Kópavogspiltar höfðu betur í toppslagnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.07.2022
kl. 08.23
Það var toppslagur í B-riðli 4. deildar í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn sóttu kappana í liði KFK heim. Leikið var í Fagralundi í Kópavogi og ljóst að sigurliðið væri komið í lykilstöðu í riðlinum. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli á Króknum í fyrstu umferðinni í sumar og þá var ljóst að mótherjinn hafði á að skipa vel spilandi liði. Það fór svo í gær að þeir reyndust örlítið sterkari á svellinu og uppskáru 3-2 sigur.
Meira