Íþróttir

Bikar-Stóllinn kominn út

Í tilefni af leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum Geysis-bikarsins hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls gefið út Bikar-Stólinn þar sem stuðningsmenn geta kynnt sér leikmenn liðsins, lesið viðtöl og umfjallanir. Aðeins verður hægt að nálgast blaðið á stafrænu formi og mun það því liggja í netheimum öllum til gagns og gamans.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöllinni og gerði Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason, UMSS, gott mót og varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Í öðru sæti varð Bjarki Rósantsson, Breiðabliki, og í þriðja sæti Andri Fannar Gíslason, KFA.
Meira

Skellur í Hertz-hellinum

Tindastólsstúlkur fóru suður yfir Holtavörðuheiði í gær og léku við lið ÍR í Breiðholtinu. Eftir ágæta byrjun Tindastóls í leiknum þá tóku Breiðhyltingar yfir leikinn allt til loka og niðurstaðan hörmulegur skellur. Lið ÍR var yfir 45-26 í hálfleik en vont versnaði í síðari hálfleik og lokatölurnar 106-49.
Meira

Haukar sigraðir í hörkuleik í baráttunni um 3. sætið

Haukar í Hafnarfirði tóku á móti liði Tindastóls á Ásvöllum í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að leikurinn hafi tekið á taugarnar. Engu að síður var lið Tindastóls yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu. Jasmin Perkovic átti sinn besta leik fyrir Stólana en kappinn gerði 13 stig og hirti 14 fráköst, helmingi fleiri en Flenard Whitfield í liði Hauka. Döpur hittni af vítalínunni átti stóran þátt í tapi heimamanna en lokatölur leiksins voru 76-79 fyrir Tindastól eftir æsilegar lokamínútur.
Meira

Viggó kveður skíðasvæðið eftir 20 ára starf

„Þetta var eins góður dagur og mögulegt var. Það hjálpaðist allt að, gott veður, gott færi og frábær snjór um allan Stólinn og þó víðar væri leitað. Það gekk bara allt upp, í einu orði sagt dásamlegur dagur,“ sagði Viggó Jónsson, staðarhaldari skíðasvæðisins, í nýjasta Feyki er hann var inntur eftir því hvernig hefði gengið er nýja skíðalyftan var vígð á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól sl. sunnudag. Nú er komið að tímamótum hjá Viggó þar sem hann hættir hjá skíðadeildinni nú um helgina og er því að klára sína síðustu viku í starfi framkvæmdastjóra deildarinnar.
Meira

„Næstu tvö ár verða erfið“

Viðræður standa yfir við Arnar Skúla Atlason um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu. Rangt var farið með í Feyki að búið væri að skrifað undir samninga. Að sögn Rúnars Rúnarssonar sitjandi formanns deildarinnar verður í beinu framhaldi farið í að klára að manna liðið.
Meira

Feðgar í liði Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar tekur nú þátt í B-deild Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu en sex lið taka þátt í henni. Lið Húnvetninga hefur nú þegar leikið þrjá leiki og náði í sinn fyrsta sigur í síðustu viku. Þá öttu þeir kappi við lið Samherja og höfðu sigur, 4-2.
Meira

Góður dagur er nýja lyftan á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól var vígð

Nýja lyftan á skíðasvæði AVIS í Tindastól var formlega tekin í notkun í gær í upphafi afmælishátíðar svæðisins en fagnað er þessa vikuna að 20 ár eru síðan það var tekið í notkun. Auk Sigurðar Bjarna Rafnssonar, formanns deildarinnar, hélt Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, tölu og séra Sigríður Gunnarsdóttir blessaði svæðið.
Meira

Jæja, hversu gaman var þetta?

Það var ekkert steindautt stórmeistarajafntefli í Síkinu í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn tóku á móti vinum sínum úr Vesturbænum. Gestirnir í KR fóru vel af stað en smá saman drógu Stólarnir þá inn og úr varð alvöru bardagi þar sem leikmenn grýttu sér á lausa bolta og jaxlar voru bruddir eins og bismark-brjóstsykur. Það skemmdi síðan ekki fyrir að sigurinn féll með okkar mönnum eftir hálfgert þrátefli síðustu mínútuna sem er sennilega ein sú lengsta og æsilegasta sem leikin hefur verið í Síkinu og er þó um ágætt úrval að ræða. Lokatölur 80-76 fyrir Tindastól.
Meira

„Þurfum að koma klárir í hvern leik“

„Nei, nei, ekkert að hugsa um að hætta, það þýðir ekkert meðan líkaminn leyfir þá er allt í lagi að halda aðeins áfram,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls í körfunni, en hann skrifaði undir til tveggja ára við deildina í gær eins og Feykir sagði frá í gær. „Þetta er bara frábært að gera samning við svo marga í einu og það að Jaka skuli gera samning til tveggja ára. Það er þá kominn góður kjarni og við byggjum á þessu og höfum bara gaman. Þetta skiptir máli.“
Meira