Mannlíf

Opið hús í Birkilundi á þriðjudaginn

Feykir hefur áður sagt frá því að nýr og glæsilegur leikskóli hafi verið tekinn í notkun í Varmahlíð seint í nóvember. Í tilkynningu á vef Skagafjarðar kemur fram að sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýtt húsnæði Leikskólans Birkilundar, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Meira

Samningur undirritaður við Mennta- og barnamálaráðuneytið vegna FORNOR

Þann 1. desember undirritaði Sveitarfélagið Skagaströnd samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið um stuðning við forvarna­verkefnið FORNOR – Forvarnaáætlun Norðurlands vestra. Verkefnið hlaut 26 milljóna króna styrk og byggir á metnaðarfullri umsókn sveitarfélagsins sem miðar að því að efla farsæld barna og bæta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Meira

Jólabakstur í Höfðaskóla

Nemendur á miðstigi Höfðaskóla á Skagaströnd eru að læra um hinar ýmsu vetrarhefðir þessa lotuna og ætla alla mánudaga fram að jólum að prófa rétti sem tengjast jólahefðum í Kína, Indlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Frá þessu segir á heimasíðu Höfðaskóla en í síðustu viku voru bakaðar Lúsíubollur, eða Lussekatter, sem eru hefðbundnar sænskar jólabollur tengdar Lúsíumessu sem er 13. desember.
Meira

Farsældarráð Norðurlands vestra stofnað í gær

Í gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að með stofnun farsældarráðsins hefjist formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.
Meira

Svavar kennari tefldi um 60 skákir í fjöltefli í Árskóla

Það er eitt og annað sem dundað er við í grunnskólunum. Í síðustu viku var til að mynda fjöltefli fyrir nemendur á miðstigi í Árskóls en þá tefldi Svavar Viktorsson kennari við nemendur í 5. - 7. bekk. Á heimasíðu skólans segir að greinilegt sé að áhuginn á skákinni sé mikill og reyndu margir nemendur sig við fjölteflið auk þess sem nemendur tefldu margir sín á milli allstaðar þar sem hægt var að koma niður taflborði. Feykir spurði Svavar aðeins út í skákina.
Meira

Edda Björg fær ljóð sitt á mjólkurfernurnar

Það segir frá því á heimasíðu Varmahlíðarskóla að á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. „Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út. Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu,“ segir í fréttinni.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skagafjörður er mannauðshugsandi vinnustaður

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025 en frá þessu er sagt á heimasíðu sveitarfélagsins. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.
Meira

Árleg Friðarganga Árskóla á föstudaginn

Föstudaginn 28. nóvember verður hin árlega friðarganga þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá Árskóla. Það er mikilvægt á þessum tímum að staldra við og sýna með samstöðu ósk um frið hjá öllum. Við hvetjum foreldra og aðra bæjarbúa til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með okkur.
Meira

Framlag sem verður seint fullþakkað

Brunavörnum Húnaþings vestra barst á dögunum myndarlegur styrkur frá Gærunum til kaupa á búnaði fyrir slökkviliðsmenn liðsins. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að í þetta skiptið hafi styrknum verið varið í kaup á ullarundirfatnaði og nýjum vinnuvettlingum á alla liðsmenn.
Meira