Íþróttir

Króksbrautarhlaup á laugardaginn

Fastur liður í útivist og hreyfingu margra Skagfirðinga er skokkhópurinn svokallaði, sem nú lýkur sínu 20. starfsári undir stjórn Árna Stefánssonar íþróttakennara við FNV. Lokapunktur á sumarstarfinu hefur jafnan verið Króksbrautarhlaupið og löng hefð er fyrir að þar sé hlaupið til styrktar góðu málefni.
Meira

Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Meira

Tillaga að fjölnota íþróttahúsi

Á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerði Indriði Einarsson, sviðsstjóri, grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir lögðu Skallana í Lengjubikarnum

Tindastóll sigraði Skallagrím auðveldlega í fyrsta leik tímabilsins, í Lengjubikar karla, sem fór fram á Borgarnesi í gærkvöldi. Það var sprettur Stólanna í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn og úrslit urðu 86-106.
Meira

Tindastóll mætir Skallagrími í fyrsta leik tímabilsins

Fyrsti leikur Tindastóls í Lengjubikarnum er í kvöld og er gegn Skallagrími. Leikurinn fer fram í Fjósinu á Borgarnesi og verður sýndur beint út á Tindastóll TV. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

3. flokkur kvenna með silfur í bikarnum

Stelpurnar í 3.flokki kvenna hjá Tindastól lauk í dag, sunnudag, nokkuð góðu keppnistímabili. Lokaleikur tímabilsins var bikarúrslitaleikur gegn KA á Akureyrarvelli sem KA stúlkur sigruðu eftir mikinn baráttuleik en eina mark leiksins var skorað úr víti í upphafi seinni hálfleiks.
Meira

Mikilvægur sigur Stólanna gegn Dalvík/Reyni

Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan leik gegn Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli í gær sem gefur þeim von um að halda sæti sínu í 2. deild. Um stórsigur var að ræða en úrslit urðu 5-0.
Meira

Kvennamótið Skyttan

Sumarið er búið að vera annasamt hjá keppnisfólki í skotfimi þetta árið en nú er komið að loka mótinu sem að haldið verður á Skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi núna á laugardaginn 12. september og hefst klukkan 12. Átta galvaskar konur eru skráðar til leiks og eru fimm af þeim í nýliðaflokknum. Mótið ber nafnið Skyttan en þetta er kvennamót sem að hefur verið að festa sig í sessi síðustu ár hér á landi.
Meira

GSS með tvo Norðurlandsmeistara

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga er lokið þetta sumarið. Lokamótið fór fram á Akureyri laugardaginn 29.ágúst sl. á Jaðarsvelli. Um 50 þátttakendur voru á mótinu af öllu Norðurlandi í öllum flokkum og átti Golfklúbbur Sauðárkróks 14 þeirra.
Meira

Úrslit opna Advania mótsins

Opna Advania mótið fór fram laugardaginn 5.september í sunnan golu og ágætis hita. Spilaður var 18 holu betri bolti sem er liðakeppni þar sem tveir eru saman í liði og betra skorið á holunni er talið til punkta. Keppendur á mótinu voru 32 og var keppnin mjög jöfn.
Meira