Samstarf yngri flokka í fótboltanum á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
11.01.2022
kl. 15.07
Á dögunum var undirritaður samningur milli knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu tímabilið 2022. Á heimasíðu Tindastóls segir að flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Meira