Mannlíf

Vöggugjöf Lyfju veitt í ellefta sinn

Lyfja opnaði fyrir umsóknir um Vöggugjöf í vikunni sem er nú gefin verðandi og nýbökuðum foreldrum í ellefta sinn, þeim að kostnaðarlausu. Vöggugjöfin var fyrst veitt árið 2020 og frá þeim tíma hefur Lyfja dreift 20 þúsund gjöfum sem innihalda vörur sem koma að góðu gagni fyrstu mánuði barnsins. Heildarverðmæti allra Vöggugjafanna frá upphafi er um 235 milljón krónur.
Meira

Opið hús í Birkilundi á þriðjudaginn

Feykir hefur áður sagt frá því að nýr og glæsilegur leikskóli hafi verið tekinn í notkun í Varmahlíð seint í nóvember. Í tilkynningu á vef Skagafjarðar kemur fram að sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýtt húsnæði Leikskólans Birkilundar, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Meira

Samningur undirritaður við Mennta- og barnamálaráðuneytið vegna FORNOR

Þann 1. desember undirritaði Sveitarfélagið Skagaströnd samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið um stuðning við forvarna­verkefnið FORNOR – Forvarnaáætlun Norðurlands vestra. Verkefnið hlaut 26 milljóna króna styrk og byggir á metnaðarfullri umsókn sveitarfélagsins sem miðar að því að efla farsæld barna og bæta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Meira

Jólabakstur í Höfðaskóla

Nemendur á miðstigi Höfðaskóla á Skagaströnd eru að læra um hinar ýmsu vetrarhefðir þessa lotuna og ætla alla mánudaga fram að jólum að prófa rétti sem tengjast jólahefðum í Kína, Indlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Frá þessu segir á heimasíðu Höfðaskóla en í síðustu viku voru bakaðar Lúsíubollur, eða Lussekatter, sem eru hefðbundnar sænskar jólabollur tengdar Lúsíumessu sem er 13. desember.
Meira

Farsældarráð Norðurlands vestra stofnað í gær

Í gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að með stofnun farsældarráðsins hefjist formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.
Meira

Svavar kennari tefldi um 60 skákir í fjöltefli í Árskóla

Það er eitt og annað sem dundað er við í grunnskólunum. Í síðustu viku var til að mynda fjöltefli fyrir nemendur á miðstigi í Árskóls en þá tefldi Svavar Viktorsson kennari við nemendur í 5. - 7. bekk. Á heimasíðu skólans segir að greinilegt sé að áhuginn á skákinni sé mikill og reyndu margir nemendur sig við fjölteflið auk þess sem nemendur tefldu margir sín á milli allstaðar þar sem hægt var að koma niður taflborði. Feykir spurði Svavar aðeins út í skákina.
Meira

Edda Björg fær ljóð sitt á mjólkurfernurnar

Það segir frá því á heimasíðu Varmahlíðarskóla að á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. „Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út. Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu,“ segir í fréttinni.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skagafjörður er mannauðshugsandi vinnustaður

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025 en frá þessu er sagt á heimasíðu sveitarfélagsins. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.
Meira

Árleg Friðarganga Árskóla á föstudaginn

Föstudaginn 28. nóvember verður hin árlega friðarganga þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá Árskóla. Það er mikilvægt á þessum tímum að staldra við og sýna með samstöðu ósk um frið hjá öllum. Við hvetjum foreldra og aðra bæjarbúa til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með okkur.
Meira