Íþróttir

U18 landslið stúlkna í körfuknattleik fékk bronsið

Nú er nýafstaðið Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. Norðurland vestra á sína fulltrúa í U18 landsliði stúlkna en það eru þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir, frá Reykjum í Hrútafirði, Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir, úr Skagafirðinum.
Meira

Svipmyndir frá Landsmóti hestamanna

Landsmót hestamanna er komið á fulla ferð eins og lesendur Feykis.is hafa eflaust áttað sig á. Á annað þúsund manns voru mættir á mótið á Hólum í Hjaltadal áður en keppni hófst á mánudag og kom góð mæting svo snemma móts skemmtilega á óvart. Um 5000 miðar seldust í forsölu fyrir mótið, þar af keyptu útlendingar fjórðunginn, og er því reiknað með a.m.k. 5000 gestum á Landsmót.
Meira

Sveitafélagið Skagaströnd styrkir efnilegan kúluvarpara

Á sveitastjórnarfundi á Skagaströnd á dögunum barst erindi frá frjálsíþróttadeild FH sem leitar eftir styrktaraðila fyrir Stefán Velemir en hann þykir einn efnilegasti kúluvarpari landsins.
Meira

Yfirburða sigrar U18 landsliðs stúlkna í körfuknattleik

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er ekki eina landslið Íslands sem er að standa sig vel þessa dagana en U18 ára landslið stúlkna í körfubolta vann stórsigra á frænkum sínum frá Danmörku og Noregi á Norðurlandamóti yngri landsliða í körfuknattleik sem haldið er í Finnlandi. Í liðinu er að finna tvo Skagfirðinga og eina frá Reykjum í Hrútafirði. Næst mæta þær Svíum.
Meira

„Síðustu tíu mínúturnar voru nánast óbærilegar“

Mæðgurnar Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, og Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir eru staddar á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Þær verða á leik Íslands og Englands á Riviera-vellinum í Nice í kvöld og munu hvetja liðið áfram ásamt ríflega 3000 öðrum Íslendingum. Feykir ræddi við Guðnýju sem var á leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag.
Meira

Landsbankamót í blíðuveðri

Í morgun hófst Landsbankamótið í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli en þar eigast við stúlkur í 6. flokki víða að af landinu. Góð stemning er á mótinu og þrátt fyrir að sólin hafi verið sparsöm á geisla sína hefur veðrið leikið við knattspyrnuhetjurnar þrátt fyrir það; hitinn slagað í 20 gráðurnar og smá sunnangola.
Meira

Úrslitin voru sætari á leik Íslands og Portúgals

Guðjón Loftsson og Ingibjörg Jónsdóttir frá Hvammstanga voru stödd fyrstu tveimur leikjum Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, þ.e. gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þau segja leikinn á móti Ungverjalandi hafi verið skemmtilegur þó svo að úrslitin hafi verið svekkelsi. „Leikurinn á móti Portúgal skemmtilegri þar sem að stemningin var betri sem og úrslitin sætari. Leikvangurinn var auk þess minni og var maður því í meiri nánd við leikinn,“ sagði Guðjón í samtali við Feyki.
Meira

Stólasigur í baráttuleik á Króknum

Tindastóll spilaði fyrsta heimaleik sumarsins á Króknum í gærkvöldi en þá komu baráttuglaðir Þróttarar úr Vogum á Vatnsleysuströnd í heimsókn. Stólarnir voru betra liðið í fyrri hálfleik en gestirnir létu sverfa til stáls í þeim síðari. Þegar upp var staðið voru það þó heimamenn sem höfðu betur og fögnuðu um leið toppsætinu í 3. deild.
Meira

Allt að smella saman fyrir Landsmótið á Hólum

Landsmót hestamanna verður haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní – 3. júlí. Undirbúningurinn er í fullum gangi og gengur vel að sögn Áskells Heiðars Ásgeirssonar, framkvæmdarstjóra Landsmótsins, þó að enn séu ýmsir lausir endar sem þurfi að hnýta en ekkert stórvægilegt hefur komið upp á.
Meira

Skagfirskir kylfingar á Íslandsmóti golfklúbba um helgina

Íslandsmót golfklúbba verður haldið dagana 24.-26. júní víðsvegar um landið. Golfklúbbur Sauðárkróks sendir sveitir til keppni bæði í kvenna- og karlaflokki.
Meira