Umhverfisdagur FISK Seafood er laugardaginn 6. maí
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
05.05.2023
kl. 15.48
Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. maí, og verða hendur látnar standa fram úr ermum frá klukkan 10 og fram að hádegi en eftir það verður boðið upp á hressingu; fiskisúpu, grillaðar pylsur og fleira í húsnæði Fiskmarkaðar Sauðárkróks. Á netsíðu FISK Seafood segir að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.
Meira