Mannlíf

Dagskrá Sæluviku í dag

Það er óhætt að segja að Sæluvika Skagfirðinga hafi farið vel af stað í gær og dagurinn endað með gríðarlegri spennu í Síkinu, mikil stemning og fullt hús. Einnig var vel mætt á tónleika Kvennakórsins Sóldísar í Miðgarði og nánast uppselt á Nei ráðherra, leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks. Áfram heldur dagskrá í dag.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Hópur listamanna frá Þýskalandi er nú staddur á Skagaströnd og dvelur í Salthúsinu og eru margir þeirra tíðir gestir á NES listamiðstöð. Í dag er opið hús og allir velkomnir að sjá hvað listafólkið hefur haft fyrir stafni undanfarið.
Meira

Mikil ánægja með leikskólann Barnaból á Skagaströnd

Leikskólinn Barnaból tók þátt í foreldrakönnun Skólapúlsins og voru niðurstöður hreint út sagt frábærar. Sé árangurinn borinn saman við aðra skóla almennt á landinu er Barnaból að koma mun betur út á öllum lykilmælingum. Það sem er þó kannski enn mikilvægara er hversu miklu ánægðari foreldrar eru með skólann miðað við í síðustu mælingu, sem var gerð 2014. Almenn ánægja með leikskólann hefur aukist um 42% og ánægja með vinnubrögð um 55,6% frá því 2014.
Meira

Opinn samráðsfundur á Skagaströnd vegna Spákonufellshöfða

Í kvöld, þann 7. apríl, standa sveitarfélagið Skagaströnd og Umhverfisstofnun að opnum samráðsfundi vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Spákonufellshöfða. Fundurinn verður í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd og hefst kl. 20:00.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022?

Það styttist óðfluga í Sæluviku Skagfirðinga og við setningarathöfn Sæluvikunnar í ár verður kunngjört hver hlýtur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022 en þau eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag. Óskað er eftir tilnefningum en þær þurfa að berast í síðasta lagi 10. apríl nk.
Meira

Hópur frá FNV heimsótti Vilníus á vegum Erasmus+

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er þátttakandi í Erasmusverkefninu og á heimasíðu skólans segir að dagana 27. mars til 3. apríl heimsóttu fimm nemendur FNV í félagi við tvo kennara Vilníus í Litháen og tóku þar þátt í vinnuviku á vegum verkefnisins. Auk Íslendinga og Litháa voru þáttakendur frá Eistlandi, Tékklandi, Englandi og Spáni.
Meira

Eyvör Pálsdóttir heimsótti Úganda með skólanum sínum

Ansi mörg ungmenni hafa þann háttinn á að loknu námi í framhaldsskóla að sækja sér tilbreytingu og reyna fyrir sér í lýðháskóla áður en teknar eru stórar ákvarðanir um framhaldsnám, störf og stefnu í lífinu. Sumum finnst upplagt að kynnast nýrri menningu, upplifa smá ævintýri og eignast nýja vini, daðra pínu við sjálfið og finna sér kannski einhverja braut fyrir áhugamálin og sjá hvort það leiðir eitthvert. Blaðamaður Feykis rak augun í það á Facebook að Króksarinn Eyvör Pálsdóttir var stödd í Úganda, í miðri Afríku, nú á dögunum ásamt nemendum og kennurum í ISI íþróttalýðháskólanum.
Meira

Séra Solveig Lára vígslubiskup kveður Hóla í haustbyrjun

Kirkjuþing kemur nú saman og fundar í húsakynnum biskupsstofu. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, kvaddi sér hljóðs í morgun og tilkynnti hún kirkjuþinginu að hún léti af störfum sem vígslubiskup 1. september næstkomandi.
Meira

Skagaströnd tekur þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Á vef Skagastrandar segir af því að Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri, hafi heimsótt Höfðaskóla á þessum fallega föstudegi til að skrifa undir samninginn Barnvæn sveitarfélög við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið í viðurvist nemenda úr Höfðaskóla. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Meira

„Ekki nóg að mæta bara í hnakknum“

Hofsósingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, hefur leitt lið Landans á RÚV til margra ára og er einkar laginn við að þefa uppi forvitnilegar hliðar mannlífsins. Nú á dögunum var hann staddur í Skagafirði, nánar tiltekið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þar sem nemendur FNV héldu svokallað Fjörmót en þeir þurfa að sjá um allt er viðkemur mótshaldinu, bæði utan vallar og innan.
Meira