Fann að eitthvað var ekki eins og það átti að vera
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
04.02.2023
kl. 15.13
Lið Tindastóls, sem spilar í Bestu deild kvenna í sumar, varð fyrir áfalli á dögunum þegar varnarmaskínan Kristrún María Magnúsdóttir varð fyrir slæmum meiðslum sem gætu mögulega sett hana á hliðarlínuna í eitt og hálft ár. Hún er reyndar ákveðin í að stytta þann biðtíma eitthvað. Kristrún er leikmaður sem fer ekki mikið fyrir á vellinum en vinnur sína vinnu möglunarlaust og hefur vart stigið feilspor við hlið Bryndísar fyrirliða í vörninni síðustu tvö sumur.
Meira