feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
04.02.2019
kl. 13.20
Sunnudaginn 3. febrúar voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Ávörp fluttu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Skagfirski kammerkórinn söng tvö lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og fiðlu- og slagverkshópur flutti tvö lög undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira