Leikur í kvöld og Drungilas með
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.05.2023
kl. 10.01
Ótrúlegasta fólk í Skagafirði dregur andann nú varlega vegna spennu yfir úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuknattleik. Annar leikur liðanna er í Síkinu í kvöld og verður vafalítið mikið um dýrðir; partýtjaldið opnað klukkan fjögur og þangað mæta megastjörnur á borð við Helga Sæmund, Audda Blö og Steinda Jr. Ef einhver hefur pláss fyrir hammara og lindarvatn þá er hægt að redda því því grillið verður sjóðandi heitt löngu fyrir leik sem hefst kl. 19:15.
Meira
