Íþróttir

Ólýsanleg gleði við völd í Saint-Étienne

Systurnar Snæbjört og Eyvör Pálsdætur fóru á leik Íslands og Portúgals á Evrópumótinu knattspyrnu í Frakklandi þann 14. júní. Þær segja upplifunina af leiknum ólýsanlega. „Við fjölskyldan gáfum Eyvöru miða á leik Íslands og Portúgals í fermingargjöf einnig fékk hún ferð til Tenerife með foreldrunum. Ferðalag okkar Eyvarar hófst því á Tenerife þar sem spennan jókst dag frá degi. Daginn fyrir leikinn áttum við flug frá Tenerife til Frakklands með smá millilendingu í Barcelona. Stemmingin í Frakklandi og á sjálfu Evrópumótinu var alveg ólýsanleg.“
Meira

Tuttugu þúsund Tólfur á Stade de France

Króksarinn Styrmir Gíslason er einna fremstur í fylkingu stuðningsmanna íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Styrmir er stofnandi stuðningsmannasveitarinnar Tólfunar. „Þetta snýst um að vera tólfti maðurinn á bak við liðið okkar á vellinum. Þegar á móti blæs þá öskrum við aðeins hærra til þess að koma þeim þangað sem þeir þurfa að komast,“ útskýrði Styrmir þegar blaðamaður Feykis heyrði í honum hljóðið fyrr í vikunni, sem var óneitanlega orðið fremur rámt.
Meira

Fyrsti heimaleikur Tindastóls á föstudagskvöld

Karlalið m.fl. Tindastóls mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik sumarsins klukkan 19:00 næstkomandi föstudag, 24. júní.
Meira

Landsbankamótið í fótbolta haldið um helgina

Hið árlega Landsbankamót í fótbolta verður haldið á Sauðárkróki um komandi helgi. Stúlkur í 6. flokki, alls staðar af landinu etja kappi á mótinu, sem hefst á laugardagsmorgni og klárast um miðjan dag á sunnudaginn.
Meira

Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði

Rallýkeppendur bregða undir sig betri fætinum og halda til Hólmavíkur um næstu helgi en þar verður ekin önnur umferð í íslandsmótinu í rallý. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við öfluga heimamenn, sem stendur fyrir keppninni en ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi haldnir í blíðskaparveðri

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka voru haldnir á Blönduósi um helgina og var gerður góður rómur að. Þar öttu saman kappi hressir knattspyrnukrakkar í 4.,5.,6.,7. og 8. flokki en alls voru það 49 lið frá hinum ýmsu smábæjum landsins sem kepptu.
Meira

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga í gær

Nýprent Open barna og unglingamótið fór fram á Hlíðarendavelli í gær, sunnudaginn 19. júní. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og var það fyrsta í röðinni þetta árið. Þátttakendur koma frá Golfklúbbi Sauðárkróks(GSS), Golfklúbbi Akureyrar(GA), Golfklúbbnum Hamri á Dalvík(GHD) og Golfklúbbi Fjallabyggðar(GFB).
Meira

Góð ferð á Vopnafjörð

Kvenna- og karlalið Tindastóls gerðu góð ferð austur á Vopnafjörð á laugardaginn þar sem liðinn spiluðu við heimamenn- og konur í liði Einherja og höfðu sigur í báðum viðureignum. Strákarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur en lið Tindastóls og Einherja voru með jafn mörg stig í 2.-3. sæti fyrir leikinn.
Meira

Skagfirðingar í leikmannahópnum á EM

Á vef Skagfirðingafélagsins er sagt frá því að Skagfirðingar eigi sína fulltrúa í leikmannahópnum á EM í Frakklandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins fer fram í kvöld og því ekki úr vegi að fara yfir hverjir þessir Skagfirðingar eru.
Meira

Smábæjarleikarnir haldnir um helgina

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka verða haldir næstkomandi helgi, dagana 18.-19. júní, en þetta knattspyrnumót er fyrir hressa krakka í 4., 5., 6., 7. og 8 flokki, bæði stelpur og strákar. Búist er við um 1.500-1.700 manns á Blönduós um helgina.
Meira