Mannlíf

Vel heppnað ársþing SSNV fór fram í Gránu í gær

33. ársþing SSNV var haldið í gær í Gránu á Sauðárkróki og tókst vel til. Í frétt á vef SSNV segir að góð mæting hafi verið á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og fjöldi annarra góðra gesta.
Meira

Húsfyllir á opnum fundi með Hönnu Katrínu og Bændasamtökunum

Húsfyllir var í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær á opnum fundi atvinnuvegaráðherra og Bændasamtakanna, sem ber heitið Frá áskorunum til lausna. Húnahornið segir frá því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands hafi hafið fundaröð um landið sl. mánudag en tilgangurinn er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. Alls verða fundirnir sjö á landsbyggðinni.
Meira

Tindastóll er mitt lið og því fær enginn breytt

Stuðningsmenn Tindastóls í körfunni er sumir hverjir eiginlega alveg ga-ga. Í bílferð um daginn hleraði Feykir alveg óvart samtal þar sem fram kom að viðmælandinn, sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hafði aðeins misst af einum eða tveimur leikjum Tindastóls í vetur. Þá erum við ekki að tala um í sjónvarpinu heldur hefur hann í öllum tilfellum mætt á pallana með raddböndin í lagi og hjartað á réttum stað. Að símtali loknu var því spurst fyrir um hver viðmælandinn var og það reyndist hafa verið Halldór Ingi Steinsson. Það var því borðleggjandi að ná tali af honum.
Meira

Ungir Skagstrendingar í fjársjóðsleit

Það segir frá því á vef Höfðaskóla á Skagaströnd að í dag tóku nemendur þátt í skemmtilegu útinámi þar sem þeir æfðu kortalæsi, upplýsingalestur og leiðsögn. Verkefnið fór fram á tjaldsvæðinu og var unnið í fimm hópum.
Meira

Góð mæting á kótilettukvöld á Hvammstanga

Kótilettukvöld, þar sem safnað var fyrir framkvæmdum við Norðurbraut og Bangsabát, fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 5. apríl. Að sögn Guðmundar Hauks Sigurðssonar mættu um 240 manns í veisluna og gæddu sér á ljúffengum kótilettum ásamt meðlæti. Hann segir að safnast hafi á fjórðu milljón króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir.
Meira

Viggó Jónsson hlaut Starfsbikar UMFT

Aðalfundur Aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls fór fram mánudaginn 31. mars í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þar fór fram hefðbundin dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var veitt sérstök viðurkenning og Starfsbikarinn fyrir óeigingjarnt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Féll sá heiður í hlut Viggós Jónssonar.
Meira

Barnaleikritið Ferðin á heimsenda frumsýnt í kvöld

Leikfélag Blönduóss frumsýnir í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, í Félagsheimilinu á Blönduósi, barnaleikritið Ferðin á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur á öllum aldri tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.
Meira

Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en samfélagsverðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag, segir á vef sveitarfélagsins. Verðlaun verða veitt á setningu Sæluviku sem verður í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 27. apríl nk. Í fyrra hlutu hjónin Árni Björn og Ragnheiður Ásta á Hard Wok verðlaunin en nú er spurning hver verður handhafi þessara verðlauna í ár. 
Meira

Menntaskólinn við Hamrahlíð hafði betur í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Hamrahlíð mættust í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í gærkvöldi. Á meðal keppenda Menntaskólans á Akureyri var fyrrum nemandi Höfðaskóla á Skagaströnd, Skagamærin Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn á Skaga.
Meira

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 kynnt í Miðgarði

Opinn kynningarfundur vegna endurskoðaða aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 2. apríl nk. og stendur frá kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í aðalskipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Meira