feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf	
		
					29.10.2016			
	
		kl. 18.22	
	
	
		Margir hafa þann sið að mæta prúðbúnir á kjörstað, enda kjördagur hátíðisdagur í hugum margra. Frambjóðendur eru að sjálfsögðu meðal þeirra sem ekki láta sig vanta á kjörstað. Bjarni Jónsson sem skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kaus á Sauðárkróki upp úr klukkan níu í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi kaus einnig á Sauðárkróki fyrir hádegi í dag. Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, kaus sömuleiðis á Sauðárkróki, um klukkan fjögur í dag.
Meira