KS áfram með matargjafir fyrir jólin
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
28.10.2021
kl. 10.49
Fyrir síðustu jól og fram eftir þessu ári hefur Kaupfélag Skagfirðinga gefið matvæli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um er að ræða kjöt- og mjólkurvörur, grænmeti, kartöflur og brauð. „Það hefur orðið að samkomulagi á milli kaupfélagsins og hjálparstofnana að halda þessu samstarfi áfram núna í aðdraganda jólanna,“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi en KS mun áfram gefa matvæli til nokkurra hjálparstofnana hér á landi.
Meira
