809 nemendur skráðir til leiks í FNV
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
19.08.2025
kl. 09.37
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í morgun í 47. skipti. Heimavistin var opnuð nemendum nú á sunnudag og í gær hófust nýnemadagar. Skólasetning var kl. 8 og í framhaldi af því var opnað fyrir stundatöflur. Þau tímamót urðu að þriðji skólameistarinn í sögu FNV (áður FáS) setti skólann en Selma Barðdal tók í byrjun mánaðarins við af Ingileif Oddsdóttur sem skólameistari. Selma segir skólaárið leggjast afar vel í sig. „Ég er að taka við góðu búi og hlakka mikið til þess að kynnast öllu því góða fólki sem starfar við skólann sem og nemendum skólans.“
Meira