Heimir með Áramótagleði í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
29.12.2017
kl. 11.29
Karlakórinn Heimir heldur áramótatónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, 29. desember, og hefjast þeir klukkan 20:30. Æringjarnir Óskar Pétursson, Birgir Björnsson og Valmar Väljaots koma fram með kórnum en stjórnandi er sem fyrr Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas Higgerson. Stór tímamót eru nú hjá kórnum þar sem í gær voru liðin 90 frá því hann var stofnaður. Gísli Árnason, formaður kórsins, segir að formleg afmælisdagskrá verði haldin næsta vor.
Meira