Ótrúlega erfið ákvörðun að þurfa að loka
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
07.01.2022
kl. 14.30
„Béskotans Covid veiran komst í bakaríið,“ segir Róbert Óttarsson í Sauðárkróksbakaríi þegar Feykir hafði samband við hann í tilefni af því að sjá mátti á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi að bakaríinu á Króknum hefði verið lokað í óákveðinn tíma vegna Covid. „Og í framhaldinu er þetta gert til að verja starfsfólkið okkar því ekki viljum við að þetta nái um allt fyrirtækið, flestir eru sem betur fer bólusettir,“ segir bakarameistarinn. Það fjölgar enn þeim sem krækt hafa í Covid en nú eru yfir tíu þúsund landsmenn í einangrun og að sjálfsögðu finna fyrirtæki og stofnanir fyrir því og sum hver hafa þurft að loka vegna útbreiðslu veirunnar þrjósku.
Meira