Ljósmyndavefur

Aukasýning á Skógarlífi

Leikflokkur Húnaþings vestra heimsfrumflutti sl. laugardag Skógarlíf, leikgerð og leikstjórn Gretu Clough byggða á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling við mikinn fögnuð. Vegna góðra viðtaka hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu næsta föstudag, 20. desember.
Meira

Eftir vonskuveður á Blönduósi

„Eflaust mesti snjór sem hefur komið á Blönduós frá því að við fjölskyldan fluttum hingað fyrir tæpum 15 árum síðan. Veðrið er að ganga niður núna en það var mjög slæmt í gær og fram á nótt. Rafmagnið fór nokkrum sinnum af en aldrei í langan tíma,“ skrifar Róbert Daníel Jónsson á Facebooksíðu sína fyrr í dag.
Meira

Vel heppnaður starfsdagur skagfirsku skólanna

Svokallaður UT starfsdagur var haldinn í í Árskóla á Sauðárkróki í gær en um er að ræða endurmenntunardag fyrir alla starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði. Starfsdagurinn var undanfari UTÍS ráðstefnunnar sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur staðið fyrir síðastliðin fimm ár á Sauðárkróki en hana sækja um og yfir 150 kennarar víðs vegar að af landinu. UTÍS ráðstefnan hófst kl. 9 í morgun og stendur fram á laugardagskvöld.
Meira

Afmælissýning Kvenfélags Akrahrepps

Í tilefni aldarafmælis Kvenfélags Akrahrepps var sett upp handverkssýning í Héðinsminni 5. og 6. október síðastliðinn á verkum félagskvenna lífs og liðinna. Þátttaka í sýningunni var einstaklega góð og 37 konur áttu þarna muni.
Meira

Margmenni í Laufskálarétt

Fjöldi fólks og um 500 hross voru saman komin í Laufskálarétt í gær. Talið er smalamenn hafi verið álíka margir eða fleiri en þau hross sem smalað var og auk þess mætti margmenni að réttinni. Veðrið lék við réttargesti og þó golan væri nokkuð köld um tíma var auðvelt að leita í skjól. Um það leiti sem stóðið var rekið til réttar dró ský frá sólu og vermdi mannskapinn. Allt fór vel fram og gengu réttarstörf mjög vel fyrir sig.
Meira

Fjölbrautaskólinn mikilvægur á Norðurlandi vestra

Haldið var upp á 40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðasta laugardag og var öllum velunnurum skólans boðið til afmælisdagskrár á sal Bóknámshússins. Í tilefni tímamótanna fékk skólinn 10 milljón að gjöf frá KS. Að lokinni dagskrá var boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Síðastliðinn þriðjudag fór fram afhending styrkja úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni voru veittir styrkir til 27 verkefna eða eins og Bjarni Maronsson sagði í ávarpi til gesta: „Viðurkenning fyrir það sem þið eruð að vinna til þess að gera lífið skemmtilegra og litríkara." Í stjórn Menningarsjóðs sitja fimm manns, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Bjarni Maronsson, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

80 ára afmælishátíð sundlaugarinnar í Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð fagnaði nýlega 80 ára vígsluafmæli og var þess minnst með veglegri veislu fimmtudaginn 29. ágúst. Samhliða afmælisveislunni var efnt til Grettissunds en í því var fyrst keppt á vígsluhátíð sundlaugarinnar fyrir 80 árum síðan.
Meira

Sveitasæla 2019 - Myndasyrpa

Í gær var haldin heljarmikil landbúnaðarsýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, Sveitasæla 2019. Þar var margt til skemmtunar og fróðleiks og létu gestir sig ekki vanta. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti dagskrána formlega og Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði gesti. Útsendari Feykis mætti með myndavélina og reyndi að fanga stemninguna.
Meira

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira