Grænmetisfiskréttur og eplakaka

Matgæðingarnir Árný og Agnar.
Matgæðingarnir Árný og Agnar.

Matgæðingar Feykis í 14. tbl. ársins 2018 voru Árný Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Þau eru búsett á Blönduósi ásamt sonum sínum tveim þar sem Árný starfar á leikskólanum Barnabæ og Agnar er rafvirki hjá Tengli. Þau deildu með lesendum uppskrift að grænmetis-fiskrétti og ljúffengri eplaköku. 

AÐALRÉTTUR
Grænmetis-fiskréttur (handa 4-6 manns)

1 blaðlaukur
1 rauð paprika
½ askja sveppir
½ poki gulrætur
250 g hrísgrjón (eða 2 pokar)
2-3 ýsuflök/þorskflök
rifinn ostur
1 grænmetiskraftur
aromat

Aðferð:
Steikið grænmetið á pönnu upp úr smá smjöri og grænmetiskrafti. Sjóðið hrísgrjónin og fiskinn.
Þegar hrísgrjónin eru tilbúin eru þau sett í botninn á eldföstu móti og grænmetinu hellt yfir. Síðan er fiskurinn lagður yfir grænmetið og að lokum er rifnum osti dreift yfir. Stráið svolitlu aromati yfir ostinn.
Eldað í ofni á 180° eða þangað til osturinn hefur bráðnað. 

EFTIRRÉTTUR
Eplakaka 

3-4 rauð epli
150 g sykur
150 g hveiti
150 g smjörlíki
kanill 

Aðferð:
Smyrja form með olíu. Eplin eru skorin í smáa bita og lögð í eldfasta mótið. Kanil er síðan dreift yfir eftir smekk. Sykri og hveiti hrært saman, smjörlíki bætt við og öllu hnoðað saman. Myljið deigið yfir eplin og bakið við 180° í 20 mínútur eða þangað til kakan er tilbúin. Borið fram með vanilluís eða rjóma.

 

Verði ykkur að góðu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir