra. Það fór svo að gestirnir hirtu öll stigin með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma en þá voru aðeins orðnir eftir nítján leikmenn á vellinum. Miðað við leikskýrslu hlýtur dómari leiksins að vera með strengi í spjaldahandleggnum eftir leikinn því hann sýndi spjöldin sín tvö alls 26 sinnum í leiknum – þar af gestunum 18 sinnum! Lokatölur 0-1.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
14.08.2025
kl. 23.00 oli@feykir.is
Tindastólsstúlkur fengu lið Þróttar Reykjavík í heimsókn í kvöld í Bestu deildinni. Eins oft vill verða þá vildu bæði lið stigin sem í boði voru en það fór svo að þau fengu sitt hvort stigið sem gerði kannski ekki mikið fyrir gestina í toppbaráttu deildarinnar en gæti reynst dýrmætt í botnslagnum fyrir lið Tindastóls. Lokatölur 1-1.
Stelpurnar í Tindastóli mæta Þrótti Reykjavík á Sauðárkróksvelli í dag kl. 18. Núna þarf Tindastóll allan stuðning sem í boði er til að forða sér frá fallsvæðinu. Mætum öll. Það verður börger og stemning. hmj
Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina.
Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur oft á liðnum mánuðum fjallað um rekstur og stöðu sorpmála í Skagafirði. Bæði vegna þess að málaflokkurinn er stór, en einnig vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á sorpsöfnunarkerfinu í Skagafirði, eftir að Alþingi breytti lögum um meðhöndlun úrgangs. Í kjölfar leiðbeinandi könnunar meðal íbúa í dreifbýli í júlí 2022, var ákveðið af sveitarstjórn að sorp skyldi sótt á öll heimili í Skagafirði frá og með áramótum 2023.
Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs og atvinnulífs.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Að þessu sinni er það Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamlagi KS sem svarar Tón-lystinni. Svabbi er fæddur 1969, sonur Helenu Svavarsdóttur og Reynis Barðdal, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og segist heimakær með afbrigðum. Verkfæri Svabba í tónlistinni er gítar og spurður um helst tónlistarafrek svarar hann: „Hljómsveitin Herramenn á sínum tíma, það var nú alveg nægilegt fyrir mig.“