Fyrsti leikurinn að Hlíðarenda á laugardag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.05.2023
kl. 09.23
Þá er ljóst að Valsmenn verða andstæðingar Tindastóls í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og snéru einvígi sínu við Þór Þorlákshöfn við eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Meiðsli settu sannarlega strik í reikninginn hjá liðunum en Valsmenn voru án Acox til að byrja með en veikindi og meiðsli nokkurra lykilmanna Þórs urðu þeim erfið í síðustu leikjunum. Liðin spiluðu oddaleik að Hlíðarenda í gærkvöldi og Valsmenn unnu leikinn, 102-95.
Meira
