Ljósmyndavefur

Sjaldséður ferðalangur í heimsókn - Gráhegri við Lón

Af og til kemur það fyrir að gráhegrar láti sjá sig víða um Ísland. Einn slíkur var staddur í síðustu viku við austari Héraðsvötn neðan Lóns og eigi langt frá Hegranesi í Skagafirði. Blaðamaður náði að fanga hegrann á mynd en styggur var hann og flaug lengra á leirurnar er ágengur papparassinn nálgaðist.
Meira

Arnar með sigurmark Stólanna í sterkum sigri

Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í 20. umferð 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag á Sauðárkróksvelli. Ljóst var fyrir leikinn að lítið annað en sigur kæmi til greina hjá liði Tindastóls sem berst fyrir sæti sínu í deildinni en gestirnir að austan sigla lygnan sjó um miðja deild. Það hafðist hjá Stólunum, Arnar Ólafs gerði eina mark leiksins, og vonin lifir góðu lífi.
Meira

Svekkjandi silfurjafntefli á Króknum

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls lék sinn síðasta leik þetta tímabilið í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta en um hreinan úrslitaleik var að ræða gegn Augnabliki. Ekkert nema sigur dugði Stólunum meðan jafntefli nægði stelpunum í Augnabliki til að krækja í deildarbikarinn sem þær og gerðu. 1-1 og bikarinn suður.
Meira

Óvenjulegt skýjafar í kvöldblíðunni í gær

Það hefur um margt verið óvenjulegt þetta sumar sem okkur hér fyrir norðan hefur verið skaffað. Veðrið hefur verið allra handa og þannig hefur glansmynda-miðnætursólum í lognstillum verið skammtað í óvenju litlu magni. Í gærkvöldi, upp úr fréttum, voru þó margir sem tóku eftir óvenjulega mögnuðu skýjafari í kvöldsólinni eins og sjá má á myndbirtingum á samfélagsmiðlum.
Meira

Reynistaðarbræðrum reistur minnisvarði

Það var vel mætt á Reynistað er minnisvarði um Reynistaðarbræður var vígður sl. sunnudag. Eins og margir kannast við segir sagan að þeir bræður Bjarni 19 ára og Einar 11 ára, auk þriggja annarra, hafi orðið úti á Kili snemma vetrar 1780 eftir fjárkaupaferð á Suðurland.
Meira

Jakar reyna afl sitt

Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Í gær, 22. ágúst, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga en veittir voru styrkir til 22 verkefna. Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, sagði í upphafi athafnarinnar að þótt styrkirnir væru ekki háir væru þeir vonandi eitthvað sem kæmi í góðar þarfir og væri um leið viðurkenning á því menningarstarfi sem viðkomandi er að vinna. „Ég hef stundum sagt að menning sé allt sem gerir lífið bærilegra og það er skýring sem hugnast mér ákaflega vel,“ sagði Bjarni. Hann og Efemía Björnsdóttir afhentu styrkina en Þórólfur Gíslason, kaupfélgsstjóri, gat ekki verið viðstaddur að þessu sinni. Auk þeirra sitja í stjórn sjóðsins þau Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Fjöldi gesta á Sveitasælu um helgina - Myndir

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla var haldin sl. laugardag í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Fjöldi gesta lagði leið sína um svæðið og kynnti sér hvað Skagfirðingar hefðu upp á að bjóða.
Meira

Vel heppnað Króksmót fór fram um helgina

Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskýrt með boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur.
Meira

Mikið framkvæmt á Króknum þessi misserin

Það er óhætt að fullyrða að það er mikið framkvæmt á Sauðárkróki nú í sumar. Blaðamaður Feykis fór smá rúnt um bæinn og myndaði framkvæmdir sem eiga sannarlega eftir að gleðja augað þegar þeim verður lokið.
Meira