Gervigrasvöllur að fæðast á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
30.05.2018
kl. 12.00
Nú er unnið hörðum höndum við að klára gerð gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og eru þau ófá handtökin, hjá úrvalsliði iðnaðarmanna, sem unnin hafa verið þar í vetur, vor og nú í byrjun sumars. Margir hafa haft gaman af að fylgjast með framgangi mála en unnið hefur verið við völlinn og umhverfi hans hvenær sem færi hefur gefist á þessum tíma. Nú í vikunni var lokið við að leggja gúmmilag á völlinn og styttist því í að gervigrasið græna og væna líti dagsins ljós.
Meira