Tveir Norðurlandsmeistarar hjá GSS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.09.2019
kl. 09.00
Golfklúbbur Sauðárkróks hefur verið öflugur í starfi sínu í sumar og eignaðist m.a. tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri. Á heimasíðu GSS kemur fram að úrslit í holukeppni Golfklúbbs Sauðárkróks hafi ráðist í lok ágúst og varð Rafn Ingi Rafnsson holukeppnismeistari GSS árið 2019 en hann hafði betur í spennandi leik á móti Telmu Ösp Einarsdóttur.
Meira