Létt verk og löðurmannlegt í logninu á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.08.2022
kl. 22.05
Tindastóll hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar og nú er bara spurning hvort liðið sleppur við að fara í umspil. Allir leikir skipta því enn máli. Næst síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni fór fram á Sauðárkróksvelli í dag þegar Skautafélag Reykjavíkur mætti til leiks. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna 3-5 en gestirnir reyndust lítil fyrirstaða í dag þó þeir hafi minnt á sig framan af leik. Lokatölur voru 9-1.
Meira