Mannlíf

Nemendur Árskóla lögðu starfsfólk í spennuleik

Mikil gleði og stemning einkenndi skólastarf í Árskóla á Sauðárkróki í gær þegar árlegur íþróttadagur rann upp. Allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í fjölbreyttri íþróttadagskrá sem innihélt keppni og leiki af ýmsu tagi.
Meira

Opnun á Háholti ekki í plönum barnamálaráðherra

Neyðarástand ríkir í meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda en ekkert meðferðarheimili er nú til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakka var lokað vegna myglu og starfsemi Stuðla var skert í kjölfar bruna í fyrra. Ekkert húsnæði sem hentar virðist í boði á höfuðborgarsvæðinu en bent hefur verið á Háholt í Skagafirði sem mögulegan kost en þar var öryggisvistun fyrir börn áður en starfsemin var lögð niður af ríkinu fyrir nokkrum árum. Svo virðist sem barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, hafi ýtt þeim möguleika út af borðinu.
Meira

Fátækara samfélag án félagsheimilisins okkar

Líkt og Feykir greindi frá í síðustu viku þá ákvað byggðarráð Skagafjarðar að félagsheimilin Skagasel og Félagsheimilið í Rípurhreppi yrðu sett á sölu. Ekki eru allir sáttir við þá ákvörðun og nú hafa Íbúasamtök Hegraness sent opið bréf til meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar og Byggðalistans þar sem skorað er á meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar að draga tafarlaust til baka áform um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps og hefja raunverulegar viðræður við íbúana um framtíð hússins.
Meira

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki úr Lýðheilsusjóði

Alma B. Möller heilbrigðisráðherra úthlutaði sl. föstudag styrkjum úr Lýðheilsussjóði fyrir árið 2025. Alls voru 98 milljónir til úthlutunar sem öll miða að því að efla lýðheilsu. Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, fjögur þeirra í Húnaþingi vestra og eitt í Skagafirði.
Meira

Leigir út útlimi og innyfli

Tinna Ingimarsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði, dóttir Kolbrúnar Ingólfsdóttur og Ingimars Ingimarssonar á Ytra- Skörðugili. Gift Ingimari Heiðari Eiríkssyni og saman eiga þau Tinna og Ingimar, Nikulás Nóa, þriggja ára gleðigjafa. Tinna er sjálfstætt starfandi gervahönnuður og blaðamaður Feykis búinn að fylgjast lengi, með mikilli aðdáun, með því sem Tinna gerir og kominn tími til að leyfa öðrum að kynnast þessari Skagfirsku listakonu aðeins betur.
Meira

Pálína lifir drauminn í norskri sveit

Síðast stökk Dagur í lífi brottfluttra með lesendur vestur um haf þar sem Krista Sól Nielsen sagði okkur frá lífinu í bandarískum háskóla. Nú þeytumst við til baka yfir Atlantsála, lendum mjúklega á Gardemoen í nágrenni Osló og í tíu mínútna fjarlægð búa Pálína Ósk Hraundal og Ísak Sigurjón Einarsson í Nannestad – yndislegri norskri sveit.
Meira

Björgunarsveitarfólk af Norðurlandi æfði sig á Sjávarborg

Laugardaginn 15. febrúar kom björgunarsveitarfólk saman á Sjávarborg í Skagafirði en þar var haldið námskeið sem kallast Fjallamennska 1 og var kennt af Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æft var sig en þeir tólf þátttakendur sem voru á námskeiðinu voru félagar í Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og tveir frá Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi.
Meira

Full kirkja á Blönduósi þegar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps steig á stokk

Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sína fyrstu tónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Vel var mætt í Blönduóskirkju og tókust tónleikarnir einstaklega vel að sögn Höskuldar B. Erlingssonar, formanns kórsins. Fjörutíu kappar skipa kórinn en stjórnandi er Eyþór Franzson Wechner og undirleikari Louise Price.
Meira

Skrímslahraðinn æfður fyrir Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna er á fullu þessa dagana og átta liða úrslit hálfnuð í Sjónvarpinu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafði ekki erindi sem erfiði í vetur, féll úr leik í fyrstu umferð. Það er þó í það minnsta einn fulltrúi Norðurlands vestra sem heldur heiðri norðvestlenskra ungspekinga á lofti en það er Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn í Húnabyggð (áður Skagabyggð) en hún er í Gettu betur-liði Menntaskólans á Akureyri.
Meira

Góð heimsókn á dvalarheimilið á Króknum

Notendur dagdvalar aldraðra á Sauðárhæðum og íbúar dvalarheimilisins á Sauðárkróki fengu heldur betur góða heimsókn á dögunum. Þá mættu dömur úr Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps í heimsókn og buðu notendum og íbúum upp á dýrindis kaffihlaðborð ásamt söng og harmonikkuleik frá feðgunum á Hóli í Lýtingsstaðahrepp, þeim Ásgeiri og Guðmundi.
Meira