Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 227: Hrund Péturs

Króksarinn Hrund Pétursdóttir er fædd á því herrans ári 1981 en það ár var Gísli Rúnar Jónsson leikstjóri Áramótaskaupsins sem kannski er helst minnisstætt fyrir þá sök að það var í fyrsta sinn sem þeir Dolli og Doddi brölluðu saman. Fyrsta Indiana Jones bíómyndin, Raiders of the Lost Ark, kom á tjaldið þetta ár sem og Bond-myndin For Your Eyes Only. Já og líka The Incredible Shrinking Woman með Lily Tomlin og Charles Grodin í aðalhlutverkum en myndin fjallaði um konu sem minnkaði og minnkaði í kjölfarið á efnaskiptum í förðunarefnunum sem hún notaði. Sennilega ekki byggð á sannri sögu.
Meira

Rabb-a-babb 226: Sara Diljá

Að þessu sinni ber Rabbið að dyrum á Skagaströnd hjá Söru Diljá Hjálmarsdóttur, skólastjóra Höfðaskóla. Hún er gift Birki Rúnari Jóhannssyni og saman eiga þau Arnar Gísla 11 ára, Fanndísi Öldu 9 ára og Bríeti Dögg 2 ára, já og hundinn Skugga. Sara er fædd árið 1989 en það ár kom þriðja myndin um Indiana Jones út (þessi með Sean Connery), sem og Glory, When Harry Met Sally og Honey, I Shrunk the Kids og auðvitað miklu fleiri myndir. Madonna gaf út Like a Prayer.
Meira

Rabb-a-babb 225: Kristrún Frosta

Það eru örugglega ekkert allir sem vita að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands, rekur ættir sínar í Lýtingsstaðahreppinn. Það var því upplagt að plata hana í að svara Rabb-a-babbi. Kristrún er fædd í maí 1988 en þá var Bítlalagið With a Little Help From My Friends í flutningi Wet Wet Wet á toppi breska vinsældalistans og Perfect með Fairground Attraction í öðru sæti.
Meira

Rabb-a-babb 224: Atli Freyr

Atli Freyr Rafnsson frá Króknum fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og var það frekar strembin fæðing en útkoman svona ljómandi góð. Atli Freyr er fæddur árið 1997 eða um það leyti sem Tiger Woods vann sitt fyrsta Master mót og fyrsti þáttur af South Park fór í loftið.
Meira

Rabb-a-babb 223: Arnar Skúli

Nú er það Arnar Skúli Atlason sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, barþjónn á Kaffi Krók, leiklýsandi á visir.is á heimaleikjum Tindastóls, skemmtikraftur og margt múligt maður sem ætlar að tækla Rabbið í þetta skiptið. Arnar Skúli er einn af þeim sem fær mann til að brosa bara af að horfa á hann, með einlægninni sinni. Arnar Skúli er fæddur árið 1991 á því ári var síðasti sjónvarpsþátturinn af Dallas sendur út og Borgarkringlan var opnuð við Kringluna. 
Meira

Rabb-a-babb 222: Friðrik Halldór

Nú er það Austur-Húnvetningurinn Friðrik Halldór Brynjólfsson sem svarar Rabbinu en hann býr á Blönduósi ásamt eiginkonunni, Nínu Hrefnu Lárusdóttur og eiga þau tvö börn, Aron Frey 5 ára og Maríu Birtu 2 ára. Friðrik er fæddur sumarið 1988 en þá voru New Sensation með INXS og Dirty Diana með Michael Jackson að gera það gott á vinsældalista Billboard en Rick Astley var á niðurleið með Together Forever.
Meira

Rabb-a-babb 221: Nesi Más

Nú er það Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi og sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, sem leggst í svæðisvörn með Rabbið. Hann gladdi nýverið stuðningsmenn Tindastóls með því að draga fram körfuboltaskóna á ný eftir að hafa leyft þeim að rykfalla sjálft meistaratímabilið. Nesi er fæddur á því herrans ári 1996 en vinsælustu bíómyndirnar það árið voru Independence Day, ský-strókaþrillerinn Twister og fyrsta myndin í Mission Impossible seríunni. Já og Ólafur Ragnar Grímsson var það ár kjörinn forseti Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 220: Eva Guð

„Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir en alltaf kölluð Eva en Guð má fylgja með ef hann kýs svo,“ svarar Eva þegar hún er spurð að nafni. Hún býr á Skagaströnd „...eða paradís eins og margir kalla,“ segir hún. Eva er fædd árið 1986, rétt eftir að Wham! sungu sitt síðasta á Wembley í London, og er í sambúð með Jonna sínum, á tvo börn, fimm stjúpbörn og tvo skáömmudrengi.
Meira

Rabb-a-babb 219: Hrund á Sjávarborg

Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og hún var eldsnögg að tækla það. Hrund er fædd árið 1987 eða um það leyti sem Whitney Houston fór á toppinn með I Wanna Dance With Somebody og ein mesta orkuballaða sögunnar, Alone með Heart, var að gera það gott. Hrund er dóttir Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur og því alin upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er gift Gunnari Páli og saman eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 7 ára og Val Helga 3ja ára.
Meira

Rabb-a-babb 218: Pétur Ara

Nú er það Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hleypir lesendum Feykis að sínum innsta kjarna og tekst á við Rabb-a-babbið. Pétur er fæddur á því herrans ári 1970, er giftur og á þrjú börn og tvö barnabörn að auki. Hann segist búa á Blönduósi – miðju alheimsins!
Meira