Tap í síðasta leik vetrarins hjá Stólastúlkum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.03.2019
kl. 16.11
Lið Tindastóls sótti Þórs-stúlkur heim í Höllina á Akureyri í gær í síðasta leik liðsins í 1. deild kvenna þennan veturinn. Stólastúlkur höfðu tapað fyrri tveimur leikjum liðanna í vetur en báðir voru þeir jafnir og spennandi en í gær náði lið Þórs upp mikilli baráttu og tóku völdin snemma leiks. Á enda hömpuðu þær 28 stiga sigri, lokatölur 86-58, og náðu því þrennunni gegn nýliðum Tindastóls í vetur.
Meira