Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 221: Nesi Más

Nú er það Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi og sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, sem leggst í svæðisvörn með Rabbið. Hann gladdi nýverið stuðningsmenn Tindastóls með því að draga fram körfuboltaskóna á ný eftir að hafa leyft þeim að rykfalla sjálft meistaratímabilið. Nesi er fæddur á því herrans ári 1996 en vinsælustu bíómyndirnar það árið voru Independence Day, ský-strókaþrillerinn Twister og fyrsta myndin í Mission Impossible seríunni. Já og Ólafur Ragnar Grímsson var það ár kjörinn forseti Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 220: Eva Guð

„Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir en alltaf kölluð Eva en Guð má fylgja með ef hann kýs svo,“ svarar Eva þegar hún er spurð að nafni. Hún býr á Skagaströnd „...eða paradís eins og margir kalla,“ segir hún. Eva er fædd árið 1986, rétt eftir að Wham! sungu sitt síðasta á Wembley í London, og er í sambúð með Jonna sínum, á tvo börn, fimm stjúpbörn og tvo skáömmudrengi.
Meira

Rabb-a-babb 219: Hrund á Sjávarborg

Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og hún var eldsnögg að tækla það. Hrund er fædd árið 1987 eða um það leyti sem Whitney Houston fór á toppinn með I Wanna Dance With Somebody og ein mesta orkuballaða sögunnar, Alone með Heart, var að gera það gott. Hrund er dóttir Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur og því alin upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er gift Gunnari Páli og saman eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 7 ára og Val Helga 3ja ára.
Meira

Rabb-a-babb 218: Pétur Ara

Nú er það Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hleypir lesendum Feykis að sínum innsta kjarna og tekst á við Rabb-a-babbið. Pétur er fæddur á því herrans ári 1970, er giftur og á þrjú börn og tvö barnabörn að auki. Hann segist búa á Blönduósi – miðju alheimsins!
Meira

Rabb-a-babb 217: Liljana

Að þessu sinni er það Liljana Milenkoska sem svarar Rabbinu. Hún er fædd árið 1978, gift og b‡r að Mörk í Húnaþingi vestra. „Pabbi minn hét Vidan Milenkoski, mamma heitir Nadezda Milenkoska. Ég er alin upp í Makedóníu en mamma mín er búlgörsk/serbensk, pabbi var makedónskur,“ segir hún.
Meira

Rabb-a-babb 216: Árni á Hard Wok

Árni Björn Björnsson veitingamaður á Hard Wok Café svarar Rabb-a-babbi númer 216. Árni er af 68 kynslóðinni, það er að segja þessari sem fæddist 1968. „Made in New York, fæddur í Kópavogi, uppalinn í Grindavík,“ segir hann léttur en foreldrar Árna eru Björn Haraldsson og Guðný J. Hallgrímsdóttir.
Meira

Rabb-a-babb 215: Erla Jóns

Erla Jónsdóttir svaraði Rabb-a-babbi í 4. tölublaði Feykis 2023. Hún er fædd 1974, gift Jóhanni Inga Ásgeirssyni og saman eiga þau tvö börn; Freyju Dís 19 ára og Loga Hrannar 14 ára. Fjölskyldan býr í Kambakoti í Skagabyggð en Erla er aðflutt, ólst upp á Álftanesi á Mýrum þar til hún var 14 ára en þá flutti fjölskyldan á Akranes. Erla vasast í einu og öðru en hún er framkvæmdastjóri Lausnamiða ehf., oddviti Skagabyggðar, stjórnarformaður Stapa lífeyrissjóðs og fleira.
Meira

Rabb-a-babb 214: Jóki

Nafn: Jóhannes Björn Þorleifsson. Búseta: 560 Varmahlíð. Hvað er í deiglunni: Andlegur undirbúningur fyrir Jólamót Molduxa 2022. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar Bjarni heitinn meðhjálpari á Sunnuhvoli sat á fremsta bekk og reyndi að taka okkur fermingarbörnin á taugum með ýmsum geiflum og glotti.
Meira

Rabb-a-babb 213: Auður Björk

NAFN: Auður Björk Birgisdóttir. ÁRGANGUR: 1984. FJÖLSKYLDUHAGIR: Þriggja barna móðir og eiginkona. Er gift Rúnari Páli Hreinssyni frá Grindum, saman eigum við þrjú börn þau Bjarkey Dalrós 14 ára, Sigurrós Viðju 8 ára og Birgi Smára Dalmann 4ra ára. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Í deiglunni er að byggja 300 fermetra fjárhús fyrir veturinn… (svona ef veðrið verður til friðs).
Meira

Rabb-a-babb 212: Jóhann Fönix

Nafn: Jóhann Frímann K Arinbjarnarson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ólst upp á fjölskylduóðalinu Brekkulæk í Miðfirði. Faðir minn er Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustubóndi og móðir mín er Gudrun M. H. Kloes þýðandi. Besta bíómyndin? Svo margar. Held mikið uppá Star Wars, James Bond og Tomorrow, When the War began. Ef ég þarf að velja bara eina langar mig að nefna Fail-Safe frá 1964. Sennilega engin önnur mynd sem túlkar óttann við kjarnorkustyrjöld á jafn mannlegan hátt. Hvernig er eggið best? Spælt og innan í þykkri samloku.
Meira