Mannlíf

„Frábær fyrirmynd og hverju samfélagi nauðsynlegur“

Húnahornið segir frá því að lesendur miðilsins hafi valið Valdimar Guðmannsson sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2020. Valdimar hefur unnið mikið og óeigingjarna starf fyrir kirkjugarðinn á Blönduósi og verið jákvæður og hvetjandi á margan hátt fyrir samfélagið sitt. Hann hefur meðal annars staðið fyrir vinsælum kótelettukvöldum á Blönduósi, stutt samfélagsverkefni á svæðinu og verið óþreytandi að tala jákvætt um allt sem húnvetnskt er.
Meira

Vanda sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi í gær, þann 1. janúar 2021, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Á meðal þessara fjórtán var Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir leiktor og fyrrverandi knattspyrnumaður, nú búsett í Reykjavík.
Meira

Kosning um Mann ársins 2020 á Norðurlandi vestra er hafin

Feykir stendur fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis gefst kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust tilnefningar um sjö einstaklinga. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur. Kosningin er hafin og lýkur á miðnætti á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Badmintondeild stofnuð innan raða Tindastóls

Kannski kemur það einhverjum á óvart að heyra að fleiri íþróttir en körfubolti og fótbolti séu stundaðar á Króknum. Þetta er staðreynd og nú nýverið bættist enn í íþróttaflóruna þegar Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari í badminton stofnaði badmintondeild innan raða Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Forseti Íslands þakkar matvælaaðstoð Kaupfélags Skagfirðinga

Í kjölfar matargjafa Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS til Fjölskylduhjálpar Íslands nú í nóvember, barst Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni KS, og Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra, bréf frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þar sem hann þakkar myndarskap og samhug í aðdraganda jóla. Biður Guðni fyrir þakkir og jólakveðjur til alls starfsfólks kaupfélagsins.
Meira

„Maður fær víst ekki allt sem maður vill“

Nú í vikunni varð ljóst, mörgum til talsverðra vonbrigða, að körfuboltinn hefur verið settur á ís fram yfir áramót og í raun algjörlega útilokað að spá fyrir um hvenær Íslandsmótið hefst á ný. Vonast hafði verið til að leyfi fengist til að hefja æfingar fyrri partinn í desember en KKÍ gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki yrði keppt frekar í körfubolta 2020. „Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni...“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Feykir hafði samband við Ingólf Jón Geirsson, formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og spurði hann út í standið á körfuboltanum, leikmönnum og fjárhag deildarinnar.
Meira

Erfiðast fyrir fólk að geta ekki komið saman, hist og blandað geði við aðra

Feykir hafði samband við séra Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest í Sauðárkróksprestakalli, og forvitnaðist örlítið um kirkjuhald nú á aðventu og jólum. Sigríður segir fátt benda til þess að samkomur á aðventu geti verið með sama sniði og áður. „Ég lifi í voninni að ástandið verði orðið það stöðugt um jól að fólki verði óhætt að ganga til kirkju,“ segir séra Sigríður.
Meira

Ingimar sæmdur Gullmerki Landsambands hestamanna

Eiðfaxi segir frá því að stjórn Landsambands hestamanna sæmdi á laugardag Ingimar Ingimarsson, frá Flugumýri en nú ábúanda á Ytra-Skörðugili, Gullmerki samtakana við athöfn í Þráarhöllinni á Hólum. Við athöfnina sagði Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH m.a.: „Við hestamenn hömpum okkar góða fólki á ýmsan máta. Sumir ná góðum árangri á keppnisbrautum, aðrir rækta afburða hesta og enn aðrir vinna góð verk, standandi í eldlínu félagskerfisins sem allt annað ber uppi. Það má segja að sá aðili sem við heiðrum hér í dag hafi skilað góðum verkum á öllum þessum sviðum.“
Meira

Valdís Valbjörns fær Vind í seglin

STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) stóðu nýverið fyrir mentor-verkefninu Vindur í seglum að tillögu nýstofnaðrar jafnréttisnefndar sambandsins. Um er að ræða átak fyrir konur, og önnur kyngervi í minnihluta, og er ætlað til að styðja áhugasama höfunda við að fóta sig og koma verkum sínum á framfæri. Margar umsóknir bárust og margar áhugaverðar en á meðal þeirra þriggja sem urðu fyrir valinu var Króksarinn Valdís Valbjörnsdóttir.
Meira

Alexandra Chernyshova hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2020 fór fram fimmtudaginn 12. nóvember, með fremur óhefðbundnu sniði, en afhending fór fram á Facebook síðu Reykjanesbæjar. Að þessu sinni hlaut sópransöngkonan, tónskáldið og Hofsósingurinn Alexandra Chernyshova, verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífs í Reykjanesbæ.
Meira