Íþróttir

Áætlað að halda Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2018

Áætlað er að Landsmót Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) verði haldið á Sauðárkróki sumarið 2018. Til stendur að undirrita samning þessa efnis við forsvarsmenn sveitarfélagsins og Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS).
Meira

Fjórði leikur Tindastóls og Hauka er í Síkinu í kvöld! Hvar ætlar þú að vera?

Fjórði leikur í einvígi Tindastóls og Hauka í fjögurra liða úrslitum Dominos-deildarinnar fer fram í kvöld kl. 19:15 í Síkinu. Það má reikna með rosalegum baráttuleik og Stólarnir munu ekki gefa þumlung eftir gegn sterku liði Hauka. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Tindastólsmönnum og því alveg kristaltært að stuðningsmenn verða að fjölmenna í Síkið og styðja sína menn til sigurs.
Meira

Sigur í tveimur af þremur leikjum í Lengjubikar

Lengjubikarinn í knattspyrnu er farinn af stað og hefur Meistaraflokkur kvenna í Tindastóli leikið þrjá leiki í bikarnum, þar af sigrað tvo leiki. Tindastóll leikur í C-deild kvenna riðil 3 og er í 2. sæti með 6 stig.
Meira

Haukar ná aftur yfirhöndinni í baráttuleik á Ásvöllum

Haukar og Tindastóll mættust þriðja sinni á Ásvöllum í gær í einvígi liðanna um sæti í úrslitum Dominos-deildarinnar. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en æsispennandi fram á lokamínútur þegar heimamenn í Hafnarfirði skriðu framúr Stólunum. Lokatölur voru 89-81 og Haukar því aftur komnir með yfirhöndina í rimmunni.
Meira

Skotfélagið Markviss fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skotfélaginu Markviss í Austur-Húnavatnssýslu var í gær veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Afhendingin fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.
Meira

Heilsudagar hafnir á Blönduósi

Heilsudagar á Blönduósi hófust á Blönduósi í dag og standa þeir yfir til 18. apríl. Markmið þeirra er að hvetja fólk til að hreyfa sig og huga vel á heilsunni.
Meira

Gurley hættir hjá Tindastóli

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Anthony Gurley hafa komist að samkomulagi um að Anthony hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Eftir langt og gott spjall formanns körfuknattleiksdeildar og Anthony töldu báðir aðilar að það væri félaginu fyrir bestu að Anthony myndi hætta að leika fyrir félagið,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Naumur sigur eftir hörkuspennandi leik

Hann var æsispennandi annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka sem fór fram í Síkinu í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Haukarnir höfðu unnið fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði og sóttu hart að sigri í Síkinu. Þegar leið á leikinn snéru Stólarnir vörn í sókn og fóru loks með nauman sigur af hólmi, 69-68.
Meira

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Síkinu í kvöld - grillborgarar fyrir leik

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Dominos-deildin karla í körfu fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Fyrsti leikurinn fór fram sl. sunnudag og voru úrslit Haukum í vil. Í kvöld munu Stólarnir verja Síkið með kjafti og klóm og koma sér almennilega inn í einvígið með sterkum sigri.
Meira

Haukar höfðu sigur í fyrsta leik

Tindastólsmenn héldu suður yfir heiðar í gær og heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og voru Stólarnir heldur beittari í sókninni og höfðu nauma forystu í hléi. Heimamenn komu hinsvegar einbeittir til leiks í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 73-61.
Meira