Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 215: Erla Jóns

Erla Jónsdóttir svaraði Rabb-a-babbi í 4. tölublaði Feykis 2023. Hún er fædd 1974, gift Jóhanni Inga Ásgeirssyni og saman eiga þau tvö börn; Freyju Dís 19 ára og Loga Hrannar 14 ára. Fjölskyldan býr í Kambakoti í Skagabyggð en Erla er aðflutt, ólst upp á Álftanesi á Mýrum þar til hún var 14 ára en þá flutti fjölskyldan á Akranes. Erla vasast í einu og öðru en hún er framkvæmdastjóri Lausnamiða ehf., oddviti Skagabyggðar, stjórnarformaður Stapa lífeyrissjóðs og fleira.
Meira

Rabb-a-babb 214: Jóki

Nafn: Jóhannes Björn Þorleifsson. Búseta: 560 Varmahlíð. Hvað er í deiglunni: Andlegur undirbúningur fyrir Jólamót Molduxa 2022. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar Bjarni heitinn meðhjálpari á Sunnuhvoli sat á fremsta bekk og reyndi að taka okkur fermingarbörnin á taugum með ýmsum geiflum og glotti.
Meira

Rabb-a-babb 213: Auður Björk

NAFN: Auður Björk Birgisdóttir. ÁRGANGUR: 1984. FJÖLSKYLDUHAGIR: Þriggja barna móðir og eiginkona. Er gift Rúnari Páli Hreinssyni frá Grindum, saman eigum við þrjú börn þau Bjarkey Dalrós 14 ára, Sigurrós Viðju 8 ára og Birgi Smára Dalmann 4ra ára. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Í deiglunni er að byggja 300 fermetra fjárhús fyrir veturinn… (svona ef veðrið verður til friðs).
Meira

Rabb-a-babb 212: Jóhann Fönix

Nafn: Jóhann Frímann K Arinbjarnarson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ólst upp á fjölskylduóðalinu Brekkulæk í Miðfirði. Faðir minn er Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustubóndi og móðir mín er Gudrun M. H. Kloes þýðandi. Besta bíómyndin? Svo margar. Held mikið uppá Star Wars, James Bond og Tomorrow, When the War began. Ef ég þarf að velja bara eina langar mig að nefna Fail-Safe frá 1964. Sennilega engin önnur mynd sem túlkar óttann við kjarnorkustyrjöld á jafn mannlegan hátt. Hvernig er eggið best? Spælt og innan í þykkri samloku.
Meira

Rabb-a-babb 211: Ásdís Ýr

Nafn: Ásdís Ýr Arnardóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er barnabarn Manna og Maju á Vindhæli, dóttir Önnu og Össa í Vélsmiðjunni sálugu. Ég lærði að lesa og hjóla á Blönduósi, tók út gelgjuna í Mosfellsbæ og varð fullorðin í Vesturbæ Reykjavíkur en ákvað svo um þrítugt að flytja aftur á Norðurlandið. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Túnfisksalatið mitt er himneskt. Börnin myndu segja lasanga. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? . Ég væri til í að vera Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna. Ég myndi eyða deginum á Íslandi og vera með fyrirlestur í Hörpu fyrir ungar konur.
Meira

Rabb-a-babb 210: Ugla Stefanía

Nafn: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Búseta: Búsett með maka í Bretlandi, en með annan fótinn á Íslandi. Hvað er í deiglunni: Það er ýmislegt. Ég starfa sem stendur sem dálkahöfundur hjá dagblaðinu Metro í Bretlandi, ásamt því að reka kvikmyndaverkefnið My Genderation, sem snýr að því að búa til heimildarmyndir og annað efni um transfólk og reynslu þeirra. Svo er ég líka á fullu í réttindabaráttu fyrir hinsegin fólk bæði í Bretlandi og á Íslandi. Ætli ég skelli mér ekki bara í pólítík fyrir einhvern sniðugan flokk á næstu árum? Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ég nota óspart: „Víða er pottur brotinn“.
Meira

Rabb-a-babb 209: Selma Hjörvars

Nafn: Selma Hjörvarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Fædd og uppalin í Reykjavík en segist alltaf vera að vestan. Pabbi (Hjörvar Óli Björgvinsson)var fæddur og uppalinn á Grímsstaðarholtinu en mamma (Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir) í Fljótavík á Hornströndum. Á mikið af skyldfólki fyrir vestan og ræturnar sterkar þangað. Við Tommi bjuggum svo fyrir vestan í 10 ár þannig að Vestfirðirnir kalla alltaf á mig. Ég á sex systkini sem eru dreifð um Ísland, Noreg og Svíþjóð. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ryan Reynolds, Miriam Margolyes og Sandra Bullock. Held að það væri bara rosalega skemmtileg blanda af skemmtilegu fólki.
Meira

Rabb-a-babb 208: Halla Mjöll

Nafn: Halla Mjöll Stefánsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Stefáns frá Gauksstöðum og Ólafar frá Sauðárkróki og Hofsósi. Ég er uppalin á Sauðárkróki. Starf / nám: Ég er menntaður fjölmiðlafræðingur og starfa sem sérfræðingur á ráðgjafasviði hjá Eignaumsjón hf, fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri húsfélaga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta var efst í huganum. Svo átti ég mér alltaf leynilegan draum um að verða leikkona eða söngkona. Edda systir fékk sennilega alla sönghæfileikana í vöggugjöf, en hver veit nema að ég vippi mér upp á leiksvið einn daginn. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Kíkjum á þetta á morgun.“
Meira

Rabb-a-babb 207: Helga Margrét

Nafn: Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölskylduhagir: Trúlofuð Mána Atlasyni lögmanni og eigum við saman Atla Stein sem er 17 mánaða orkubolti. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Aðalheiðar Böðvarsdóttur og Þorsteins Sigurjónssonar, alin upp á Reykjum 2 í Hrútafirði. Starf / nám: Læknir, akkúrat þessa stundina starfa ég á kvenna- og fæðingadeild Landspítalans. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mig langaði alltaf að vinna í apótekinu á Hvammstanga eða í gróðurhúsinu hjá Huldu frænku. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég er nokkuð viss um að ég muni eftir því þegar ég var enn á brjósti og systkini mín voru að stríða mér yfir því, enda að nálgast 4 ára aldurinn.
Meira

Rabb-a-babb 206: Margrét Gísla

Nafn: Margrét Gísladóttir. Fjölskylduhagir: Gift Teiti Birni Einarssyni og saman eigum við synina Gísla Torfa og Einar Garðar. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir séra Gísla Gunnarssonar og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem ég er alin upp. Hvernig nemandi varstu? Mér gekk alltaf vel í skóla en í öllum umsögnum frá kennurum frá 6 ára aldri segir að ég sé ansi fljótfær og ég held það hafi lítið breyst. Ég átti það líka til að skipta mér af stjórn og skipulagi í samtölum við skólastjóra allt frá grunnskóla og upp í háskóla svo ég hef verið með sterkar skoðanir á öllu frá blautu barnsbeini – þeim líklega til ama. Hvernig er eggið best? Steikt og sólin upp.
Meira