feykir.is
Ljósmyndavefur, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
19.04.2019
kl. 18.58
Um leið og ég frétti að Leikflokkur Húnaþings vestra ætlaði að setja söngleikinn Hárið á svið var ég staðráðin í að láta þessa sýningu ekki framhjá mér fara. Enda hef ég verið mikill aðdáandi að söngleiknum til margra ára, horfði á kvikmyndina oft og ítrekað á táningsárunum og hef í ófá skipti sungið hástöfum með stórkostlegri tónlistinni úr söngleiknum við hin ýmsu tilefni. Söngleikurinn er eftir Gerome Ragni og James Rado, kvikmyndahandrit eftir Michael Weller en íslensk leikgerð er eftir félagana Baltasar Kormák og Davíð Þór Jónsson.
Meira