Atli orðinn markahæstur HK-manna í efstu deild
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.07.2020
kl. 10.10
Atli Arnarson hefur verið á skotskónum, eða kannski helst vítaspyrnuskónum, það sem af er tímabilinu í Pepsi Max deild karla. Atli er Króksari, sonur Möggu Aðalsteins og Ödda læknis Ragnarssonar og því alinn upp með Tindastólsmerkið á brjóstinu. Atli skoraði í vikunni tvö mörk fyrir lið sitt HK gegn ÍA á Skipaskaga og varð þar með markahæsti leikmaður HK í efstu deild, frá upphafi, með átta mörk.
Meira