Blikar í einangrun og leik frestað gegn Stólum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.01.2022
kl. 14.00
Leik Breiðabliks og Tindastóls sem var á dagskrá í kvöld í Subway deildinni hefur verið frestað vegna einangrunar leikmanna Breiðabliks. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ hefur leiknum verið fundinn nýr leiktími mánudaginn 7. febrúar kl. 19:15. Einn leikur fór fram í gærkveldi Blue-höllin í Keflavík þar sem heimamenn töpuðu óvænt fyrir ÍR 77 – 94.
Meira