Mannlíf

Sjáum styrkleikann í Árskóla

Nemendur í Árskóla hafa unnið með styrkleika í vetur í verkefni sem nefnist Sjáum styrkleikann (See the Good) sem er finnskt að uppruna og snýr að því að efla nemendur og starfsfólk til að þekkja og nýta styrkleika sína við mismunandi aðstæður. Verkefnið er byggt á grunni jákvæðrar sálfræði og er ætlað að styrkja sjálfsmynd og andlega vellíðan.
Meira

Vel heppnað fræðsluerindi

Þann 25. nóvember sl. bauð fjölskyldusvið sveitarfélagsins upp á fræðslu fyrir alla áhugasama um velferð barna. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að yfirskrift fræðslunnar hafi verið Hvað liggur á bak við erfiða hegðun og var það Aðalheiður Sigurðardóttir, tengslaráðgjafi á sviðinu, sem flutti erindið.
Meira

Um 900 þúsund söfnuðust í Bangsaleiknum

„Mér fannst Bangsakeikurinn heppnast alveg frábærlega. Það söfnuðust um 900.000 kr fyrir Einstök börn og það var frábært að sjá hvað börnin voru glöð í lok leiks. Við erum staddir núna á Akureyri þar sem við vorum að færa barnadeildinni á sjúkrahúsinu bangsa sem verður svo hægt að gefa börnum sem þurfa að liggja inni í kringum hátíðarnar,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir náði í skottið á honum í dag.
Meira

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra fimmtudaginn 4. desember sl. og færði sjóðnum að gjöf kr. 600.000. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að Ólöf hafi unnið að gerð bútasaums-, púða, dúka og teppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.
Meira

Vöggugjöf Lyfju veitt í ellefta sinn

Lyfja opnaði fyrir umsóknir um Vöggugjöf í vikunni sem er nú gefin verðandi og nýbökuðum foreldrum í ellefta sinn, þeim að kostnaðarlausu. Vöggugjöfin var fyrst veitt árið 2020 og frá þeim tíma hefur Lyfja dreift 20 þúsund gjöfum sem innihalda vörur sem koma að góðu gagni fyrstu mánuði barnsins. Heildarverðmæti allra Vöggugjafanna frá upphafi er um 235 milljón krónur.
Meira

Opið hús í Birkilundi á þriðjudaginn

Feykir hefur áður sagt frá því að nýr og glæsilegur leikskóli hafi verið tekinn í notkun í Varmahlíð seint í nóvember. Í tilkynningu á vef Skagafjarðar kemur fram að sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýtt húsnæði Leikskólans Birkilundar, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Meira

Samningur undirritaður við Mennta- og barnamálaráðuneytið vegna FORNOR

Þann 1. desember undirritaði Sveitarfélagið Skagaströnd samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið um stuðning við forvarna­verkefnið FORNOR – Forvarnaáætlun Norðurlands vestra. Verkefnið hlaut 26 milljóna króna styrk og byggir á metnaðarfullri umsókn sveitarfélagsins sem miðar að því að efla farsæld barna og bæta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Meira

Jólabakstur í Höfðaskóla

Nemendur á miðstigi Höfðaskóla á Skagaströnd eru að læra um hinar ýmsu vetrarhefðir þessa lotuna og ætla alla mánudaga fram að jólum að prófa rétti sem tengjast jólahefðum í Kína, Indlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Frá þessu segir á heimasíðu Höfðaskóla en í síðustu viku voru bakaðar Lúsíubollur, eða Lussekatter, sem eru hefðbundnar sænskar jólabollur tengdar Lúsíumessu sem er 13. desember.
Meira

Farsældarráð Norðurlands vestra stofnað í gær

Í gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að með stofnun farsældarráðsins hefjist formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.
Meira

Svavar kennari tefldi um 60 skákir í fjöltefli í Árskóla

Það er eitt og annað sem dundað er við í grunnskólunum. Í síðustu viku var til að mynda fjöltefli fyrir nemendur á miðstigi í Árskóls en þá tefldi Svavar Viktorsson kennari við nemendur í 5. - 7. bekk. Á heimasíðu skólans segir að greinilegt sé að áhuginn á skákinni sé mikill og reyndu margir nemendur sig við fjölteflið auk þess sem nemendur tefldu margir sín á milli allstaðar þar sem hægt var að koma niður taflborði. Feykir spurði Svavar aðeins út í skákina.
Meira