Spennandi námskeið á Króknum milli jóla og nýárs fyrir ungt knattspyrnufólk
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2021
kl. 15.29
Knattspyrnuakademía Norðurlands verður með námskeið dagana 27. og 28. desember á Sauðarkróksvelli og er námskeiðið ætlað krökkum allt frá 7. flokki og upp í 3. flokk karla og kvenna. Systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur verða með fyrirlestra á námskeiðinu. „Það er frábært að fá jafn reynda fyrirlesara og þær systur. Nú þegar hafa rúmlega 30 krakkar skráð sig. Foreldrar barna sem koma á námskeiðið geta setið þessa fyrirlestra sem er frábært því þarna er farið yfir allt sem skiptir máli. Einar Örn,Margrég Lára og Elísa eru öll mikið íþróttafólk og fagmenn í því sem þau eru að gera,“ segir Tóti yfirþjálfari yngri flokkaTindastóls.
Meira