Ljósmyndavefur

Valdís Valbjörnsdóttir söng til sigurs í Söngkeppni Nemendafélags FNV

Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur. Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Meira

Höfðingi heimsækir Blönduós

Höskuldur Birkir Erlingsson á Blönduósi er mikill áhugaljósmyndari og hefur oft á tíðum náð góðum myndum af margvíslegu myndefni. Hann myndaði m.a. haförninn Höfðingja sem fangaður var fyrir skömmu í Miðfirði og þar var erninum svo síðar sleppt eftir skoðun í höfuðborginni. Höfðingi leitaði hinn nýja vin uppi og flaug á Blönduós þar sem Höskuldur náði að fanga hann með myndavélinni.
Meira

Dagur leikskólans í gær - Eldra stig Ársala söng í Skagfirðingabúð

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í gær, þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta mun vera í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Meira

Svaðaleg stemning í Höllinni í gær

Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins. Ljóst var að þarna myndu tvö hörkulið mætast þar sem Haukarnir hafa verið í fínum málum og standa efstir í Domino´s deildinni og Tindastóll sjónarmun á eftir með tveimur stigum færra. Stuðningsmennirnir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu á upphitun í Ölver og svo í Höllina.
Meira

Vel mætt á áramótabrennuna á Sauðárkróki - Myndir

Veðrið norðanlands var alveg til fyrirmyndar á gamlársdag og það nýttu sér margir á Sauðárkróki þegar kveikt var í áramótabrennunni. Hún hefur til margra ára verið staðsett neðan iðnaðarhverfisins syðst í bænum. Kveikt var í brennunni klukkan 20:30 og flugeldasýning um klukkan 21. Blaðamaður náði nokkrum myndum á símann eins og sjá má hér að neðan.
Meira

Hátt í 300 manns í Gamlárshlaupi - Myndir

Fjöldi fólks tók þátt í árlegu Gamlárshlaupi sem fram fór fyrr í dag á Sauðárkróki enda veðrið gott og aðstæður allar hinar bestu. Frostið hafði minkað um 10 gráður frá því í gær og var um fjórar gráður. Að hlaupi loknu var boðið upp á svaladrykk í íþróttahúsinu og heppnir þátttakendur fengu glaðning í útdráttarverðlaun.
Meira

KIDKA með opið hús - Myndir

Ullarverksmiðjan KIDKA á Hvammstanga var með opið hús sl. sunnudag og bauð gestum og gangandi upp á tískusýningu, leiðsögn um verksmiðjuna og 20% afslátt af öllum vörum. KIDKA var stofnuð árið 1972 og er ein af stærstu ullarverksmiðjum Íslands og er framleiðsluvöru þess að finna í verslunum um land allt. Anna Scheving var á staðnum með myndavélina.
Meira

Góður dagur á Króknum í dag - Myndir

Það var hin fínasta mæting á Kirkjutorgið á Sauðárkróki í dag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð. Boðið var upp á ávörp og söng og jólasveinar mættu á svæðið með fulla poka af mandarínum, nema það hafi verið klementínur, handa viðstöddum. Veðrið lék við þá sem mættu í úlpu og með húfu enda nokkrar gráður yfir frostmarkinu góða.
Meira

Friðarganga Árskóla fór fram í morgun

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. Formenn nemendafélags Árskóla hljóta þann heiður að kveikja á ljósakrossinum og í ár kom það í hlut Hildar Hebu Einarsdóttur og Arnars Freys Guðmundssonar.
Meira

Sakamál í Húnaþingi - Myndir

Þann 1. nóvember sl. var sýningin Sakamál í Húnaþingi opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni eru tekin fyrir þrjú kunn sakamál frá 19. öld og sýndir gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar Magnúsdóttur en sagt er að þær hafi fundist með beinum hennar þegar þau voru grafin upp og flutt í vígða mold.
Meira