Mannlíf

Nemendur í 1. bekk Árskóla fengu endurskinsvesti

Í síðustu viku bar góða gesti að garði í Árskóla á Sauðárkróki en þá komu þeir Emil Hauksson frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Snorri Geir Snorrason lögreglumaður og færðu öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf.
Meira

Blönduósi kemur ekki dúr á auga

Víða á landsbyggðinni er talsverð uppbygging í gangi þessi misserin og það á ekki síst við á Blönduósi, bænum sem aldrei sefur, svo vitnað sé í einn af máttarstólpum samfélagsins. Feykir fékk að birta nokkrar framkvæmdamyndir frá í febrúar úr safni Róberts Daníels Jónssonar sem fangar flest á minniskortið sem vert er að festa á mynd.
Meira

Úr skjóli Hjaltadalsins í Evrópuslaginn í Brussel

Nú býður Feykir lesendum sínum að stökkva um borð í hraðlest til Brussel í Belgíu en þar hittum við fyrir hana Kristínu Kolku Bjarnadóttur. Hún starfar í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu sem lögfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EES. Kristín Kolka er fædd árið 1994 og er frá Hólum í Hjaltadal, foreldrar hennar eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson og síðan á hún tvo bræður, þá Gunnar Loga Guðrúnarson og Jón Kolka Bjarnason...
Meira

Bjarni Har fór síðasta rúntinn í dag

Heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Bjarni Haraldsson, kaupmaður í útbænum á Króknum, var borinn til grafar frá Sauðárkrókskirkju í dag. Að útför lokinni fór líkfylgdin með Bjarna síðasta rúntinn eftir Aðalgötunni og staldraði utan við Verslun Haraldar Júlíussonar þar sem öðlingurinn stóð vaktina nánast alla tíð.
Meira

Skagstrendingar lásu til sigurs í Samrómi

Höfðaskóli á Skagaströnd tók þátt í Samrómi, lestrarkeppni grunnskólanna, og gerði sér lítið fyrir og sigraði í C-flokki. Allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt ásamt fjölmörgum velunnurum skólans. „Samstaða og samheldni einkenndi keppnisanda allra þeirra sem tóku þátt,“ segir á heimasíðu Höfðaskóla.
Meira

Karólína í Hvammshlíð valin maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið stóð fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu nú um áramótin og var þetta í sautjánda sinn sem netmiðillinn góði stendur fyrir þessu vali. Úrslitin á manni ársins 2021 voru tilkynnt í dag og koma sennilega ekki verulega á óvart því Karólína Elísabetardóttir athafnakona og bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð hefur heldur betur vakið verðskuldaða athygli vegna riðurannsókna.
Meira

Kennsla hófst í dag í nýrri list- og verkgreinaálmu Blönduskóla

„Við erum alveg að springa úr spenningi. Framkvæmdum er alveg að ljúka. Þetta er alveg að hafast,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Blönduskóla á Blönduósi á laugardaginn en vonir stóðu til þess að kennsla hæfist í nýju list- og verkgreinaálmunni í dag og það gekk að sjálfsögðu eftir.
Meira

Þorrablót Lýtinga í beinu streymi í kvöld

„Já, við mælum með að fólk safnist saman í sinni þorra-kúlu fyrir framan skjáinn. Hafa borðhaldið klukkan 19. Opnað verður fyrir streymið klukkan 20,“ segir Evelyn Ýr Kuhne frá Lýtingsstöðum þegar Feykir spyr hvernig þorrablót Lýtinga fari fram að þessu sinni en eins og Evelyn nefnir þá verður þorrablótinu streymt í kvöld. Það er sjálfsagt óþarfi að nefna það en blótinu er að sjálfsögðu streymt vegna samkomutakmarkana tengdum Covid.
Meira

FNV mætir til leiks í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin af stað enn einn veturinn. Þrjár viðureignir fóru fram í gærkvöldi en í kvöld mætir lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til leiks. Fram kemur á heimasíðu skólans að mótherji FNV í fyrstu umferð keppninnar sé Tækniskólinn í Reykjavík og hefst viðureignin kl. 19:40 í kvöld.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga fær aðstöðu í prestssetrinu í Glaumbæ

Skrifstofur og aðstaða starfsfólks Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ mun á næstu vikum færast yfir í prestssetrið í Glaumbæ. Í frétt á Facebook-síðu safnsins segir að góð vinnuaðstaða sé í prestssetrinu og rými til að búa vel að öllu starfsfólki, bæði fastráðnu og sumarstarfsfólki.
Meira