Mannlíf

Sæla á Svaðastöðum

Sveitasæla, Landbúnaðarsýning og Bændahátíð verður haldin í og við reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10 – 17. Í fréttatilkynningu segir: Á meðan á sýningu stendur er dýragarðurinn opinn, básar fyrirtækja inni og sýningarsvæði úti, handverk og matur beint frá býli, veitingasala, andlitsmálning, veltibíll, tónlist og fjör. Búast má við ýmsum óvæntum uppákomum á Sveitasælunni.
Meira

Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri

Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.
Meira

Skagfirðingasveit gerir sér glaðan dag

Sagt var frá því fyrr í sumar að björgunarsveitin Skagfirðingasveit komst að því að hún var bara alls ekki að verða 60 ára á árinu heldur nálgast hún hundrað árin - já þið lásuð rétt, hundrað ár. Sveitarfólk kíkti nefnilega í Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og komust þau að því að sveitin var stofnuð árið 1932,en lagðist í dvala um 1953 en var síðar endurreist árið 1965, fyrir 60 árum.
Meira

Sögur af hestum og mönnum: Sæmundur og Heilalausi-Brúnn

Sæmundur á Syðstu-Grund hafði, fyrir utan að keyra vörubíl, mest gaman af því að þeysa um á sprækum hestum. Sæmi eins og hann var jafnan kallaður ræktaði hross í talsverðum mæli og voru þau mikið til komin út af merum sem hann kom með með sér frá Grófargili en þaðan var hann. Sæmi vildi hafa hrossin sín kraftmikil og lífleg. Sæmi sendi hross í tamningu til ýmsra tamningamanna í Skagafirði og þótti honum lítið til koma ef þeir gáfu þeim þá einkunn að þau væru þæg. Nei þau áttu að vera fangreist með örlítið tryllingsblik í auga.
Meira

Voru beðnar um að skila innkaupakerrunni sem fyrst í Skaffó

Nicola Hauk er einn af erlendu leikmönnum Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og stendur jafnan sína plikt í vörn Tindastóls með sóma en hún segir styrkleika sína felast í að spila boltanum, skalla og að verjast maður á mann. Nikola er 22 ára gömul, fædd í Heidelberg í Þýskaland en ólst upp í smábæ í 20 mínútna fjarlægð frá Heidelberg, reyndar smábæ á þýska vísu því íbúarnir eru hátt í 16 þúsund. Hún á einn bróðir, Bernhard, en foreldrar hennar eru Monika og Egino.
Meira

Mælifellskirkja hundrað ára / Ólafur Hallgrímsson skrifar

Mælifellskirkja í Skagafirði fagnaði hundrað ára afmæli á þessu vori. Mælifell er forn kirkjustaður og prestssetur þar sem kirkja hefur líklega staðið frá árdögum kristni í landinu, helguð heilögum Nikulási. Mælifellsprestar þjónuðu annexíunni Reykjum frá siðaskiptum og frá árinu 1907 einnig Goðdölum og Ábæ í Austurdal.
Meira

Forvitnilegt myndskeið frá heimsókn Kristjáns Eldjárns til Skagafjarðar fyrir 56 árum

Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Feyki barst ábending frá safninu um myndskeið frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Kristjárns og Halldóru Eldjárns á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Það er örugglega gaman fyrir fólk fætt fyrir og um 1960 að vita hvort það þekkir ekki einhver þeirra mýmörgu andlita sem ber fyrir sjónir.
Meira

Sjáumst, skokkum og skálum!

„Náðir þú ekki að nota sumarkjólinn eða hlaupaskóna eins oft og þú stefndir að í sumar? Engar áhyggjur, núna skellir þú þér bara í kjólinn og reimar á þig hlaupaskóna og hittir okkur á pallinum við Sauðá kl. 15 á laugardaginn 23. ágúst...“ Þannig hefst kynning á þeim ágæta viðburði Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum sem dömurnar í 550 rammvilltum standa fyrir í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá. Ein rammvillt, Vala Margeirs, svaraði nokkrum spurningum Feykis.
Meira

Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Húnaþingi vestra

Líkt og fyrri ár stendur til að Húnaþing vestra veiti umhverfisviðurkenningar í flokkunum Umhverfi og aðkoma sveitabæja/fyrirtækjalóða annars vegar og umhverfi og garðar einkalóða/sumarbústaðalóða hins vegar. Á heimasíðu sveitarfélagiins er skorað á þá sem vita af görðum eða svæðum sem eiga slíka viðurkenningu skilið að senda inn tilnefningar.
Meira

Allt að falla í ljúfa löð í Hegranesi

Nú síðustu misserin hefur verið tekist á um afdrif félagsheimila í Skagafirði en hugmyndir voru um að selja þrjú þeirra. Sölu á Ljósheimum var slegið á frest en til stóð að selja félagsheimilið í Hegranesi og Skagasel á Skaga. Íbúar í Hegranesi voru afar ósáttir við þessa fyrirætlun og nú, eftir töluverð átök um fyrirhugaða sölu, hefur verið ákveðið að ganga til samninga við íbúasamtökin. Hins vegar verður leitast eftir því að selja Skagasel.
Meira