Mannlíf

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu

Leikhópurinn Lotta er nú á ferð um Norðurland með söngleikinn Rauðhettu sem frumsýndur var í Tjarnarbíói í byrjun janúar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikhópurinn Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, setur upp sýningar í Tjarnarbíói og ferðast í framhaldi af því með sýninguna vítt og breitt um landið.
Meira

Þorrinn hefst í dag

Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira

Kristmundur á Sjávarborg 100 ára

Í dag, 10. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalaheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni tímamótanna gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
Meira

Skemmtikvöld í sveitinni - leiðrétt dagsetning

Athygli lesenda Sjónhornsins er vakin á því að dagsetning misritaðist í auglýsingu frá Búminjasafninu í Lindabæ í nýjasta tölublaði Sjónhornsins sem kom út í dag. Pantanir fyrir skemmtikvöldið þurfa að berast fyrir 16. janúar en ekki febrúar eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Flugeldasýningar og áramótabrennur

Áramótin eru framundan með öllum sínum gleðskap, brennum og skoteldum. Feyki telst svo til að auglýstar flugeldasýningar og brennur verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Áramótatónleikar Karlakórsins Heimis

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði annað kvöld, laugardag 29. desember, klukkan 20:30 og bera tónleikarnir yfirskriftina Hátíð um áramót.
Meira

Krókurinn í denn – Danirnir á Króknum í tali og tónum

Krókurinn í denn – Rósir á mölinni - er yfirskrift sýningar sem sett er upp á Sauðárkróki í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og er eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk til uppsetningar frá fullveldisnefnd. Eins og nafnið bendir til mun sýningin hverfa með áhorfendum aftur í tímann og bregða upp myndum sem sýna hin miklu áhrif sem Danir höfðu á uppbyggingu og mannlíf staðarins um aldamót 19. og 20. aldar.
Meira

Miðasala á Snædrottninguna í fullum gangi

Á nýmáluðu kolsvörtu sviði og með nýjum sviðsbúnaði, sem hvort tveggja gefur leikhúsgestinum tækifæri á frábærri leikhúsupplifun, í Félagsheimili Hvammstanga setur Leikhópur Húnaþings vestra upp ævintýrið um Snædrottninguna. Hópur ólíkra vina leggja upp í svaðilför til að bjarga Kára frá Snædrottningunni en Kári er besti vinur Gerðu.
Meira

Hver á sér fegra föðurland á laugardaginn?

Þann 1. desember verður öld liðin frá því að Ísland fékk fullveldi frá Danakonungi og verður þess minnst í tali og tónum í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardagskvöld kl. 20 undir yfirskriftinni: „Hver á sér fegra föðurland“.
Meira

Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.
Meira