Mannlíf

Kynning á starfi Skagfirðingasveitar í kvöld

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit stendur fyrir kynningu á starfi sínu kl. 18:30 í dag, þriðjudaginn 17. september, í húsnæði Skátafélagsins Eilífsbúa við Borgartún 2 á Sauðárkróki. Kynningin er opin öllum áhugasömum, hvort heldur sem er fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með sveitinni eða þá sem eingöngu vilja auka þekkingu sína á starfi björgunarsveita.
Meira

„Staðan varð því miður þannig í byrjun árs að ég þurfti að hugsa um meira en körfubolta“

Það styttist í að kvennalið Tindastóls spili í fyrsta sinn á þessari öld í efstu deild körfuboltans, sjálfri Bónus deildinni. Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvernig á því standi að Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði liðsins til tæpra þriggja ára og þar að auki dóttir Dags formanns körfuknattleiksdeildar og systir Hlífars Óla kynnis í Síkinu, skipti yfir í Selfoss á þessum tímapunkti.
Meira

Viðurkenning sem er dýrmæt fyrir starfsfólk og orðspor safnsins

Byggðasafni Skagfirðinga hlotnuðust í ár verðlaunin Awards of Excellence 2023 frá ferðaskrifstofunni CIE Tours. Verðlaunin voru veitt vegna þess að heimsókn á safnið hafði hlotið 90+ í einkunn frá gestum CIE Tours en alls komu hátt í 500 manns frá CIE Tours árið 2023. Árið 2023 var jafnframt fyrsta árið sem hópar frá fyrirtækinu sóttu safnið heim en hóparnir heimsóttu bæði sýningar safnsins og gæddu sér á veitingum í Áshúsi.
Meira

„Pabbi hefur reglulega verið að minna á að hann hafi verið alveg framúrskarandi markmaður“

Feykir á það til að minnast á að fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, Bryndís Rut, sé frá Brautarholti, rétt norðan við Varmahlíð. Hún er auðvitað ekki eina fótboltabullan þaðan því bróðir hennar, Óskar Smári Haraldsson, er eins og margir vita á kafi í boltanum og hefur síðustu þrjú sumur þjálfað lið Fram í kvennaboltanum. Tók við liðinu í 2. deild, fór strax með það upp í Lengjudeildina og eftir tvö ár í þeirri skemmtilegu deild þá tryggðu Framarar sér sæti í Bestu deildinni nú um helgina. Feyki þótti tilefni til að óska kappanum til hamingju og taka púlsinn af þessu tilefni.
Meira

Íslenskar göngudrottningar taka Kóngaveginn með trompi

Fyrr í sumar hélt gönguhópur sem kallar sig Föruneyti Írisar í vikuferð til Noregs, með það að markmiði að ganga hluta af gamalli póst-og þjóðleið sem kallast Kongeveien over Filefjellet á tungu þarlendra. Skemmst er frá að segja að ferðin heppnaðist vel og göngu-dagarnir þrír, ásamt dvöl í einstaklega fallegu umhverfi í Lærdal, Aasane og Bergen, heppn-uðust vel. Komu konurnar þrettán sem tóku þátt endurnærðar til síns heima viku síðar.
Meira

Ég elska þetta

Karlalið Tindastóls í fótboltanum lyfti sér loks upp um deild þegar liðið lagði Árborg í toppslag 4. deildar og tryggði sér sæti í 3. deild að ári. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Dominic Furness. Mörgum hefur þótt hryggilegt að Stólarnir hafi verið þetta neðarlega í karlafótboltanum en ferill liðsins síðustu áratugina hefur verið rússíbanareið. Liðið hefur aldrei komist í efstu deild en á bestu tímabilum hafa strákarnir verið í næstefstu deild og svo flakkað talsvert þar fyrir neðan. Það er í það minnsta ljóst að Tindastólsfólki finnst ekki að liðið eigi heima í neðstu deildunum.
Meira

Vel heppnaðir Nýnemadagar á Hólum

Feykir rak augun í að í síðustu viku voru Nýnemadagar hjá Háskólanum á Hólum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Hólmfríði Sveinsdóttur rektor hvernig til hefði tekist. „Nýnemadagar tókust með eindæmum vel í ár. Mætingin var mjög góð og dagskrá daganna var vel skipulögð,“ sagði hún.
Meira

Líf og fjör hjá Skagafjarðarhöfnum

Eftir vætutíð og norðankulda í að því er virtist heila eilífð bankaði sumarið upp á í dag, sólin brosti til okkar á bláum himni, hitastigið stökk hæð sína í loft upp og lífið kviknaði á ný. Bátar héldu á sjóinn og lönduðu vænum afla. Samkvæmt Facebook-síðu Skagafjarðarhafna lönduðu níu bátar í dag alls 156.123 kílóum.
Meira

Dagný Rósa ráðin fræðslustjóri í A-Hún

Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra. Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra, Þórdísar Hauksdóttur, þann 26. júní sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsins óformlega að staðan yrði auglýst hið fyrsta.
Meira

51 árs búfræðingar frá Hólum hittust í Skagafirði

Um helgina hittist útskriftarárgangur 1973 sem búfræðingar frá Bændaskólanum á Hólum til að fagna 51 ári frá útskrift. Hópurinn kom saman hjá Kára Sveinssyni á Hafragili á Skaga á laugardeginum þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar frá Hólum. Um kvöldið var síðan snætt í góðu yfirlæti á Kaffi Krók.
Meira