Íþróttir

UMSS fyrirmyndarhérað ÍSÍ og Viggó með gullmerki

Á 99. ársþingi UMSS sem haldið var í Húsi frítímans síðastliðinn þriðjudag, 19. mars, veitti Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Ungmennasambandi Skagafjarðar viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, en það er annað héraðssambandið sem hlýtur þessa viðurkenningu á landinu.
Meira

Bjarki Már þjálfar Kormák/Hvöt

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar sem leikur í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu en hann er margreyndur varnarjaxl með Tindastóli en einnig sem þjálfari.
Meira

Domi endurnýjaði samning við Kormák/Hvöt

Juan Carlos Dominguez Requena, skrifaði í gær undir nýjan samning við Kormák/Hvöt en Domi kom til liðsins í fyrrasumar og var mikilvægur hlekkur í varnarleik liðsins. Á Facebooksíðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að stjórnin hlakki til áframhaldandi samstarfs við Domi. Við undirritun samningsins voru viðstödd Hámundur Örn og Lee Ann sem sitja í meistaraflokksráði Hvatar.
Meira

Krækjur í fyrstu deild

Deildarkeppni neðri deilda í blaki lauk sl. sunnudag en leikið var á Flúðum, á Álftanesi og í Kórnum í Kópavogi. Krækjurnar, sem keppa undir merkjum Umf. Hjalta, gerðu sér lítið fyrir og urðu deildarmeistarar í 2. deild eftir sigur í öllum leikjum vetrarins.
Meira

Júdókappar Norðurlands vestra stóðu sig vel á vormóti JSÍ

Vormót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka, frá 11 ára til 20 ára var haldið á Akureyri í gær og kepptu alls 84 keppendur frá tíu júdófélögum. Sex voru skráðir til leiks frá júdódeild Tindastóls en Steinn Gunnar Runólfsson neyddist til að hætta við vegna veikinda og því kepptu fimm fulltrúar deildarinnar á mótinu. Tveir kepptu fyrir hönd Pardusar á Blönduósi.
Meira

Stólarnir skelltu í sparigírinn gegn Keflvíkingum

Síðasta umferðin í Dominos-deildinni var spiluð í gærkvöldi og í Síkinu mættust lið Tindastóls og Keflavíkur í leik sem talinn var vera baráttan um þriðja sætið í deildinni. Hefðu toppliðin tvö tapað sínum leikjum áttu Stólarnir reyndar möguleika á að verða deildarmeistarar en það var aldrei að fara að gerast. Það áttu því allir von á baráttuleik en Stólarnir komu alveg sjóðheitir til leiks og spiluðu hreint geggjaða vörn gegn ráðvilltum Keflvíkingum sem voru mest 38 stigum undir í leiknum. Lokatölur 89-68 og þriðja sætið því okkar!
Meira

Stórleikur í Síkinu í kvöld

Það verður hart barist í Síkinu í kvöld þegar lið Tindastóls og Keflavíkur leiða saman hesta sína í lokaumferð Dominos-deildarinnar. Liðin eru bæði með 30 stig þegar 21 umferð er lokið og ljóst að sigurliðið í kvöld endar að öllum líkindum í þriðja sæti. Staða fimm efstu liða er merkilega jöfn og talsverðar sviptingar geta orðið á stigatöflunni í kvöld.
Meira

Sveiflukennt í Fjósinu

Tindastóll heimsótti nýfallið lið Skallagríms í gærkvöldi í 21. umferð Dominos-deildarinnar og var leikið í Fjósi þeirra Borgnesinga. Leikurinn var sveiflukenndur í meira lagi en heimamenn spiluðu líkt og topplið í fyrri hálfleik, léku Stólana grátt og leiddu 45-30 í leikhléi. Í síðari hálfleik snérist dæmið við en þá gerðu Tindastólsmenn 60 stig og sigruðu að lokum 82-90.
Meira

Á sjötta tug júdóiðkenda á æfingabúðum á Sauðárkróki

Það var heilmikið um að vera hjá ungum júdóiðkendum um helgina þar sem æfingabúðir voru haldnar á Sauðárkróki. Iðkendur frá júdódeild UMF Selfoss og júdófélaginu Pardus á Blönduósi mættu á Krókinn og áttu skemmtilega stund með félögum sínum í júdódeild Tindastóls. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að undanfarin tvö ár, 2017 og 2018, hafi júdófélagið Pardus haldið æfingabúðir með svipuðu sniði þar sem þessi þrjú júdófélög hafa komið saman og æft en að þessu sinni var skipt um staðsetningu og júdódeild Tindastóls tekið á móti hópnum.
Meira

Flottur sigur hjá fótboltastelpunum

Það er talsverð eftirvænting fyrir komandi knattspyrnusumri hjá kvennaliði Tindastóls í fótboltanum en þær munu taka þátt í Inkasso-deildinni í sumar. Líkt og strákarnir þá taka stelpurnar nú þátt í Lengjubikarnum, leika þar í riðli 1 í C-deild kvenna, og þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sameinað lið Aftureldingar/Fram í sínum fyrsta leik í gær. Lokatölur 1-3. Daginn áður laut karlalið Tindastóls í gervigras gegn Skallagrími, 2-1.
Meira