Mannlíf

Guðni á ferð og flugi, í Kakalaskála á sunnudaginn

Kynning verður á bókinni Guðni á ferð og flugi klukkan 14.00 sunnudaginn 14. nóvember í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði. Þangað mætir Guðni Ágústsson sjálfur og kynnir bókina ásamt Guðjóni Ragnari Jónassyni sem skrásetti hana. Auk þeirra félaga kemur Geirmundur Valtýsson með nikkuna svo búast má við skemmtilegri stund.
Meira

Utís menntaráðstefnan haldin á Sauðárkróki í sjötta sinn

Síðastliðinn föstudag fjölmenntu kennarar og skólastjórnendur á Utís menntaráðstefnuna á Sauðárkróki sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur veg og vanda af. Að þessu sinni mættu um 190 kennarar og skólastjórnendur frá u.þ.b. 70 skólum landsins til leiks en níu erlendir fyrirlesarar og þrír íslenskir voru með fyrirlestra og vinnustofur. Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og tókst með miklum ágætum.
Meira

Skagafjörður var lýstur upp

Þau voru mörg ljósin sem loguðu í gærkvöldi til minningar um Erlu Björk Helgadóttur en nemendur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra höfðu hvatt fólk til að lýsa upp Skagafjörðinn og heiðra þannig minningu Erlu Bjarkar og sýna um leið fjölskyldu hennar samhug. Sjá mátti á samfélagsmiðlum að Skagafjörður er víða – eins og komist var að orði – því það var ekki bara í Skagafirði sem fólk tendraði ljós í minningu hennar.
Meira

Öll börn verða stór - öll nema eitt - Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp Pétur Pan

Þegar leiðtogi týndu barnanna, Pétur Pan, týnir skugga sínum í heimsókn til Lundúna, hjálpar hin ákveðna Vanda honum að festa skuggann aftur við sig. Í staðinn er henni boðið til Hvergilands. Þetta ævintýri fá áhorfendur að upplifa í Félagsheimili Hvammstanga 11. – 14. desember nk. en Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp þetta sígilda ævintýri um eilífðarstrákinn hrekkjótta.
Meira

Áhöfnin bíður eftir niðurstöðum úr skimunum vegna Covid-19

Í gær var Málmey SK 1, einum togara Fisk Seafood, siglt í heimahöfn á Sauðárkróki eftir að upp kom grunur um að einhverjir 15 skipverja væru smitaðir af Covid-19. Var áhöfnin í heild sinni tekin í hrappróf og reyndust fjórir úr áhöfn jákvæðir. Mbl.is hafði eftir Ólafi Bjarna Haraldssyni, stýrimanni, að eng­inn skipverja væri mikið veik­ur og flest­um liði ágæt­lega. Málmey er komin til hafnar og áhöfnin búin að fara í skimun og bíður nú eftir niðurstöðum úr þeim en reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir í kvöld.
Meira

Konur í fyrsta sinn til liðs við Rótarýklúbb Sauðárkróks

Allt er breytingum háð segir einhvers staðar. Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 1948 og félagar koma og fara eins og gengur. Í gær gengu þrír nýir félagar til liðs við klúbbinn. Þessi atburður er svo sem ekki í frásögur færandi nema að því leyti að þetta er í fyrsta sinn í 73 ára sögu Rótarýklúbbs Sauðárkróks sem konur ganga í klúbbinn.
Meira

Enn herðir að vegna Covid

Ríkisstjórnin fundaði í morgun í kjölfar þess að nýr minnismiði barst heilbrigðisráðherra frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kjölfar töluverðrar uppsveiflu í Covid-smitum. Ákveðið var að herða á samkomutakmörkunum landsmanna og meginatriðin er að skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú.
Meira

Ræningjar og rassálfar, nornir og grádvergar - Leikfélag Sauðárkróks setur Ronju ræningjadóttur á svið

Leikfélag Sauðárkóks frumsýnir nk. föstudag í Bifröst barnaleikritið Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur.
Meira

Syndum okkur í gang fyrir veturinn!

Fyrstu fjórar vikur nóvembermánaðar stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir landsátaki í sundi 1. - 28. nóvember nk. Fram kemur í frétt á heimasíðu sambandsins þá er um er að ræða heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með átakinu er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Meira

Tindastólsmenn láta hendur standa fram úr ermum og það er leikur í kvöld!

Það er alltaf líf og fjör á Facebook-síðunni Skín við sólu og fólk duglegt við að pósta myndum og ýmsu efni þangað inn. Nú um helgina var síðuhaldarinn, Ómar Bragi, með símann á lofti og náði meðal annars að mynda liðsmenn Tindastóls í körfunni sem unnu við gluggahreinsanir í haustblíðunni.
Meira