Mannlíf

Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi

Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
Meira

Líflegar umræður á íbúafundum í Dalabyggð og Húnaþingi vestra

Opnir íbúafundir voru haldnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í liðinni viku þar sem fram fór kynning á vinnu sameiningarnefndar og vinnustofur þar sem þeir sem sóttu fundina gátu komið sínum hugmyndum að og haft áhrif á mótun stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi. Enn á að sjálfsögðu eftir að klára að vinna úr hugmyndum íbúa og að kjósa um sameininguna. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, voru fundirnir vel sóttir og umræður fjörugar á þeim báðum. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Unni.
Meira

Opinn dagur í Höfðaskóla í dag

Í dag er opið hús í Höfðaskóla á Skagaströnd frá kl. 16:00 til 18:00 og á heimasíðu skólans segir að öll séu hjartanlega velkomin. Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur. Þá er Góðgerðarvika Höfðaskóla hafin og nemendur og starfsfólk er farið að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu.
Meira

Gullskórinn var afhentur í Húnaskóla í byrjun október

Verkefninu Göngum í skólann lauk í Húnaskóla á Blönduósi þann 3. október sl. með glæsilegri verðlaunaafhendingu. Á heimasíðu skólans segir að allir nemendur og starfsfólk skólans hafi komið saman fyrir utan skólann til að fagna árangri verkefnisins og afhenda hinn eftirsótta Gullskó.
Meira

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira

Vantar þig stuðning?

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Meira

363 nemendur Árskóla sprettu úr spori

Í gær tóku nemendur Árskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Á heimasíðu Árskóla segir af því að yngsta stigið hljóp 2,5 km, unglingastigið 4,5 km og miðstigið valdi á milli vegalengdanna, flest fóru 4,5 km. Hlaupið tókst vel í góðu veðri og tóku allir bekkir þátt.
Meira

Húnabyggð og Skagaströnd hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Alls fengu 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), árið 2025. Á meðal þeirra 16 sveitarfélaga sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru bæði sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu; Húnabyggð og Skagaströnd.
Meira

Nemendur Varmahlíðarskóla fengu innsýn í störf þingmanna

Á vef Varmahlíðarskóla er sagt frá því að í gær hafi skólinn fengið heimsókn frá Skólaþingi en það hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 2007. Síðustu tvö ár hafa fulltrúar Skólaþings heimsótt skóla vítt og breitt um landið. Tveir starfsmenn úr fræðsluteymi skrifstofu Alþingis mættu í Varmahlíð í gær og leyfðu nemendum að spreyta sig á eins konar hlutverkaleik.
Meira

Efnt til kvennaverkfalls 24. október

RÚV segir frá því að ákveðið hefur verið að efna til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en þá eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan konur lögðu niður störf árið 1975 til að krefjast sömu réttinda og launa og karlar höfðu og vekja athygli á mikilvægi launaðra jafnt sem ólaunaðra starfa sinna. Um 60 félög hafa tekið saman höndum undir heitinu Kvennaár og staðið fyrir fjölda viðburða í ár.
Meira