feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
23.12.2021
kl. 13.17
oli@feykir.is
Stúlkurnar sem reimuðu á sig takkaskóna fyrir lið Tindastóls síðastliðið sumar og þustu um iðagræna fótboltavelli í efstu deild kvennaboltans, stóðu fyrir sínu og vel það – þrátt fyrir að fall hafi verið niðurstaðan. Fremst meðal jafningja var þó markvörður Stólastúlkna, Amber Michel, sem kemur frá San Diego í Kaliforníu. Hún átti marga stórleiki í markinu, hélt vörninni á tánum og vakti oft athygli fyrir mögnuð tilþrif og ekki síður mikið keppnisskap. Nokkrum sinnum var hún í liði umferðarinnar hjá fjölmiðlum og í lok tímabilsins í Pepsi Max deildinni var hún valin leikmaður ársins á uppskeruhátíð Tindastóls. Það gladdi því stuðningsfólk Tindastóls þegar fréttist að Amber hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning og spila þriðja sumarið sitt á Króknum. Það gerði líka hin einstaka Murielle Tiernan sem verður þá fimmta sumarið með liði Tindastóls.
Meira