Verður Haukum dæmdur sigur í bikarleiknum?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.10.2022
kl. 11.56
Tindastóll og Haukar mættust í VÍS bikarnum sl. mánudagskvöld og unnu Stólarnir leikinn af öryggi. Á daginn hefur komið að mistök urðu við leikmannaskipti hjá Stólunum þannig að á einu andartaki leiksins voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Reglan er sú að á öllum tímum skuli tveir íslenskir leikmenn vera inn á í hverju liði. Brot á reglunum þýðir að brothafi tapar leiknum 20-0 og skal greiða 250 þúsund króna sekt. Einfalt – eða kannski ekki.
Meira
