Mannlíf

Kom frá Lúxemborg til að lagfæra leiði Howells í Miklabæjarkirkjugarði

Það er löngu ljóst að í kirkjugörðum landsins hvílir ómissandi fólk. Flest fáum við yfir okkur kross eða legstein að lífsleiðinni lokinni, aðstandendur sinna leiðunum meðan þeirra nýtur við og svo hverfum við flest í gleymskunnar dá undir grænni torfu. En ekki allir. Nú í lok september mætti Serge nokkur Wildhage, mikill Íslandsvinur, alla leið frá Lúxemborg til að rétta af og lagfæra leiði manns sem grafinn var í Miklabæjarkirkjugarði, manns sem hann þekkti ekkert og var ekkert skyldur en tengdist þó á sérstakan hátt.
Meira

Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost

Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.
Meira

Nú fer ég heim að lesa ljóð

„Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi kvennafrídagsins,“ segir í kveðju sem Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifar fyrir hönd starfsmanna á netsíðu fyrirtækisins.
Meira

Hofsstaðir hlutu viðurkenningu á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Sauðárkróki, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.
Meira

Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi

Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
Meira

Líflegar umræður á íbúafundum í Dalabyggð og Húnaþingi vestra

Opnir íbúafundir voru haldnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í liðinni viku þar sem fram fór kynning á vinnu sameiningarnefndar og vinnustofur þar sem þeir sem sóttu fundina gátu komið sínum hugmyndum að og haft áhrif á mótun stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi. Enn á að sjálfsögðu eftir að klára að vinna úr hugmyndum íbúa og að kjósa um sameininguna. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, voru fundirnir vel sóttir og umræður fjörugar á þeim báðum. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Unni.
Meira

Opinn dagur í Höfðaskóla í dag

Í dag er opið hús í Höfðaskóla á Skagaströnd frá kl. 16:00 til 18:00 og á heimasíðu skólans segir að öll séu hjartanlega velkomin. Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur. Þá er Góðgerðarvika Höfðaskóla hafin og nemendur og starfsfólk er farið að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu.
Meira

Gullskórinn var afhentur í Húnaskóla í byrjun október

Verkefninu Göngum í skólann lauk í Húnaskóla á Blönduósi þann 3. október sl. með glæsilegri verðlaunaafhendingu. Á heimasíðu skólans segir að allir nemendur og starfsfólk skólans hafi komið saman fyrir utan skólann til að fagna árangri verkefnisins og afhenda hinn eftirsótta Gullskó.
Meira

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira

Vantar þig stuðning?

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Meira