Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 165: Álfhildur

Nafn: Álfhildur Leifsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Kristínar og Leifs frá Keldudal, yngst af sex systkinum og var svo heppin að alast þar upp við bústörf og hestamennsku þar til ég fór suður í háskólanám. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sálfræðingur – en þar sem ég var í mörg ár með sumarskóla fyrir fósturbörn sem voru hjá mömmu og pabba í sveit, þá vissu víst allir í kringum um mig að ég yrði kennari, nema ég. Besta bíómyndin? Notting Hill - því Spike er flottastur.
Meira

Rabb-a-babb 164: Friðrik Már

Nafn: Friðrik Már Sigurðsson. Búseta: Lækjamót í Víðidal, Húnaþingi vestra. Hvað er í deiglunni: Taka sæti í sveitarstjórn og byggðaráði í Húnaþingi vestra. Næstu fjögur ár verða bæði spennandi og krefjandi. Ég hlakka mikið til. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Myndi bjóða Trump, Pútín og Kim Jong Un, en hef ekki hugmynd af hverju. Ætli ég myndi ekki grilla fyrir þá folaldakjöt. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Aftur á bak.
Meira

Rabb-a-babb 163: Jón Egill

Nafn: Jón Egill Bragason. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Freyjugatan og Birkihlíðin í 550. Frumbyggir í efra hverfinu þegar allir þekktu alla þar. Bragi Haraldsson og Eygló Jónsdóttir eru foreldrarnir. Starf / nám: Viðskiptafræðingur frá HR og starfa hjá Arion banka hf. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Reiðhjólið….enda fór það svo að ég kenndi Spinning í mörg ár. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á stundum erfitt með að skipuleggja mig. Mjög pirrandi fyrir þá sem eru í Steingeitarmerkinu.
Meira

Rabb-a-babb 162: Leó Örn

Nafn: Leó Örn Þorleifsson. Starf / nám: Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs / lögfræðingur. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Af erlendum hljómsveitum voru það Pearl Jam, Nirvana, R.E.M og U2 en af íslenskum Ný dönsk, SSSól og Sálin. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Er frekar slappur í eldhúsinu en nokkuð liðtækur þegar kemur að því að grilla.
Meira

Rabb-a-babb 161: Gauja Hlín

Nafn: Guðríður Hlín Helgudóttir en alltaf kölluð Gauja. Búseta: Á besta stað á Hvammstanga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér að verða rannsóknarlögreglumaður, arkitekt eða lýtalæknir og varð því augljóslega ferðamálafræðingur. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Ég sagði ykkur að þetta myndi reddast!”
Meira

Rabb-a-babb 160: Arna Björg

Nafn: Arna Björg Bjarnadóttir. Búseta: Valþjófsstaður í Fljótsdal. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er alin upp í Ásgeirsbrekku í Skagafirði en er ½ Norður-Þingeyingur, ¼ Skagfirðingur og ¼ Svarfdælingur. Hver er uppáhalds bókin þín eða rithöfundur? Jón Kalman – bækurnar hans eru einfaldlega konfekt eða öllu heldur eins og bláber með sykri og rjóma. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þetta er snilld.
Meira

Rabb-a-babb 159: Halldór Gunnar

Nafn: Halldór Gunnar Ólafsson. Árgangur: 1972. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Óla Benna og Gunnu Páls en þau ólu mig upp á Skagaströnd. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sjálfstætt fólk. Hún hafði sterk áhrif á mig þegar ég las hana fyrst.
Meira

Rabb-a-babb 158: Kristín Þöll

Nafn: Kristín Þöll Þórsdóttir. Árgangur: 1972. Starf / nám: Klæðskeri.Vinn sem verslunarstjóri í Vogue Akureyri og tek að mér sérsaum. Hættulegasta helgarnammið? Malaco hlaup – ég Tryllist! Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Allt er hey í harðindum, nema heybabilula she´s my baby.

Meira

Rabb-a-babb 157: Lee Ann

Nafn: Lee Ann Maginnis. Árgangur:1985. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Alla og Jóhönnu og er alin upp á Blönduósi frá sjö ára aldri. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í heild sinni. Fylgdist með þeim í Hollandi og þrátt fyrir slæmt gengi brostu þær framan í alla stuðningsmennina og sinntu okkur eftir leik með eiginhandaáritunum, myndatökum og spjalli.
Meira

Rabb-a-babb 156: Óli Björn

Nafn: Óli Björn Kárason. Árgangur: 1960. Starf / nám: Alþingismaður – hagfræðingur að mennt. Besta bíómyndin? Citizen Kane. Orson Wells var snillingur og leikstýrði og lék aðalhlutverkið. Myndin er meistaraverk en höfðar auðvitað sérstaklega til mín þar sem fjallað er um fjölmiðla, stjórnmál, völd og spillingu.
Meira