Stólarnir ekki í stuði í Keflavík
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.04.2023
kl. 09.36
Stólarnir mættu til leiks í Keflavík í gær í 2-0 stöðu í einvíginu við Keflavík í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Þeir áttu því möguleika á að sópa Suðurnesjapiltunum í sumarfrí í Blue-höllinni en svo virðist sem þeir hafi skilið sópinn eftir heima í Síki því það var aldrei í spilunum að Keflvíkingar töpuðu leiknum. Þeir náðu yfirhöndinni undir lok fyrsta leikhluta og gestirnir náðu aldrei áhlaupi sem var líklegt til að snúa leiknum Stólunum í hag. Lokatölur 100-78.
Meira
