Ólýsanleg gleði við völd í Saint-Étienne
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.06.2016
kl. 14.38
Systurnar Snæbjört og Eyvör Pálsdætur fóru á leik Íslands og Portúgals á Evrópumótinu knattspyrnu í Frakklandi þann 14. júní. Þær segja upplifunina af leiknum ólýsanlega. „Við fjölskyldan gáfum Eyvöru miða á leik Íslands og Portúgals í fermingargjöf einnig fékk hún ferð til Tenerife með foreldrunum. Ferðalag okkar Eyvarar hófst því á Tenerife þar sem spennan jókst dag frá degi. Daginn fyrir leikinn áttum við flug frá Tenerife til Frakklands með smá millilendingu í Barcelona. Stemmingin í Frakklandi og á sjálfu Evrópumótinu var alveg ólýsanleg.“
Meira