Ljósmyndavefur

Vel mætt á áramótabrennuna á Sauðárkróki - Myndir

Veðrið norðanlands var alveg til fyrirmyndar á gamlársdag og það nýttu sér margir á Sauðárkróki þegar kveikt var í áramótabrennunni. Hún hefur til margra ára verið staðsett neðan iðnaðarhverfisins syðst í bænum. Kveikt var í brennunni klukkan 20:30 og flugeldasýning um klukkan 21. Blaðamaður náði nokkrum myndum á símann eins og sjá má hér að neðan.
Meira

Hátt í 300 manns í Gamlárshlaupi - Myndir

Fjöldi fólks tók þátt í árlegu Gamlárshlaupi sem fram fór fyrr í dag á Sauðárkróki enda veðrið gott og aðstæður allar hinar bestu. Frostið hafði minkað um 10 gráður frá því í gær og var um fjórar gráður. Að hlaupi loknu var boðið upp á svaladrykk í íþróttahúsinu og heppnir þátttakendur fengu glaðning í útdráttarverðlaun.
Meira

KIDKA með opið hús - Myndir

Ullarverksmiðjan KIDKA á Hvammstanga var með opið hús sl. sunnudag og bauð gestum og gangandi upp á tískusýningu, leiðsögn um verksmiðjuna og 20% afslátt af öllum vörum. KIDKA var stofnuð árið 1972 og er ein af stærstu ullarverksmiðjum Íslands og er framleiðsluvöru þess að finna í verslunum um land allt. Anna Scheving var á staðnum með myndavélina.
Meira

Góður dagur á Króknum í dag - Myndir

Það var hin fínasta mæting á Kirkjutorgið á Sauðárkróki í dag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð. Boðið var upp á ávörp og söng og jólasveinar mættu á svæðið með fulla poka af mandarínum, nema það hafi verið klementínur, handa viðstöddum. Veðrið lék við þá sem mættu í úlpu og með húfu enda nokkrar gráður yfir frostmarkinu góða.
Meira

Friðarganga Árskóla fór fram í morgun

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. Formenn nemendafélags Árskóla hljóta þann heiður að kveikja á ljósakrossinum og í ár kom það í hlut Hildar Hebu Einarsdóttur og Arnars Freys Guðmundssonar.
Meira

Sakamál í Húnaþingi - Myndir

Þann 1. nóvember sl. var sýningin Sakamál í Húnaþingi opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni eru tekin fyrir þrjú kunn sakamál frá 19. öld og sýndir gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar Magnúsdóttur en sagt er að þær hafi fundist með beinum hennar þegar þau voru grafin upp og flutt í vígða mold.
Meira

Fjöldi við opnun próteinverksmiðju á Króknum - Myndir

Í dag var hin nýja próteinverksmiðja, Heilsuprótein, á Sauðárkróki vígð sem Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga tóku höndum saman um að stofna. Fyrirtækinu er ætlað að framleiða verðmætar afurðir úr mysu sem áður hefur verið fargað. Í fyrri áfanga verksmiðjunnar, sem nú var vígð, verður framleitt próteinduft úr mysu sem fellur til við ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi en í síðari áfanga verksmiðjunnar, sem áætlað er að komist í gagnið innan tveggja ára, verður framleitt ethanól úr mjólkursykri ostamysunnar og einnig úr mysu sem fellur til við skyrgerð.
Meira

Verksmiðja Heilsupróteins tekin í gagnið

Húsakynni Heilsupróteins ehf. á Sauðárkróki verða opin á morgun laugardag en þá verður hin nýja verksmiðja formlega vígð. Verksmiðjan er í eigu Mjólkursamsölunnar ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga. Öllum er boðið að koma og skoða og þiggja léttar veitingar. Sá hluti verksmiðjunnar sem nú verður tekin í notkun markar tímamót í umhverfismálum mjólkuriðnaðarins á Íslandi, en unnið verður hágæða próteinduft úr mysunni sem fellur til í ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi og runnið hefur til sjávar fram að þessu.
Meira

Hrútasýning í Hrútafirði - Myndasyrpa

Mánudaginn 16. október stóð Fjárræktarfélag Staðarhrepps fyrir Hrútasýningu fyrir Miðfjarðarhólf. Sýningin var haldin á Hvalshöfða í Hrútafirði. Vel var mætt, bæði af fólki og fénaði en yfir 50 hrútar voru skráðir til leiks í þremur flokkum; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Að sögn Guðrúnar Eikar Skúladóttur, bónda á Tannstaðabakka, voru flokkarnir allir firnasterkir og sem dæmi má nefna að sex hrútar af þeim sem skráðir voru til leiks höfðu stigast upp á 90 stig og yfir. Einnig voru 18 gimbrar skráðar til leiks í Skrautgimbraflokki, en í þeim flokki er vegið saman bæði litur og átak.
Meira

Ýkt elding klikkar ekki sem lokadansinn – Myndir og myndband

Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið. Dansmaraþonið er liður í fjáröflun í ferðasjóð 10. bekkinga en hefð hefur skapast að fara til Danmerkur á vormánuðum. Krakkarnir dansa sleitulaust í sólarhring og mikil keppni þeirra á milli hverjir ná að klára án þess að sofna.
Meira