Rabb-a-babb 206: Margrét Gísla
feykir.is
Skagafjörður, Rabb-a-babb
05.01.2022
kl. 11.58
Nafn: Margrét Gísladóttir. Fjölskylduhagir: Gift Teiti Birni Einarssyni og saman eigum við synina Gísla Torfa og Einar Garðar. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir séra Gísla Gunnarssonar og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem ég er alin upp. Hvernig nemandi varstu? Mér gekk alltaf vel í skóla en í öllum umsögnum frá kennurum frá 6 ára aldri segir að ég sé ansi fljótfær og ég held það hafi lítið breyst. Ég átti það líka til að skipta mér af stjórn og skipulagi í samtölum við skólastjóra allt frá grunnskóla og upp í háskóla svo ég hef verið með sterkar skoðanir á öllu frá blautu barnsbeini – þeim líklega til ama. Hvernig er eggið best? Steikt og sólin upp.
Meira