Mannlíf

Sumarkomunni fagnað með sama hætti í meira en 60 ár

Sjálfsagt eru þau ekki mörg bæjarfélögin á landinu sem státa af hátíðahöldum með jafn hefðbundnu sniði og tíðkast á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta.
Meira

Vetur konungur afhendir Sumardísinni völdin á Hvammstanga á morgun

Á morgun, sumardaginn fyrsta, er boðað til hátíðahalda á Hvammstanga svo sem venjan er á þessum degi. Hefjast þau með skrúðgöngu sem leggur af stað frá Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14:00 með viðkomu við sjúkrahúsið en að henni lokinni hefst hefðbundin dagskrá í Félagsheimilinu. Þar mun Vetur konungur afhenda Sumardísinni völdin og þá hefur sumarið innreið sína inn í hjörtun með söng og gleði. Að því loknu verða spilaðar nokkrar umferðir í bingó í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra.
Meira

Opið hús í Kakalaskála

Næstu þrjá laugardaga, 30. mars, 6. og 13. apríl verður opið hús í Kakalaskála í Skagafirði þar sem áhugasömum er boðið að fylgjast með 14 alþjóðlegum listamönnum að störfum við að túlka sögu Þórðar kakala fyrir sýningu sem stendur til að opna í Kakalaskála í sumar.
Meira

Vel heppnuð söngferð Heimis suður yfir heiðar

Karlakórinn Heimir brá sér í söngtúr um helgina og stóð fyrir þrennum tónleikum sunnan heiða. Á föstudagskvöldinu söng kórinn í Langholtskirkju í Reykjavík en daginn eftir skálmaði hann í Skálholtskirkju og hóf upp raust sína og síðar sama dag í Selfosskirkju. Tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson var gestur Heimis á tónleikunum í Langholtskirkju og heillaði tónleikagesti með sinni miklu og fallegu rödd.
Meira

„Það gefur á bátinn" í Árgarði

Rökkurkórinn í Skagafirði heldur tónleika í Árgarði sunnudaginn 10. febrúar klukkan 15:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Það gefur á bátinn“ og samanstendur dagskráin af gömlu góðu sjómannalögunum sem stjórnandi kórsins, Thomas Higgerson, hefur útsett fyrir kórinn.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu

Leikhópurinn Lotta er nú á ferð um Norðurland með söngleikinn Rauðhettu sem frumsýndur var í Tjarnarbíói í byrjun janúar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikhópurinn Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, setur upp sýningar í Tjarnarbíói og ferðast í framhaldi af því með sýninguna vítt og breitt um landið.
Meira

Þorrinn hefst í dag

Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira

Kristmundur á Sjávarborg 100 ára

Í dag, 10. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalaheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni tímamótanna gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
Meira

Skemmtikvöld í sveitinni - leiðrétt dagsetning

Athygli lesenda Sjónhornsins er vakin á því að dagsetning misritaðist í auglýsingu frá Búminjasafninu í Lindabæ í nýjasta tölublaði Sjónhornsins sem kom út í dag. Pantanir fyrir skemmtikvöldið þurfa að berast fyrir 16. janúar en ekki febrúar eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Flugeldasýningar og áramótabrennur

Áramótin eru framundan með öllum sínum gleðskap, brennum og skoteldum. Feyki telst svo til að auglýstar flugeldasýningar og brennur verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira