Íþróttir

Lilla í æfingahópi U16 kvenna Íslands

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið 33 stúlkna hóp sem æfir dagana 23.-25. nóvember í Miðgarði í Garðabæ. Ein stúlka frá Tindastóli er í hópnum en það er Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir. Sjö stúlkur í hópnum koma frá liðum á landsbyggðinni; tvær frá Þór/KA, ein frá Hetti Egilsstöðum, ein frá ÍBV í Eyjum, ein úr Keflavík, ein úr ÍA og loks Lilla Stebba úr Tindastóli.
Meira

Þórsliðið reyndist sterkara á lokakaflanum

Lið Tindastóls og Þórs Akureyri mættust í Síkinu í gær í 10. umferð 1. deildar kvenna. Þórsliðið, sem er ansi vel mannað, hafði yfirhöndina lengstum en eftir jafnan fyrri hálfleik náði lið Tindastóls forystunni fyrir hlé. Það var síðan í fjórða leikhluta sem Akureyringar, með Maddie Sutton og Marínu Lind í miklum ham, náðu að hrifsa stigin frá Stólastúlkum og unnu góðan sigur, lokatölur 66-87.
Meira

Sama stjórn hjá knattspyrnudeild Tindastóls en ekki tókst að manna barna- og unglingaráð

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls, sem fram fór í gærkvöldi, gáfu stjórnarmenn kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Annað var uppi á teningnum hjá barna- og unglingaráði, sem starfað hefur með sjálfstæðan fjárhag í um tvö ár, þar sem ekki náðist að fullmanna stjórnina og flyst því rekstur þess til stjórnar deildarinnar.
Meira

Nýjasti Stóllinn kominn í dreifingu

Stóllinn, kynningarblað körfuknattleiksdeildar Tindastóls fyrir tímabilið 2022-2023, er komið út og verður dreift í öll hús á Sauðárkróki í dag. Venju samkvæmt er blaðið fullt af viðtölum og upplýsingum um körfuboltavertíðina, kynning á leikmönnum og leikjum meistaraflokka o.s.frv. Þetta er í fjórða sinn sem Stóllinn er gefinn út en þess má þó geta að sérstakur Bikar-Stóll fór á netið snemma árs 2020 þegar lið Tindastóls komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Meira

Tindastóll mun áfrýja niðurstöðu aganefndar KKÍ

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum körfuboltaáhugamönnum að niðurstaða fékkst í gær í kærumáli Hauka á hendur Tindastólsmönnum þar sem Stólarnir tefldu fram ólöglegum leikmanni, eða fjórða erlenda leikmanninum, í bikarleik liðanna á dögunum. Samkvæmt laganna bókstaf er refsingin við brotinu á þann veg að liðinu sem brýtur af sér er dæmt 0-20 tap og sekt upp á krónur 250 þúsund. Og það reyndist niðurstaða aganefndar KKÍ. Að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, mun félagið að sjálfsögðu áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ.
Meira

Tólf leikir hjá flokkum unglingaráðs um helgina

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá MB10 stúlkna og drengja ásamt því að bæði 10 fl. drengja, 12. fl. karla og Ungmennaflokkur karla spiluðu einn leik hver.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna í Smáranum

Stólastúlkur sóttu b-lið Breiðablik heim í Smárann í dag en í fyrstu umferð Íslandsmótsins þá var það eina liðið sem Tindastóll náði að leggja í parket. Sá leikur 95-26 heima í Síkinu og það voru því væntingar um að bæta mætti tveimur stigum á töfluna í dag. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi bætt leik sinn frá því í haust þá áttu þær ekki roð í lið Tindastóls sem vann öruggan sigur, 61-113.
Meira

Arnar með landsliðinu í undankeppni HM

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er hafinn í undankeppni HM 2023. Liðið hefur æft saman síðustu daga og í kvöld, 11. nóvember, mæta strákarnir landsliði Georgíu í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni á RÚV en uppselt er á leikinn. Einn leikmaður Tindastóls, Arnar Björnsson, var valinn í landsliðshóp Íslands og fær vonandi að láta ljós sitt skína.
Meira

Úrslit leikja sl. helgi hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Um síðustu helgi spiluðu nokkrir flokkar Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls leiki eða 16 talsins og voru þrettán þeirra spilaðir í Síkinu.
Meira

Stólarnir náðu að hrista Stjörnumenn af sér

Síðari leikur tvíhöfðans gegn liðum Stjörnunnar í Garðabæ fór fram í Síkinu í gær og hófst klukkan 20. Stólarnir höfðu endurheimt flesta piltana sem stríddu við meiðsli í undanförnum leikjum og var allt annar bragur á liðinu fyrir vikið en Vlad þjálfari benti einmitt á það að leik loknum að þegar það vantaði bæði Pétur og Arnar þá væri það líkast því að taka hjartað úr liðinu. Leikurinn var ágæt skemmtun og vel spilaður en það voru heimamenn sem komust á sigurbraut á ný, reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fögnuðu kærkomnum sigri gegn góðu Stjörnuliði. Lokatölur 98-89.
Meira