Rúnar Már mætir á Old Trafford
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.09.2019
kl. 16.03
Það er óhætt að fullyrða að einn af draumum skagfirsku knattspyrnukempunnar Rúnars Más Sigurjónssonar sé við það að rætast en Rúnar, sem spilar sem atvinnumaður með liði Astana frá Kasakstan, mun að öllu óbreyttu skeiða um Old Trafford leikvanginn í Manchester eftir viku. Lið Rúnars er í sama riðli og Manchester United í Evrópu-deildinni í knattspyrnu og liðin mætast í Englandi þann 19. september nk.
Meira