Mannlíf

Séra Sigríður settur prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Fjölmenni var við messu í Hóladómkirkju í gær en þá var sr. Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu sett inn í embætti prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Í færslu á Facebook-síðu Hóladómkirkju segir að efnt hafi verið til veislu á eftir þar sem þær fengu sinn hvorn blómvöndinn, sr. Sigríður og sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, fráfarandi prófastur, og henni þökkuð farsæl störf.
Meira

Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót

Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.
Meira

Starfsfólk SSV heimsótti kollegana í SSNV

Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að starfsfólk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafi heimsótt starfssystkini sín á Norðurlandi vestra nú í vikunni. „Við áttum tvo góða og skemmtilega daga saman þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka,“ segir í fréttinni.
Meira

Nemendur unnu að landafræðisýningu af metnaði

Það styttist í skólaárinu en það er alltaf líf og fjör í skólunum. Nú í lok apríl var sagt frá því á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra að nemendur í landafræði á miðstigi höfðu unnið hörðum höndum að kynningum vikurnar á undan en þá hafði hver nemandi valið sér land og í framhaldinu útbúið kynningarefni um landið og loks var haldin sýning. Margir höfðu fundið til muni frá löndunum, buðu upp á tónlist og góðgæti.
Meira

Skagstrendingar plokka á uppstigningardag

Fimmtudaginn 9. maí, á sjálfan uppstigningardag, stendur Sveitarfélagið Skagaströnd fyrir umhverfis- og plokkdegi. Því eru íbúar hvattir til þess að stökkva út í sumarið og plokka rusl á opnum svæðum í sveitarfélaginu og fegra sitt helsta nærumhverfi.
Meira

Katrín heimsækir Norðurland vestra

Fyrstu kappræður þeirra tólf frambjóðenda sem stefna á Bessastaði fóru fram í Sjónvarpinu sl. föstudag og vöktu talsverða athygli og gott áhorf. Nú eru tæpar fjórar vikur til kjördags og því eru forsetaefnin komin á fulla ferð í eltingaleiknum um atkvæði kjósenda. Katrín Jakobsdóttir er mætt til leiks og er á ferð um landið en næstu tvo daga verður hún á Norðurlandi vestra; fundar á Blönduósi og Sauðárkróki miðvikudaginn 8. maí og á Hvammstanga degi síðar.
Meira

Hópslysaæfing við Blönduós á laugardaginn

Nú laugardaginn 11. maí verður haldin stór hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Fram kemur í tilkynningu á FB-síðu LNV að vettvangur æfingarinnar/slyssins verður ofan Blönduóss eða á gatnamótum Ennisbrautar og Neðribyggðarvegar. Af þeim sökum verður Ennisbraut lokuð við Mýrarbraut og Þverárfjallsveg frá kl.11:00 og fram eftir degi.
Meira

Hugvekja í Sauðárkrókskirkju 29. apríl 2024 | Óli Björn Kárason skrifar

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er fastur liður í Sæluviku. Þar er eðlilega mikið sungið og vel vandað til. Þá er jafnan fenginn ræðumaður til að brjóta upp söngskemmtunina og oftar en ekki eru sóttir til verksins brottfluttir Skagfirðingar. Og þá er ekki ólíklegt að rifjaðir séu upp sögur frá eldri tímum. Að þessu sinni var það Óli Björn Kárason, þingmaður og blaðamaður, sem kveikt upp minningabál meðal kirkjugesta.
Meira

Nýframkvæmdir fyrir einn og hálfan milljarð á árinu

Feykir sendi Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, spurningar þar sem forvitnast er um nokkur helstu verkefni sveitarfélagsins og mál sem verið hafa í umræðunni, eins og byggingu menningarhúss á Sauðárkróki og íþróttahús við Grunnskólann austan Vatna. „Verkefnin eru mörg og margvísleg en framkvæmdir eru eitthvað sem flestir hafa áhuga á,“ segir Sigfús Ingi þegar hann er spurður út í helstu verkefni ársins hjá Skagafirði...
Meira

Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri fylgir Sigurði Inga sem skugginn

Fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og Skagfirðingurinn Hermann Sæmundsson hafa gert með sér samkomulag um flutning Hermanns í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins og mun hann taka við frá og með 1. maí 2024. Hemmi Sæm, sem er sonur heiðurshjónanna Sæmundar Hermannssonar frá Ysta-Mói í Fljótum og Ásu Helgadóttur, sem bæði eru látin, er alinn upp á Skagfirðingabrautinni á Króknum.
Meira