Mannlíf

Krókurinn í denn – Danirnir á Króknum í tali og tónum

Krókurinn í denn – Rósir á mölinni - er yfirskrift sýningar sem sett er upp á Sauðárkróki í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og er eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk til uppsetningar frá fullveldisnefnd. Eins og nafnið bendir til mun sýningin hverfa með áhorfendum aftur í tímann og bregða upp myndum sem sýna hin miklu áhrif sem Danir höfðu á uppbyggingu og mannlíf staðarins um aldamót 19. og 20. aldar.
Meira

Miðasala á Snædrottninguna í fullum gangi

Á nýmáluðu kolsvörtu sviði og með nýjum sviðsbúnaði, sem hvort tveggja gefur leikhúsgestinum tækifæri á frábærri leikhúsupplifun, í Félagsheimili Hvammstanga setur Leikhópur Húnaþings vestra upp ævintýrið um Snædrottninguna. Hópur ólíkra vina leggja upp í svaðilför til að bjarga Kára frá Snædrottningunni en Kári er besti vinur Gerðu.
Meira

Hver á sér fegra föðurland á laugardaginn?

Þann 1. desember verður öld liðin frá því að Ísland fékk fullveldi frá Danakonungi og verður þess minnst í tali og tónum í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardagskvöld kl. 20 undir yfirskriftinni: „Hver á sér fegra föðurland“.
Meira

Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.
Meira

Hlakka til að gleðja Skagfirðinga með söng

Karlakór Hreppamanna, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, heldur tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði á föstudaginn kemur 9. nóv. kl 20.00. Með kórnum kemur fram söngkonan Kristjana Stefánsdóttir auk þriggja manna hljómsveitar sem skipuð er einvalaliði hljóðfæraleikara, þeim Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara.
Meira

Ævintýrabókin slær í gegn

Þriðja sýning Leikfélags Sauðárkróks á Ævintýrabókinni fer fram í kvöld en óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel á fyrri sýningum. Uppselt var á frumsýningu og mikil stemning í salnum og sama má segja í gær. Leikarar og áhorfendur vel stemmdir en fleiri gestir hefðu mátt láta sjá sig. Nú hefur foreldrafélag Árskóla og Ársala á Sauðárkróki ákveðið að niðurgreiða miðaverð fyrir sína félagsmenn sem og foreldrafélag Varmahlíðaskóla. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér það.
Meira

Afmælisfagnaður Húnaþings vestra

Á þessu ári eru 20 ár liðin frá sameiningu hreppa í Vestur Húnavatnssýslu í það sveitarfélag sem í dag ber nafnið Húnaþing vestra. Af því tilefni er efnt til afmælisveislu 24. til 26. ágúst 2018. Það er Menningarfélag Húnaþings vestra sem skipuleggur afmælið.
Meira

Eldurinn hefst í kvöld

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður formlega sett í dag með opnunarhátíð sem hefst klukkan 18:00 við Félagsheimilið á Hvammstanga. Þetta er í 16. sinn sem hátíðin er haldin og fjölmargir skemmtilegir viðburðir verða á dagskránni fyrir fólk á öllum aldri. Á opnunarhátíðinni í kvöld verður boðið upp á súpu til að næra líkamann, kjötkveðjuhátíðarbrúður og sýnisgripir verða á staðnum og tónlistarfólk kemur fram. Að því loknu mun hið margverðlaunaða danska tónlistartríó, Body Rhythm Factory, bjóða upp á sýningu fyrir alla aldurshópa. Loks mætir hljómsveitin Sérfræðingar að sunnan í Sjávarborg og spilar aðallega geðgóða hippatónlist frá gullaldarárunum í kringum 1970.
Meira

Hopp og hí í Fljótunum

Næstkomandi sunnudag verður sannkölluð fjölskyldustemning í Fljótunum en þá heldur Ferðaþjónustan á Sólgörðum fjölskyldudag. Margt skemmtilegt verður í boði, m.a. stærðar hoppukastali sem börnin fá aldrei nóg af að leika sér í og vekur alltaf mikla lukku. Einnig gefst tækifæri á að æfa sig í að skjóta af boga og einnig verður boðið upp á bogabolta en hann er blanda af brennibolta og að skjóta af boga. Þar er aldurstakmark 14 ára og kostar 2.000 krónur að taka þátt í honum. Sundlaugin verður opin svo og leikvöllurinn við skólann.
Meira

Listaflóð á vígaslóð – Sýningu Ásbjargar frá Kúskerpi framhaldið næstu helgi

Sýning á handverki Ásbjargar frá Kúskerpi, sem sett var upp um síðustu helgi í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði í tilefni menningarhátíðarinnar Listaflóð á vígaslóð, verður framhaldið um næstu helgi.
Meira