Engin atvinnulífssýning í Sæluvikunni
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
22.03.2022
kl. 09.07
Það styttist óðfluga í Sæluviku sem að þessu sinni kemur í beinu framhaldi af frídagasúpu aprílmánaðar; páskarnir eru 17.-18. apríl, sumardagurinn fyrsti 21. og setning Sæluvikunnar sunnudaginn 24. apríl. Skagfirðingar hafa verið nokkuð duglegir að halda atvinnu-, mannlífs- og menningarhátíðir, nú síðast fyrir fjórum árum en sú fékk nafnið Skagafjörður – heimili norðursins. Til stóð að endurtaka leikinn nú í vor en samkvæmt heimildum Feykis verður hátíðin ekki í lok Sæluviku en verið er að skoða hvort hún verði í haust eða frestist fram á næsta vor.
Meira