Íþróttir

Frábær árangur á Íslandsmóti yngri flokka

Júdódeild Tindastóls átti þrjá keppendur á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Laugabóli, hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík, 30. apríl síðastliðinn.
Meira

Stólarnir áfram í Borgunarbikarnum

Fyrsti alvöruleikur knattspyrnuvertíðarinnar hjá Tindastóli fór fram í gær en þá léku strákarnir við lið Dalvíkur/Reynis í Borgunarbikar karla. Leikið var á gervigrasvelli KA-manna þar sem rétt eins og Sauðárkróksvöllur þá er völlurinn á Dalvík ekki tilbúinn fyrir upphaf fótboltasumarsins.
Meira

Íslandsmeistaramót í ísbaði á Sauðárkróki á morgun

Á morgun, miðvikudag, verður haldið Íslandsmeistaramót í ísbaði í sundlaug Sauðárkróks. Áður en keppni hefst mun Benedikt S. Lafleur kynna meistararitgerð sína um heilsugildi kuldameðferða í vatni og víxlbaða.
Meira

Árskóli í 10. sæti í Skólahreysti

Tólf skólar mættust í úrslitakeppni Skólahreysti í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið og var keppnin sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Árskóli á Sauðárkróki hreppti 10. sætið í keppninni, en 114 skólar hófu keppni í haust.
Meira

Björgvin Hafþór til liðs við Tindastól

Það er skammt stórra högga á milli hjá Tindastólsmönnum í körfunni. Eins og áður hefur verið sagt frá þá hafa Stólarnir samið við Jou Costa um áframhaldandi þjálfun liðsins næsta vetur og Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning. Nú hefur Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður ÍR undanfarin tímabil, skrifað undir árssamning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og spilar því með liðinu næsta vetur.
Meira

Ísmaðurinn 2016

Skíðasvæðið í Tindastól efnir til keppni um Ísmanninn 2016 sem haldin verður laugardaginn 30. apríl. Um er að ræða ögrandi áskorun fyrir hressa fjallagarpa og verða vegleg verðlaun í boði. Keppt verður í svigi og hlaupum.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls krækir í Chris Caird

Christopher Caird er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun því spila með Stólunum næstu tvö tímabil. Caird, sem er breskur, kemur frá FSu á Selfossi þar sem hann var í hörkuformi framan af vetri en hann meiddist nú eftir áramótin.
Meira

Sviti, gleði og gnístran tanna á Molduxamóti

Molduxamótið í körfubolta fór fram í íþróttahúsinu á Króknum í gær, laugardaginn 16. apríl, hvar spengilegir ungir piltar á ýmsum aldri og af ýmsu formi komu saman til að gera körfur. Alls mættu sex lið til leiks í 40+ flokki og níu í 30+ og þátttaka því bara nokkuð góð.
Meira

Jou Costa verður áfram með Stólana

-Það er lykillinn að öllu að Costa haldi áfram með liðið, sagði Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Feyki í kvöld en Stólarnir hafa komist að samkomulagi við spænska þjálfarann, Jou Costa, um að hann haldi áfram að þjálfa Tindastól næsta tímabil.
Meira

Haukar komu, sáu og sigruðu

Haukar komu í heimsókn í Síkið í kvöld á afmælisdaginn sinn og stefndu að sigri gegn liði Tindastóls í fjögurra liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og úrslitin ekki ljós fyrr en eftir að leik lauk. Þá kom í ljós að Helgi Margeirs hleypti af byssunni sekúndubroti of seint og leiktíminn úti þegar þristurinn þaut af stað í átt að körfunni. Haukar fögnuðu því sæti í úrslitarimmunni gegn KR eða Njarðvík og verður að segjast eins og er að þeir voru sterkara liðið í einvíginu. Lokatölur urðu 68-70.
Meira