Mannlíf

Jólatré Blönduósinga fengið úr Gunnfríðarstaðarskógi

Þann 1. desember voru ljós tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju en vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá á Blönduósi frekar en víðast hvar annars staðar. Einhverjir verða þó að mæta og það voru krakkarnir á Fjallabæ og Stóra Fjallabæ á Leikskólanum Barnabæ ásamt starfsfólki sem mættu galvösk til leiks, komu og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð góða.
Meira

Stefnir í flotta skíðahelgi í Tindastólnum

Framundan er þriðja opnunarhelgin á skíðasvæðinu í Tindastólnum. „Það hefur verið frábær mæting síðustu tvær helgar,“ sagði Sigurður Hauksson, forstöðumaður svæðisins, þegar Feykir hafði samband. „Við tókum á móti fyrsta gönguskíðahópnum 13. nóvember og opnuðum neðri lyftuna viku síðar. Mikill snjór er á svæðinu og hafa æfingahópar nýtt sér opnunina og komið hverja helgi.“
Meira

Líf og fjör í Grunnskóla Húnaþings vestra

Það verður seint sagt að það ríki einhver lognmolla í grunnskólum landsins og krakkarnir og kennararnir eru alltaf eitthvað að sýsla. Þegar heimasíða Grunnskóla Húnaþings vestra er skoðuð má sjá að þar hefur verið líf og fjör í síðustu viku.
Meira

Skólabörn í Blönduskóla fengu fulltrúa frá slökkviliðinu í heimsókn

Á heimasíðu Blönduskóla á Blönduósi segir af því að nemendur í þriðja og fjórða bekk hafi síðastliðinn föstudagsmorgun fengið heimsókn frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna.
Meira

Yngstu nemendur Varmahlíðarskóla fóru í vettvangsferð í Vesturdal

Nemendur í 1. og 2. bekk Varmahlíðarskóla fóru, ásamt kennurum, í vettvangsferð í Goðdalakirkju síðastliðinn miðvikudag. Á heimasíðu skólans segir að lagt var af stað frá Varmahlíðarskóla að loknum morgunverði og lá leiðin fram í Vesturdal að skoða kirkjuna og sjá silfurkrossinn sem hangir þar á vegg.
Meira

Ljósin tendruð og jólin færast nær

Í upphafi skóladags héldu nemendur Árskóla á Sauðárkróki í árlega friðargöngu út í bæ. Morguninn tók fallega á móti krökkunum, veðrið var stillt þó sannarlega væri nokkuð kalt. Friðarljósið var síðan fært upp Kirkjustíginn og staðnæmdist loks við krossinn á Nöfunum og síðan voru ljósin á honum tendruð. Viðburður sem jafnan kveikir jólaneistann í hugum flestra Króksara. 
Meira

Bara ýtt á rec og rúllað af stað – Spjallað við Eystein Ívar hlaðvarpara

Nú eru allir sem vettlingi geta valdið að ýmist varpa öndinni út um allt eða að hlusta á andvörpin – já eða hlaðvörpin. Í nútímanum geta allir verið með dagskrárvaldið en eitt er að búa til hlaðvarp og annað að fá hlustun. Feykir heyrði í gömlum kunningja, Eysteini Ívari Guðbrandssyni, sem hefur verið að gera það gott á þessum hlaðvarpsmiðum og spurði hann aðeins út í hvað hann væri að brasa á þessum síðustu og verstu.
Meira

Friðarganga, tendrun ljósa, jólasveinalest og jólabingó

Eins og allir ættu að vita þá eru í gildi samkomutakmarkanir á Íslandi og af þeirri ástæðu verður aðventunni fagnað með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 26.-28. nóvember – þó reyndar með svipuðu sniði og í fyrra þar sem samskonar staða var uppi í samfélaginu. Í Skagafirði verður ekki formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi og ekki verða Rótarýfélagar með jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sveitarfélagið tekur hins vegar upp þráðinn frá í fyrra og býður að nýju upp á jólasveinalest og hreyfi-jólabingó.
Meira

Elinborg færði Bókasafni Húnaþings vestra nótnasafn sitt að gjöf

Sagt er frá því á Facebook-síðu Bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra að bókasafninu barst í gær góð gjöf þegar Elinborg Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi skólastjóri tónlistarskóla Húnaþings vestra, færði safninu nótnasafn sitt sem spannar 43 ára starfsferil en síðustu 35 árin var hún leiðandi í tónlistarlífi Húnaþings vestra.
Meira

JólaFeykir mættur ferskur – fjölbreyttur og fínn

Þá er JólaFeykir 2021 kominn úr prenti; samsettur, heftaður og fínn og er drefing á blaðinu þegar hafin. Einhverjir ættu að fá hann inn um póstlúgina í dag og vonandi verður hann kominn á sína áfangastaði að mestu fyrir helgi. Blaðinu er dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og svo fá áskrifendur utan svæðisins að sjálfsögðu blaðið sent. Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar.
Meira