Mannlíf

Ungmennafélagar vilja koma upp strandblakvelli á Skagaströnd

Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd sendi sveitarstjórn Skagastrandar erindi þar sem óskað er eftir leyfi til þess að koma upp strandblakvelli á lóð sveitarfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að í erindinu komi fram að tilgangur verkefnisins sé að bæta aðstöðu til útivistar og hreyfingar fyrir almenning á Skagaströnd.
Meira

Silver Wind mætt til Hofsóss

Þeir sem eru að rumska á Hofsósi nú um níuleytið og kíkja út á sjóinn ættu að geta barið augum skemmtiferðaskipið Silver Wind sem lagðist við akkeri fyrir utan Hofsós kl. 8 í morgun. Í frétt á Facebook-síðu Skagafjarðarhafna segir að skipið muni heimsækja Hofsós fimm sinnum í sumar.
Meira

Myndlistin blómstrar á Höfðaströndinni

Hesturinn, stelpan og hálendið. Svo nefnist myndlistarsýning sem núna er í gangi á Listamiðstöðinni í Bæ á Höfðaströnd.Listakonan Michelle Bird, sem kemur upphaflega frá Bandaríkjunum, sýnir þar verk sín.
Meira

Súpuröltið sló rækilega í gegn á Hofsós heim

Það kom fram í viðtali vegna Hofsós heim í Feyki að gengið hefði verið frá pöntun á góðu veðri fyrir helgina. Það skilaði sér upp á tíu því veðursæld var allan tímann – aðeins hálftíma hellidemba á laugardagskvöldinu til að kæla gesti niður.
Meira

Sögusetur íslenska hestsins bætir við nýrri sýningu.

Sögusetur íslenska hestsins var opnað aftur 3 júní eftir vetrarlokun. Sögusetrið er sjálfseignarstofnun í eigu Háskólans á Hólum og sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í ár er safnið 15 ára en það var opnað 2010. Fyrsti safnvörður var Arna Björg Bjarnadóttir en nú stýrir Kristín Halldórsdóttir safninu. Ný sýning var opnuð á efri hæð sama húsnæðis og hýst hefur safnið og var af því tilefni sérstök opnunarathöfn þar sem mætti margt góðra gesta.
Meira

Skáksambandið gaf Húnabyggð útitafl

Nú stendur yfir Íslandsmótið í skák í vöggu skákíþróttarinnar á Íslandi, Blönduósi. 100 ára afmælismót Skáksambands Íslands fer fram dagana 13.-22. júní. Nú á 17. júní þá afhenti sambandið Húnabyggð útitafl að gjöf í tilefni afmælisins og er það staðsett á lóð Húnaskóla.
Meira

Formannsskipti hjá Rauða krossinum

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní.
Meira

Króksmót ÓB um helgina

Sumarmót knattspyrnudeildar Tindastóls eru tvö á ári: 6. flokkur stúlkna keppir helgina 21. – 22. júní 2025 en 6.-7. flokkur drengja 9.-10. ágúst 2025. Núna um helgina eru það sem sagt stelpurnar sem spreyta sig í boltanum. Spilaður er 5 manna bolti og er hver leikur 2x8 mínútur. Fyrstu leikir hefjast kl. 9:00 á laugardegi og er áætlað að síðustu leikjum ljúki fyrir kl. 15:00 á sunnudegi. Um 300 leikir verða spilaðir á þessum tíma þannig nóg verður um að vera.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til samfélagsverðlauna í Húnaþingi vestra

Félagsmálaráð Húnaþings vestra óskar eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um aðila til samfélagsviðurkenninga fyrir verk sín eða störf í þágu samfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að allir komi til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.
Meira

Fornbílaeigendur í messu á Flugumýri 17. júní

Það hefur um árabil verið siður fornbílaunnenda í Skagafirði að mæta á fákum sínum í messu í Blönduhlíðina á 17. júní. Stundum hefur þessi messa verið á Miklabæ, líka á Silfrastöðum en í ár var messað á Flugumýri. Forvígismenn þessa uppátækis eru Agnar á Miklabæ og Jón í Miðhúsum.
Meira