Mannlíf

Hryllilega gaman í Glaumbæ!

Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Meira

Vel heppnaður samstöðufundur kvenna á Sauðárkróki

Í gær fóru konur á Ísland í verkfall til að minna á og halda á lofti kröfum Kvennaárs sem er einmitt á þessu ári. Á höfuðborgarsvæðinu fjölmenntu konur og kvár niður á Austurvöll en konur stóðu saman um allt land og víða voru haldnir samstöðufundir. Einn slíkur fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki en þar komu saman yfir 100 konur og heppnaðist fundurinn ákaflega vel samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Kom frá Lúxemborg til að lagfæra leiði Howells í Miklabæjarkirkjugarði

Það er löngu ljóst að í kirkjugörðum landsins hvílir ómissandi fólk. Flest fáum við yfir okkur kross eða legstein að lífsleiðinni lokinni, aðstandendur sinna leiðunum meðan þeirra nýtur við og svo hverfum við flest í gleymskunnar dá undir grænni torfu. En ekki allir. Nú í lok september mætti Serge nokkur Wildhage, mikill Íslandsvinur, alla leið frá Lúxemborg til að rétta af og lagfæra leiði manns sem grafinn var í Miklabæjarkirkjugarði, manns sem hann þekkti ekkert og var ekkert skyldur en tengdist þó á sérstakan hátt.
Meira

Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost

Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.
Meira

Nú fer ég heim að lesa ljóð

„Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi kvennafrídagsins,“ segir í kveðju sem Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifar fyrir hönd starfsmanna á netsíðu fyrirtækisins.
Meira

Hofsstaðir hlutu viðurkenningu á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Sauðárkróki, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.
Meira

Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi

Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
Meira

Líflegar umræður á íbúafundum í Dalabyggð og Húnaþingi vestra

Opnir íbúafundir voru haldnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í liðinni viku þar sem fram fór kynning á vinnu sameiningarnefndar og vinnustofur þar sem þeir sem sóttu fundina gátu komið sínum hugmyndum að og haft áhrif á mótun stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi. Enn á að sjálfsögðu eftir að klára að vinna úr hugmyndum íbúa og að kjósa um sameininguna. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, voru fundirnir vel sóttir og umræður fjörugar á þeim báðum. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Unni.
Meira

Opinn dagur í Höfðaskóla í dag

Í dag er opið hús í Höfðaskóla á Skagaströnd frá kl. 16:00 til 18:00 og á heimasíðu skólans segir að öll séu hjartanlega velkomin. Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur. Þá er Góðgerðarvika Höfðaskóla hafin og nemendur og starfsfólk er farið að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu.
Meira

Gullskórinn var afhentur í Húnaskóla í byrjun október

Verkefninu Göngum í skólann lauk í Húnaskóla á Blönduósi þann 3. október sl. með glæsilegri verðlaunaafhendingu. Á heimasíðu skólans segir að allir nemendur og starfsfólk skólans hafi komið saman fyrir utan skólann til að fagna árangri verkefnisins og afhenda hinn eftirsótta Gullskó.
Meira