Mannlíf

Haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins

Jón Björnsson frá Húnsstöðum, sálfræðingur og rithöfundur mun halda fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sunnudaginn 9. nóvember kl. 14:00. Fyrirlesturinn nefnir hann: Um engla.
Meira

Íslenskar þjóðsögur gæddar lífi á hrekkjavöku í Glaumbæ

Það var heldur betur líf og fjör í Glaumbæ föstudagskvöldið 31. október þegar Byggðasafn Skagfirðinga hélt upp á hrekkjavöku í fimmta sinn. Um tvö hundruð gestir á öllum aldri lögðu leið sína á safnið og skemmtu sér skelfilega vel við að skoða skuggalegt safnsvæðið.
Meira

Gleði og gaman á Kótilettukvöldi í Eyvindarstofu

Það var ekki bara Kaupfélag Skagfirðinga sem stóð fyrir veislu um helgina, Valli í Húnabyggð lét ekki deigan síga og stóð fyrir 51. kótilettukvöldinu sem fram fór í Eyvindarstofu á Blönduósi. „Mikil gleða og en meira gaman,“ skrifar Valli á Facebook sem segir að Helgi Páll veislustjóri hafi farið á slíkum kostum að hann var umsvifalaust ráðinn til að endurtaka leikinn að ári.
Meira

Glæsileg árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga

Árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga var haldin sl. laugardagskvöld og er alveg óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar Síkinu á Sauðárkróki var bókstaflega breytt í höll. Gestir mættu á rauða dreg-ilinn og ekki nokkur leið að þekkja íþróttahúsið og ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að svona hafi Síkið aldrei litið út.
Meira

Eldri borgarar í Húnaþingi funda á Blönduósi í dag

Haustfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi í dag, 4. nóvember klukkan 13. Gestir fundarins verða Björn Snæbjörnsson formaður Landsambands eldri borgara og Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri og munu þau kynna félögum starfsemi landsambandsins.
Meira

Nemendur Höfðaskóla fræddust um danskt smörrebröð

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd hafa verið með gestakennara frá Danmörku nú í október. Síðastliðinn fimmtudag kynntust nemendur klassískri danskri matarmenningu en þá útbjuggu þeir danskt smörrebröð, í þessu tilfelli svokallaðan kartoffelmad sem er einskonar kartöflusamloka nema að sjálfsögðu vantar brauðið ofan á.
Meira

Hryllilega gaman í Glaumbæ!

Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Meira

Vel heppnaður samstöðufundur kvenna á Sauðárkróki

Í gær fóru konur á Ísland í verkfall til að minna á og halda á lofti kröfum Kvennaárs sem er einmitt á þessu ári. Á höfuðborgarsvæðinu fjölmenntu konur og kvár niður á Austurvöll en konur stóðu saman um allt land og víða voru haldnir samstöðufundir. Einn slíkur fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki en þar komu saman yfir 100 konur og heppnaðist fundurinn ákaflega vel samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Kom frá Lúxemborg til að lagfæra leiði Howells í Miklabæjarkirkjugarði

Það er löngu ljóst að í kirkjugörðum landsins hvílir ómissandi fólk. Flest fáum við yfir okkur kross eða legstein að lífsleiðinni lokinni, aðstandendur sinna leiðunum meðan þeirra nýtur við og svo hverfum við flest í gleymskunnar dá undir grænni torfu. En ekki allir. Nú í lok september mætti Serge nokkur Wildhage, mikill Íslandsvinur, alla leið frá Lúxemborg til að rétta af og lagfæra leiði manns sem grafinn var í Miklabæjarkirkjugarði, manns sem hann þekkti ekkert og var ekkert skyldur en tengdist þó á sérstakan hátt.
Meira

Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost

Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.
Meira